Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVBMBER 1998 B 5 BÆKUR essu sinni Ecce homo eftir Magnús Kjartansson, olía á striga frá 1994. vísindanna haldist í hendur við tæknivísindalegt yfirbragð þeirra“. Stefán talar um trú í þessu sam- hengi, heilbrigðistrú nútímans sem setji ekki síst unga lækna í stöðu sem hann telur þá ekki í stakk búna til að leysa úr: „Við erum betur þjálfaðir sem tæknimenn en nokkrir fyrirrennarar okkar, en gegnum í raun hlutverki æðstupresta í óopin- berum trúarbrögðum samfélagsins. Okkur er kennt að mæla sjúklinginn út og taka vandamál hans tæknileg- um tökum, en samfélagið og jafnvel sjúklingurinn sjálfur ætlast til þess að við hjálpum honum við að höndla hamingjuna. Ekki nóg með það held- ur eru heilbrigðisfræðin talin veita haldbestu svörin við því hvernig samfélagið skuli skipulagt. Mér vh’ð- ist því vera hróplegt ósamræmi milli menntunar minnar og þess hlut- verks sem læknavísindin gegna í samfélagi okkar. Þótt það kitli vissu- lega hégómagirndina að fá tilboð um svo glæsilegt hlutverk, er ég hrædd- ur um að hlutverkið sé hverjum manni ofviða og engum í hag að þessi tvískinnungur sé látinn við- gangast.“ Báðar þessar greinar lýsa ljóslega þvi endurmati sem á sér nú stað á gildi vísindanna. Alla þessa öld hafa menn geyst áfram á vökrum vísinda- fákum án þess að spyrja um afleið- ingarnar, án þess að gefa ýmsum spurningum sem varða siðferði og menningarleg gildi gaum, spurning- um sem varða beinlínis mennsku okkar. Framfaratrúin hefur verið ríkjandi og ef til vill blindað okkur. „Hinsegin“ Mikið er af hnýsilegum bók- menntagi’einum í Skími að þessu sinni. Hnýsilegust þehTa er þó grein Gerns Svanssonai’, bókmenntafræð- ings, um „hinsegin sögur“ og yhinsegin fræði“ í íslensku samhengi. I greininni fjallai- Geh- um þrjár ný- legar skáldsögur sem tjá samkyn- hneigð með mjög ákveðnum hætti: Sú kvalda ást sem hugaiiylgsnin geyma efth- Guðberg Bergsson, Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómai’s- dóttur og Z: Astarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þessar bækur skoðar hann í Ijósi „homma/lesbíu-rann- sókna“ og „hinsegin fræða“ (e. queer theory) sem vaxið hefur fiskur um hrygg síðustu ár og áratugi en hafa ekki borist hingað fyn- en nú - senni- lega er Geir fyrstur til þess að beita þessum kenningum á íslenskar bók- menntir. Greinin, sem Geir kallar „Ósegjanleg ást“, er yfírgripsmikil og verður ekki sagt frá efni hennar í smáatriðum hér. I niðurstöðum sín- um um þijár fyrrnefndar skáldsögur segh’ Geir að þær rjúfi þagnarmúrinn sem verið hafi um samkynhneigð hér á landi og neyði lesendur til þess að horfast í augu við hana. Kjarainn í sögunum þremur sé „að segja og sýna ósegjanlega ást“. Þetta segir Geir að eigi ef til vill sérstaklega við um Z og Þá kvöldu ást en að Dyrnar þröngu sé í vissum skilningi meiri hinsegin saga. „í fyrrnefndu bókun- um eru „lesbíur" og „hommar" í brennidepli en ruglingur á kyngerv- um í Dyrunum þröngu er nærri alger og skhgreiningarnar nánast merk- ingarlausar. Z leiðir lesandann af varfærni í sannleikann um samkyn- hneigðar ástir; Sú kvalda ást er ágeng og beitt; Dyrnar þröngu bjóða upp á annars konar reynslu og skop- stælingu." Um allar bækurnar segh’ Geir gilda „að í þeim göngum við ekki að heiminum vísum, heldur öðravísi“. Ái’mann Jakobsson, bókmennta- fræðingur, fjallar um Laxdælasögu sem konungasögu og þau Dick Rin- gler, bókmenntafræðingur, og As- laug Sverrisdóttir, sagnfræðingur, setja fram nýja túlkun á rauða skúfnum i kvæði Jónasar Hallgi’íms- sonar, „Eg bið að heilsa“, komast reyndar að því að hann hafi verið grænn. Af öðrum athyglisverðum skrifum í heftinu má nefna grein Geirs Sig- urðssonar um vinnudýrkun, mein- læti og vítahring neyslunnar, þar sem hann leggur út af stefi eftir Max Weber. Sigurjón Ai’ni Eyjólfsson rekur sögu kristins hjónabands- skilnings og bendir á áhrif hug- mynda Marteins Lúthers á íslenska predikara. Sveinn Einarsson, leik- húsfræðingur, segh- frá þeirri miklu gi’ósku sem varð í leikstarfsemi áhugamanna á Islandi á árunum 1860 til 1920. Enn fremur er hér að finna áhugaverða gagnrýni í grein Adolfs Friðrikssonar, fornleifafræð- ings, á þá stefnu stjórnvalda að verja háum upphæðum til að endur- byggja bæ þai’ sem Eiríkur rauði á að hafa búið í. Skáld Skírnis að þessu sinni er Kristín Ómarsdóttir og myndlistarmaður Skírnis er Magnús Kjartansson. Heillandi hrokagikkur Hallberg Mark Hallmundsson Strand ÞAÐ sem eftir er nefnist útgáfa val- inna ljóða banda- ríska skáldsins Marks Strand sem komin er út. Hall- berg Hallmundsson hefur þýtt ljóðin og gefur þau út auk þess sem hann ritar ítarlegan inngang. Mark Strand var útnefndur Iárviðar- skáld í Bandaríkjun- um fyrir átta árum og er hann fjórða skáldið sem hlotnast sú viðurkenning. Það sem eftir er spannar ríflega þijátíu ára feril skáldsins - fyrstu ljóðin eru frá upphafí sjöunda áratugarins og hin nýjustu fá fyrstu árum þess tíunda. Hallberg, sem búsettur er í New York og vinnur þar að rit- störfum, segist fyrst hafa heyrt minnst á Mark Strand á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar liann hafi verið samkennari konu sinnar við Brooklyn Col- lege. „Þar þótti ýmsum nemend- um hann hrokagikkur hinn mesti og skilgreining hans - ljóð er það sem ég segi að sé ljóð - væri gott dæmi um það. Eg fékk áhuga á að kynna mér skáldið betur og við lestur ljóða hans fannst mér ég endilega þurfa að þýða þau yfir á íslensku. Fyrsta Ijóðaþýðingin birtist siðan í Tímariti Máls og inenningar 1993 og síðan hef ég bætt við þann stofn. Niðurstaða mín er sú, að Strand sé síður en svo hrokafullur, svarið kann að hafa verið stórbokkalegt, en ég taldi inig þó skilja það strax, að skil- greiningin væri undir smekk lesandans komin; ekki aðeins Strands, en hvers og eins.“ Hallberg hefur áður þýtt og gefið út ljóð eftir bandarísku ljóðskáldin Stephen Crane, Emily Dickinson og Sylviu Pl- atli og segir Ijóð Strands vera í ýmsu nokkuð frábrugðin þeirra. „Eg veit ekki hvort ég get komið orðum að því hvert hans helsta aðdráttarafl er - það er einhver fjarstæðukennd stemmning ríkjandi, þversagnir á þversagnir ofan. Ljóðin eru mislöng og taka augljósum breytingum í áranna rás og talsverður munur er á hinurn elstu og þeim yngstu hjá skáld- inu.“ Þýðingin gekk fremur greið- lega, að sögn Hallbergs. „Strand skrifar mjög ljósan og lipran stíl, þannig að þýðingin var ekki erfið og marga er erfiðara að þýða en hann. Auðvitað er samt alltaf spurning um hvaða orð eigi að nota.“ Þýðandinn liefur aldrei hitt skáldið. „Það er sagt að þetta sé mjög impónerandi maður - Iesi vel og skemmtilega upp með mikilli og djúpri bassarödd er mér sagt,“ segir Hallberg að lokurn á línunni frá New York. Verndarinn Sólin að setjast. Túnbleðlavnir í báli. Horfínn dagurinn, horfín biiian. Hvers vegna ann ég því sem bliknrn-? Þú sem fórst, þú sem varst að fara, hvaða dimmu híbýli byggir þú? Verndari dauða míns, geymdu fjarveru minnar. Ég er lifandi. ir. í þokkabót er prentun áfátt í eintaki því, sem hér var skoðað, þannig að litir og línur stand- ast ekki á. Jarðfræðikort af íslandi er gagnlegt, en klunnalegt. Þar vantar "pplýsingar um bú- setu og atvinnuvegi, en þær má að nokkru leyti finna þar sem Norður- löndin eru tekin fyrir í bókinni. Þá má ekki horfa fram hjá því að þessi bók getur haft áhrif til sam- ræmingar í stafsetningu er- lendra örnefna, þótt aldrei verði allir sammála um þær lausnir, sem þar er að finna. Til dæmis er Tsjetsjnya ekki sérlega íslensku- legt. Einnig vekur at- hygli að undir borgarnafn- inu Lúbeck er gefin íslenska útgáfan Lýbika, sem er sjald- séður kostur, en skemmtilegur. Það er auðvelt að lesa kortin í bókinni og alfræðiefni er aðgengi- legt. Heimsatlasinn er bók, sem er ánægja að fletta. Karl Blöndal Frænkurnar S slást um Oskar FRÆNKUTURNINN heitir nýjasta bók Stein- unnar Sigurðardóttur rithöfundar. Bókin er jafnframt fyrsta barnabók Steinunnar og henni fylgir hljóðsnælda með upplestri höf- undar. Frænkuturninn fjallar um strák sem heitir Óskar og býr með foreldrum sínum, þeim Friðbjarti og Albjörtu, í húsi einu vestur í bæ. I húsinu búa líka tvær frænkur Óskars, þær Hagbjört og Snarbjört. „Frænkurnar eru báðar barnlausar og slást því um Óskar,“ segir Steinunn. „Þær vinna á svo miklum vöktum að þær hafa ekki tíma til að eignast menn og börn sjálfar. Mömmu og pabba Óskars finnst nóg um hversu mikla athygli Óskar fær hjá frænkunum og vilja sjá meira af lionuni. Síðan segir af Brósa, vini Óskars, en þeir lenda í því að þurfa að takast á við ýrnis vandamál, sem þeir njóta aðstoðar frænknanna við að leysa. Þetta eru vandamál í sambandi við hrekkjusvín og einnig gerast dularfullir atburðir í húsinu, sem Friðbjartur pabbi kallar frænkuturninn. Þeir uppgötva síðan veru í liúsinu, sem er ekki öll þar sem lnín er séð.“ Steinunn segir að inntak bókarinnar lúti m.a. að því að lýsa ferlinu sern fylgir því þegar menn taka breytingum og þar reyni á umburð- arlyndi og skilning ungra lesenda. „Ég vil gjarnan að einhver persóna gangi í gegnum breytingar í auguni krakkanna og hinna per- sónanna í sögunni og reyni líka að laurna að ýmiskonar boðskap um eitt og annað. - Til hvaða kennda barna höfðar þú að öðru leyti í sögunni? „Sagan er m.a. skemmtisaga svo að ég höfða a.m.k. til kímnigáfunnar, en ég höfða að auki til réttlætiskenndar og hjálpsemi. Mig langaði líka til að æsa upp forvitnina í börnum um heintinn sem við við lifum í því mér finnst börn vera vannýtt auðlind. Þau hafa miklu meiri getu til að læra en við látum reyna á.“ - Hvaða skírskotun hafa öll „björtu “ manna- nöfnin í sögunni? „Mér datt þetta skyndilega í hug og fannst þetta tilvalin hugmynd, en með því að láta alla heita Bjart eða Björt kalla ég ákveðna heið- ríkju yfir söguna." - En hví valdirðu að skrifa fyrir börn frekar en fullorðna að þessu sinni? „Mér finnst eðlilegt að skrifa fyrir börn því rnaður hefur sjálfur lesið fyrir börn, bæði sitt eigið og þau sem maður hefur nælt sér í. Að skrifa fyrir börn er hinsvegar talsvert örðuvísi en að skrifa fyrir fullorðna. Mér fannst forrnið einnig umhugsunarefni, því barnabókin er hvorki smásaga, skáldsaga né stutt skáldsaga. Helst hallast ég að því að formið sé skáldsaga í hnotskurn, því það er samþjöppuð skáldsaga, án allra útúrdúra." Morgunblaðið/Kristinn Steinunn Sigurðardóttir S skar og Brósi höfðu um nóg að tala í skól- anum daginn eftir. Frímínútumar dugðu ekki og kennarinn varð að sussa á þá hvað eftir annað. Þeir voru litlu nær um Guðbjart. Eft- ir því sem pabbi og mamma sögðu var hann ekki alvöru tröll. En hvað var hann þá? Og hvað meinti hann með því sem hann hafði sagt við strákana, að það hefði margt á daga hans drifið og að hann mætti muna sinn fífil fegri. Var hann kannski í álögum? Ef hann væri í álögum, hvað þyrfti þá til að hann losnaði úr þeim? Og stjörnukíkir var hans eini farangur. Óskar var einhvern veginn á því að Guðbjartur kæmi langt að og væri kannski strandaglópur á jörð- inni. Að hann gæti haft heimþrá eftir einhverri stjörnu. Þess vegna væri hann með myndina og stjörnukíkinn. Ur Frænkuturninum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.