Morgunblaðið - 30.08.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.08.1998, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNB L AÐIÐ + Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur og bróðir, EGILL GRÉTAR STEFÁNSSON, Móasíðu 6C, Akureyri, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar aðfara- nótt föstudagsins 28. ágúst. Kolbrún Júlíusdóttir, Linda Egilsdóttir, Birgir Örn Reynisson, Anna Egilsdóttir, Einar Ingi Egilsson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Stefán Pétursson, Helgi Stefánsson, María Stefánsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Anna Kristín Stefánsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR, Mýrarholti 14, Ólafsvik, lést á Landakotsspítala föstudaginn 28. ágúst síðastliðinn. .-*> Jarðarförin verður auglýst síðar. Sonja Guðlaugsdóttir, Óttar Guðlaugsson, Steinþór Guðlaugsson, Guðmunda Guðlaugsdóttir, Rafn Guðlaugsson, Magnús Guðlaugsson, Sólveig Guðlaugsdóttir, Björg Guðlaugsdóttir, Guðlaug S. Guðlaugsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar og tengdafaðir, BJÖRN BJARNASON frá Efra-Seli, Landssveit, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtu- daginn 27. ágúst síðastliðinn. Börn og tengdabörn. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ELIMUNDARDÓTTIR, er andaðist laugardaginn 22. ágúst sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 1. septembernk. kl. 13.30. Þorgrímur Guðmundsson, Sigurður E. Guðmundsson, Aldfs P. Benediktsdóttir, Kristinn R. Guðmundsson, Anna G. Ólafsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðjón Albertsson. AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR + Auður Magnús- dóttir var fædd á Hvalskeri í Rauðasandshreppi í Patreksfirði, 16. maí 1916. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Magnús Kristjánsson bóndi og Hildur Bjarna- dóttir húsfreyja sem bjuggu í Botni í Geirþjófsfirði í Arn- arfirði. Auður gift- ist Ólafi Ásmundssyni húsa- smíðameistara árið 1935. Ólaf- ur er látinn. Auður og Ólafur eignuðust tvo syni. 1) Ásmund- ur Ólafsson húsa- smíðameistari, hann kvæntist Ásu Magnúsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: Auður, Stíg- rún, Ólafur, Jakob og Gerður. 2) Hilm- ar Ólafsson verslun- armaður, kvæntur Aðalheiði Helga- dóttur. Börn þeirra eru: Bryndís, Helgi, Ólafur og Jónína. Uppeldissonur þeirra er Kristján. Bamabamabörnin eru orðin tuttugu. Utför Auðar fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin kl. 13.30. Ég minnist Auju systur minnar fyrst sem kornungrar stúlku vestur í Botni í Amarfirði þar sem foreldrar okkar bjuggu lengst af. Auja sem var elst okkar systkina var þá á að giska 16-17 ára, en ég, næstyngsta barnið, var aðeins fjögurra ára stýri sem leit mikið upp til stóru systur. í minningunni var hún alltaf í hvítum kjól úti í sólskininu og ylmreyrinn, hrafnaklukkan og björkin önguðu í kvöldblíðunni. Þarna í sveitasælunni var mikið borðað af reyktum rauð- maga, hertum steinbít, flatkökum og nýstrokkuðu smjöri og ekki síst aðal- bláberjum og rjóma. Ég þurfti að þvo mér afskaplega vel alla daga til að finnast ég samboðin þessari fínu og fallegu stóru systur minni. Árin liðu og Auja giftist Ólafi Ás- mundssyni húsasmíðameistara sem lést fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þau byggðu húsið í Drápuhlíð 7 og Qimmmmmc 2 1 2 1 2 # 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 1 2 1 2 I 5 a§oi#i0f#§0ia bjuggu þar um árabil. Síðar reistu þau einbýlishús í Langagerði 78 og bjuggu þar æ síðan. Heimili þeirra Auju og Óla stóð jafnan opið yngri systkinum og mökum þeirra og oft var þar fjölmenni. Auja og Óli voru fádæma gestrisin og var einatt veitt af rausn í mat og drykk. Auja var hörkudugleg og vann heimili sínu vel utan dyra sem innan veggja. Hún prjónaði mikið og heklaði á börnin sín, bamaböm og bamabamaböm. Hún var góð saumakona og saumaði öll fot á syni sína þegar þeir vora böm, einnig margt á mig sem þá var ung og pjöttuð og einnig dætur mín- ar síðar. Óli og Auja ferðuðust vítt um landið og öræfin og fóra einnig nokkrar ferðir til útlanda. Óli var áhugamaður um skotveiði, en lax- veiðin var þó mesta áhugamál hans og hér áður fyrr fór Auja gjaman með í veiðitúrana. Oft vora þau feng- sæl í þessum veiðiferðum og buðu til gæsa- eða laxaveislu þegar komið var heim. Auja elskaði sveitina. Hún dvaldi nokkur sumur með unga syni sína í Botni hjá pabba. Það vora góðar stundir. Einnig var hún nokkur sum- ur á Tindstöðum á Kjalamesi, en þar bjuggu þá Pétur bróðir Óla og Ragna systir hans. Mér era töðu- gjöldin á Tindstöðum minnisstæð. Þá kom alltaf margt fólk úr sveitinni og allir vora í góðu skapi. Þar var mikið sungið, dansað, hlegið og . f v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát, minningarathöfn og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, tengdasonar, föður okkar, tengdaföður og afa, JENS ÓLAFSSONAR verslunarstjóra, Hlíðartúni 1, Hornafirði, Guð blessi ykkur öll. Helga Steinunn Ólafsdóttir Sigrún Jensdóttir, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Ólafur Jensson, Guðný Björg Jensdóttir, Sigrún Jensdóttír, Halldór Jensson, Eygló Jensdóttir, Ólafur Guðmundsson, Hanna M. Sigurðardóttir, Gunnar Þór Þórarnarson, Torfi Geir Torfason, Margrét Ármann, Björn Austfjörð og barnabörn. <v <^R*>o *■> % x Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn skeggrætt. Þar vora sungnar aríur og mikil gleði ríkti í góðra vina hópi. Seinustu ár var heilsa Auju orðin á þann veg að hún naut ekki þeirra hluta er áður veittu henni gleði. Hilmar sonur hennar og Aðalheiður kona hans búa í Langagerði 78 og hafa þau annast Auju, og Óla meðan hann lifði, af alveg einstakri alúð og kærleika og eiga þau miklar þakkir skildar. Auja mín. Nú þegar þú hefur gengið hinn langa lífsins veg á enda og kvatt þennan heim og hitt hann Ola þinn, vil ég þakka ykkur fyrir að rétta mér hjálparhönd og veita mér stuðning á erfiðum stundum lífs míns. Hvil þú í friði. Kristín S. Magnúsdóttir. Ég sit í flugvél á leiðinni heim til Islands til að kveðja hana ömmu í hinsta sinn. Það verður óneitanlega skrýtin heimkoma í Langagerðið að fá ekki stóra, hlýja faðminn hennar á móti sér. Þess og alls hins mun ég sárt sakna. Ég var alltaf mikið hjá ömmu og afa og við amma eyddum óteljandi stundum saman þegar ég var barn. Ekkert þótti mér skemmtilegra en að fara í leikina með ömmu; „ein ég sit og sauma“, „fela hlut“ eða „í grænni lautu“. Jafnvel enn skemmtilegra var svo að fá að róla í rólunni á snúrastaurnum og syngja hástöfum fyrir allt hverfið þar til amma kallaði inn í kaffi. Eftir kaffið spiluðum við amma og afi svo yfir- leitt nokkur spil, sem að sjálfsögðu gladdi lítið hjarta enn frekar. Þegar ég var þrettán ára fluttum við mamma og pabbi svo til ömmu og afa í Langagerðið og samskiptin urðu enn meiri. Amma var ein af þessum fyrir- myndar húsmæðrum sem bað gest- ina alltaf fyrirgefningar á veitingun- um, sama hversu mikla veislu hún bar á borð. Hún var líka frábær handverkskona og galdraði fram ótal fallega hluti í gegnum tíðina sem hún gaf flestalla til vina og vandamanna. Þessari óbilandi gest- risni og gjafmildi munum við aldrei gleyma. Élsku mamma og pabbi. Þið eigið mikið hrós skilið fyrir hversu vel þið hugsuðuð um ömmu og afa síðustu æviárin. Það er gott að hafa komist heim til að kveðja ömmu með ykkur. Elsku, besta amma mín. Takk fyr- ir alla hlýjuna sem þið afi gáfuð mér, hún mun alltaf ylja mér. Við sem fengum að þekkja ykkur eram öll margfalt ríkari. Nú ferð þú til afa en eftir sitjum við hin, bíðum nýs vetrar og hlýjum okkur á minningunum um ókomin ár. Megir þú hvíla í friði. Jóni'na Auður. Crfisdrvkkjur éc Itingohú/iÓ GflPi-inn Sími 555-4477 Suðurhlið 35 « Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralönq revnsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.