Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ www.mimir.is Háþrýstidælur og fylgihlutir ©DælwwGnD eht Ármúla 34, 108 Reykjavík Sími: 533 4747 Fax: 533 4740 Utiskilti Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð JNfnasiiiiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Fæst í byggingavöruverslunum um lanil allt. Blöndunartæki Eins handfangs blöndunartæki Mora Mega eru lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eða króm/gull. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: TEflGlehf. sími564 1088,fax564 1089 Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is FRÉTTIR V 4. . , t | m ] m A SÖGULEG stund í flugsögu íslendinga. Lofleiðavélin Geysir nýlent í New York. Hálf öld frá fyrsta flugi Loftleiða til Ameríku HÁLF öld er nú liðin frá því Loft- leiðir námu land í Norður-Ameríku með fyrsta flugi sínu til New York 26. ágúst 1948. Flugið milli Ameríku og Evrópu varð burðarásinn í rekstri Loftleiða sem Flugleiðir tóku síðan við. Flugstjóri í fyrstu ferðinni var Aifreð Elíasson og flug- maður Kristinn Olsen. Skymaster flugvél Loftleiða, Geysir, fór þessa fyrstu áætlunar- ferð fyrir 50 árum en í loftferðaleyfi Loftleiða til Bandaríkjanna var fé- laginu fyrst um sinn heimilað að fljúga sex áætlunarferðir í mánuði og ienda ýmist í New York eða Chicago. Árið 1955 hófst áætlunar- flug milli Bandaríkjanna og Lúxem- borgar með miililendingu í Keflavík. Hlé varð á þvl frá hausti 1957 til ársins 1959 en flugið óx síðan jafnt og þétt upp frá því. Á sjöunda og áttunda áratugnum skaut Norður- Atlantshafsflug Loftleiða og síðar Flugleiða rótum í Bandaríkjunum meðal annars vegna lágra fargjalda. Flugmennimir í fyrstu áætlunar- ferð Loftleiða, þeir Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen, áttu ásamt Sig- urði Olafssyni frumkvæði að stofn- un Loftleiða. I fyrsta fluginu voru einnig í áhöfn þeir Axel Thoraren- sen, Bolli Gunnarsson, Halldór Guð- mundsson, Hólmfríður Mekkinós- dóttir og Sigríður Gestsdóttir. Sig- urður Magnússon, sem var um ára- bil blaðafulltrúi Loftleiða, var einnig með í för en vélin var full- skipuð farþegum. Skrifaði Sigurður í bók sinni, Vegur var yfir, lýsingu á ferðinni þar sem hann segir meðal annars: Ein af meginstoðum sjálfstæðisins „Bráðum erum við komin á leið- arenda, fyrstu íslensku áætlunar- flugferðinni til Bandaríkjanna er lokið. Þá hafa orðið þáttaskil, eigi aðeins í sögu félagsins, er leyfi hef- ur fengið til þessara ferða, heldur þjóðarinnar allrar og það veltur á miklu að við skiljum í tæka tíð hve miklvæg þau eru. „Navigare necesse est“, - það er nauðsynlegt að sigla... Ein af meginstoðum þeim, sem bera verður uppi sjáifstæði okkar, er sú að við séum jafnan sjálfbjarga um siglingamál, bæði á fomum leiðum og nýjum. Það er lágmark... Leyfið til frjálsra ferða íslenskra flugvéla til Bandaríkjanna er mjög mikilvægt skref í rétta átt, ef til vill eitt hið örlagaríkasta. Vegna alls þessa er för Geysis til Bandaríkjanna að þessu sinni mjög söguleg. 26. ágúst 1948 er merkis- dagur.“ New York var lengst af aðal- áfangastaður Loftleiða og Flugleiða í Bandaríkjunum, segir m.a. í sam- antekt frá Flugleiðum um þennan áfanga. Mest var flogið 20 sinnum í viku til New York og nú hefur áfangastöðum fjölgað og eru þeir sex um þessar mundir í Bandarlkj- unum og Kanada. Alfreð Elíasson segir m.a. svo um ferðina í bókinni Alfreðs saga og Loftleiða sem Jakob F. Ásgeirsson skráði: „Koma Geysis vakti allmikla athygli í New York, því þar geisaði þá mikil hitabylgja; hitinn var um 40 stig í forsælu og fannst banda- rískum fréttamönnum það ákjósan- legt frásagnarefni, að fólk af Is- landi væri komið í hitabylgjuna. Það var bæði útvarpað og sjónvarpað frá komu vélarinnar og helstu blöð birtu myndir og viðtöl við farþega. Það var vel við hæfí, að þessari fyrstu áætlunarferð Loftleiða til Bandaríkjanna skyldu gerð góð skil í fjölmiðlum vestra, því hún var sannarlega upphafið að því sem á eftir kom.“ Tæplega 12% hækk- un á áskrift að Stöð 2 ÁSKRIFTARGJALD þeirra sem kaupa Stöð 2 hluta úr ári hækkar um mánaðamótin um tæp 12% á mánuði, fer úr 3.350 kr. í 3.750 kr. Jafnframt hækkar áskrift þeirra sem kaupa Stöð 2 allt árið um 100 krónur, eða um tæp 3%. Áskriftin fer úr 3.350 kr. í 3.450 kr. „Við erum að gera greinarmun á þeim sem greiða allt árið og þeim sem greiða hluta úr ári,“ segir Hilmar Sigurðsson, markaðsstjóri íslenska útvarpsfélagsins. Margir hætta áskrift að Stöð 2 yfir sumarmánuðina þrjá. Sam- kvæmt nýju verðskránni spara þeir sér 11.250 kr. yfir árið. Kostnaðar- auki þeirra vegna verðhækkunar- innar nú fyrir hina mánuðina níu er hins vegar 3.600 kr. íslenska útvarpsfélagið hækkaði síðast áskrift að Stöð 2 fyrir tveim- ur ámm. Fór áskriftin þá úr 3.190 kr. á mánuði í 3.350 kr. Hilmar seg- ir að öli efniskaup félagsins séu í dollumm og hafi gengi hans hækk- að um 9% frá því að verðskránni var síðast breytt. Hilmar segir að áskrift þeirra sem em í M-12, þeir sem em í áskrift allt árið, og kaupa Stöð 2, Sýn og Fjölvarp lækki allt að 10%. Þrátt fyrir að áskrift þeirra sem kaupa Stöð 2 allt árið hækki um 100 kr. segir Hilmar að félagið sé að umbuna þeim. „I september verður tilboð þar sem fólki verður boðið að gerast M-12 áskrifendur," sagði Hilmar í samtali við Morgun- blaðið. ---------------- Beltin bjarga í Keflavík HARÐUR árekstur varð við gatnamót Vesturgötu og Hring- braut í Keflavík í gær þegar bifreið var ekið út á Hringbraut án þess að ökumaður hennar virti stöðvun- arskyldu. Aðvífandi bifreið sem ekið var eftir Hringbraut lenti af miklu afli í hlið hennar með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumenn vora einir í hvorri bifreið og sluppu ómeiddir og segir lögreglan að það megi þakka bflbeltanotkun. Bifreiðamar em mikið skemmd- ar ef ekki ónýtar að sögn lögreglu. Slysavarnafélag Islands undir- býr öryggiskerfi í fiskiskipum Á VEGUM Slysavarnafélags ís- lands er nú unnið að þróun öryggis- kerfis. Með því er ætlunin að koma á skipulegum vinnubrögðum í slysa- vömum um borð í fiskiskipum. Árin 1984 til 1997 urðu á bilinu 415 til 630 slys á sjómönnum árlega og segir Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélags íslands, að þessi slys kosti þjóðfélagið milljarða króna. Gunnar kynnti undirbúning ör- yggiskerfisins á ráðstefnu um- skráningu slysa og veikinda á sjó sem stóð í Reykjavík í gær. Undir- búningur verksins hófst fyrr á þessu ári og fer nú fram tilraun með kerfið í fjóram skipum, togara, netabát, línubát og nótaskipi. Gunnar segir að með því ætti að fást nokkuð góð mynd af því hvern- ig haga þurfi fyrirkomulagi slíks kerfis á fiskiskipaflotanum. Fyrsta skrefið sagði hann vera að búa til lýsingu á sem flestum þáttum starf- anna um borð frá því látið er úr höfn og þar til komið er að landi á ný. Ut frá þessum lýsingum er sett fram eftirlitskerfi sem gerir m.a. ráð fyrir skipan sérstaks öryggis- hóps í hverju skipi sem sér um eft- irlit með öryggis- og forvarnarmál- um um borð. Einnig er tekið á því hvernig nýir skipverjar eru settir inn í vinnubrögðin. Gunnar Tómasson sagði í viðtali við Morgunblaðið að öryggiskerfið ætti að verða rökrétt framhald af námi sjómanna í Slysavarnaskóla sjómanna. Þar er einkum lögð áhersla á viðbrögð við slysum, björgunaraðgerðir, skyndihjálp og önnur atriði sem eru nauðsynleg á neyðarstundu en öryggiskerfið sagði hann fyrst og fremst vera for- varnakerfi. Sagði hann það brýnt að draga úr slysum um borð í fiskiskip- um, þau hefðu komist uppí yfir 600 á ári en hefði fækkað nokkuð síð- ustu árin. Of mikið væri að allt að einn af hverjum tíu sjómönnum slasaðist við störf sín eins og verið hefði sum árin. Hann sagði margt orsaka slys á sjó, vinnudagur væri langur, veður og sjólag gerði að- stæður ei'fiðar, mikið væri um vélar og tæki en algengustu orsökina fyr- ir slysum sagði hann vera mannieg mistök af einhverju tagi. Gunnar segir Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hafa verið fengna til að reikna út kostnað þjóðfélagsins við slys á sjómönnum líkt og hún hefur gert við umferðarslys. Hugsanleg útflutningsvara Næsta skref verður að útvflcka þróun og aðlögun kerfisins og eiga tilraunir að fara fram í um 20 skip- um á næsta ári. Þriðja og síðasta skrefið verður síðan að vinna að því að koma kerfinu á í sem flestum skipum. Segir Gunnar hugmyndina að gera það að markaðsvöru en ekki skyldu. Þá er einnig hugsanlegt að það verði boðið öðmm Norður- landaþjóðum. Hefur verið rætt við Norðmenn í því sambandi. Slysavarnafélagið hefur fengið styrk frá Rannsóknaráði íslands til að kosta verkefnið. Félagið er einnig í samstarfi við sjávarútvegs- deild Háskóla Islands vegna verk- efnisins og landssamtök útgerða og sjómanna hafa einnig verið með í ráðum. Kostnaður er á bilinu 10 til 15 milljónir króna. Á ráðstefnunni 1 gær kom fram hjá fyrirlesuram að brýnt væri að bæta skráningu á slysum og veik- indum sjómanna. Fyrst þegar góð- ur gagnagrunnur væri fenginn væri hægt að rekja orsakir slysa, meta hvort ákveðin slys væra algengari en önnur og bregðast við þeim. Fram kom einnig að best væri að hafa slíka skráningu staðlaða og al- þjóðlega til að þjóðir gætu borið sig saman. Ráðstefnugestir vora í gær boðn- ir um borð í nýju Sæbjörgina, áður Akraborg, og þáðu þar hádegisverð. Jafnframt var starf Slysavarna- skóla sjómanna kynnt með erindum og þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi björgun af skipi og af rúmsjó og björgunarbátar Slysavarnafé- lagsins sýndu einnig björgun úr sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.