Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skiptar skoðanir um vopnahlé ETA Spænsk stjórnvöld varkár í yf- irlýsingum Madrid. Reutei*s. SPÆNSK stjórnvöld lýstu í gær „miklum efasemdum" vegna vopna- hlésyfirlýsingar ETA, aðskilnaðar- hreyfingar Baska, frá því í fyrra- kvöld. Jaime Mayor Oreja, innan- nTdsráðherra Spánar, sem hafði fyrr í vikunni varað við því að ETA hygði á „falskt vopnahlé" sagði í gær að einungis tíminn gæti leitt í ljós hvort yfirlýsing ETA væri „ein- læg og áreiðanleg." Margir hófsamir þjóðernissinnar í Baskalandi fögnuðu hins vegar yf- irlýsingu ETA. Telja margir að „al- gjört og varanlegt" vopnahlé, eins og það var orðað, marki tímamót í friðarumleitunum þar í landi. Yfir 800 manns hafa misst lífið í baráttu ETA fyrir sjálfstæði Ba- skalands undanfarin 30 ár. Lýstu samtök ættingja fórnarlamba ETA efa sínum og sögðust óttast að vopnahléið væri einungis „leik- bragð“. Sögðust þau hins vegar ánægð ef ETA hætti morðunum. Skírskotað til samningsins á N-Irlandi Segja má að vopnahlésyfirlýs- ingar ETA hafi verið beðið um nokkurt skeið, eða kannski allt frá því að samtökin lýstu sig ;,reiðubú- in til að læra“ af stefnu Irska lýð- veldishersins (IRA). Skírskotar ETA einmitt í yfirlýsingu sinni til samkomulagsins sem náðist í apríl á Norður-írlandi með þátttöku Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, en fréttaskýrendur segja að full- trúar Sinn Féin hafi á undanförn- um vikum verið Herri Batasuna, stjórnmálaarmi ETA, mjög innan handar. Stjórnmálaskýrendur á Spáni sögðu hins vegar í gær að þótt stefnubreyting ETA hefði vafa- laust tekið mið af árangri lýðveldis- sinna á Irlandi væri ekki hægt að vænta sömu niðurstöðu á Spáni. ETA ítrekaði í yfirlýsingu sinni í fyrrakvöld kröfur um sjálfstætt baskneskt ríki og kom aukinheldur skýrt fram að ETA væri ekki reiðubúið til að láta vopn sín af hendi, en það hefur verið megin- skilyrði spænskra stjórnvalda fyrir viðræðum við samtökin. Sagði De Gante í gær að skoða yrði yfírlýsingu ETA í heild sinni og hvatti Oreja innanríkisráðherra stjórnmálaflokka á Spáni til að sameina krafta sína þegar kemur að því að svara frumkvæði ETA. Hófsamir þjóðernissinnar hafa hins vegar, líkt og liðsmenn ETA og Herri Batasuna, séð samninginn á N-írlandi sem fyrirmynd að þeim árangri sem ná mætti í Baskalandi. Formenn sænsku flokkanna takast á f sjónvarpsumræðum Y ERTU ekki svona þras- gjarn, Göran!“ gall við í Carl Bildt formanni Hægriflokksins, þegar Göran Persson forsætisráðherra ætlaði enn einu sinni að koma á framfæri túlkun sinni á stefnu Hægriflokksins. „Hvernig væri að þú talaðir einu sinni um það sem þið ætlið að gera og værir ekki að ljúga upp á aðra“, bætti Bildt við. Orða- skiptin fóru fram í flokksformanns- umræðum á sjónvarpsstöðinni TV4 í fyrrakvöld. Skoðanakannanir gerðar eftir fundinn sýndu að í þeim hafði Alf Svensson formaður Kristi- legra demókrata enn styrkt stöðu sína og það hafði hin glæsilega og málglaða Gudrun Schyman formað- ur Vinstriflokksins einnig gert. „Það er reyndar ég sem heiti Göran Persson," neyddist forsætisráðherr- ann til að minna hana á þegar spyrl- arnir höfðu beint spumingu til hans með nafni, sem Schyman svaraði að bragði. En sænsk kosningabarátta er ekki aðeins háð í sjónvarpi, held- ur einnig á götum úti og sænskir kjósendur taka þátt af lífi og sál. Flokksformannaumræð- ur í sjónvarpi, þar sem spyrlarnir vom í hlutverki fréttamanna en ekki tíma- varða var formið, sem einkastöðin TV4 notaði. Tveir fréttamenn stöðvar- innar spurðu hressilega og hikuðu ekki við að stýra við- mælendunum til að svara nákvæmlega því sem um var spurt. Umræðurnar stóðu í tvo tíma með stuttu hléi og á eftir var formönn- unum boðið upp á matarbita og vín- eða bjórglas í hópi innlendra og erlendra fréttamanna, sem fylgdust með umræðum í sjónvarps- sal. Umræðurnar voru þær fyrstu, sem einkastöð held- ur fyrir kosningar. Bæði blaðamenn sem voru við- staddir og áhorfendur, sem rætt var við á eftir voru sammála um að umræðurn- ar hefðu verið mun líflegri en venjan væri um umræð- ur af þessu tagi. Og þegar flokksformennimir komu fram voru þeir allir hinir ánægð- ustu, bæði með eigin frammistöðu og form þáttarins. Kvennastefna í karlahópi I upphafi áttu formennirnir að lýsa flokkum sínum í nokkrum orð- um. Schyman lofaði réttvísi og bræðralagi, öryggi og velferð fyrir alla, en ekki skattalækkunum, Carl Bildt talaði um framtíðina, endur- nýjun, ábyrgð og kraftmikið þjóðfé- lag, Göran Persson vill atvinnu fyrir alla, réttlæti og lýðræði og Alf Svensson formaður Kristilega demókrataflokksins vill að orðið „gamall" verði jafn jákvætt og orðið „ungur“. Helstu hitamálin eru skattamál og svo fjölskyldustefna og í umræð- unum kom greinilega fram að í báð- Stefnur, skoðanir og þras Formenn sænsku stjórnmálaflokkanna tókust á í sjónvarpsumræðum í fyrrakvöld. Sigrún Davíðsdóttir var í hópi þeirra er fylgdust með umræðunum í sjónvarpssal. ÞEIR Carl Bildt leiðtogi Hægriflokksins og jafnaðarmanna fengu sér svalandi um þessum málum fer vinstrivæng- urinn, Jafnaðarmannaflokkurinn og Vinstriflokkurinn saman á móti hægrivængnum, Hægriflokknum, Kristilega demókrataflokknum, Þjóðarflokknum og Miðflokknum. Þeir Lars Leijonborg og Lennart Daléus formenn tveggja síðast- nefndu flokkanna sýndu ekki tilþrif, sem gætu þokað flokkum þeirra upp fyrir fimm prósenta fylgið, sem báðum flokkunum er spáð. Daléus formaður Miðflokksins lætur sig dreyma um miðstjórn, en gaf í um- ræðunum skýrt til kynna að hann miðaði ekki á samstarf við jafnaðar- menn. Þeim Bildt og Persson lenti sam- an hvað eftir annað framan af, þar sem Bildt gerði góðlátlegt gin'n að því að Persson rakkaði stöðugt nið- Reuters. Göran Persson forsætisráðherra og leiðtogi bjór að loknum erfiðum umræðum. ur Hægriflokkinn í stað þess að skýra eigin stefnu. Bildt hefur und- anfarna daga ekki látið neitt tæki- færi ónotað til að benda á að stefna Jafnaðarmannaflokksins sé enn jafn óskýr og í upphafi baráttunnar. Það var í einni af þessum sennum, sem Bildt sagði Persson í gamansömum tón að vera ekki svona þrasgjarn, því þá gæfist enginn tími til að tala um framtíðina. Umræðurnar gáfu áhorfendum gott tækifæri til að virða flokksfor- mennina fyrir sér og meta mál- flutning þeirra. Þeir sátu í hálf- hring uppi á palli, þar sem Persson sat í miðjunni með báða fætur á foldu, kuggslegur eins og hann er, ýmist með góðlátlegt og vorkunn- samlegt bros, eða alvarlegur og dá- lítið argur. Blaðamenn kvarta gjarnan yfir að þeir viti aldrei hvar þeir hafi hann og hann hefur ekki hikað við að skamma þá eins og hunda, ef honum mislíkar frétta- flutningur þeirra. Höfuðandstæðingur hans Carl Bildt er snöggur upp á lagið og það nýttist honum vel í samræðunum, þar sem hann bæði svaraði og spurði líka þegar svo bar undir. Hinn hávaxni Bildt er að öllu leyti andstæða Perssons, þvi hann getur bæði gantast en einnig verið alvar- legur og á ekki í neinum vandræð- um með að umgangast blaðamenn, enda er alkunna í þeim hópi að hann sækist eftir félagsskap þeirra. Schyman lét mjög ljós sitt skína í þessum karlafans, þar sem hún minnti aftur og aftur á að Vinstri- flokkurinn væri kvennastefnuflokk- ur. Hún tók sig vel út í stuttu svörtu pilsi, svörtum sokkum og háhæluð- um skóm og í jakka í flokkslitnum, skærrauðum rétt eins og varalitur- inn. Þéttvaxinn, karlkyns blaðafull- trúi hennar sem fylgir henni hvert spor er á miðjum aldri eins og hún, með svart tagl og hálsfesti og sker sig úr í hópi blaða- fulltrúa hinna formann- anna. En það var hinn afalegi Alf Svensson, sem náði hjörtum áhorfenda best. Einnig hann getur bæði gert að gamni sínu og verið alvarlegur, þó honum væri ekki sérlega skemmt, þeg- ar hann kom að Bildt í hópi blaðamanna eftir umræð- urnar til að kveðja hann. Bildt var þá að hugleiða að fá sér annan bjór og bauð Svensson að fá sér einn líka. Svensson er nefnilega ekki aðeins í fríkirkju- hreyfingunni, heldur einnig bindindishreyfingunni, sem er öflug í Svíþjóð. Kosningaumræður á götum úti Þessa síðustu sólar- hringa fyrir kosningarnar eru flokksformenn og starfsmenn flokkanna á fullu. I sænskum borgum og bæjum eru kosninga- kofar úti um allt, trékofar, sem flokkarnir nota sem bækistöðv- ar. Þar liggja bæklingar um flokk- ana og frambjóðendur koma þangað til að halda fundi. Svíar hreykja sér af almennum stjórnmálaáhuga og umræðan leyn- ir sér ekki. Á götum úti má hvar- vetna heyra fólk ræða stjórnmál, fólk flykkist að þegar frambjóðend- urnir koma fram og mikil horfun er á sjónvarpsþætti er tengjast kosn- ingunum. Þeir voru ekki háir í loft- inu krakkarnir, sem höfðu spurn- ingar á reiðum höndum handa Carl Bildt við Sergels torg í hjarta Stokkhólms í gær. Þeir vildu heyra af skólastefnu flokksins, sem hann fullyrti að myndi gagnast þeim og þeirra kynslóð vel, en lika þeim sem væru eldri og vildu endur- menntun. Kór íslensku óperunnar vantar ENN nokkrar góöar söngraddir! , , , . nánar tiltekið í 2. att, 1. tenór og 2. bassa Næstu verkefni: (^^CCTC^OlCCIy^Cmeð Sinfóníuhljómsveit íslands í nóvember 1998 (^llTCCClc/ot með Sinfóníuhljómsveit íslands í mars 1999 Æfingar eru á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19-21.30 í æfingasal (slensku ópeiunnar. Stjórnandi kórsíns er Garðar Cortes. Upplýsingar á skrífstofu Islensku óperunnar í síma 552-7033 Kosningarnar í Bosníu Óttast aukið fylgi harðlínumanna Sarajevó. Reuters. FRÉTTASKÝRENDUR segja nið- urstöður í þingkosningum í Bosníu um síðustu helgi liggja nokkuð ljóst fyrir jafnvel þótt Oryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, OSE hafi til- kynnt óvænt á þriðjudag að ekki yrðu bh-tar bráðabirgðaniðurstöður heldur beðið fram í næstu viku með að tilkynna endanleg úrslit. Hafa menn miklar áhyggjur af því að hai-ðlínuþjóðernissinnar hafi auk- ið fylgi sitt í kosningunum en hið eina sem veldur ánægju hjá vestur- véldunum er að öruggt er talið að Alija Izetbegovic tryggi stöðu sína meðal múslima og sitji áfram sem einn af þremur forsetum. Frétta- skýrendur telja hins vegar að Bosn- íu-Króatinn Ánte Jelavic vinni for- setasæti Kresimirs Zubaks og einnig er ekki útilokað að Momcilo Kra- jisnik, fulltrúi SDS sem Radovan Karadzic stofnaði, haldi forsetastóli sínum. Enn frekari áhyggjum veldur sá möguleiki að hai’ðlínumaðurinn Nikola Poblasen hafi unnið forseta- stólinn í lýðveldinu Serbíu, sem búið var til innan landamæra Bosníu í Dayton-samkomulaginu, af Biljönu Plavsic sem hefur hingað til viljað vh'ða skilmála Dayton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.