Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 47

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 47 LEIKIR Kust a Groove Bust a Groove, leikur frá Sony Computer Entertainment Europe. Japanska fyrirtækið Enix hannaði. NÝLEGA gaf Sony út leik er nefnist Bust a Groove og er án efa einn sá fyrsti sinnar tegundar því hann snýst einungis ura hæfni spilandans á dansgólflnu. I Bust a Groove má velja úr tólf venjulegum persónum og tveimur földum. Hver persóna hefur einn eigin dansstíl og sérstök brögð. Ótrúlegur fjöldi er af mismunandi danssporum í leiknum og ef keppandanum tekst að vinna venjulegu keppendurna tólf þá getur hann keppt við Robo-z, dansandi vélmenni sem getur dansað í lausu lofti og er allra erfiðasti and- stæðingurinn í leikn- um. Tónlistin í leiknum er öll frumsamin og fagmannlega gerð. Fer eftir persónu leiksins hvaða tónlist er spil- uð, en keppandinn þarf að dansa við tólf tegundir af tón- list, allt frá hip hop og R&B til harðrar danstónlistar og hver keppandi hefur stílinn sem passar við tónlistina. Tökum Haro sem dæmi, hann klæð- ist Saturday Night Fever- diskó fötum, hlustai- á diskó- tónlist og dansar eins og John Travolta! Leikurinn hljóm- ar frekar flókinn en hann er það alls ekki, allt sem á að gera birtist á skján- um, vandamálið er bara það að leikandinn hefur ekki nægan tíma til þess að slóra við að gera það. í öllum lögunum í leiknum er nefnilega góður taktur, stundum er hann greinilegur, stundum heyrist hann varla, stund- um er hann hraður og stundum hægur, málið er í það minnsta það að það verður að ljúka við skipan- irnar á skjánum, til dæmis upp nið- ur upp niður hægri og ýta síðan á hringinn nákvæmlega í takt við tón- listina. Pað hljómar kannski einfalt, en er það alls ekki. Ef andstæðingnum finnst þér ganga of vel eða öfugt er hægt að blanda saman nokkrum tökk- um til þess að gera leyni- bragð sem keppendur geta gert tvisvar við hvern and- stæðing. Þetta bragð frystir oft and- stæðinginn og dettur hann þá úr öllu stuði en sá sem er í meira stuði í enda leiks- ins vinnur keppnina. Grafíkin í leiknum er afar góð og allar hreyfíngar leikmanna vel teiknaðar með gott flæði. Þar sem leikurinn byggist alfarið á að geta haldið almennilegum takti er hann aðeins fyrir þá sem telja sig hafa gott eyra fyrir tónlist og sanna tónlistaráhugamenn. Allir tónlistaráhugamenn ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi í Bust a Groove, jafnvel allra hörð- ustu teknó- og rapp-aðdáendur. Ekki skemmir fyiir að leikurinn er leyfður öllum aldurshópum og hent- ar því jafnt ungum sem öldnum. Ingvi Matthías Arnason Meiri fótbolta KNATTSPYRNA er vin- sælasta íþróttagrein heims og knattspyrnuleikir liafa jafnan verið vinsælir í tölvuheiminum. Einna fremstur í slíkum leikjum hefur verið framleiðandinn Electronic Arts og ætlar sér að ná enn lengra ef marka má nýjustu frétt- ir. Electronic Ai*ts, EA, hefur verið í fararbroddi með- al annars fyrir það að fyr- irtækið hefur náð samning- um við samtök og stofnanir sem tengjast fótbolta. Þannig átti fyrir- tækið „opinberan“ fótbolta- leik síðustu heimsmeistara- keppni, þótt grúi álíka leikja hafi komið á markað frá öðrum framleiðendum. Fyrir skemmstu var svo kynntur samningur EA við knattspyrnusambandið FIFA um að fyrirtækið hefði réttinn á að markaðs- setja leiki tengda næstu tveimur heimsmeistara- keppnum, Evrópukeppninni árið 2000 og þýsku efstu- deildarkeppninni, aukin- heldur sem EA fékk átta ára framlengingu á FIFA- samningi sínum. í samtali við markaðs- tímaritið CTW sagði vara- forseti EA að knattspyrna væri orðinn helsti leikja- flokkur fyrirtækisins og það teldi að hægt yrði að selja þrjár gerðir knatt- spyrnuleikja á ári að minnsta kosti; leik byggð- an á efstudeildarkeppni viðkomandi lands, FIFA- leik og síðan leik tengdan stóratburðum eins og Evr- ópu- eða heimsmeistara- keppni. Ekki eru tiltækar tölur yfir markaðshlut- deild EA á knattspyrnu- leikjamarkaðnum, en fyrir- tækið stefnir á að sölsa undir sig 80% af markaðn- um. Helsti Þrándur í Götu þeirra áforma verður ef- laust EIDOS, sem er meðal annars með á sínum snær- um hinn geysivinsæla Championship Manager, en margir berjast um hituna í þeirri gerð leikja, til að mynda er mikið lagt í kynn- ingu á Player Manager sem kemur út á næstu dögum. Championship Manager 3 kemur aftur á móti ekki á markað fyrr en eftir ára- mót. Dansinn eða lífið Vl Q Klf Q t Rúm fyrir nýjar vörur Seljum öll rúm (30 stk.) lluLL/1 Lcl L I með atlt að 50% afslætti 1 K R 1 N G L U N N 1 svo viö fáum meira rúm fyrir nýjar vörur. Opið: laugard. 10:00 -18:00 sunnud. 13:00 -18:00 POLLINI -klæðirþigvel CTX CTX hágæða tölvuskjáir eru í verðflokkum sem henta einstaklingum jafnt sem stórum fyrirtækjum. CTX tölvuskjáir hafa hlotið lof virtustu gagnrýnenda f heimi fyrir lága bilanatíðni, skýra skjámynd og litla útgeislun. CTX tölvuskjáirnir eru framleiddir samkvæmt ISO 9002 stöðlum og uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um orkunotkun, endurnýtingu og vistvæni. TÆKNIBÆR Skipholt 50c - 105 Reykjavík Sími: 551 6700 - Fax: 561 6700 Netfang: pantanir@tb.is - www.tb.is LÆKKUN KR 2.000.-^ LÆKKUN KR 10.000.- LÆKKUN KR 3.000.- LÆKKUN KR Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.