Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 27 ERLENT Reuters Leyndardóm- ar krufðir LISTAMAÐURINN Patrick Ligu- ori leggur lokahönd á listaverk úr sandi í Jersey-borg í Banda- ríkjunum í tilefni af frumsýningu myndarinnar „Leyndardómar Egyptalands“. Beitt var nýrri kvikmyndatækni, IMAX, við gerð myndarinnar til að rannsaka eg- ypskar eyðimerkur, pýramída og Nflarfljót. ----------- Hófsamir kommúnist- ar styðja Prodi Róm. Reuters. HÁTTSETTUR meðlimur ítalska Kommúnistaflokksins sagði í gær að hófsamú' menn innan flokksins styddu ríkisstjórn Romanos Prodis forsætisráðherra og að hann ætti ekki von á öðru en að hún héldi velli. Kommúnistar hættu stuðningi við stjórnina í vikunni sem leið vegna óá- nægju með fjárlagafrumvarp næsta árs, og missti hún þar með meirihluta í neðri deild þingsins. Nerio Nesi, sem er talsmaður Kommúnista- flokksins á sviði efnahagsmála, sagði fréttamönnum að flokkurinn væri við það að klofna. Hófsamir kommúnist- ar myndu ganga til liðs við stjórnina, með þeim skilyrðum að hún setti at- vinnu- og þróunarmál á oddinn, og að í fjárlagafrumvarpinu yrði gert ráð fyrir því að vinnuvikan yrði stytt í 35 stundir. 21 þingmaður er í hinum hófsama ai-mi Kommúnistaflokksins, en það nægir ekki til að ríkisstjórnin haldi meirihluta. Nesi sagðist vona að harðlínukommúnistar sæju sig um hönd, og kvaðst bjartsýnn á að Prodi tækist að afla stjórninni nægilegs stuðnings. ------♦-♦-♦----- Ekvador Bucaram snýr aftur Quito. Reuters. ÁBDALA Bucaram, fyirverandi for- seti Ekvadors, mun snúa aftur til heimalands síns á morgun, föstudag, eftir nær tveggja ára sjálfskipaða út- legð í Panama, að sögn stuðnings- manna hans. Buearam, sem kallaði sig jafnan „Brjálæðinginn“, var vikið úr for- setaembætti vegna „andlegrar van- getu“ í byi-jun árs 1997, en þingið hafði áður sakað hann um spillingu og valdníðslu. I sex mánaða forseta- tíð sinni vann hann sér það meðal annars til frægðar að gefa út popp- hljómplötu sem bar titilinn „Brjál- æðingur sem elskar" og hann lét eitt sinn raka af sér yfírskeggið í beinni sjónvarpsútsendingu. Bucaram hafði gefið til kynna að hann myndi bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram fóru í júlí, en ekki varð af því. Forsetinn fyrrverandi verður væntanlega tekinn höndum við kom- una til Ekvadors, þar sem hann hef- ur verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir rógburð. Hann á einnig yfir höfði sér ákærur vegna ýmissa afbrota. Rannsókn á skaðsemi óbeinna reykinga Fullorðnir í hættu en ekki börn Washington. Reuters. VIÐAMIKIL rannsókn á skað- semi óbeinna reykinga, sem kynnt var á þriðjudag, bendir til þess að fullorðið fólk, sem reykir ekki en andar að sér tóbaksreyk heima hjá sér og á vinnustöðum, sé ívið líklegra til að fá lungna- krabbamein en fólk sem andar ekki að sér tóbaksreyk daglega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að böm reykingamanna eni ekki í meiri hættu en börn þeirra sem ekki reykja. Afdráttarlaus niðurstaða Rannsóknin stóð í tíu ár og fór fram í sjö Evrópulöndum, Bret- landi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Sví- þjóð. Hún náði til 650 sjúklinga með lungnakrabbamein og 1.500 manna „í öllum aldursflokkum“ til 74 ára aldurs. Fólkið var spurt hvort það hefði þurft að anda að sér tó- baksreyk í æsku, heima hjá sér, í vinnunni og á fleiri stöðum. Krabbameinssérfræðingar segja að rannsóknin bendi af- dráttarlaust til þess að óbeinar reykingar geti valdið lungna- krabbameini þótt hættan sé ekki mjög mikil. Obeinar reykingar auki líkurnar á lungnakrabba- meini um 20%, en reykingamenn eru tíu sinnum líklegri til að fá sjúkdóminn en þeir sem reykja ekki. „Niðurstaða okkar er að það séu engin tengsl milli óbeinna reykinga í æsku og hættunnar á lungnakrabbameini," segn- Paolo Boffetta, sem stjómaði rann- sókninni, í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute. Alþjóðlega krabbameinsrann- sóknastofnunin (IARC) stóð fyrir rannsókninni og sérfræðingar segja að hún sé sérlega áreiðan- leg vegna þess að tekið hafi verið tillit til gagmýni á fyrri rann- sóknir, auk þess sem umfang hennar sé mikið. miðvikudagínn 14. október kl. 17.45 Rússar eru með eitt alsterkasta landslið Evrópu og þeir ætla sér alla leið Leikurinn er liður í undankeppni EM 2000 og nú ríður á að íslenska liðið taki á honum stóra sínum með aðstoð áhorfenda. íslensku leikmennirnir voru sammála um að hvatningarhróp áhorfenda hefðu ráðið úrslitum í leiknum við Frakkana. Flykkjumst á völlinn og hvetjum okkar menn til dáða! Safnkortið býður besta verðið! Forsala aðgöngumiða er hafin og verður eingöngu hjá eftirtöldum ESSO-stöðvum: Ártúnshöfða, Geirsgötu, Ægisíðu, Borgartúni, Stórahjalla í Kópavogi og Lækjargötu í Hafnarfirði. Enn fremur Aðalstöðinni Keflavík, Skútunni Akranesi og Veganesti Akureyri. fíörn yngri en 12 ára fá frítt í stœði. Vertu tímanlega íþví. Takmarkaður miðafjöldi í boði! Nánari upplýsingar um landsleikinn eru á heimasíðu ESS0 www.esso.is Takið þátt í netieiknum -10 heppnir fá tvo miða á leikinn. Dregið 12. október. Fáðu þér Safnkort, nýttu þér tilboðið og skelltu þér á völlinn! Olíufélagiðhf Verð til Safnkortshafa Almennt verð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.