Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 25 Gallerí Geysir „20,02 hugrnynd- ir um eit- urlyf“ FORVARNAVERKEFNIÐ „20,02 hugmyndir um eitur- lyf‘, yfirlitssýning verkefnis- ins í Galleríi Geysi, Hinu hús- inu, verður opnuð á morgun, laugardag kl. 16. Verkefnið hófst sl. febrúar og því lýkur með þessari sýningu sem á að gefa yfírsýn yfír þær sýningar og uppákomur sem hafa verið á vegum þess, segir í fréttatil- kynningu. Alls voru 20 verk- efni eða hugmyndir, má þar nefna sýningar eins og „Framtíðarsýn“, „Spjarir 2000“ og verkefni eins og frumsamin tónlist hljómsveit- arinnar Blóðnasir, vefsíðugerð og hárgjörningur sem framinn var á hárgreiðslustofunni Kompaníinu. Sýningin stendur til 4. októ- ber. Hún er opin virka daga kl. 8-23, um helgar kl. 13-18. Nýi söngskólinn Námskeið með Judith Gans NÚ STENDUR yfír í Nýja söngskólanum „Hjartansmál“, söngnámskeið með amerísku sópran- söngkon- unni Judith Gans. Nám- skeiðið, sem lýkur á morgun, er haldið í húsi Karlakórs Reykjavík- ur í Skóg- arhlíð 20, þar sem Nýi söngskólinn „Hjartansmál" hefur flutt starfsemi sína. Málverkasýn- ing í Galleríi Hár og list YNGVI Guðmundsson opnar málverkasýningu í Galleríi Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarfirði, laugardaginn 19. september kl. 16. A sýningunni eru 22 olíu- málverk, máluð á sl. þremur árum. Sýningin stendur til 6. októ- ber og er opin virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðgang- ur er ókeypis. * Askorun um byg’g’ing’u tón- listarhúss Á RÁÐSTEFNU samtaka norrænna tónlistarmanna, Nordisk Musiker Union, sem haldin var á Höfn í Hornafirði dagana 4.-6. september sl. var samþykkt áskorun á íslensk stjórnvöld að hrinda sem fyrst í framkvæmd viljayfírlýsing- um um byggingu tónlistar- húss. íslendingar hafa tekið við forsæti NMU til næstu fjög- urra ára og gegnir Bjöm Th. Árnason, formaður Félags ís- lenskra hljómlistarmanna (FÍH), því til ársins 2002. Samvinnu- verkefni fimmtán listamanna „STÖÐ til stöðvar“ heitir sýn- ing, sem opnuð hefur verið í Nýlistaafninu og er lokaáfangi samvinnuverkefnis 15 lista- manna frá Islandi, Sviss og Ungverjalandi. Um er að ræða samvinnu- verkefni sem hófst í Ziirich í Sviss á síðasta ári og í byrjun þessa árs var Búdapest í Ung- verjalandi viðkomustaður hóps- ins. Nú er röðin komin að fs- landi þar sem listamennirnir hafa hreiðrað um sig í Nýlista- safninu. I ungverska teyminu er að finna þau Imre Mariann, Ká- mán Gyöngyi, Lakner Antal og Roskó Gábor. I svissneska teyminu eru þau Christin Hemauer, Nicole Henning, Jörg Hugentobler og Roland Iselin. I íslenska teyminu eru þau Egill Sæbjörnsson, Gabrí- LISTAMENNIRNIR hafa hreiðrað um sig í Nýlistasafninu. Morgunblaðið/Knstmn ela Friðriksdóttir, Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir, Magnús Sigurðarson, Margrét H. Blöndal og Valborg Salóme (Valka) Ingólfsdóttir. Verkefn- isstjórar eru þeir Bencsik Barnabas og Halldór Björn Runólfsson. Síðasta sýningardaginn, sunnudaginn 27. september, mun Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur ganga um sali Nýlistasafnsins og útskýra þær hugmyndir sem búa að baki „Stöð til stöðvar“. Nú fást amerísku SERTA rúmin á amerísku verði í Hagkaupi. Verð á dýnum meðramma: Queen 153x203 King 193x203 Millistíf 59.900 kr. 79.900 kr. Mjúk 65.900 kr. 89.900 kr. Rúmin eru seld á grind en án gafla. Skeifan • Smáratorg • Akureyri • Kringlan 2. hæð mmm hagkaup Alltaf betri kaup .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.