Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Iðnaðar- Morgunblaðið/Kristján Rekstur vínbúðar á Dalvík Ríkið í fatahreinsun? Minningartónleikar Kristjáns Jóhannssonar á Akureyri Diddú og Jóna Fanney syngja með Kristjáni nefnd á ferð um N orðurland IÐNAÐARNEFND Alþingis var á ferð um Norðurland í gær og fyrradag og skoðuðu nefndar- menn fyrirtæki í Skagafírði og á Akureyri. Einnig var fyrirhugað virkjunarsvæði við Jökulsá skoð- að, þar sem Hákon Aðalsteinsson frá Orkustofnun kynnti virkjun- arkosti í Skagafirði. Nefndar- menn áttu jafnframt fund á Akureyri með Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra sem kynnti helstu mál sem hann hyggst leggja fram á komandi þingi. í myndinni eru fulltrúar iðnað- arnefndar staddir í flotkví Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, ásamt Inga Bjömssyni, framkvæmda- stjóra Slippstöðvarinnar, en þar var verið að mála Guðbjörgina IS, frystitogara Samherja hf. F.v. Ingi Björnsson, alþingismennirn- ir Stefán Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Pétur Blöndal, Árni R. Árnason, Gísli Einarsson og Svavar Gests- son og Helga Þórisdóttir, starfs- maður nefndarinnar. Töðugjöld, grísaveisla og tónleikar .AJS engjunum heim“, er yfir- skrift skemmtikvölds sem haldið verður í stóru tjaldi við Blómaskálann Vín í Eyjafjarð- arsveit nk. laugardagskvöld. Þar verða töðugjöld, grísa- veisla og tónleikar með hinni landsfrægu hjómsveit Manna- korn. Dagskráin hefst með grísa- veislu að hætti Vínardrengja kl. 19.00 og síðan munu Ingi á Uppsölum ásamt Vínarmeyj- um bregða á leik með söng og hljóðfæraleik. Hljómsveitin Mannakorn stígur á svið kl. 21.30 en sveitina skipa Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Kjartan Valdimarsson. Tjaldið sem dagskráin fer fram í tekur 300-400 manns og er innangengt í það úr Blóma- skálanum. Sýnt á Rennii/erkstœðinu Akureyri FJÖGUR HJÖRTU í kvöld 27/8 kl. 20.30 UPPSELT föstud. 28/8 kl. 20.30 örfá sæti laugard. 29/8 kl. 20.30 MMASALA ÍSÍMA 1,61-3690 ÞERNAN fatahreinsun, Hafnar- braut 7 á Dalvík, átti lægra tilboðið af þeim tveimur sem bárust í rekstur vínbúðar fyrir Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins í bænum. Þernan bauðst til að reka vínbúðina í hús- næði sínu fyrir 3,4 milljónir en inn í þeirri tölu er húsaleiga, launakostn- aður og rekstur. Hitt tilboðið var frá Kaupfélagi Eyfirðinga og hljóðaði upp á 5,8 LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir þrjú verk á komandi leikári og sagði Trausti Ólafsson leikhús- stjóri að ákveðið hefði verið að fara þá leið m.a. í erfiðrí fjárhagsstöðu félagsins. „Mér finnst þó nokkuð myndarlega að verki staðið að setja upp þrjú verk. Það hefur ver- ið vandað mjög til vals á þessum þremur verkum og í raun er um frumsýningu á þeim að ræða hér- lendis í einum eða öðrum skiln- ingi.“ Fjárhagsvandi LA hefur verið nokkuð í umræðunni í sumar og eru málefni félagsins nú til skoðun- ar hjá menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar. Trausti sagði að slæm fjárhagsstaða hjá svona menning- arstofnun væri ekki ný bóla og kæmi alltaf upp öðru hvoru. „Þetta er nokkuð sem menn þurfa að horfa á og þá hvemig á að reka leikhús á Akureyri. Þessi mál eru í ágætum farvegi núna og verið að vinna að þeim á réttum stöðum og ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn. Og þótt staðan sé ekki góð erum við ekkert á leið í kaf.“ Skuldir hafa aukist Endanlegar tölur í rekstri Leikfélags Akureyrar liggja ekki Messur L AUFÁSPRE STAKALL: Guðs- þjónusta í Laufáskirkju sunnudag- inn 30. ágúst kl. 14.00. Sérstök stund fyrir börnin verður í mess- unni. Messukaffi við Gamla-bæinn að lokinni messu. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöld- ið 30. ágúst kl. 21.00. Sóknarprest- ur. aksjón Fimmtudagur 27. ágúst 21.00ÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyiinga í ferðahug. milljónir króna. Þernan og KEA voru valin af Ríkiskaupum til að taka þátt í útboðinu, eftir forval þar sem tóku þátt fjórir aðilar. Skúli Haraldsson, hjá Ríkiskaup- um sagði líklegt að gengið yrði til samninga við Þernuna um rekstur- inn en einnig kæmi til greina að hafna báðum tilboðunum. Hann sagði stefnt að því að opna vínbúð á Dalvík snemma á næsta ári. fyrir en Trausti sagði málið skýr- ast á næstu dögum og vikum. Hann sagði að því miður hefði bæst við skuldir félagsins sl. vet- ur og þá hefði skuldastaðan eftir árið þar á undan ekki verið nógu góð heldur. „Renniverkstæðið varð okkur dýrara en við höfðum gert ráð fyr- ir og þá varð sýningin á Söngva- seiði einnig dýrari en við áætluð- um. Það skiptir máli í þessu að sætin í Samkomuhúsinu eru færri en áður og við fórum verr út úr sýningum á Söngvaseiði fyrir vik- ið.“ Hann sagði að oftast hefði verið leitast við að sýna fjögur verk á leikárinu en það væri spurning hvort þrjú verk væri ekki hæfi- legt fyrir þetta markaðssvæði hér. „Það getur verið líka verið tæknilega erfitt að sýna fleiri verk í Samkomuhúsinu og hætt við að verkin fari að rekast hvert SIGRÚN Hjálmtýsdóttir óperu- söngkona mun syngja með Krist- jáni Jóhannnssyni óperusöngvara á tónleikum í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 10. októ- ber nk. Einnig mun ung frænka Kristjáns, Jóna Fanney Svavars- dóttir, syngja með honum en hún hefur vakið athygli fyrir fallegan söng. Tónleikarnir eru minningartón- leikar um föður Kristjáns, Jóhann Konráðsson söngvara, sem hefði orðið áttræður síðastliðið haust en liann lést árið 1982. Upphaf- lega stóð til að Karlakór Akureyr- ar/Geysir tæki þátt í tónleikunum en af því verður ekki. Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands mun Ieika á tónleikunum ásamt hljóðfæra- leikurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri er hinn þekkti ítalski Giovanni Andreoli. Á efnisskrá tónleikanna eru perlur úr óperuheiminum, þar á á annað,“ sagði Trausti, sem læt- ur af starfi leikhússtjóra í lok árs- ins. Gestum fjölgaði milli ára Fyrsta verk leikársins, Rumm- ungur ræningi eftir þýska höfund- inn Otfried Preussler, hefur aldrei verið sýnt hérlendis. Jólaleikritið er frumsýning á nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen og í mars á næsta ári verður frumsýnt leik- ritið Systur í syndinni, sem er nýtt verk eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Gestir á sýningum Leikfélags Akureyrar á síðasta leikári voru tæplega 12.500 og fjölgaði um eitt þúsund frá árinu áður. Sýning LA á Söngvaseiði fékk langbestu aðsókn- ina á leikárinu, en alls sáu verkið rúmlega 7.200 manns í 39 sýningum og var sætanýting um 95%. meðal verður sú nýbreytni hér- lendis að fluttar verða aríur úr Simone Boccanegra og aríur og forleikur I vespri siciliani, eftir Verdi. Þá hljóma hinir glæsilegu forleikir Rakarans í Sevilla og La Traviata. Einnig verða stórsöngv- ararnir Krislján og Diddú með valin íslensk sönglög í handraðan- um. Forsala eftir helgina Minningartónleikarnir eru jafn- framt góðgerðartónleikar þar sem hugsanlegur ágóði rennur til áframhaldandi uppbyggingar- starfs og reksturs Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands. Forsala að- göngumiða verður í Bókvali á Akureyri frá 1. september nk. Það er Gilfélagið á Akureyri sem hefur umsjón með forsölunni og samstarfí ferðaþjónustuaðila í tengslum við tónleikana og hjá Gilfélaginu fást einnig nánari upp- lýsingar. Staða hafnar- stjóra á Akureyri Tíu umsókn- ir bárust TÍU umsóknir bárust um starf hafnarstjóra Hafnasamlags Norð- urlands en undir hann heyrir rekst- ur hafnanna á Akureyri, Grenivík og Hjalteyri. Umsækjendur era: Benedikt Guðmundsson byggingatæknifræð- ingur, Ellert Guðjónsson stýrimað- ur, Örn Gunniaugsson iðnrekstrar- fræðingur, Jóhann Gunnar Jóhanns- son rekstrartæknifræðingur, Hörð- ur Böndal byggingaverkfræðingur, Morten Feldskov Jannerup bygg- ingaiðnfræðingur, Sverrir Þór Kri- stjánsson byggingaiðnfræðingur, Ólafur Sigurðsson véltæknifræðing- ur, Jónas Vigfússon byggingaverk- fræðingur og Aðalgeir Tómas Stef- ánsson byggingatæknifræðingur. Björn Magnússon, formaður stjórnar Hafnasamlags Norður- lands, sagði að verið væri að fara í gegnum umsóknirnar en stefnt væri að því að ráða í starfið sem allra fyrst. -------------- Deiglan Kanadísk söngkona og tríó KANADÍSKA söngkonan Tena Palmer og tríó skipað hljóðfæraleik- urum úr íslenska djasslandsliðinu sjá um sveifluna á síðasta heita fimmtudegi Listasumars í Deigl- unni í kvöld kl. 21.30. Það er Jazzklúbbur Akureyrar sem stendur að vanda fyrir þessum djasstónleikum og er aðgangur ókeypis. Hróður Tenu Palmer sem djasssöngkonu hefur borist víða. Hún hefur þegar gefið út þrjá geisladiska með eigin lögum og ann- arra og nú í haust kemur út plata með henni og íslenska tríóinu sem leikur með henni i Deiglunni í kvöld. Samleikarar hennar hafa oft leik- ið á Akureyri en þeir eru Hilmar Jensson á gítar, Matthías Hemstock á trommur og Gunnlaugur Guð- mundsson á kontrabassa. Morgunblaðið/Björn Gíslason Skyldi gefa á sjó? SKYLDI gefa á sjó í dag? gæti gluggann í verbúð sinni niðri á Baldur Þorsteinsson verið að Skipatanga á Akureyri. Baldur á hugsa, þar sem hann lítur út um þar trillu og fer annað slagið á sjó. Trausti Ólafsson leikhússtjori um slæma fjárhagsstöðu LA Ekki ný bóla hjá menningarstofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.