Morgunblaðið - 04.09.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.09.1998, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Atvinnu- lausum fækkar HELDUR hefur dregið úr atvinnu- leysi á Akureyri að undanförnu. Um síðustu mánaðamót voru 285 manns á atvinnuleysisskrá í bæn- um, samkvæmt yfirliti frá Svæðis- vinnumiðlun Norðurlands eystra, 207 konur en 78 karlar. í lok júií sl. voru 331 á skrá, 238 konur og 93 karlar. Atvinnulausum fjölgaði hins veg- ar aðeins í Ólafsfírði og á Dalvík milli mánaða. í lok ágúst sl. voru 13 á skrá í Ólafsfirði, 10 konur og 3 karlar en í mánuðinum á undan voru 12 manns á skrá, 7 konur og 5 karlar. Á Dalvík voru 5 á atvinnuleysis- skrá í lok síðasta mánaðar, 3 konur og 2 karlar en í mánuðinum á undan voru 3 á skrá, 2 konur og einn karl. í Hrísey eru 4 á skrá, 3 konur og einn karl og þar varð ekki breyting á milli mánaða. Sigríður Jóhannesdóttir, starfs- maður Svæðismiðlunar, sagði að at- vinnuástandið á Akureyri væri nú betra en oft áður og „bjartara yfír öllu.“ Morgunblaðið/Kristján Busavígsla í VMA NÝNEMAR við Verkmenntaskólann á Akureyri talsins fengu andlitsmálningu áður en gengið var voru teknir inn í samfélag hinna eldri í blíðskapar- fylktu liði - í bandi - í miðbæinn þar sem busum var veðri í gær. Busarnir svonefndu sem eru um 250 gert að dansa og syngja fyrir gesti og gangandi. Skólaþjónusta Eyþings til umræðu á aðalfundi Eyþings Akureyringar leggja til að starfseminni verði hætt Næsta ár verði notað til að undir- búa nýtt þjónustuform KRISTJÁN Pór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, flutti tillögu á að- alfundi Eyþings, samtaka sveitarfé- laga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um að starfsemi Skólaþjónustu Ey- þings verði hætt frá og með 1. ágúst 1999 og að hvert sveitarfélag taki við þeim verkefnum sem henni eru ætluð samkvæmt stofnsamningi. Skólaþjónusta Eyþings er sam- vinnuverkefni sveitarfélaga á Norð- urlandi eystra. Aðalfundurinn er haldinn á Hótel Húsavík, hann hófst í gær og honum lýkur síðdegis í dag, föstudag. Fram kemur í tillögunni að fram til 1. ágúst á næsta ári verði þjónust- an rekin með óbreyttum hætti og tíminn notaður í hverju sveitarfélagi til að skipuleggja og undirbúa það þjónustuform sem við á að taka þannig að ekki verði rof í þjónust- unni. Einnig er lagt til að stjóm Ey- þings verði falið að gera tillögu um hvernig farið verði með eignir Skóiaþjónustunnar og gögn sem trúnaður liggur á og ekki er unnt að skipta milli þeirra sem nú reka þjón- ustuna. Óskað er eftir að skólastjór- ar og kennarar tilnefni fólk tO að taka þátt í þessari vinnu, en tillögur á að senda sveitarstjórnum til kynn- ingar fyrir 15. janúar á næsta ári. I apríl síðastliðnum var skipaður starfshópur sem falið var að endur- skoða og samræma alla ráðgjafa- þjónustu á vegum Akureyi’arbæjar og var í kjölfarið iagt til að bærinn tæki við verkefnum Skólaþjónustu Eyþings fyrir grunnskóla Ákureyr- ar og þróaði út frá eigin forsendum. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu í bæj- arstjórn fyrir kosningar en í mál- efnasamningi meirihlutaflokkanna í bæjarstjóm er gert ráð fyrir að far- ið verði að tillögu starfshópsins. Bæjarstjórn hefur síðan samþykkt að hefja nauðsynlegan undirbúning að því að flytja þau verkefni sem Skólaþjónustan sinnir fyrir grunn- skólana á Akureyri til Akureyrar- bæjar og hafa frumtillögur verið ræddar í bæjarráði, skólanefnd og félagsmálaráði. Áhersla á heildstæða þjónustu Kristján gerði grein fyrir skyld- um sveitarfélaga á sviði félagsþjón- ustu, en verkefni em ærin á því sviði þótt sveitarfélögin sinni þeim með mismunandi hætti. Hjá Ákur- eyrarbæ er verkefnum á þessu sviði ýmist sinnt hjá hinum ýmsu deild- um og stofnunum eða í samstarfi við aðra. Sú skoðun er uppi í bæjar- stjóm Akureyrar að leggja beri áherslu á heildstæða þjónustu, þ.e. að hafa á einni hendi ráðgjafaþjón- ustu við skóla og leikskóla og hefð- bundna félagsþjónustu, en kostirnir eru m.a. þeir að sérþekking nýtist betur, meira samræmi er í þjónustu og gráum svæðum fækkar, boðleiðir styttast, stjórnkerfið verður ein- faldara og meiri yfirsýn skapast auk þess sem möguleikar aukast á þver- faglegum vinnubrögðum sem tryggja rétta greiningu og markviss viðbrögð. Þannig kemur heildstæð þjónusta í veg fyrir að mál hvers barns eða fjölskyldu sé í vinnslu í mörgum kerfum. Lionsklúbb- ar gefa eyrnasmásjá LIONSKLÚBBARNIR á Akureyri, Ösp, Hængur og Lionsklúbbur Akureyrar ásamt Lionsklúbbnum Vitaðs- gjafa í Eyjafjarðarsveit, af- hentu Heilsugæslustöðinni á Akureyri eymasmásjártæki að gjöf fyrir skömmu. Smásjáin er af japanskri gerð og er hún hin vandaðasta smíð og stækkar allt að sjöfalt. Verður hún fyrst og fremst not- uð við eymalækningar, en kem- ur raunar að notum við öll læknisverk sem krefjast ná- kvæmrar sjónar, s.s. meðferð á augnslysum, fllsaleit og óværa- skoðun. Tækið er keypt fyrir fé sem safnaðist við plastpokasölu Lionsklúbbsins Áspar síðasta haust ásamt framlögum frá hin- um klúbbunum. Aspai'konur era nú að fara af stað enn á ný með árlega plastpokasölu sína. Bernharð sýnir í Betri stofunni BERNHARÐ Steingrímsson opnar málverkasýningu í Betri stofunni, 2. hæð í Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, laugardaginn 5. sept- ember kl. 15. Verkin sem eru flest unnin á síð- ustu tólf mánuðum eru fígúratívar myndir, margar með kómisku ívafi málaðar með olíu á striga og vatnslit á pappír. Einnig eru nokkrar erótískar myndir á sýn- ingunni, unnar úr japönskum og indverskum verkum frá 18. öld, en í frétt um sýninguna segir að hugsanlega geti þær hneykslað siðprútt fólk. Þetta er fimmta einkasýning Bernharðs, en hann hefur jafn- framt tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Hann stundaði nám ýið Myndiista- og handíðaskóla íslands á árunum 1968-1972 og vann hann um sautján ára skeið við auglýs- ingahönnun ásamt myndlist og öðr- um skyldum verkefnum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 18 fram til 21. septem- ber næstkomandi. Á sunnudögum er gestum bent á að ganga upp á útsýnissvaiir og í gegnum veitinga- staðinn Setrið inn á sýninguna. Breytt fyrirkomulag fjarkennslu Fjármagn tryggt á haustönn VIÐRÆÐUR milli stjórnenda Verkmenntaskólans á Ákureyri, kennara við skólann og fulltrúa menntamálaráðuneytisins um fyrirkomulag fjarkennslu við skólann, hafa leitt til þess að fjármagn hefur verið tryggt til kennslunnar nú á haustönn. I fréttatilkynningu frá skólanefnd VMA og kennurum við fiarkennslu, kemur fram að ekki verði því sú röskun á náminu sem útlit var fyrir um tíma. Tiii’aunaverkefni í flar- kennslu sem verið hefur í gangi undanfarin ái’ verðui’ fi-am haldið og mun því ljúka um næstu áramót Gert hefur verið samkomulag um að starfsfólk skólans í sam- vinnu við menntamálaráðuneyt- ið vinni að gerð tillagna um framtíðarskipan fjarkennslunn- ar. Breytt fyrirkomulag við fjarkennslu mun taka gildi þeg- ar tilraunaverkefninu lýkur um næstu áramót. Málþing um mat og menningu HAUSTELDAR er yfirskrift mik- illar matarhátíðar sem efnt verður til í Eyjafirði í næstu viku, en í tengslum við hana verður haldið málþingið „Matur og menning í Eyjafirði“. Það verður haldið í Odd- fellowhúsinu en fyrir því standa m.a. Sumarháskóiinn á Ákureyri og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Málþingið verður 10. september næstkomandi og stendur frá kl. 13 til 17. Þar verður til umfjölunar ým- islegt sem tengist matvælafram- leiðslu og matarmenningu á svæð- inu og ætti m.a. að höfða til þeirra sem starfa við matvælaframleiðslu, veitingarekstur og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Að lokinni setningarræðu Þor- steins Gunnarssonar, rektors Há- skólans á Akureyri, fjallar Grímur Ólafsson um tengsl matvælabrautar háskólans við matvælaiðnað á svæð- inu, Pétur Bjarnason formaður Fiskifélags Islands, ræðir um sjáv- arútveg í Eyjafirði, Ragnheiður Héðisdóttir, Samtökum iðnaðarins, um matvælaiðnað og menningu í Eyjafirði, Keiko kemur er yfirskrift erindis Þorgeirs Pálssonar, Útflutn- ingsráði, og Fjalar Sigurðarson frá Hugviti fjallar um mat á netinu, en síðasta erindið flytur Friðrik V. Kaiisson matreiðslumaður um Eyjafjörð framtíðarinnar. Málþingið er öllum opið og er að- gangur ókeypis. Skráning fer fram í Háskólanum á Akureyri. -------------- Hörður Blön- dal ráðinn hafnarstjóri HÖRÐUR Blöndal, byggingaverk- fræðingur á Akureyri hefur verið ráðinn hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands en hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda um stöðuna. Undir hafnastjóra Hafnasamlags- ins heyrir rekstur hafnanna á Akur- eyri, Grenivík og Hjalteyi’i og tekur Hörður við nýja starfinu þann 15. september nk. Hörður var fram- kvæmdastjóri Dagsprents hf. á Akureyri til fjölda ára en hann hef- ur að undanförnu unnið hjá Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.