Morgunblaðið - 30.08.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 30.08.1998, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ TAAÚK BK KALTOG HBlTr) ( 'A VÍX.L. HlTASTlLLllZlNfi) í ÓLAGI J?M PAV?£> 5-lí Tommi og Jenni Púttarinn minn var einmitt Ég hugsa að hann hafi skriðið í hérna ... hvað varð um hann? burtu ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Það er vont Frá Vigfúsi Ingvarssyni: ÞAÐ ER vont að vera migren- sjúklingur og ýmislegt sem þarf að varast. T.d. eru margir ostar á boðstólum sem ég má ekki borða því ég veit að það verður stutt gaman. Eins er með margar rauð- vínstegundir og margar krydd- blöndur, þá sérstaklega þar sem hið s.k. þriðja krydd kemur við sögu. Þetta veit ég og varast því annars ligg ég klukkutímum sam- an með dúndrandi hausverk og hef á tilfinningunni að augað í mér sé að rifna úr hausnum á mér og öll birta og hávaði gerir illt margfalt verra. Bömin læðast með veggjum eða eru send út því pabbi er með hausverk. Allir í fjölskyldunni virða sjúkdóminn. Eftir kastið nagar samviskan sjúklinginn af því það var ætlunin að gera eitthvað með fjölskyld- unni á þessum laugardegi sem maður lá í rúminu út af hausverk sem maður gat ef til vill forðast... Ef maður hefði ekki... og allt það. Ég hef sótt kynningarfundi hjá hinum stórgóðu Migrensamtökum sem oft kalla til sín sérfræðinga til að halda fyrirlestra og í gagn- legum umræðum á eftir kemst maður að því að oftast er einhver annar sem hefur svipuð einkenni og maður sjálfur sem miðlar reynslu sinni, í hverju hann hefur lent og hvað hann gerir til að komast hjá kasti. Sem dæmi má nefna þann vís- dóm að fara alltaf á fætur á sama tíma hvort sem maður er að fara til vinnu eða á frí, leggja sig frek- ar aftur en að sofa út í fríum. Ég tók upp þennan sið með þeim ár- angri að köstum mínum hefur fækkað til muna. Makar sjúklinganna hefðu ekki síður gagn af að mæta á þessa fundi, vegna þess að það hlýtur að vera mikið álag á maka migren- sjúklings þegar hann fær kast. Er þá komið að orsök þess að ég sest niður og skrifa þessar lín- ur. Nú er ég alveg sérstaklega vel giftur maður. Konan mín hefur lagt mikið á sig til að finna út hvaða fæðutegundir og fæðu: blöndur hafa slæm áhrif á mig. I seinni tíð er það svo að sumar fæðutegundir hef ég aldrei smakkað, svo sem girnilega Pírí Píri kjúklinga, glæsilegt mexík- ansk-kryddað lambakjöt og margt fleira. Eg er mikill sælkeri og for- vitinn að eðlisfari, og vil endilega smakka þessar nýju vörutegundir en af því ég er migrensjúklingur, lesum við hjónin ávallt innihalds- lýsingar til að sjá hvort í vörunni sé eitthvað sem valdið getur migreni. Þar er ég einkum að tala um þriðja kryddið, gjarnan auð- kennt MSG. Ég verð alltaf jafn pirraður þegar eina merkingin er „kryddblanda“ eða eitthvað slíkt. Það segir náttúrlega ekki neitt. Ekki veit ég hvort nýju lögin um innihaldsmerkingar ná til þess að greina skuli frá því hvaða krydd- blöndur eru í vörunni. Það má hins vegar alltaf sleppa því að kaupa tilbúnar kryddaðar vörur í verslununum, en það er verra þegar keyptur er matur frá veislueldhúsi á vinnustaðinn. Ekki ætla ég að gera upp á milli þess- ara staða, en minn vinnustaður hefur skipt við tvo slíka. Annað fyrirtækið býður nokkuð venju- legan mat en hitt er með heldur fjölbreyttari mat á boðstólum. Það er allskyns kryddaður matur, af innlendum og erlendum toga. Það útaf fyrir sig er allt í lagi og allt gott um það að segja. En þeg- ar spurt er hvað sé í þessum mat, hvaða krydd, hvort um reykt kjöt sé að ræða og svo framvegis, þá verður fátt um svör. Starfsfólk eldhússins vissi það aldrei. Taki maður áhættuna getur farið illa og endað með slæmu kasti. Ekki er það bara maturinn, eða matarúrvalið sem maður þarf að vara sig á nú í seinni tíð, heldur er sífellt verið að bjóða nýjai- og spennandi kryddblöndur. Þar les ég líka innhaldslýsingarnar. Ný- lega sá ég þrjár nýjar kryddteg- undir frá hinu ágæta fyiirtæki Gevalía. Tvær kryddblöndur af þessum þrem innihalda efni sem á glösunum heitir Glutomat. Ég þori ekki að kaupa þessi krydd af því mig grunar að þar sé á ferð- inni þriðja kryddið, monosodium glutamat eða MSG. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þetta krydd get- ur valdið krabbameini. Ekki vil ég fullyrða að þarna sé verið að fela eitthvað, en fyrir migrensjúklinga að minnsta kosti og marga of- næmissjúklinga líka verður frum- skógurinn sífellt þéttari og erfið- ara að finna greiða götu að mat sem óhætt er að borða. Ekki vil ég heldur fullyrða að tilgangurinn með þessum loðnu innihaldslýsingum „krydd- blandna“ sé að villa um fýrir keppinautunum og koma í veg fyrir eftirlíkingar, en mér og mörgum öðrum er mjög nauðsyn- legt að fá nákvæma innihaldslýs- ingu þess sem við kaupum. En af hverju er ég að skrifa þetta? Nú í seinni tíð erum við Islendingar orðnir miklir heimsborgarar. Eins og að framan greinir er mörland- inn farinn að bjóða upp á allskyns framandi rétti, bæði í heimahús- um og stórmörkuðum. Afskaplega væri nú gaman í því sambandi að þessar vörur verði þannig merkt- ar að ég og allir aðrir migrensjúk- lingar getum óhrædd bragðað á góðgætinu til jafns við aðra án þess að óttast eftirköstin, migrenkast sem getur varað frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Pað er vont. VIGFÚSINGVARSSON, Nesvegi 49,107 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.