Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 B 3 Eyja í ljósvakanum NÚ, þegar birtu tekur að bregða frá himin- hvolfinu um sinn, sendir Baldur Óskarsson frá sér ljóðabók, þá tíundu í röðinni frá því að Svefneyjar litu dagsins ljós árið 1966. Þó að öllu jöfnu fari ekki hátt um Baldur er hann Ijóðaunnendum að góðu kunnur. Nafnið á bókina, Eyja í ljósvakanum, sækir hann í heimsmyndarlíkingu Platons. Eftilvill eru eyjurnar aðeins fylgihnettir eða hugarfóstur skáldanna! Hver veit? Eyja Baldurs er iðja- græn og lampinn glóir. Skáhlið nýtir sér hvirfilvindinn og yrkir um hvaðeina sem á dagana drífur á þessum mjóa og hættulega vegi sem liggur inn í birtuna. Baldur vitnar í gamlar gátur og nýjar, yrkir um látna mynd- listarmenn og verk sem fangað hafa hugann; kveður um fjarlæga og dularfulla staði eins og Tíbet, drekkur með listaskáldinu góða í Hljómskálagarðinum á heitum sumardegi. Trúarbrögðin eru heldur aldrei langt undan líkt og við þekkjum frá fyrri bókum skálds- ins. „Heimsaugað skæra lýsir okkur á himni og vængir þess nema við sjónbaug hvern drottins dag.“ Eg spyr Baldur fyrst um upp- hafið og Svefneyjar. „Já, hún þótti hálfgert glannaverk, ekki al- veg nógu yfirveguð," svarar Baldur og brosir í kampinn. „Skáld voru að þreifa fyrir sér með form og fleira á sjöunda áratugnum, en á þeim áttunda ríkti nieiri festa í ljóðagerð- inni.“ Eins og áður segir sækir Baldur óhikað efnivið á íjarlægar slóðir og yrkir um guðleg- ar verur sem eru okkur hér framandi. „Eg hef áhuga á trúarbragðasögu, en að- eins sem leikmaður. Eg hef alltaf gætt þess að taka ekki tilfinningalega afstöðu til ein- stakra trúarbragða, heldur nálgast þau á fræðilegu sviði. Einnig hef ég talsvert mikinn áhuga á sljörnufræði og myndlist. Kvæðið um Tíbet er þannig tilkomið að sonur minn fór í tvær langar ferðir til Asíulanda. Fyrri ferðin stóð í hálft ár en sú seinni í átján mánuði. Maður var með hugann í Tíbet í gegnum bréfaskipti og samtöl. Taaara, sú sem ort er um í kvæðinu, er kvenlega liliðin á Búdda, en Búdda hefur tvær hliðar, karllega mynd og kvenlega. Taaara er kærleikurinn! Kannski eilítið lík Maríu mey í kristinni trú.“ Gulskellótt maddonna bláflikrótt Það var Taaara.’ Taaara.’ ísnjónum ogspor eftir engan „Það er mikill munur á ljóði og sögu. Maður get- ur haft formúlu íýrir sögu en ljóð er eiginlega eitt- hvað sem við vitum varla hvað er, þó við þekkjum það þegai- við sjáum það! Ég efast um að skáldum sé akkur í því að vera með fræðilegt grufl. Það gæti kannski farið fyrir skáldi eins og barni sem tekur í sundur vekjaraklukku og kemur henni ekki saman aftur. Ljóð er eitthvað sem sprettur fram án þess að höfundurinn hafi meðvitaða stjópn á því. En stjórnsýslan getur nú komið eftir á! Ég tel það vera gott að hafa tvö sjónarmið, þar sem maður getur horft á hugarflugið frá sjónarmiði rökhyggjunnar annars vegar og hins vegar rökin frá sjónanniði hugarflugsins, eða hinu skáldlega innsæi. Ef ljóðið stenst bæði þessi próf, þá er kannski von um að það dugi.“ Þankar um myndlist og látna listamenn, ís- lenska sem erlenda, setja svip á bókina. Á einum stað er ljóð sem heitir E.M. og á öðrum er „Röddin." „Ég orti ljóðið útfrá mynd eftir Edvard Munch sem heitir Stemmen. Stúlka stendur ein í skógi og snýr baki að vatni. Það er órói í svip hennar, eins og svo oft hjá Munch, jafnvel slelfing eða ótti! Það eru gleðilæti á vatninu, fólk í bátsferð á sumardegi. Stúlkan er alein og að baki hennar, milli hárra trjáa, kemur sóldregillinn upp að ströndinni. Þessi mynd snertir djúpar mannlegar Morgunblaðið/Ásdís Baldur Óskarsson kenndir, eftilvill holdlegar. Þær kenndir reyni ég að túlka í ljóðinu.“ Röddin (Edvard Munch - Stemmen) Við blíðleik sólar - utan aflognskyggðu vatni heyri ég hana íblóðimínu og úr blánandi viðum heyriéghana og í gleðilátum ogígjálpandivatni. Ur Ijóðabókinni Eyja í Ijósvakanum. Ný bók Tom Wolfes eftir 11 ára bið Bókin sem beðið var eftir EFTIR langa bið geta aðdáendur þessa bandaríska rithöfundar andað léttar því fyrir skemmstu kom út ný bók eftir hann og nefn- ist hún „A Man in Full“ (Maður í fullri lengd). Þá vora ellefu ár lið- in frá því að „The Bonfire of the Vanities" (Bálköstur hégómleik- ans) kom út og færði Wolfe heimsfrægð og víst er að nýju bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. I kjölfar velgengninnar með Bálköst hégómleikans settist Wolfe niður til að skrifa nýja bók. „Væntingarnar sem gerðar voru til mín hræddu mig ekki en þær fóru í taugarnar á mér,“ segir hann í samtali við Time. „En ég hélt að ég hefði lært eitt- hvað á þeim tæpu níu árum sem það tók mig að skrifa „Bálköst- inn“. Ég gekk hins vegar beint í allar gildrurnar sem rithöfundar lenda í með sína fyrstu bók.“ Wolfe hefur reyndar gefið út bók í millitfðinni. Það var „Ambush at Fort Bragg“ (Fyrir- sát við Fort Bragg) sem birtist fyrst sem framhaldssaga í Roll- ing Stone og var síðan gefin út á hljóðsnældu. Ekki er ofsögum sagt að mikl- ar væntingar hafi verið gerðar til Wolfes. Áður en bókin kom út Iágu fyrir 1,2 milljónir pantana og fjórum vikum fyrir útgáfu var bókin tilnefnd til bandarísku bókaverðlaunanna. Hún fjallar um sextugan athafnamann sem lendir í peningakröggum. Kveðst Wolfe upphaflega hafa ætlað að láta bókina gerast á sama stað og „Bálköstinn", á Manhattan í New York, en ekki gert sér grein fyrir því fyrr en árið 1995 að það gengi ekki. Wolfe segist hafa ætlað sér stóra hluti, bókin hafí til að mynda átt að verða lengsta skáldsaga sem samin hefði verið. Fór liann m.a. til Japans í þeim tilgangi að bæta landinu inn í at- burðarásina og lengja bókina. Það tókst ekki en niðurstaðan er engu að síður ríflega 700 síðna doðrantur, sem hefur feng- ið frábærar viðtökur í Bandaríkj- unum. Hefur Rolling Stone birt kafia úr henni frá því í sumar og hafa gagnrýnendur sagt bókina „meistaraverk", svo vitnað sé í »Wall Street Journal. Spáir rit- dómari blaðsins því að bækur Wolfes verði lesnar á næstu öld svo að menn geti áttað sig á því hversu galnir Bandarfkjamenn bafi verið undir lok aldarinnar. Oskar lemur trommuna BÆKUR I»ý tl (1 skáldsaga BLIKKTROMMAN Fyrsta bók eftir Giinter Grass. ís- lensk þýðing: Bjarni Jónsson. Prent- vinnsla Oildi. Vaka-Helgafell 1998 - 286 síður. GÚNTER Grass er einn þeitTa höfunda sem til eru í þýðingum á flest mál. Lítið hefur þó farið fyi'ir bókum hans á íslensku og er ekki ólíklegt að þær þyki einum of þykkar. Það er ótrúleg frásagnargleði í verkum Grass og ekki útlit fyi-h- að hann láti nægja að tjá sig í stuttu máli í bráð. Mér verður þá þugsað til nýlegrar skáldsögu hans, Á víðum velli. Blikktromman, íyi'sta bók af þrem- ur, er nú komin út í þýðingu Bjarna Jónssonar og er það ekki vonum seinna að við kynnumst á íslensku þessai'i rómuðu skáldsögu frá 1959. Sagan er minnisstæð og eldist vel. Dvergurinn Oskar, sem leikur á blikkti-ommuna, er kostuleg per- sóna. Við fáum í upphafi að kynnast uppruna hans og umhverfi, Þýska- landi á mörkum Póllands, sömu slóð- um og Giinter Grass kemur frá. Ósk- ar býr í mótsagnakenndum heimi og er mótsagnakenndastm' sjálfur. Ráð hans er jafnan að leika á ti'ommuna, gleyma þannig stund og stað. Undanfari styrjaldarinnar í fyi'stu bók Blikkti'ommunnar er lýst undanfai-a síðari heimsstyrjald- ar, að henni kemur ekki fyrr en síðar í sögunni og loks efnahagsuppbygg- ingunni eftir stríð. Menn geta ráðið í hvort Óskar sé einhvers konar tákn fýrir Þýskaland eða þýskan almenn- ing en það sem eftir stendur hjá Grass er fyrst og fremst frásagnar- gáfan. Hann skemmtir lesandanum óspart um leið og hann reynir að láta hann glöggva sig á umhverfinu, jafn- vel sjálfri mannkynssögunni. Kannski má líkja Blikktrommunni við myndaalbúmið sem var fjársjóð- ur Óskars. Um það segir: „Er til eitthvað sem nær jafnmik- illi breidd í frásögn sinni og mynda- albúm - einhver skáldsaga? Guð á himnum unir sér við að taka myndir af okkur á sunnudögum, úr hrika- legri fjarlægð, límir þær í albúmið sitt, ekki allar of vel framkallaðar, og nú bið ég hann að leiða mig af öryggi í gegnum albúmið mitt, og láta mig ekki dvelja of lengi við jafnvel hin yndislegustu augnablik og varna því að ást mín á krókum og kimum hlaupi með mig í gönur. Ég hef nefnilega fullan hug á að segja þá sögu sem myndirnar búa yfir.“ Sagnamaðurinn Giinter Grass er hallur undir prakkarasagnastíl og gróteskur í frásögnum sínum. Hann ei' líka nákvæmur án þess að vera of smámunasamur. Þýðing sögunnar er lipur og laus við þá ái'áttu sem stundum er á þýð- ingum þýskra bókmennta, að reyna að herma eftir sérstaka setninga- skipun þýskrar tungu. Er það vel. Jóhann Hjálmarsson Jenna Hreiðar Jensdóttir Stefansson Nýjar bækur • ADDA í kaupavinnu eftir Jeunu og Hreiðar Stefánsson er komin út í þriðja sinn. í kynningu segir: „Öddu-bæk- urnar eru meðal vinsælustu barna- bóka sem út hafa komið á íslandi og eru löngu orðnar sígildar. I þessari bók er Adda nýfermd og fer í kaupavinnu á prestssetri langt í burtu til að læra að vinna fyrir sér. Adda lærir ýmislegt um sjálfa sig og aðra þetta sumar." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 94 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapore. Verð: 1.580 kr. • TIL hamingju með daginn, Sara er eftir franska rithöfundinn Yann Queffélec í þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. I kynningu seg- ir: Sagan gerist um borð í ferjunni Estóníu frá því að hún leggur úr höfn í Tallinn uns hún hverfur í djúp Eystrasaltsins að- faranótt 28. sept- ember 1994. Rétt áður en ferjan leggm- frá landi fær 17 ára sænsk stúlka, Sara Johanson, starf sem þema á skipinu. Tilgangur ferðai' hennar með Estóníu er þó ekki fyrst og fremst að sinna starfinu heldur ætlar hún sér að komast að því af hverju faðir hennar, sem var skip- stjóri á Estóníu, var rekinn úr starfi. Áður kom út bókin Blóðbrúð- kaup í íslenskri þýðingu eftir Qu- effélec. Hann er í hópi þekktustu og virtustu núlifandi rithöfunda Frakklands og hlaut m.a. Concourt-bókmenntaverðlaunin árið 1985. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 151 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði ívan Burkni. Verð: 2.190 kr. • HJÁLP í faðmlöguni er ung- lingabók eftir Helga Jónsson. I kynningu segir að bókin sé sjálfstætt fram- hald af bókunum Allt í sleik og Sundur & saman. I þessum sögum er tekið á málefn- um unglinga nú- tímans og velt fyrir sér spurn- ingunni hvernig þeir ríma við tíðarandann. Sagan hefst á bíóferð aðalpersónananna til að sjá bíómyndina Titanic en endar á ógleymanlegri ferð þeirra í sumai'bústað við Þingvallavatn. • GÆSAHÚÐ 2 er eftir Helga Jónsson ætluð börnum á aldrinum 8-14 ára. I kynningu segir að í bókin séu tvær ólíkar sögur um furðufyrir- bæri sem sjást ekki alltaf í veruleik- anum. Fyrri sagan heitir Beina- grindin og fjallar um tvær stelpur sem finna beinagrind í berjamó. Sú síðari heitir Loðni drengurinn og er um ungan dreng sem verður allt í einu kafloðinn þegar hann notar nýtt sjampó. Áður hefur komið út bókin Gæsa- húð. Helgi Jónsson hefur skrifað nokkrar barna- og unglingabækur. Bókin er 81 bls. Verð: 990 kr. Út- gefandi bókanna er Bókaútgáfan Tindur. Kápur hannaði Sumarliði E. Daðason. Prentun og bókband annaðist Ásprent/POB á Akureyri. Hjálp í faðmlögum er 125 bls. og kostar 1.990 kr. Gæsahúð 2 er 81 bls. og kostar 990 kr. Yann Queffélec

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.