Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ pitrgittinlílalíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVAÐ ER LANDLÆKNIR AÐ SEGJA? * IRÆÐU, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flutti á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna sl. laugardag, gerði hann m.a. að umtalsefni varðveizlu sjúkraskráa og sagði: „Því miður höfum við Islendingar ekki gætt nægilega vel að því fram að þessu, að sjúkrasaga tiltekinna einstaklinga komist ekki að hluta til eða öllu leyti í rangar hendur. Eg held, að mörgum sjúklingi brygði, ef hann vissi hve margir óviðkomandi aðilar, tugir og jafnvel hundruð, hefðu beinan og auðveldan aðgang að þeim upplýsingum, sem hann hélt, að hann væri að segja lækninum sínum einum í trúnaði. Slíkar upp- lýsingar hafa nánast legið á glámbekk á undanförnum áratugum hér á landi. Því láta hátíðleg ummæli sumra lækna þeim sem til þekkja æði undarlega í eyrum.“ í framhaldi af þessum ummælum skýrði Ólafur Ólafsson, land- læknir, frá því í Morgunblaðinu í gær, að hann hefði heimsótt sjúkrahús óvænt í fyrradag til þess að kanna stöðu þessara mála. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði landlæknir m.a.: „Sjúkraskrár eru geymdar á þremur stöðum. I hillum inni á vaktherbergjum, þar sem ætíð eru hjúkrunarfræðingar til staðar og óviðkomandi hafa ekki aðgang. Eftir útskrift eru sjúkraskrár geymdar í læstum her- bergjum hjá læknariturum, sem bera ábyrgð á þeim þar til þær eru fullunnar. Þaðan eru sjúkraskrár síðan fluttar í skjalageymslu, þar sem mjög strangar reglur gilda um afhendingu og menn verða að gera nákvæma grein fyrir sér og erindinu.“ Það er fyrst og fremst fyrsta atriðið í ummælum landlæknis, sem veldur áhyggjum. Hvað þýða þessi orð Ólafs Ólafssonar? Er ekki augljóst, að allt starfslið viðkomandi sjúkradeildar á spítala kemur inn í vaktherbergi á þeirri deild? Er ekki jafn augljóst, að úr því að skýrslur með persónulegum upplýsingum um sjúklinga liggja þar í hillum getur hvaða starfsmaður sem er haft aðgang að þeim? Því miður benda orð landlæknis sjálfs til þess, að ummæli forsætisráð- herra eigi fullan rétt á sér að því er þennan geymslustað á sjúkra- húsum varðar. Jafnframt spurðist Morgunblaðið fyrir um, hvernig geymslu þessara upplýsinga væri háttað á heilsugæzlustöðvum. Það er með mismunandi hætti. I sumum heilsugæzlustöðvum er tölvuvæðing sjúkraskráa komin lengi-a en hjá öðrum. Þó kemur fram í samtölum við starfsmenn heilsugæzlustöðvanna, að þar geta a.m.k. í sumum tilvikum eftirtaldir starfshópar haft aðgang að þessum gögnum: læknar, hjúkrunarfræðingar, læknaritarar og móttökuritarar. Hvað felst í þessu? I þessu felst, að ótrúlega margir starfsmenn og starfs- hópar geta haft aðgang að þeim upplýsingum, sem sjúklingur taldi, svo að notuð séu orð forsætisráðherra, að „hann væri að segja lækninum sínum einum í trúnaði". Raunar svo margir, að það er óviðunandi með öllu. Með þessu er ekki sagt, að starfsfólk á sjúkrahúsum og heilsu- gæzlustöðvum misnoti aðstöðu sína. En það er augljóst, að kerfið, sem notað hefur verið til þess að geyma þessar upplýsingar er langt frá því að vera fullnægjandi. Það er óviðunandi, að sjúkraskýrslur séu geymdar í hillum í vaktherbergjum á spítölum og móttökuher- bergjum á heilsugæzlustöðvum og skiptir engu í því sambandi, þótt sagt sé að einungis starfsfólk viðkomandi stofnunar hafi aðgang að þessum herbergjum. Sjúklingur segir lækni sínum margt í trúnaði. Fólk treystir lækn- um og það skiptir öllu máli fyrir þá sjálfa, að ekki verði trúnaðar- brestur á milli þeirra og sjúklinga. Sjúklingar hafa áreiðanlega gengið út frá því sem vísu, að einungis læknir þeirra hafi aðgang að þessum upplýsingum og aðrir starfsmenn aðeins, ef ekki er hjá því komizt. Þessar umræður hefðu sennilega ekki komið upp nema vegna þeirra deilna, sem risið hafa vegna hins svonefnda gagnagrunns- frumvarps. Þær sýna hins vegar, að það er full ástæða til að taka þetta mál allt upp til skoðunar. Það er áreiðanlega rétt hjá þeim læknum, sem Morgunblaðið ræddi við á heilsugæzlustöðvunum, að slíkar upplýsingar eru betur varðveittar í tölvum, þar sem hægt er að nota lykilorð sem aðgang, en í möppum í hillum, að ekki sé talað um, þegar þar er um að ræða herbergi, sem eru í raun opin fyrir alla starfsmenn viðkomandi deildar. Ekki skal dregið í efa, að starfsfólk heilbrigðiskerfisins lítur svo á, að vel sé með þessar upplýsingar farið. En hér eiga fleiri hlut að máli og þá fyrst og fremst sjúklingarnir sjálfír. Þessi gögn fjalla um einkalíf þeirra. Þeir geta því með réttu gert kröfu til þess, að að- - gangur að gögnunum sé mun takmarkaðri heldur en hann er sam- kvæmt upplýsingum landlæknis og annarra lækna. Því fer fjarri að Davið Oddsson hafi í ræðu sinni lýst ástandi, sem kynni að hafa verið til staðar fyrir aldarfjórðungi svo að vitnað sé til orða landlæknis. Þvert á móti er ljóst, að það hlýtur að verða for- gangsmál í heilbrigðiskerfinu að bæta hér úr nú þegar. I því sam- bandi verður að taka tillit til sjónarmiða sjúklinga ekki síður en starfsmanna sjúkrastofnana. Stjórn Læknafélags Islands blandaði sér í þessar umræður í gær með ályktun, þar sem ummæli forsætisráðherra eru hörmuð og jafnvel farið fram á afsökunarbeiðni. Miðað við þær upplýsingar, sem fram eru komnar hefur stjórn Læknafélagsins verið fullfljót á sér og fremur ástæða til að stjórn félagsins geri grein fyrir því, hvers vegna trúnaðar við sjúklinga hefur ekki verið betur gætt, en getið er hér að framan. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI FIR Morgunblaðið/Kristján SYNING sænska listamannsins Roj Fribergs vakti mikla athygli á Akureyri en sýninguna er nú verið að setja upp í Norræna húsinu í Reykjavík. LISTASAFNIÐ var Q O AFNIÐ er til húsa í Grófar- gili í Kaupvangsstræti, þar sem Mjólkursamlag KEA | var áður. Starfsemin er í þremur sýningarsölum og tveimur klefum sem nýta má til sér- hæfðs sýningarhalds. Haraldur Ingi Haraldsson hefur verið forstöðumaður frá upphafi en hann kom til starfa í apríl 1993 og tók þátt í undirbúningi að opnun safnsins. Haraldur Ingi er Ákureyringur og menntaður 1 myndlist og sagnfræði. Blaðamaður Morgun- blaðsins settist niður með forstöðu- manninum og ræddi við hann um upp- hafíð, starfsemina síðustu fímm ár og framtíðarhorfur. Haraldur Ingi sagði það merkilega og stórhuga ákvörðun bæjaryfírvalda að setja á stofn listasafn 1 bænum. Áður höfðu einkaaðilar eingöngu staðið að rekstri staða fyrir myndlist. ,ÁhUginn á því að setja upp svona starfsemi fyrir utan Reykjavíkursvæðið hefur verið mjög mikill á Akureyri, sem jafnframt gæfi íslenskri myndlist meiri vídd og fleirum tækifæri. I samstarfssamningi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags árið 1990 var lýst yfir þeim ásetningi að Akureyrarbær styddi þau áform að gera Grófargil að miðstöð hsta í bænum. Og þá var fjandinn laus.“ Mikil breyting á myndlistarlífi Grófargil, sem jafnan er nefnt Lista- gilið í dag, er í miðbæ Akureyrar. Har- aldur Ingi sagði að þessi gata hefði ver- ið dimm og drungaleg, auk þess sem húsin í gilinu voru í niðumíðslu. „Eða eins og einhver orðaði það, að húsin væru í svo mikilli niðurníðslu að þau væru eins og skemmdar tennur í andliti bæjarins. Þessu var snarlega kippt í lið- inn og búið til blandað rekstrarform. Bærinn keypti húsin í gilinu af Kaupfé- lagi Eyfirðinga, seldi þau aftur einka- aðilum að hluta til en hélt eftir ákveðn- um húsum. Meðal annars þessu húsi, þar sem bærinn rekur listasafn, auk þess sem bærinn á Ketilhúsið og Deigl- una sem Gilfélagið rekur. Þetta form finnst mér hafa gengið mjög vel upp og það sem sannar það best er að hér við þessa litlu götu úir og grúir af litlum einkareknum galleríum. Listasafnið tryggir stöðugleikann og umfjöllunina, sem þýðir að mun auð- veldara er fyrir einkaaðila að reka sína starfsemi, sem er mjög _________________ fjölbreytt að eðli og inn- taki.“ Haraldur Ingi sagði að gífurleg breyting hefði orð- ið á myndlistarlífi í bænum Listin g-etur stór atvinnu Listasafnið á Akureyri á fímm ára afmæli en safnið var opnað formlega með myndlist 1993. Kristján Kristjánsson ræddi við fors Harald Inga Haraldsson, sem vill fleiri tækif, nytsamleg þessi grein er fyrir sa sýnd verk í eigu bæjarins eftir þekkta eldri listamenn þjóðarinn- ar og einnig verk eftir bæði unga og svo reyndari listamenn frá Akureyri og víðar. „Þeir ungu listamenn sem þá sýndu eru í fremstu röð sinnar kynslóðar í dag, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Þor- valdur Þorsteinsson og Kristinn Hrafnsson. Það er mjög ánægju- legt til þess að vita og við hér á safninu höfum mikinn áhuga á að rækta sambandið við þetta fólk, sem hefur staðið sig mjög vel í hinni hörðu samkeppni myndlist- arinnar." Haraldur Ingi sagði að frá upp- hafi hefði það verið stefna safns- ins að bjóða upp á fjölbreytta möguleika á því að njóta mynd- listar og taka til hendinni í tutt- ugustu aldar myndlist Islands. Einnig að leggja rækt við hefðina á sama tíma og samtímalistin fengi góða umfjöllun. Á annað hundrað sýnenda Morgunblaðið/Björn Gísh HARALDUR Ingi Haraldsson hefur verið stöðumaður Listasafnsins á Akureyri frá u hafi. Hann segir möguleikana á að efla st< unina í framtíðinni mikla. Möguleikar á að efla stofnunina síðustu ár og margt af því sem gert sé standi undir því tilkalli að hér séu menn teknir alvarlega í samhengi myndlistar á Islandi og jafnvel erlendis. „Þetta höfum víð gert á margvísleg- an hátt og jdandað inn í erlendum sam- skiptum. Ég tel því að á þessum fimm árum hafí listunnendur á Akureyri fengið meira úrval sýninga og fjöl- breyttara en nokkurn tíma áður í sögu --------- bæjarfélagsins. Mér telst til að frá opnun safnsins hafi verið sýnd verk eftir á ann- að hundrað einstaklinga. Við höfum boðið upp á stór- ar og vandaðar sýningar á skólana og bjóða upp á dagskrá íyrir nemendur. Haraldur Ingi sagði að það hefði verið mikil vítamínsprauta fyiár safnið þegar fjárveiting fékkst til að ráða í hálfa stöðu safnakennara á þessu ári. „Við höfðum fram að þessu ekki getað staðið fyrir reglulegri dagskrá fyrir skólana og það er mjög gaman að sjá hversu skólarnir hafa tekið þessu vel og ekki bara myndlistarkennarar, heldur líka sagnfræðikennarar og fleiri. Við væntum því mikils af þessu starfi í framtíðinni.1' Okkar gæfa að vera í hjarta bæjarins „Gilið er í raun þrungið atvinnusögu Akureyrarbæjar og hér sló hjarta Kaupfélags Eyfirðinga, sem er stórt og öflugt fyrirtæki með langa sögu. Við stöndum fóstum fótum í þeirri hefð og er skemmtilegt að þessi hús skuli nú hýsa listastarfsemi. Okkar gæfa og í raun happdrættisvinningur er að vera hér í hjarta bæjarins og það gerir allt okkar starf auðveldara." Opnunarsýning Listasafnsins á Akureyri fyrir fimm ái-um var samsýn- ing fjölmargra listamanna. Þá voru verkum listamanna frá fyrri hluta ald- arinnar, Gunnlaugs Blöndal, Jóhannes- ar Kjarval, Ásgríms Jónssonar og fleiri. Þá höfum við átt í erlendum sam- skiptum og sett upp stórar sýningar frá Dublin, Færeyjum og Grænlandi. Við höfum sýnt þekkta erlenda lista- menn sem erlend listtímarit fjalla reglulega um, eins og Peter Halley, Jan Knap og Andres Serrano. Sam- tímalistin hefur átt sína fulltrúa, menn eins og Erró, Kristján Guðmundsson, Jón Gunnar Árnason, Finnboga Pét- ursson og Jón Laxal og þá er fátt eitt upp talið af þeim listamönnum sem sýnt hafa í safninu síðustu 5 ár.“ Fyrir utan það að reka öfluga sýn- ingarstarfsemi hefur Listasafnið á Akureyri reynt að halda sambandi við Listasafnið aðeins hálfdrættingnr Listasafnið á Akureyri er mjög lítil stofnun að mati Haraldar Inga og þar er aðeins eitt heilt stöðugildi. Hann sagðist þó líta vonaraugum til bæjaryf- irvalda um að sá rammi sem safninu er settur verði víkkaður. Hann sagði hús- næðið eyrnamerkt sem framtíðarhús- næði listasafnsins og að bæjaryfirvöld hlytu því að vera þeirrar skoðunar að þar yrði rekin stórefld stofnun í fram- tíðinni. „Það er svo bágt að standa í stað, mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið,“ sagði Haraldur Ingi og vitnaði þar í skáldið Jónas Hallgrímsson. Fjárveiting til Listasafnsins á Akur- eyri á þessu ári er um 11 milljónir króna. Af þeim fara um 2/3 hlutar í rekstur og laun og því eru aðeins um 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.