Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 39 MINNINGAR HANSINA GUÐRUN GUÐMUNDSDÓTTIR + Hansína Guð- rún Guð- mundsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 14. nóvember 1913. Hún lést 10. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júliana Sig- urborg Guðmunds- dóttir, f. 12.7. 1889, d. 5.2. 1975, og maður hennar Guðmundur Jó- hannes Jóhanns- son, f. 20.4. 1887, d. 2.5. 1963. Fárra mánaða gömul var hún flutt yfír Dýrafjörð, að Mýrum, en þar bjuggu Friðrik Bjarnason og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Astæða flutn- ingsins var skæð veiki í ung- börnum á Þingeyri. Hansína var alin upp á Mýrum til ung- lingsára, en var síðar á vetr- um á Þingeyri í skóla, og þá í skjóli foreldra og uppeldis- systur sinnar Guð- rúnar Friðriksdótt- ur Ryden, og manns hennar Carls Ryden. Flutti hún með þeim til Reykjavíkur 1927. Fáum árum síðar fluttu foreldr- ar Hansínu ásamt börnum sínum til Hafnarfjarðar og settust þar að. Hansína byrjaði að vinna fyrir sér strax eftir komuna til Reykjavíkur, var t.d. í vist í Viðey og víðar. Þegar Hótel Borg var opnað 1930, var hún í hópi þess starfsliðs, er þar var ráðið til starfa. Árið 1937 giftist Hansína Guðleifi Guðmundssyni bygg- ingameistara. Áttu þau fjögur börn saman, sem eru: 1) Frið- rik Ingimar, byggingarmeist- ari í Svíþjóð. Kona lians er Jó- hanna Oskarsdóttir, fædd í Neskaupstað. Eiga þau þrjú Sem ég sit hér og hugsa um mömmu mína, geri ég mér grein fyrir hve gífurlega stór þáttur henn- ar var í lífi mínu og hve mjög hún lifði fyrii' okkm' bömin sín og alla afkomendur, sem nú era orðnir 43. Ekkert var henni óviðkomandi hvað okkur varðaði. Á hverjum degi var „skýrslan" tekin. Hvernig leið þess- um og hvemig gekk hjá hinum? Oft fannst manni að maður væri eins og gi'ammófónplata, sama skýrslan gefin dag eftir dag. Og yrði mér á að vita ekki allt í smáatriðum um af- komendur mína varð hún yfir sig hissa á kæruleysinu. Það sem okkur jmgi-a fólkinu fannst varla frétt- næmt, vai' stórmál í hennar augum. Samt var hún svo frjálslynd og kát alla tíð og ung í anda. Margir bestu vinnufélagar hennar sem hún kynntist og vann með á Hótel Borg í ráma tvo áratugi , vora miklu yngri, en hún virtist alltaf passa í hópinn. Hún var svo lánsöm að eiga margt skyldmenna og góða vini sem glöddu hana með heimsóknum og bára umhyggju fyiir henni alla tíð og ekki síður eftir að hún fór á Hrafnistu fyi'ir tæpum tveimur ár- um. Þeim vil ég þakka fyrir hennar hönd. Einnig ber að þakka starfs- fólki Hrafnistu. Það era ýmsar tilfinningar sem bærast með manni við fráfall ást- vinar og ég get ekki varist að láta það álit mitt í ljós að hjúkranarfólk sem vinnur með öldraðum og ör- yrkjum er í raun í mjög vanþakk- látu starfi. Þetta er krefjandi og erfitt, en starfsfólk á slíkum stofn- unum of fáliðað og á launum sem sýna að störf þess era ekki metin sem skyldi. Því gleðst ég yfir ný- stofnuðu félagi aðstandenda á Hrafnistu. Verð þó að játa að gleymsku minnar vegna gerðist ég ekki félagi á stofnfundinum, en ég vona svo sannarlega að afkomend- ur mínir sýni ekki sama kæruleys- ið. Það vita allir að margir aldraðir og öryrkjar sem ekki geta séð um sig sjálfir, geta jafnvel ekki tjáð sig, þurfa stuðning okkar sem yngri erum og hraustari. Þau treysta á okkur sem málsvara sína og eiga það inni hjá okkur að við styðjum þau og vekjum athygli á kjörum þeirra. Starfsfólk Hrafn- istu, sem ég hafði oft samband við vegna mömmu tók erindum mínum jafnan vel og með samvinnu mynd- ast samband sem kemur öllum til góða. Ég þakka mömmu minni fyrir alla hennar umhyggju og elsku. Nína. Elskuleg tengdamóðir mín er iátin, tæplega 85 ára að aldri. Hún var mér og fjölskyldu minni um- hyggjusöm móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Hún var sterk, hún var heiðarleg og hún var sönn. Hún var sú sem vildi alltaf vita hvar hver var, hvernig öllum liði og hvort hún gæti ekki hjálpað til með börnin og heimilið, þegar við hjónin unnum oft lang- an vinnudag við eigin atvinnu- rekstur. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún lifði langa ævi, andlega heil til hins síðasta en lík- aminn orðinn þreyttur. Því gleðj- umst við í dag, hennar vegna. Hún var södd lífdaga og sátt við Guð og menn. Blessuð sé minning hennar. Tengdasonur. Þegar ég hugsa um ömmu þýtur svo margt í gegnum hugann að ég veit ekki hvernig eða hvar ég á að byi'ja. Þegar ég var lítil var það al- gjör veisla að fá að fara til ömmu. Hún átti alltaf eitthvað gott handa mér; ís, nammi eða gos. Það brást ekki. Ég fór alltaf og lék mér að skartgripunum hennar. Það var sko gaman. Hún var alltaf að baka eða prjóna og voru pönnukökumar hennar þær bestu í heimi, og hos- urnar þær flottustu. Amma hugs- aði alltaf vel um aðra, og þá sér- staklega okkur systkinin, finnst mér. Ég vissi alltaf að þessi tími kæmi, að hún færi frá okkur, en ég var alls ekki tilbúin fyrir þetta. Ég hefði átt að nýta þann litla tíma sem ég átti með henni aðeins betur en ég gerði. En maður veit aldrei hvað mikið er eftir. Ég get ekki sagt að ég hafi farið jafnoft til hennar og ég hefði viljað. Mér bara leið svo illa að sjá hana lasna, svo ég sagðist alltaf ætla bara að fara „á morgun“. En sá morgundagur kom voðalega sjaldan. Um daginn fóram við að tala um blómin sem vora uppi á hillu hjá henni, og sá ég þar eina gula rós. Þá sagði amma að þetta væri bara eitt einmana blóm, rétt eins og hún væri. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég ákvað á þeirri stundu að gera eitthvað fyrir hana, heimsækja hana oftar, en það fór bara eins og áður - „á morgun“. Sunnudaginn áður en hún dó sá ég hana í síðasta skipti. Það var eitthvað skiýtið við þessa heim- sókn. Ég stoppaði stutt, en við töl- uðum mikið saman, sem við vorum ekki vanar að gera. Mér fannst erfitt að kveðja hana. Ég hafði á til- finningunni að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur. Það var rétt hjá mér. Hún dó fjóram dögum seinna. En ég revni að gleðjast hennar vegna. Hún var orðin gömul og börn. 2) Guðmundur Símon, stýrimaður. Kona ‘ hans var Ásta Birna Karlsdóttir, fædd í Vopnafírði. Þau skildu. Seinni kona hans er Kolbrún Bjarna- dóttir, fædd í Reykjavík, eiga þau tvö börn. 3) Sigurður, kona Sigríður Þórarinsdóttir, fædd á Reyðarfírði. Þau skiidu. Eiga þau einn son. 4) Nína Draumrún, fyrri inaður hennar Kristinn Jón Engil- bertsson, d. 1970. Áttu þau tvö börn. Síðari maður henn- ar er Guðmundur Kristján Eyjólfsson bifvélavirkjameist- ari, eiga þau tvö börn. Áður en Hansína giftist Guðleifí, átti hún dóttur, Unni Brynj- ólfsdóttur. Maður hennar var Garðar Jónsson skipstjóri, fæddur á fsafirði. Hann er látinn. Áttu þau fímm börn. Hansína og Guðleifur skildu 1962, og fór hún fljótlega að vinna aftur á gamla vinnu- staðnum sínum, Hótel Borg. Var hún þar til ársloka 1983, og hafði þá unnið undir stjórn allra hótelstjóra þar frá upp- hafí. Hansína verður jarðsett frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. þreytt og átti svo sannarlega betra skilið. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þín Margrét. Elsku hjartans amma mín er lát- in. Stundin runnin upp sem ég er búin að kvíða óskaplega fyrir en amma mín var farin að þrá. Hún var orðin þreytt og södd lífdaga. Líkaminn var orðinn lúinn en and- legri reisn hélt hún fram til síðasta dags. Þess vegna er söknuður okk- ar í fjölskyldunni meiri en ella, því hún var stálminnug og ung í anda. Svolítið farin að tapa heyrn sem plagaði hana að nokkra leyti í sam- ræðum og þá helst í síma. Oll mín fortíð og minningar tengjast henni því mikill samgang- ur var á milli okkar, fyrst og fremst á heimili foreldra minna og seinna á mínu heimili og barnanna minna sem sakna nú langömmu sinnar. Ein sú fyrsta hugsun sem kemur upp í huga minn á þessari stundu er þakklæti að hafa átt hana ömmu mína að öll þessi ár. Það vora forréttindi í orðsins fyllstu merkingu. Það era mörg ár síðan ég gerði mér það ljóst og því er þessi hugsun yfirsterkari öllu. Fon-éttindi að hafa átt hana að og að hún vakti yfir fjölskyldunni allri, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og bamabarnabörnum en hópurinn var orðinn æði stór. Hún var einstök og yndisleg. Ég minnist hennar fyrir alla góðvild- ina, umhyggjusemina, greiðviknina og síðast en ekki síst hvað ég var stolt af henni. Hún var svo falleg, yst sem innst. Vinkonur mínar höfðu oft á orði við mig hvað hún væri falleg. Ég hélt nú það! Með sitt gi’áa hár og fallega bros, hún geislaði oft á tíðum. Það væri mikið að hlakka til ef maður ætti eftir að eldast jafn fallega og hún gerði. Minningarnar geymi ég í hjarta mínu um yndislega ömmu og allt það góða sem hún gerði fyrir mig og mína í gegnum tíðina. Elsku mömmu minni og fjöl- skyldunni allri bið ég Guðs blessun- ar. Elsku amma mín. Með sorg í hjarta og tár á kinn kveð ég þig að sinni. Hafðu ástarþakkir fyrir allt sem þú varst mér og gafst mér í líf- inu af þinni hjartagæsku. Hvíl í friði. Þín Hanna Guðrún. Við fallegan íjörð þar sem báran mynnist við svartan sandinn vai- Hansína G. Guðmundsdóttir fædd. Hún ólst upp á Mýram í Dýrafirði, en ung að áram hleypti hún heim- draganum og fluttist til Reykjavík- ur. Hún vann um tíma á ýmsum heimilum eins og þá var algengt. Þegar Hótel Borg var opnuð 1930 var hún þar starfsmaður um árabil. SVERRIR LÁRUSSON + Sverrir Lárus- son fæddist á Kolbeinsá í Hrúta- fírði 16. september 1937. Hann lést 12. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Lárus Sigfússon og Kristín Hannes- dóttir. Börn hans eru Benedikt _ og Anna Guðrún. Utför Sverris fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og liefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku pabbi. Mikið fannst mér erfitt þegar Benni hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Mig langar til að þakka þér fyrir kynnin sl. tvö ár og þakka þér fyrir þessar góðu móttökur sem ég og mín fjöl- skylda fengum þegar ég allt í einu birtist eftir 35 ár með allt mitt lið. Betri móttökur var ekki hægt að hugsa sér í svona málum, hvorki frá þér né öllu þínu fólki. Ég sem var búin að ákveða að einn daginn myndir þú segja: „Komdu, við skulum drífa þig á hestbak," því þú hafðir gaman af skoðun minni á hestum. Elsku pabbi, takk fyrir öll sím- tölin, þú hringdir til að vita hvort allir væra hressir, hvort elsta stæði sig, hvernig ég hefði það, o.fl., o.fl., en lítið talaðir þú um þína líðan og gerðir lítið úr þeim málum. Þú værir „ágætlega hress“. Mikið átt- um við eftir að tala um og kynnast betur, en enginn fær stöðvað stundaglasið sitt og einhvem veginn held- ur maður að tíminn sé nægur. Elsku amma, afi, Benni, Inga, Gréta, Inda, Sísí, Svanur og fjölskyldur, megi góð- ur Guð styrkja ykkur og styðja. Elsku pabbi, takk fyi-ir mig og mína. Guð geymi þig. Þín dóttir Anna Guðrún. í þann mund er kula tók í blæn- um og löndin bleiknuðu af litbrigð- um haustsins, haustaði einnig að í lífi Sverris Lárassonar vinar míns. Snögg varð brottför hans úr þessum heimi. Það leyndi sér ekki, er hann á dögunum kom hingað til okkar hinsta sinni, að þar fór sjúk- ur maður. Þó óraði mig ekki fyrir því að hans brottfór héðan yrði sú hin síðasta. Milli okkar fólks hefir jafnan ríkt hin besta vinátta. Ég hitti Sverri oft fyrrum á mínum Reykjavíkurferðum, það var þó ekki fyrr en hann réðst til mín sem hjálparmaður um sauðburð- inn að ég kynntist honum að ráði. Tvö hin síðari vor var hann með okkur hér og reyndist okkur bæði hjálpsamur og góður vinur. Sagt er að þeir sem era góðir menn, laði að sér bæði börn og dýr. Þetta þótti mér sannast á Sverri. Þrátt fyrir sína hlédrægni var hann mínum unglingum góður fé- Síðar á ævinni þegar börnin vora farin að heiman, hóf hún störf aftur á Hótel Borg. Þegar hún hætti störfum þar fyrir aldurs sakir var hún einn af þeim starfsmönnum sem starfað hafði þar lengst. Þegai- ég Mt til baka og leyfi hug- anum að reika um löngu liðna daga þá kemur ótal margt upp í hugann. Ég minnist þess þegar við nokkur ungmenni fóram austur að Ljósa- fossi í Sogi, en þá var verið að byggja orkuverið þai'. Bróðir minn, Guðleifui', vann þar við smíðar og köfun en Hansína vai' þar matráðs- kona og nutum við þess á ýmsan hátt, því við bjuggum þar í tjaldi. Við Ljósafoss vann fólk á ýmsum aldri og í frítímum var margt sér til gamans gert. Eitt af því vai- að synda yfir Sogið, þessa köldu bergvatnsá. Það afrekaði Hansína ein af fáum. Um helgar var oft tekið í spil og fólk skrafaði um allt milli himins og jai'ðar. Hansína hafði sér- staka ánægju af því, þegar fólk kom saman og tók lagið. Hún hafði fal- lega rödd og var frábærlega lagviss. Hún kunni feikn af ljóðum og lögum og fylgdi henni alltaf léttleiki og glaðværð. Um þetta leyti giftust þau Hans- ína og Guðleifur. Þau bjuggu lengst af sínum búskap á Spítalastíg 10 og eignuðust fjögur mannvænleg böm. Hansína söng áram saman í Slysavarnafélagskórnum og í söngsveitinni Fílharmoníu. Síðustu árin vora Hansínu erfið vegna veikinda, en hún hélt and- legum kröftum til þess síðasta. Síð- ustu árin bjó hún á heimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, í Reykjavík. Þar andaðist hún 10. september. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa lát þú beð að legstað verða mínum. (Páll Ólafsson.) Nú þegar við Margrét kveðjum mágkonu mína biðjum við börnum hennar, tengdabörnum, barna- börnum og öðram ættingjum Guðs blessunar. Margrét og Sigmar Guðmundsson. lagi og nærfærni hans við féð var sérstök. Fyrram lenti hann í alvarlegu slysi sem ætíð háði hans starfsgetu upp frá því. Dáðist ég að því hve lítt hann lét það trafla sig er í fjár- húsin var komið. Hann var vakandi yfir ánum og lét allt ganga vel á ' sinni vakt. Ég hef trú á að dvöl hans hér hjá okkur norðan heiða, mitt í gróanda vorsins, hafi verið honum mikils virði, enda uppalinn í sveit og mikið náttúrabarn þrátt fyrir búsetu í Reykjavík hin síðari ár. Sverrir var búinn að ganga í gegnum mikil veikindi á lífsleiðinni sem gjarna hefta athafnir fólks. Hann varðveitti þó lífsgleði sína og reyndi ætíð að gera lítið úr lasleika sínum. Komandi vor mun ekki verða samt fyrir okkur hér, það mun verða tóm eftir þennan góða félaga okkar. Ég vil að þessum leiðarlok- um þakka honum liðna tíð, þakka honum óeigingjarnt starf liðin vor, þakka honum vináttuna og tryggð- ina við okkur hér á Þórustöðum. Við öll sendum hugheilar samúð- arkveðjur til eftirlifandi ættingja hans. Góður drengur er kvaddur. Guð geymi Svem vin minn. Óla Friðmey Kjartansdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- . lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 ^ slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- * nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.