Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 16

Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Olíufélagið kaupir hlut ÍS í íshafi og Vinnslustöðinni Tilgangiirinn að verja eig- endahagsmuni félagsins Olíufélagið á nú tæplega 31% í Vinnslustöðinni OLÍUFÉLAGIÐ á nú eftir kaup á hlutabréfum úr eigu Islenskra sjávarafurða hf. beint og óbeint tæplega 31% hlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum og er langstærsti einstaki hluthafinn. Forstjóri Olíufélagsins segir að kaup á hlutabréfum í Hlutabréfa- sjóðnum Ishafí og Vinnslustöðinni sé meðal annars gerð til að verja hagsmuni Olíufélagsins sem hlut- hafa í félögum sem Ishaf á í. Hluta- bréf Olíufélagsins lækkuðu um rúm 10% á Verðbréfaþingi í gær. Meirihlutaeign í Ishafí Dótturfélag Olíufélagsins hf., Ker ehf., eignaðist í fyiradag um 56%'_ eignarhlut í Hlutabréfasjóðn- um íshafí hf. og 8,94% Vinnslustöð- inni hf. með kaupum á öllum hluta- bréfum IS í þessum félögum. Fyi-ir var Ker ehf. stærsti einstaki hlut- hafínn í Vinnslustöðinni með 17,78% eignarhlut. Olíufélagið á þar með 26,72% hlut í Vinnslustöð- inni hf. í gegn um eignarhaldsfélag sitt. Þar fyrir utan á íshaf sem nú er í meirihlutaeigu Kers ehf. 7,35% þannig að bein og óbein eignaraðild Oíufélagsins að Vinnslustöðinni hf. nemur nú tæpu 31%. Næst stærsti hluthafínn er Vátryggingafélag Is- lands hf. með 11% hlut. SIGURGEIR Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að samtökin hljóti að velta fyrir sér í alvöru hvort bjóða eigi hluti í Hótel íslandi og Hótel Sögu á almennum markaði. Sigurgeir segir að ýmislegt geti flýtt fyrir þeirri þróun að hlutabréf hótelanna, sem eru í eigu Bænda- samtaka, verði sett á markað. Hann bendir á að fyrirhugað sam- starf hótelanna við alþjóðlegu Rad- isson SAS hótelkeðjuna eigi eftir að styrkja stöðu hótelanna og gera þau að betri markaðskosti. „Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir að samstarfið skili sýnilegum árangri fyn- en að nokkrum árum liðnum, en upp frá því eigum við að standa uppi með betri eignir og fýsilegri fj árfestingarkost. “ Forstjóri Olíufélagsins, Geir Magnússon, segir að tilgangurinn með kaupum á hlutabréfunum af ÍS sé tvíþættur. Annars vegar að verja hagsmuni Olíufélagsins. Fé- lagið ^ ætti í mörgum fyrirtækjum með Ishafí og teldi það geta gengið gegn hagsmunum sínum ef aðrir aðilar, óþekktir, kæmust í oddaað- stöðu í þeim, félagið vildi að minnsta kosti ráða því hverjir kæmu þar að. Um hina ástæðu kaupanna segir Geir að stjórnend- ur Olíufélagsins teldu að veyð margra þeirra fyrirtækja sem Is- haf ætti hlut í væri í lágmarki en að þau ættu mikla möguleika í fram- tíðinni. Ákvörðun síns tíma „Það verður ákvörðun síns tíma,“ segir Geir þegar hann er spurður að því hvort í svari hans felist yfírlýsing um að hlutabréfín verði seld aftur. Segir hann að eitt- hvað verði selt enda sé það eðli hlutabréfaviðskipta. Hins vegar sé eftir að fara í gegn um það hvaða bréf það verði. Gengi hlutabréfa Olíufélagsins Hótel Saga hefur komið til álita fyrir byggingu ráðstefnu- og tón- listarhúss. Sigurgeir segir að slíkar framkvæmdir mundu kalla á fjár- festingar og gætu ýtt undir ákvarðanatöku um hvort setja eigi hlutabréf hótelanna á markað. Engin ákvörðun verið tekin Sigurgeir bendir hins vegar á að engin ákvörðun hafí verið tekin um hvort tímabært sé að bjóða hlutafé hótelanna á almennum markaði, en stjórn Bændasamtak- anna hljóti að þurfa að skoða það alvarlega á hverjum tíma hvernig hægt sé að fá sem besta ávöxtun á eignir samtakanna. Ein af þeim leiðum sé að setja hlutafé hótel- anna á markað. hf. lækkaði úr 6,85 í 6,15 á Verð- bréfaþingi Islands í gær, eða um rúm 10%. Á bak við lækkunina voru tvenn viðskipti, samtals að fjárhæð tæplega 1,3 milljónir kr. Spurður að því hvort líta megi á þessa þróun sem mat hlutabréfa- markaðarins á því að hlutabréfa- kaup Olíufélagsins væru talin slæm viðskipti segir Geir að það sé ekki sitt að svara til um mat aðila á hlutabréfamarkaðnum. Sjálfur seg- ist hann telja kaupin góð, annars hefðu þau ekki verið gerð. „Við ætlum að fylgja kaupunum eftir með hagræðingu og uppbyggingu fyrii-tækjanna,“ segir hann. Spurð- ur að því hvort til greina kæmi að sameina eitthvað af fyidrtækjunum sem Olíufélagið hefur nú eignast stærri hlut í segir Geir að skoðaðh* verði allir kostir sem gefí aukna arðsemi. Fjárfestir í sjávarútvegi Hlutabréfasjóðurinn Ishaf hf. sem Olíufélagið hf. hefur nú eign- ast meirihlutann í hét áður Útvegs- félag samvinnumanna hf., gjarnan nefnt ÚTSAM. Félagið var stofnað HAGNAÐUR Fiskmarkaðar Suð- urnesja hf. (FMS) nam 16,5 millj- ónum króna fyrstu níu mánuði árs- ins samkvæmt árshlutauppgjöri. Hagnaður af rekstri félagsins var 27,7 milljónir og eftir fjármagnsliði 28 mkr. Skattar námu 9,3 milijón- um og áhrif dóttur- og hlutdeildar- félaga voni neikvæð um 2,2 millj. Hagnaður tímabilsins er því 16,5 milijónir. Sala á bolfíski þessa níu mánuði var 25 þúsund tonn að verðmæti 2.300 milljónir. Það er 1.000 tonn- um (7%) meira en sama tíma á síð- asta ári og 400 milijónum (20%) meiri verðmæti. Samkvæmt frétta- tilkynningu felst breytingin aðal- lega í hærra meðalverði á helstu 1987 í þeim tilgangi að fjárfesta í íslenskum útgerðar- og físk- vinnslufyrirtækjum. Því var breytt í almenningshlutafélag fyrir tveim- ur árum, nafni þess breytt í Hluta- bréfasjóðinn Ishaf hf. og félagið síðan skráð á Verðbréfaþing Is- lands. Eigið fé lækkaði um 200 m.kr. íshaf á hlut í 27 hlutafélögum og er meðal stærstu hluthafa í nokkr- um sjávarátvegsfyrirtækjum sem skipta við Islenskar sjávarafurðir. Hann á til dæmis hlutabréf í Bása- felli, Borgey, Búlandstindi og Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur, auk Vinn- nslustöðvarinnar. Vegna lækkunar hlutabréfa á Verðbréfaþingi á fyrri hluta ársins lækkaði eigið fé sjóðs- ins um 200 milljónir frá áramótum til júníloka. ÍS hefur átt meirihluta hlutafjár í Ishafi hf. og er félagið með skrifstofu í húsi IS við Sigtún. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., telur að breytingar í hluthafa- hópnum ættu að vera jákvæðar fyrir Vinnslustöðina. Gott sé að hafa sterka bakhjarla. Hann bend- ir á Olíufélagið hafí verið stærsti einstaki hluthafinn fyrir og Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins sé þar stjórnarformaður. tegundum, sem hefur hækkað um 17-24% á milli ára. Gera ekki ráð fyrir hagnaði FMS rekur fiskmarkaði í Sand- gerði, Reykjanesbæ, Grindavík og Isafirði. Nýlega var gengið frá samrunaáætlun milli FMS og Fisk- markaðarins hf. í Hafnarfirði (FMH) og verða félögin framvegis rekin sameiginlega undir nafni FMS. Með þessu fæst rekstrarleg hagræðing segir í fréttinni, einkum í Sandgerði, en þar hafa bæði fyrir- tækin verið með starfsemi. Samkvæmt áætlunum er ekki gert ráð fyrir miklum hagnaði á ár- inu vegna rekstrarbreytinga und- anfarna mánuði. Hlutafjárút- boðiíFBA lokið SALA ríkisins á 49% eignarhlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins lauk í gær. Alls voru boðnar út 3.322 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,4 sem jafngildir söluverð- mæti upp á 4,7 milljarða króna. Al- menningi og lögaðilum gafst kostur á að skrá sig fyrir hlutabréfum fyrir allt að 3 milljónum króna að nafn- verði, eða 4,2 milljónum að sölu- verði. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBÁ, vildi ekki tjá sig um útboðið í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist gera ráð fyrir að skráningu áskriftarblaða yrði lokið seint í gærkvöld og að tilkynnt yrði um endanlega niðurstöðu útboðsins idag. ------------- Flugfélagið fækkar ferð- um tíl Egils- staða FLUGFÉLAG íslands hefur ákveðið að fella niður fjórar ferðir í viku á milli Egilsstaða og Reykja- víkur. Breytingin á vetraráætlun- inni tekur gildi frá og með 16. nóv- ember næstkomandi. Akvörðunin kemur í kjölfar at- hugasemda sem Islandsflug sendi Samkeppnisstofnun í september. Þar var bent á að Flugfélagið hafði ekki skilað inn vetraráætlun sinni á tilskildum tíma og eftir að tíma- fresturinn rann út hafí félagið markvisst aukið sætaframboð á leiðinni með það fyrir augum að veikja samkei^pnisstöðu Islands- flugs. Þetta þótti brjóta í bága við þau ákvæði Samkeppnisstofnunar sem kveða á um að Flugfélagi Is- lands, sem ráðandi aðila á markaðn- um, sé óheimilt að auka ferðatíðni sína í áætlunarflugi fram til 1. júlí árið 2000, ef tilgangur aukinnar ferðatíðni er að hamla samkeppni frá núverandi eða tilvonandi keppi- nautum. Ennfremur kveður Sam- keppnisstofnun á um að Flugfélagi Islands sé óheimilt að laga brottfar- artíma félagsins á áætlunarleiðum frá Reykjavík til Akureyrar, Isa- fjarðar, Égilsstaða og Vestmanna- eyja að brottfarartímum keppinaut- ar fyi’stu þrjú árin eftir að keppi- nautur hefur áætlunarflug á við- komandi leiðum. I bréfi Islandsflugs kom m.a. fram að brottför viðbótarferða Flugfélags Islands hafí verið innan við eina klukkustund frá þeim flug- tíma sem íslandsflug hefur flogið á veturna og því auðsjáanlega til þess eins fallið að skerða samkeppnis- stöðu félagsins. Talsmaður Samkeppnisstofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að Flugfélag íslands hefði ákveðið að verða við tilmælum stofnunarinnar og fella niður tilgreindar áætlunar- ferðir til Egilsstaða. Af þeini sökum mun Samkeppnisstofnun ekki haf- ast frekar að vegna vetraráætlunar félagsins. -----*-*-*--- Verðbréfaþing 53 m.kr. hluta- bréfaviðskipti RÚMLEGA 10% lækkun varð á gengi hlutabréfa Olíufélagsins á Verðbréfaþingi íslands í gær. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu alls 53 milljónum ki’óna, mest með bréf Tryggingamiðstöðvarinnar, 15 mkr., Eimskipafélagsins, 9 mkr., og Haraldar Böðvarssonar, 8 mkr. Viðskipti með hlutabréf Flugleiða námu tæplega 4 milljónum og hækkaði gengi bréfanna um 3,5%. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 1,02% í gær. Óvíst um framtíð Byggt og búið í Kringlunni ÓVÍST er um framtíð verslunar- innar Byggt og búið í Kringl- unni vegna fyrirhugaðrar stækkunar verslunarmiðstöðv- arinnar. Byggingavöruverslunin Byko á og rekur Byggt og búið. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, segir að gert sé ráð fyrir að leggja tengibyggingu yfir í nýjan hluta verslunarmiðstöðv- arinnar þar sem Byggt og búið er nú og því sé ekki ljóst hvort verslunin verði áfram í Kringl- unni. „Ég geri ráð fyrir að mál okk- ar skýrist fljótlega eftir áramót, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort verslunin verður flutt.“ Jón Helgi sagði að ekki stæði til að flytja rekstur Byggt og búið yfir í verslunar- miðstöðina Smáralind, sem Byko á hlut í. Byko hefur um nokkun’a ára skeið rekið húsgagnaverslunina Habitat, sem er í suðurálmu Kringlunnar. Verslunin hefur nú verið seld hjónunum Árna Ólafí Lárussyni og Sólveigu Hannam, sem tóku við rekstrinum um síð- ustu mánaðamót. Hótel Saga og Hótel ísland Hlutabréf gætu farið á markað Fiskmarkaður Suðurnesja m. Úr reikningum 30. sept. 1998 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1.1-30.9‘98 1.1-30.9'97 Breyting Rekstrartekjur 153,0 125,2 22,2% Rekstrargjöld 119.6 103,5 15,5% Rekstrarhagnaður 27,7 15,5 79,0% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 0.3 (0,5) - Hagnaður fyrir skatta 28.0 14,9 87,6% Hagnaður ársins 16,5 14,0 17,8% Efnahagsreikningur Miiyónir króna 30.09'98 30.09'97 Breyting Eignir: Veltufjármunir 44,6 17,2 158,8% Fastafjármunir 144,8 148,2 ■2,3% Eignir samtals 189,4 165,4 14,5% Skuldir Skammtímaskuldir 38,6 22,8 69,5% og Langtímaskuldir 20,1 26,0 ■22,7% eigið Eigiðfé 130,6 116,6 12,0% fé: þar af hlutafé 31,9 32,2 ■0,9% Skuldir og eigið fé samtals 189,4 165,4 14,5% Fiskmarkaður Suðurnesja 16,5 milljóna króna hagnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.