Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Olíufélagið kaupir hlut ÍS í íshafi og Vinnslustöðinni Tilgangiirinn að verja eig- endahagsmuni félagsins Olíufélagið á nú tæplega 31% í Vinnslustöðinni OLÍUFÉLAGIÐ á nú eftir kaup á hlutabréfum úr eigu Islenskra sjávarafurða hf. beint og óbeint tæplega 31% hlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum og er langstærsti einstaki hluthafinn. Forstjóri Olíufélagsins segir að kaup á hlutabréfum í Hlutabréfa- sjóðnum Ishafí og Vinnslustöðinni sé meðal annars gerð til að verja hagsmuni Olíufélagsins sem hlut- hafa í félögum sem Ishaf á í. Hluta- bréf Olíufélagsins lækkuðu um rúm 10% á Verðbréfaþingi í gær. Meirihlutaeign í Ishafí Dótturfélag Olíufélagsins hf., Ker ehf., eignaðist í fyiradag um 56%'_ eignarhlut í Hlutabréfasjóðn- um íshafí hf. og 8,94% Vinnslustöð- inni hf. með kaupum á öllum hluta- bréfum IS í þessum félögum. Fyi-ir var Ker ehf. stærsti einstaki hlut- hafínn í Vinnslustöðinni með 17,78% eignarhlut. Olíufélagið á þar með 26,72% hlut í Vinnslustöð- inni hf. í gegn um eignarhaldsfélag sitt. Þar fyrir utan á íshaf sem nú er í meirihlutaeigu Kers ehf. 7,35% þannig að bein og óbein eignaraðild Oíufélagsins að Vinnslustöðinni hf. nemur nú tæpu 31%. Næst stærsti hluthafínn er Vátryggingafélag Is- lands hf. með 11% hlut. SIGURGEIR Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að samtökin hljóti að velta fyrir sér í alvöru hvort bjóða eigi hluti í Hótel íslandi og Hótel Sögu á almennum markaði. Sigurgeir segir að ýmislegt geti flýtt fyrir þeirri þróun að hlutabréf hótelanna, sem eru í eigu Bænda- samtaka, verði sett á markað. Hann bendir á að fyrirhugað sam- starf hótelanna við alþjóðlegu Rad- isson SAS hótelkeðjuna eigi eftir að styrkja stöðu hótelanna og gera þau að betri markaðskosti. „Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir að samstarfið skili sýnilegum árangri fyn- en að nokkrum árum liðnum, en upp frá því eigum við að standa uppi með betri eignir og fýsilegri fj árfestingarkost. “ Forstjóri Olíufélagsins, Geir Magnússon, segir að tilgangurinn með kaupum á hlutabréfunum af ÍS sé tvíþættur. Annars vegar að verja hagsmuni Olíufélagsins. Fé- lagið ^ ætti í mörgum fyrirtækjum með Ishafí og teldi það geta gengið gegn hagsmunum sínum ef aðrir aðilar, óþekktir, kæmust í oddaað- stöðu í þeim, félagið vildi að minnsta kosti ráða því hverjir kæmu þar að. Um hina ástæðu kaupanna segir Geir að stjórnend- ur Olíufélagsins teldu að veyð margra þeirra fyrirtækja sem Is- haf ætti hlut í væri í lágmarki en að þau ættu mikla möguleika í fram- tíðinni. Ákvörðun síns tíma „Það verður ákvörðun síns tíma,“ segir Geir þegar hann er spurður að því hvort í svari hans felist yfírlýsing um að hlutabréfín verði seld aftur. Segir hann að eitt- hvað verði selt enda sé það eðli hlutabréfaviðskipta. Hins vegar sé eftir að fara í gegn um það hvaða bréf það verði. Gengi hlutabréfa Olíufélagsins Hótel Saga hefur komið til álita fyrir byggingu ráðstefnu- og tón- listarhúss. Sigurgeir segir að slíkar framkvæmdir mundu kalla á fjár- festingar og gætu ýtt undir ákvarðanatöku um hvort setja eigi hlutabréf hótelanna á markað. Engin ákvörðun verið tekin Sigurgeir bendir hins vegar á að engin ákvörðun hafí verið tekin um hvort tímabært sé að bjóða hlutafé hótelanna á almennum markaði, en stjórn Bændasamtak- anna hljóti að þurfa að skoða það alvarlega á hverjum tíma hvernig hægt sé að fá sem besta ávöxtun á eignir samtakanna. Ein af þeim leiðum sé að setja hlutafé hótel- anna á markað. hf. lækkaði úr 6,85 í 6,15 á Verð- bréfaþingi Islands í gær, eða um rúm 10%. Á bak við lækkunina voru tvenn viðskipti, samtals að fjárhæð tæplega 1,3 milljónir kr. Spurður að því hvort líta megi á þessa þróun sem mat hlutabréfa- markaðarins á því að hlutabréfa- kaup Olíufélagsins væru talin slæm viðskipti segir Geir að það sé ekki sitt að svara til um mat aðila á hlutabréfamarkaðnum. Sjálfur seg- ist hann telja kaupin góð, annars hefðu þau ekki verið gerð. „Við ætlum að fylgja kaupunum eftir með hagræðingu og uppbyggingu fyrii-tækjanna,“ segir hann. Spurð- ur að því hvort til greina kæmi að sameina eitthvað af fyidrtækjunum sem Olíufélagið hefur nú eignast stærri hlut í segir Geir að skoðaðh* verði allir kostir sem gefí aukna arðsemi. Fjárfestir í sjávarútvegi Hlutabréfasjóðurinn Ishaf hf. sem Olíufélagið hf. hefur nú eign- ast meirihlutann í hét áður Útvegs- félag samvinnumanna hf., gjarnan nefnt ÚTSAM. Félagið var stofnað HAGNAÐUR Fiskmarkaðar Suð- urnesja hf. (FMS) nam 16,5 millj- ónum króna fyrstu níu mánuði árs- ins samkvæmt árshlutauppgjöri. Hagnaður af rekstri félagsins var 27,7 milljónir og eftir fjármagnsliði 28 mkr. Skattar námu 9,3 milijón- um og áhrif dóttur- og hlutdeildar- félaga voni neikvæð um 2,2 millj. Hagnaður tímabilsins er því 16,5 milijónir. Sala á bolfíski þessa níu mánuði var 25 þúsund tonn að verðmæti 2.300 milljónir. Það er 1.000 tonn- um (7%) meira en sama tíma á síð- asta ári og 400 milijónum (20%) meiri verðmæti. Samkvæmt frétta- tilkynningu felst breytingin aðal- lega í hærra meðalverði á helstu 1987 í þeim tilgangi að fjárfesta í íslenskum útgerðar- og físk- vinnslufyrirtækjum. Því var breytt í almenningshlutafélag fyrir tveim- ur árum, nafni þess breytt í Hluta- bréfasjóðinn Ishaf hf. og félagið síðan skráð á Verðbréfaþing Is- lands. Eigið fé lækkaði um 200 m.kr. íshaf á hlut í 27 hlutafélögum og er meðal stærstu hluthafa í nokkr- um sjávarátvegsfyrirtækjum sem skipta við Islenskar sjávarafurðir. Hann á til dæmis hlutabréf í Bása- felli, Borgey, Búlandstindi og Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur, auk Vinn- nslustöðvarinnar. Vegna lækkunar hlutabréfa á Verðbréfaþingi á fyrri hluta ársins lækkaði eigið fé sjóðs- ins um 200 milljónir frá áramótum til júníloka. ÍS hefur átt meirihluta hlutafjár í Ishafi hf. og er félagið með skrifstofu í húsi IS við Sigtún. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., telur að breytingar í hluthafa- hópnum ættu að vera jákvæðar fyrir Vinnslustöðina. Gott sé að hafa sterka bakhjarla. Hann bend- ir á Olíufélagið hafí verið stærsti einstaki hluthafinn fyrir og Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins sé þar stjórnarformaður. tegundum, sem hefur hækkað um 17-24% á milli ára. Gera ekki ráð fyrir hagnaði FMS rekur fiskmarkaði í Sand- gerði, Reykjanesbæ, Grindavík og Isafirði. Nýlega var gengið frá samrunaáætlun milli FMS og Fisk- markaðarins hf. í Hafnarfirði (FMH) og verða félögin framvegis rekin sameiginlega undir nafni FMS. Með þessu fæst rekstrarleg hagræðing segir í fréttinni, einkum í Sandgerði, en þar hafa bæði fyrir- tækin verið með starfsemi. Samkvæmt áætlunum er ekki gert ráð fyrir miklum hagnaði á ár- inu vegna rekstrarbreytinga und- anfarna mánuði. Hlutafjárút- boðiíFBA lokið SALA ríkisins á 49% eignarhlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins lauk í gær. Alls voru boðnar út 3.322 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,4 sem jafngildir söluverð- mæti upp á 4,7 milljarða króna. Al- menningi og lögaðilum gafst kostur á að skrá sig fyrir hlutabréfum fyrir allt að 3 milljónum króna að nafn- verði, eða 4,2 milljónum að sölu- verði. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBÁ, vildi ekki tjá sig um útboðið í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist gera ráð fyrir að skráningu áskriftarblaða yrði lokið seint í gærkvöld og að tilkynnt yrði um endanlega niðurstöðu útboðsins idag. ------------- Flugfélagið fækkar ferð- um tíl Egils- staða FLUGFÉLAG íslands hefur ákveðið að fella niður fjórar ferðir í viku á milli Egilsstaða og Reykja- víkur. Breytingin á vetraráætlun- inni tekur gildi frá og með 16. nóv- ember næstkomandi. Akvörðunin kemur í kjölfar at- hugasemda sem Islandsflug sendi Samkeppnisstofnun í september. Þar var bent á að Flugfélagið hafði ekki skilað inn vetraráætlun sinni á tilskildum tíma og eftir að tíma- fresturinn rann út hafí félagið markvisst aukið sætaframboð á leiðinni með það fyrir augum að veikja samkei^pnisstöðu Islands- flugs. Þetta þótti brjóta í bága við þau ákvæði Samkeppnisstofnunar sem kveða á um að Flugfélagi Is- lands, sem ráðandi aðila á markaðn- um, sé óheimilt að auka ferðatíðni sína í áætlunarflugi fram til 1. júlí árið 2000, ef tilgangur aukinnar ferðatíðni er að hamla samkeppni frá núverandi eða tilvonandi keppi- nautum. Ennfremur kveður Sam- keppnisstofnun á um að Flugfélagi Islands sé óheimilt að laga brottfar- artíma félagsins á áætlunarleiðum frá Reykjavík til Akureyrar, Isa- fjarðar, Égilsstaða og Vestmanna- eyja að brottfarartímum keppinaut- ar fyi’stu þrjú árin eftir að keppi- nautur hefur áætlunarflug á við- komandi leiðum. I bréfi Islandsflugs kom m.a. fram að brottför viðbótarferða Flugfélags Islands hafí verið innan við eina klukkustund frá þeim flug- tíma sem íslandsflug hefur flogið á veturna og því auðsjáanlega til þess eins fallið að skerða samkeppnis- stöðu félagsins. Talsmaður Samkeppnisstofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að Flugfélag íslands hefði ákveðið að verða við tilmælum stofnunarinnar og fella niður tilgreindar áætlunar- ferðir til Egilsstaða. Af þeini sökum mun Samkeppnisstofnun ekki haf- ast frekar að vegna vetraráætlunar félagsins. -----*-*-*--- Verðbréfaþing 53 m.kr. hluta- bréfaviðskipti RÚMLEGA 10% lækkun varð á gengi hlutabréfa Olíufélagsins á Verðbréfaþingi íslands í gær. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu alls 53 milljónum ki’óna, mest með bréf Tryggingamiðstöðvarinnar, 15 mkr., Eimskipafélagsins, 9 mkr., og Haraldar Böðvarssonar, 8 mkr. Viðskipti með hlutabréf Flugleiða námu tæplega 4 milljónum og hækkaði gengi bréfanna um 3,5%. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 1,02% í gær. Óvíst um framtíð Byggt og búið í Kringlunni ÓVÍST er um framtíð verslunar- innar Byggt og búið í Kringl- unni vegna fyrirhugaðrar stækkunar verslunarmiðstöðv- arinnar. Byggingavöruverslunin Byko á og rekur Byggt og búið. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, segir að gert sé ráð fyrir að leggja tengibyggingu yfir í nýjan hluta verslunarmiðstöðv- arinnar þar sem Byggt og búið er nú og því sé ekki ljóst hvort verslunin verði áfram í Kringl- unni. „Ég geri ráð fyrir að mál okk- ar skýrist fljótlega eftir áramót, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort verslunin verður flutt.“ Jón Helgi sagði að ekki stæði til að flytja rekstur Byggt og búið yfir í verslunar- miðstöðina Smáralind, sem Byko á hlut í. Byko hefur um nokkun’a ára skeið rekið húsgagnaverslunina Habitat, sem er í suðurálmu Kringlunnar. Verslunin hefur nú verið seld hjónunum Árna Ólafí Lárussyni og Sólveigu Hannam, sem tóku við rekstrinum um síð- ustu mánaðamót. Hótel Saga og Hótel ísland Hlutabréf gætu farið á markað Fiskmarkaður Suðurnesja m. Úr reikningum 30. sept. 1998 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1.1-30.9‘98 1.1-30.9'97 Breyting Rekstrartekjur 153,0 125,2 22,2% Rekstrargjöld 119.6 103,5 15,5% Rekstrarhagnaður 27,7 15,5 79,0% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 0.3 (0,5) - Hagnaður fyrir skatta 28.0 14,9 87,6% Hagnaður ársins 16,5 14,0 17,8% Efnahagsreikningur Miiyónir króna 30.09'98 30.09'97 Breyting Eignir: Veltufjármunir 44,6 17,2 158,8% Fastafjármunir 144,8 148,2 ■2,3% Eignir samtals 189,4 165,4 14,5% Skuldir Skammtímaskuldir 38,6 22,8 69,5% og Langtímaskuldir 20,1 26,0 ■22,7% eigið Eigiðfé 130,6 116,6 12,0% fé: þar af hlutafé 31,9 32,2 ■0,9% Skuldir og eigið fé samtals 189,4 165,4 14,5% Fiskmarkaður Suðurnesja 16,5 milljóna króna hagnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.