Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 29 og miðlun verðbréfa heyra undir Arna Odd. Hann segir íslenska verðbréfa- markaðinn kominn „nokkuð langt, en hann á líka ýmislegt eftir ólært. Mik- ið hefur gerst á síðustu fimm árum og næstu fímm verða álíka viðburða- rík; við eigum eftir að taka mörg skref fram á við á þeim tíma og nálg- ast ástandið eins og það er erlendis.“ Árni Oddur segur að það fólk sem starfi á markaðnum í dag hafi ekki upplifað „margar dýfur,“ eins og hann orðar það. „Lækkun kom fram á markaðnum til loka árs 1993, en síðan var samfelld hækkun fram á mitt síðasta ár. Þá fengum við að sjá fyrstu dýfuna í fjölda ára og segja má að þá hafi einhverjir stórsnilling- arnir helst úr lestinni og orðið að minni spámönnum; ef farið er yfir það sem komið hefur frá verðbréfa- fyrirtækjum síðustu árin sést hverjir hafa unnið heimavinnuna sína og hverjir ekki.“ Arni Oddur segir mikilvægast á vettvangi markaðarins að viðskipta- vinir finni strax íyrir heiðarleika og trúverðugleika starfsmanna. „Til að svo verði þarf þekking starfsmanna að vera fyrir hendi og það er varð- andi þetta atriði sem hin mikla vinna skapast; það er hin sífellda greining- arvinna á markaði sem teygir sig fram á kvöld. Það er hún sem skilar árangri því í henni liggur þekkingin." En hvaða hæfileika telur Arni Oddur menn þurfa að hafa til að bera til að ná árangri á markaðnum: „Al- mennt á verðbréfamarkaði skiptir tölulegur skilningur venilegu máli og að geta séð hlutina í víðara ljósi; hvaða tækifæri eru framundan og hvaða hættur. í því ljósi er mjög mikilvægt að láta stundarhrifningu ekld bera heilbrigða skynsemi ofur- liði, heldur reyna ávallt að greina at- burði á markaði sem utanaðkomandi aðili.“ Ámi Oddur segir kröfu mark- aðarins um arðsemi fyrirtækja eiga eftir að aukast mjög á næstu árum. „Það mun ekki líðast að fyrirtæki skili ekki viðunandi arðsemi í þrjú til fjögur ár samfleytt. Slíkt mun ekki sjást þegar hlutabréfamarkaðurinn styrkist. Þess vegna eru stjórnendur fyrirtækja nú að tipla á tánum og reyna að hagræða og við höfúm séð skemmtilega breytingu víða í þá átt.“ Hann segir menn þurfa að sökkva sér í vinnu fyrstu tvö árin, „en það heyrist strax hvort menn eru að byrja eða ekki. Það er vel þekkt á markaðnum að þegar menn hittast segja þeir nýjustu alltaf hetjusögur af sjálfum sér, skiljanlega. Það er því alltaf hægt að dæma um hvort verð- bréfamiðlari er nýr í starfi eða ekki. Ef hann kann að ræða aðrar hliðar lífsins en verðbréfamarkaðinn, þá er hann kominn lengra...“ Agnor Ágústsson Ekki óhætt að fara lengi frá „VIÐSKIPTIN munu aukast gríðar- lega í framtíðinni. Verðbréfaþing verður vettvangurinn og ég er viss um að fyrirtæki munu sjá enn betur kosti þess að vera skráð á verðbréfaþing- inu. Síðan verða miklar breyting- ar með samein- ingu, stærri fyrir- tæki verða til, sem gerir að verkum að framkvæmdaaðilar eiga auðveldara með að fjármagna hug- myndir sínar; íslenskar fjármála- stofnanir verða því stærri og sterkari og allt ýtir þetta undir að íslenskt efnahagslíf verði sterkara. Ég sé fyr- ir mér að samkeppni eigi eftir að aukast, viðskipti líka og að innlendir aðilar eigi eftir að fjárfesta miklu meira erlendis, bæði fyrirtæki og ein- staldingar,“ segir Agnar Ágústsson, 35 ára verðbréfamiðlari hjá Handsali. „Kaup innlendra aðila erlendis hafa verið 1.400 milljónir króna á mánuði síðustu 13 mánuði; þar með hafa 18 milljarðar farið út. Það er mikið í sögulegu samhengi, því þetta fór hægt af stað eftir að fúllt frelsi til fjármagnsflutninga var veitt og þar tO í fyrra voru þetta 2-3 milljarðar á ári. En nú eru einstaklingar og fyrir- tæki að átta sig á kostum þess að fjárfesta erlendis, áhættudreifmgin er kostur og erlendi markaðurinn ekki svo langt í burtu.“ Agnar segir oft töluvert í húfi í þessum viðskiptum. „Við eigum við- skipti fyrir viðskiptavini og félagið sjálft. Oft er mikið í húfi og menn verða að hafa hugann vel við þetta. Kannski ástandið hér fari að verða eins og erlendis að menn þori lítið að fara frá skjánum því breytingarnar eru svo örar. Fari þeir hálftima eða klukkutíma frá gætu þeir misst af góðu tækifæri." Sigurður Atli Jónsson Gaman að taka þátt í þróuninni SIGURÐUR Atli Jónsson hóf störf hjá Landsbréfum um áramótin 1994- 95, þegar hann kom heim frá meist- aranámi í hag- fræði í Kanada. Hann er þrítug- ur. Sigurður Atli segir starfíð mjög spennandi, „Það er gaman að taka þátt í þróun markaðar- ins. Hann er enn mjög ungur og því var ekki til stétt sem þekkti beinlínis til. Fyrirtæki hafa því verið að ráða unga menn og þeir þróast með markaðnum. Auðvit- að voru ýmsir sjóðir fyrir hendi, líf- eyrissjóðir og sjóðir á vegum hins opinbera, en þetta er í fyrsta skipti sem raunverulegur og virkur verð- bréfamarkaður myndar það um- hverfi sem menn vinna í. Svo er auð- vitað ekki langt síðan fjármagns- markaður þróaðist þannig að mögu- legt var að vextir væru frjálsir og fjármagnsflutningar frjálsir milli landa.“ Þegar talið berst að miklu vinnuá- lagi segir Sigurður Atli það að hluta til stafa af því hve markaðurinn sé ungur og vaxi hratt. „Talsvert af mínu starfi fer í alls konar þróunar- vinnu. Vinnudagurinn er því oft langur og margar helgar nýttar að einhverju leyti í vinnu. Þetta er líka starf sem ekki er skilið eftir á skrif- stofunni; ég tek vinnuna með mér heim, bæði í andlegum skilningi og líka gögn til að vinna. Svo eru menn oft með vinnustöðvar heima.“ Talsverð spurn er eftir fólki til starfa hjá umræddum fjármálastofn- unum. „Markaðurinn vex hratt og það skapar mörg atvinnutækifæri,“ segir hann og bendir á að fólk með mjög ólíka menntun ráðist til starfa. Hvemig skyldi Sigurður Atli sjá framtíðina á verðbréfamarkaðnum? „Þróunin mun halda áfram; við- skiptin halda áfram að aukast. þ.e. velta á verðbréfaþingi og velta sjóð- anna sem við vinnum fyrir. Sparnað- ur í verðbréfasjóðum er ekki tiltölu- lega mikill miðað við aðrar þjóðir en ég hef trú á að hann vaxi. Spamaður í landinu almennt á eftir að vaxa og beinast inn á verðbréfamarkaðinn og við verðum þá að reyna að ávaxta peninga fólks eins vel og við getum. Fjölbreytni sjóðanna mun aukast og farið verður að vinna í meira alþjóð- legu umhverfi." Rognar Þórisson Kampavín á Kaffi- vagninum? RAGNAR Þórisson hefur verið verð- bréfamiðlari hjá Verðbréfastofunni í eitt og hálft ár. Hann er 27 ára og hefur BA próf í markaðs- og við- skiptafræði frá Bandaríkjunum. „Fólk kaupir hlutabréf með von um ágóða og miðlarar þurfa því að hafa góða innsýn; geta séð vel fram í tímann og verða að fylgj- ast vel með. Minnsta málið er að sjá um kaupin og sölumar, allir geta gert það, aðalmálið er að hafa innsýn í hvað er á uppleið og hvað á niður- leið og velja rétta fyrirtækið eða fyr- irtækin innan þess iðnaðar. Dæmi: í dag er verð sjávarafurða að hækka verulega og sjávarútvegurinn því á mikilli uppleið. En ekki munu allir í sjávarútveginum græða á því. T.d. munu IS og SH lenda í basli þar sem hráefnisverð hækkar til verksmiðja þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum en þau hafa langtíma sölusamninga í þessum löndum. Þess vegna ráðlegg ég viðskiptavinum mínum að selja bréf í þessum fyrirtækjum og kaupa í fyrirtækjum sem eiga kvóta, t.d. HB, ÚA, Granda og Samherja. Og ég efast ekki um að farið verði að selja Dom Pernignon kampavín á Kaffivagninum bráðlega(I); trillu- karlamir græða á tá og fingri þessa dagana.“ Varðandi fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum nefnir Ragnar að það sé vandamál að hlutabréf íslenskra fyr- irtækja skuli skráð í íslenskum krón- um. „Eina leiðin, að mínu mati, til þess að fá erlenda fjárfesta til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum er að skrá svokallaðar hlutabréfaávis- anir [Ameriean Depositary Receiptsj t.d. á NASDAQ hlutabréfamarkaðn- um. Þá geta t.d. bandarískir fjárfest- ar keypt í íslenskum fyrirtækjum á sínum markaði í sínum gjaldmiðli og í gegnum sinn verðbréfamiðlara. Þetta hafa fyrirtæki á Norðurlönd- um verið að gera með góðum ár- angri.“ Hann segir björtustu von Islands „að sjálfsögðu“ íslenska erfðagrein- ingu hf. „Það gæti orðið fyrsta ís- lenska fyrirtækið sem kemst aOa leið. Það gæti orðið stolt okkar ís- lendinga eins og Nokia er stolt Finna.“ Hann nefnir líka OZ. „Ég sé líka fyrir mér að OZ geti farið alla leið og það er reyndar komið mjög langt þó það hafi verið lengur í burðarliðnum. OZ-menn eru að gera mjög góða hluti og ég hef mikla trú á þeim. Þessi tvö fyrirtæki gætu orðið okkar stjörnur; annað í líftækni og hitt í hátækni. Það er heldur ekki pláss fyrir meira hér, held ég. Það er ekki til nóg af starfsfólki." Albert Jónsson Heimurinn orðinn ein heild ALBERT Jónsson er nýbyrjaður sem forstöðumaður verðbréfamiðl- unar Fjárvangs en var áður hjá Við- sldptastofu Landsbankans, átta ár hjá Landsbréfum og þar áður um tíma hjá kaupleigufyr- irtækinu Glitni. Hann er 36 ára, viðskiptafræð- ingur og löggilt- ur verðbréfa- miðlari. Markaðurinn hefur mikið breyst og Albert orðar það svo að menn séu í raun og veru æ betur að gera sér grein fyrir því að málið snúist um að hafa góð tengsl við ýmsa aðila. „Allt snýst um viðskiptamanninn; að þarfa- greina og reyna að veita þá þjónustu sem hann óskar eftir. Samkeppnin hefur ýtt okkur út í að búa til þá ver- öld sem viðskiptavinurinn vill.“ Tvö mál eru mikið í brennidepli hérlendis um þessar mundir: Varð- andi einkavæðingu ríkisbankanna, og reyndar einkavæðingu almennt, telur Albert ríkið ætti að auglýsa eignimar til sölu, leyfa öllum að bjóða og selja hæstbjóðanda. „Það ætti síðan að verða meginhlutverk ríkisins að setja rammalöggjöf utan um markaðinn sem slíkan." Og þetta segir hann um íslenska erfðagreiningu: „Fyrirtækið er eitthvert mesta frumkvæði sem um getur. Það sem Kári Stefánsson er að reyna að koma upp er fyrirtæki sem er mjög mikilvægt af mörgum ástæðum; starfsemi þess gæti hugs- anlega náð verulegum spamaði í heil- brigðiskerfinu, verið er að búa til stóran vinnustað, fyrirtæki sem skil- að getur þjóðfélaginu miklum skatt- tekjum, það laðar marga íslendinga aftur heim, hámenntað fólk, ryður brautina fyrir frumkvöðla á öðram sviðum, sem geta látið drauminn ræt- ast og ég tel að með þessari starf- semi sé hugsanlega lika verið að halda komandi kynslóðum í landinu. Ef þessi lóð em ekki þyngri á vogar- skálunum en hagsmunir ýmissa minnihlutahópa hlýtur að vera mjög erfitt að sjá Island sem mjög áhug- vert land til að stunda atvinnurekst- ur í,“ segir Albert Jónsson. Heiðar Guðjónsson Þarf áhuga og keppnis- skap „ÞETTA er eins og í efstu deildinni í fótbolta; menn tala auðvitað við starfsbræður í öðmm fyrirtækjum en allir vilja vinna. Til að standa sig vel þarf áhuga og keppnisskap," segir Heiðar Guð- jónsson hjá ís- landsbanka spurður um starf verðbréfamiðlar- ans. Heiðar er 26 ára hagfræðingur frá Háskóla íslands, sem starfað hefur í faginu í tvö ár. „í þessum bransa fer mjög mikl- um sögum af löngum vinnudegi, til dæmis í Bandaríkjunum, en þar er mest rætt um hve lengi menn vinna, ekki hverju þeir afkasta á þeim tíma. í Evrópu skiptir meira máli hvað gert er.“ Heiðar segir að eftir að fullt fjár- magnsfrelsi komst á þurfi að fylgjast með öllum mörkuðum, því þeir hafi allir áhrif hver á annan. Hann bendir á að sekúndan geti skipt miklu máli; að taka rétta ákvörðun og sjá hvaða áhrif það hefur. „Slíkt lærist ekki einn, tveir og þrír heldur með reynslunni og því er talað um að tíma taki að komast á þann stall að ná yfirsýn yfir alla markaðina. Þótt Island sé lítið land veit ég að stærstu fjárfestarnir eru að fjárfesta erlend- is og ef eitthvað gerist þar þarf að fylgjast mjög vel með. Til að greina innlenda markaðinn skipta efnahags- málin öllu máli, við þurfum að greina hann sjálf en varðandi erlenda mark- aði treystum við á greiningu þaðan.“ Þótt Heiðar hafi ekki starfað á markaðnum nema i tvö ár hefur hann fylgst lengi með gangi mála. „Skuldabréfamarkaðsveltan marg- faldast á hverju ári og fjöldi fyrir- tækja á hlutabréfamarkaði hefúr aukist rosalega. Nítján bættust til dæmis við í fyrra. Markaðurinn er ungur og tekur smátíma fyrir hann að þroskast. Það var ekki fyrr en Is- land komst upp úr efnahagskrepp- unni 1993 að alvara kom í markaðinn og þá var fyrst hægt að fara að þjóna honum. Síðan hefur hann vaxið mjög hratt og á eftir að gera áfram.“ Heiðar nefnir að mjög vel þurfti að fylgjast með og setja sig inn í lög- mál markaðarins. „Konan mín er flugfreyja og því hef ég nægan tíma til að stússast í þessu(!) Ég les bara bækur og tímarit um þessi mál þeg- ar heim er komið en er ekki með tölvu þar. Það er „prinsip". En það hjálpar mikið að lesa það sem aðrir segja; hinn hyggni lærir af reynslu annarra en hinn heimski af eigin, segir í rússneskum málshætti.“ Arnar Loufdol Samkeppnin að aukast ARNAR Laufdal er 28 ára og starfar á Viðskiptastofu Landsbankans. Hann er viðskiptamenntaður frá N orður-Kaliforn- íu í Bandaríkjun- um. Hann sér um lánamál, ávöxtun, gjaldeyrismál, af- leiðuviðskipti og aðra þjónustu. „Á Viðskiptastof- unni erum við með á skrá 300 stærstu fyrirtæki á landinu miðað við veltu. Sum þeirra eru í viðskipt- um við okkur en önnur ekki, en þau eru markhópur okkar.“ Mikill hraði er oft á verðbréfa- markaði en á könnu Amars eru mál sem taka oft langan tíma í undirbún- ingi. „Ef einhver biður um lán þarf að meta fyrirtækið og slíkt getur tekið nokkurn tíma. Ætli hins vegar einhver að selja gjaldeyri getur það gengið hratt fyrir sig. Eitthvert þessara 300 fyrirtækja getur þá hringt og ég reyni að ná sem hag- stæðustum viðskiptum.“ Hann segir Landsbankann ekki hafa sótt mikið út til að fá fyrirtæki í viðskipti, en breyting sé að verða á. „Fyrirtæki eru fastheldin á að vera í „sínurn" banka, en samkeppni eykst með stofnun Viðskiptastofu í Lands- banka. Við aukna samkeppni fá fyr- irtæki hagstæðari kjör þannig að þetta ætti að vera til góðs fyrir ís- lenskt atvinnulíf.“ Arnar segir meira farið að huga að rekstri fyrirtækja en áður þegar lán séu veitt; „ekki bara einblínt á steypu sem hægt er að setja að veði eins og áður. Nú er skoðað hverjar framtíðarhorfur fyrirtækja eru og farið að lána meira út á það.“ Hann segir að þegar samkeppni eykst verði arður bankanna minni en áður og þeir þurfi því að endurskipu- leggja starfsemi sína. „Það þarf að fara að reka þá eins og fyrirtæki, ekki stofnanir. Þegar minni álagn- ing verður á þær vörur sem bankinn er að selja nýtist það þannig að meira hagræði verður í landinu og það ætti að verða fyrirtækjum til góðs.“ Friðrik Magnússon Viðskipti aukast mjög FRIÐRIK Magnússon er tæplega 28 ára, sjóðSstjóri hjá Verðbréfamark- aði Islandsbanka, VIB. Hann er við- skiptafræðingur frá HÍ og hefiir starfað hjá VÍB síðan hann lauk námi, í fjögur og hálft ár. Friðrik er jafn sannfærður um og aðrir, sem Morgunblaðið ræddi við, að við- skipti með verðbréf eigi eftir að aukast mjög á næstunni, fleiri ein- staklingar muni leita inn á verðbréfa- markaðinn og þar af muni margir leita yfir í hlutabréf vegna góðrar ávöxtunar, en ávöxtun skuldabréfa hefur farið lækkandi undanfarin ár. „Einstaklingai- eiga eftir að verða betur upplýstir um innlendan hluta- bréfamarkað og það sem einnig mun breytast á allra næstu árum er að stjómendur fyrirtækja á hlutabréfa- markaði fara að hugsa meira um hag hluthafanna en áður. Meiri kröfur verða líka gerðar til stjómenda; að þeir standi sig og átti sig á að það em hluthafamir sem eiga fyrirtæk- in.“ Friðrik segir að mikið álag geti verið á starfsfólki á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. „Menn fara ekki frá tölvunni í hádeginu; einn er sendur út til að kaupa mat handa fé- lögunum. Áreitið er mjög mikið allan daginn, menn em í símanum, horf- andi á sjónvarp, á markaðinn í tölv- unni og þurfa að meðtaka mikið af fréttum. Þetta gæti einhvem tíma orðið svona hér, en hasarinn er lítill miðað við erlendis.“ Friðrik segir laun fyrir þessi störf á íslandi „alveg þokkaleg. Laun sumra em árangurstengd og ef menn era mjög duglegir geta þeir haft það gott. En launin eru mun lægri en úti; þar er um miklu hærri fjárhæðir að ræða“. Hvaða hæfileikar em nauðsynleg- ir, að mati Friðriks, til að menn standi sig í þessu starfi? „Hagnýtt er að menn hafi mennt- un í fjármálafræðum en það er þó ekki skilyrði og margir sem vinna á þessum markaði em með próf úr verkfræði og raungreinum. Menn verða að vera skarpir og duglegir og svo skipta mannleg samskipti miklu, eins og reyndar alls staðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.