Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala byggingarkostnaðar 1996-nóv. 1998 3 mán. beyting 12 mán. beyting Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,04% síðast- liðna þrjá mánuði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni nam vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan nóvember 1998 231,2 stigum og hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitalan um 2,4%. Þá hækkaði launavísitalan um 0,2% frá fyrra mánuði og er hún nú 172,1 stig miðað við meðallaun í október. Mikill áhugi á hlutabréfum SKÝRR hf. MÖRG þúsund tilboð bárust Kaup- þingi hf. vegna hlutafjárútboðs Skýrr hf. en frestur til að skila til- boðum rann út í gær. Var eftirspum langt umfram framboð og er ljóst að tilboð í ásknftarhlutann verða skert verulega. I tilboðshlutanum átti Handsal hf. hæsta boð, á genginu 4,20. í útboðinu verða síðustu eignar- hlutar rfldsins og Reykjavíkurborg- ar í SKÝRR hf. seldir en þeir nema samtals 44% af heildarhlutafé fyrir- tækisins. Boðnar voru út 88 milljón- ir að nafnvirði, 78 milljónir í dreifðri áskriftarsölu á genginu 3,20 en 10 milljónir í tilboðssölu. Fram úr björtustu vonum Mikill áhugi var meðal almenn- ings á útboðinu og bárust mörg þús- und tilboð í áskriftarhlutanum að sögn Þorsteins Víglundssonar, deildarstjóra hjá Kaupþingi. Segir hann að útlit sé fyrir að veruleg skerðing verði á áskriftarhlutum þar sem eftirspum hafi verið langt umfram framboð. „Þessi mikla þátt- taka var mjög ánægjuleg og fór langt fram úr okkar björtustu von- um. Það er greinilegt að fjárfestum þykir SKÝRR mjög áhugaverður kostur. Niðurstöður útboðsins verða væntanlega kynntar betur eftir helgi,“ segir Þorsteinn. Samtals ellefu aðilar lögðu fram tilboð í tilboðshluta útboðsins og hrepptu tvö fyrirtæki, Handsal hf. og Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins hf., allt hlutaféð. Handsal átti hæsta boð, bauð í fjórar milljónir króna að nafnvirði á genginu 4,20. Næstur kom FBA, sem fékk hluta- bréf fyrir sex milljónir króna að nafnvirði á genginu 4,12. Stefnt er að því að SKÝRR hf. verði skráð á vaxtarlista Verðbréfa- þings Islands um miðjan desember. Tekjur Dagsprents hf. jukust um 45% árið 1997 Tap félagsins nam 99 milljónum króna TAP Dagsprents hf., útgáfufélags Dags, nam 99,4 milljónum króna ár- ið 1997, samanborið við 26 milljóna króna tap árið 1996. Tapið jókst því um 82% á milli ára. Tapið skýrist að mestu leyti af miklum fjárfestingum í rekstri að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann vill ekki tjá sig að svo stöddu um afkomu yfirstand- andi árs í heild en segir að rekstur- inn sé nú kominn í jafnvægi og stefnt sé að hagnaði árið 1999. Á aðalfundi Dagsprents hf. í fyrra kom fram að áætlanir félags- ins gerðu ráð fyrir að rekstrartekj- ur fyrirtækisins myndu nema um 230 milljónum á árinu 1997 og aukast um 60% á milli ára. Raunin varð sú að rekstrartekjur námu 208 milljónum í fyn-a, samanborið við 143 milljónir árið áður, og jukust því um 45%. í skýrslu stjórnar Dagsprents, sem kynnt var á aðal- fundi þess í vikunni, segir að áætl- anir um tekjuaukningu hafi staðist í öllum meginatriðum. Marteinn Jónasson, fram- kvæmdastjóri Dagsprents, segir að allar tekjuáætlanir varðandi Dag hafi staðist en ekki áætlanir varð- andi tekjur af prentþjónustu Dags- prents og það hafi raskað heildará- ætlunum þar sem ákveðið hafi verið að vera ekki með eins umfangsmik- inn prentsmiðjurekstur og til stóð. Ár uppbyggingar Hann segir að tapið megi að mestu leyti rekja til kostnaðarsamr- ar uppbyggingar á fyrirtækinu. „Rekstrarniðurstaðan endurspeglar að öllu leyti ákvarðanir stjómar, sem vitað var fyrirfram hvað myndu kosta, og eru því meðvitaðar. Fjár- festingar voru meiri en ráðgert var fyrir hálfu þriðja ári, þegar Dagur var stofnaður í núverandi mynd. Hluthafar hafa einfaldlega ákveðið að leggja meiri metnað í verkefnið, sem endurspeglast í glæsilegum ár- angri í lestri og útbreiðslu. Síðasta ár var fyrsta heila starfsár félagsins og þá var mikilli orku eytt til að byggja reksturinn upp og auka út- breiðsluna. Á fyrri hluta ársins var ráðist í viðamikla markaðsherferð, þar sem Dagur var kynntur með auglýsingum og hringingum og þeim fylgt eftir með sölu áskrifta. Útgáfa Vikublaðsins, Aiþýðublaðs- Dagsp: Ársreikningu ren r 1997 t fíekstrarreikningur 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Nlilljónir króna Rekstrargjöld 208,4 291,8 143.5 164.6 +45% +77% Rekstrartap Fjármagnsgjöld (83,5) (15,9) (21,1) (3,4) +296% +368% Tap af reglulegri starfsemi Óregluleg gjöld (99,4) (24,6) (1.2) +304% Tap ársins (99,4) (25,8) +285% Efnahagsreikningur 31. des. 1997 1996 Breyting | Eignir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 60,0 29,5 +103% Fastafjármunir 177,3 136,1 +30% Eignir samtals 237,2 165,6 +43% | Skuidir og eigid fé: \ Skammtímaskuldir 178,4 79,3 +125% Langtímaskuldir 21,7 21,8 0% Eigið fé 37,2 64,4 -42% Skuldir og eigið fé samtals 237,2 165,6 +43% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna (80,1) (16,4) +388% ins og Víkurblaðsins á Húsavík var sameinuð Degi. Þetta var því við- burðaríkt ár og kostnaðarsamt, en þessar fjárfestingar eru nú þegar farnar að skila sér. Tekjurnar hafa vaxið verulega á þessu ári og við reiknum einnig með enn frekari aukningu á því næsta. Við búumst við að félagið skili hagnaði árið 1999. Það er alkunna að fýrirtæki í fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, sem ekki fjárfesta í vélum og fasteign- um, eru rekin með tapi meðan á uppbyggingu stendur. Dagsprent er álitlegur fjárfestingarkostur á nú- verandi markaðsvirði og ég deili þeirri skoðun með hluthöfum að þeir muni fá góða ávöxtun á sitt hlutafé," segir Mai-teinn. Aukin útbreiðsla Útbreiðsla Dags hefur í raun gengið betur en ráð var fyrir gert í upphafi, að sögn Marteins. „Sam- kvæmt lesendakönnunum hefur lestur blaðsins aukist um 30% á einu ári, úr 10% í 13% á landsvísu, og er upplagið nú að meðaltali 15 þúsund eintök á dag. Það er árang- ur sem við ætluðum okkur ekki að ná fyrr en á næsta ári. Við lítum því með bjartsýni fram á við,“ segir Marteinn. Hluthafar Dagsprents eru um 180 talsins og Frjáls fjölmiðlun er sem fyrr stærstur þeirra með 45% hlutafjár, Kaupfélag Eyfirðinga á 13,7% og Haf hf., sem er í eigu Ágústs Einarssonar alþingismanns, á 10%. Eigendur Dagsprents hafa mætt tapi með nýju hlutafé og á aðalfund- inum var samþykkt að auka hlutafé um þriðjung, eða í 120 milljónir króna. Marteinn segir að viðbótin hafi að verulegu leyti verið seld til eldri hluthafa en einnig séu nýir að- ilar að skoða hlutafjárkaup. Stefnt er að því að skrá hlutabréf Dags- prents á Verðbréfaþingi. Stofnkostnaður eignfærður Skuldir Dagsprents hækkuðu um 99 milljónir króna á árinu og námu um 200 milljónum um síðustu ára- mót. Meðal „óefnislegra“ eigna í efnahagsreikningi er færður stofn- kostnaður við uppbyggingar og kynningarstarf á Degi, svo og keyptur útgáfuréttur að fjárhæð 86,7 milljónir ki'óna. í áritun endur- skoðenda segir um þetta: „For- senda fyrir eignfærslu þessari er sú skoðun stjómenda félagsins að þessi kostnaður muni skila sér í var- anlegum tekjuauka fyrir félagið á næstu árum. Komi til stöðvunar á útgáfu blaðsins eru forsendur eign- færslunnar þar með brostnar." Sjóklæðagerðin opnar búð í Hollandi UMBOÐSMAÐUR Sjóklæðagerð- arinnar í Hollandi hefur opnað sér- vöruverslun með útivistarvörur undir heitinu 66° norður. Verslunin, sem er staðsett í 35 þúsund manna bæjarfélaginu Wageningen, var opnuð formlega í gær. Að sögn Magnúsar Böðvars Ey- þórssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs, þótti ráðlegt að helja umsvif á litlu markaðssvæði til að byrja með sem gerði mönnum auð- veldara um vik við að mæla og meta viðbrögð neytenda. „Segja má að aðdragandinn að þessu eigi sér ræt- ur í því að umboðsmaður okkar og fjölskylda hans hefur klæðst flís- fatnaði frá okkur um nokkurt skeið. Varan hefur vakið svo mikinn áhuga meðal bæjarbúa að ákveðið var að setja upp verslun sem kemur til með að annast sölu á öllum útivist- ar- og regnfatnaði frá Sjóklæða- gerðinni." Fyrirtækið er einnig að auka um- svif sín á innlendum markaði um þessar mundir því Sjóklæðagerðin hefur nýlega tekið við rekstri á verslun Slysavarnafélagsins á Grandagarði í Reykjavík. Magnús segir reksturinn ekki hafa sam- ræmst nægilega vel því hlutverki sem Slysavarnafélaginu er ætlað að sinna og því hafi samtökin leitað eft- ir aðstoð. „Okkar sjónarmið snýr fyrst og fremst að því að viðhalda þessari þjónustu fyi-ir björgunar- sveitirnar í landinu." segir Magnús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.