Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 23

Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 23 ERLENT Samvinna Biairs og Ashdowns TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að samningurinn, sem hann hefði gert við Paddy Ashdown, leið- toga frjálslynda demókrata, leiddi af sér nánustu samvinnu breskra stjórnmálaflokka í meira en hálfa öld. í samvinnu- nefnd flokkanna hefur til þessa aðallega verið rætt um breyt- ingar á stjórnarskráhni, aðal- lega á kosningalögunum, en til stendur, að hún fjalli einnig um önnur mál, til dæmis heil- brigðis-, mennta- og Evrópu- mál. Talið er, að samkomulag- inu verði misvel tekið í flokk- unum enda eru þeir helstu keppinautarnir í sumum kjör- dæmum. Stjómmálaskýrendur benda hins vegar á, að Blair sé að horfa til hugsanlegs stuðn- ings frjálslyndra missi Verka- mannaflokkurinn meh'ihluta 1 kosningum. Samband við ETA SPÆNSKA dagblaðið E1 Mundo sagði í gær, að Spánar- stjóm hefði í fyrsta sinn haft samband við Basknesku þjóð- frelsishreyfinguna, sem hefur meðal annars skæruliðasam- tökin ETA innan sinna vé- banda. Fyrir átta vikum lýsti ETA yfir vopnahléi í 30 ára langri baráttu sinni fyrir sjálf- stæði Baskalands og Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, sagði fyrr í mánuðin- um, að hann væri reiðubúinn að ræða við fulltrúa Pjóðfrels- ishreyfingarinnar. Viðurkennir vopnahlé LVF MO Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku ríkisstjómar- innar, tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að viðurkenna vopnahlé sem lítil en öfgafull samtök sambandssinna, LVF, lýstu yfir fyrir hálfu ári. Er vonast til að LVF láti nú verða af þeirri fyrirætlan sinni að af- henda hluta vopnabúrs síns sem gæti orðið til þess að Irski lýðveldisherinn (IRA) fylgdi í kjölfarið, og að þannig takist að leysa þá pattstöðu sem ógn- að hefur friðarferlinu á N-ír- landi undanfarna mánuði. VAXJAKKAR OG FYLGIVÖRUR í ÚRVALI KVARTCO ehf- Smásölu- og heildverslun Nybýlavoqi 20, Dnlbrokkumcfiln, 200 Kópavocií S. 564 3327 Opió 13-18 og 10-14 Inugard. Aðgerðir Japansstjórnar til að vinna bug á efnahagssamdrættinum 10.290 milljarð- ar í efnahagslífíð STJORNARFLOKKURINN í Jap- an hefur skýrt frá því í grófum dráttum hvemig verja skuli um 5.740 milljörðum ísl. kr. til að örva efnahagslífið og bæta úr miklum lánsfjárskorti. Meginhluta fyrrnefndrar fjár- hæðar verður varið til ýmissa opin- berra framkvæmda en auk þess verður almennur tekjuskattur lækkaður um rúmlega 2.200 millj- arða ísl. kr. á næsta ári. Við það bætast síðan lægri skattar á fyrir- tæki þannig að í raun verður um að ræða aðgerðir upp á 10.290 millj- arða kr. Sagt verður nánar frá aðgerðun- um á mánudag og búist er við, að þær verði samþykktar á þingi fyrir mánaðarlok. Stjórnarandstaðan í Japan og helstu viðskiptalöndin, einkum Bandaríkin, hafa þrýst mjög á um þessar aðgerðir og ljóst er, að Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, vildi skýra frá þeim áður en hann hitti Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, og aðra leið- toga Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja í Kuala Lumpur í Malasíu um helgina. Áætlað er, að aðgerðh’nar fjölgi störfum um eina milljón en fjárfest- ar eru samt ekki ánægðir og Nikkei-verðbréfavísitalan féll í gær um 2,45%. Ýmsir hagfræðingar telja, að aðgerðirnar geri ekki meira en að stöðva uppdráttarsýk- ina í efnahagslífinu og dugi ekki til að koma því aftur á góðan skrið. í fyrra var samdrátturinn í Japan 0,7% og talið, að hann verði 1,8% á yfirstandandi fjárlagaári eða til marsloka. Ráðstafa fé að eigin vild Talsmaður japanska fjármála- ráðuneytisins sagði í gær, að jap- anska stjómin ætlaði að verja 2.100 milljörðum ísl. kr., sem fara eiga til stuðnings öðrum ríkjum í A-Asíu, eftir sínu eigin höfði og byggist ekki við afskiptum annarra ríkja af því. Er tilefni ummælanna það, að Bandaríkjastjórn ætlar að leggja fram tillögu um fjárhagslega endui’- reisn banka og fyrirtækja í A-Asíu og virðist hún vera sniðin eftir japönsku tillögunni. Pað væri því að margra mati undarlegt ef Banda- íTkjastjórn héldi því síðan fram, að tillagan væri bara frá þeim komin. *töku næmi fyrir |ðum mannlegra u fetar skáldið áan veg milli eruleika og kapar og máir Ú1 undin mörk svo ð verður list og listin líf. A-HELGAFEH IÚLA6. 108 REYKJAVÍK, N E S S E N f, o ÍÉ á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.