Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 6
, 6 B PRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 B/EKUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • GOÐSAGNIR heimsins er í rit- stjórn dr. Roy Willis í þýðingu Ing- unnar Ásdísardóttur. Lesanda er boðið í hnattferð þar sem skyggnst er inn í einn goð- sagnaheiminn af öðrum. A vegi hans verða ekki aðeins almáttugir guðir og ægilegar gyðjur heldur líka varúlfar og hrímþursar, kíklóp- ar og amasónur, galdramenn og seiðprestar. Það er sama hvert litið er, til Azteka og Inka, Egypta og Súmera, Grikkja og Rómverja, Kelta og Islendinga, AíVíkubúa og frumbyggja Eyjaálfu - alls staðar hafa menn mótað sinn sérstaka goðsagnaheim sem er engum öðr- um líkur, en minnir þó, þegar dýpra er skyggnst, á hugmyndir annarra manna frá allt öðrum heimshornum. I kynningu segir: „Dr. Roy Will- is, frá Háskólanum í Edinborg, hefur fengið til liðs við sig tuttugu sérfræðinga sem styðjast við um- fangsmiklar rannsóknir síðustu ára á sviði mannfræði, fornleifa- fræði og trúarbragðasögu. Efnið er sett fram á ljósan og lifandi hátt svo að bæði má hafa fróðleik og skemmtun af frásögnunum. í bókinni eru rúmlega fimm hund- ruð litmyndir auk landakorta og skýringarmynda, og ítarleg atrið- isorðaskrá gerir bókina að hand- hægu alfræðiriti." Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 321 bls., prentuð í Kína. Verð: 5.980 kr. • MAÐUR ogjörð er ljóðabók eft- ir Gunnar Dal, rithöfund og heim- speking. I bókinni eru 47 ljóð og segir í kynningu að Gunnar Dal sé sí- ungur og taki menn til bæna, jafnframt að heimspekilegar vangaveltur hans setji sterkan svip á ljóðabókina. Síðasta Ijóðið í bókinni yrkir Gunnars til eiginkonu sinnar, Elísabetar Lilju Linnet, sem lést í september á síðastliðnu ári. Útgefandi er Bókaútgáfan Vöxt- ur. Bókin er 101 síða. Verð: 1.980 kr. Úlfar Arnar Már Jónsson Ólafsson • BETRA golf er eftir Arnar Má Ólafsson golfkennara og tílfar Jónsson kylfíng. I kynningu segir að í bókinni fjalli höfundarnir ekki eingöngu um tæknileg atriði íþróttarinnar heldur einnig um hina andlegu hlið. Bókin skiptist í 11 meginkafla. Þeir eru: Undirstöðuatriðin; Golf- sveiflan; Tækniæfíngar fyrir golf- sveifluna; A æfíngabraut; Leikæf- ingar á golfvelli; Misjafnar aðstæð- ur á golfvelli; Stutta spilið; Leik- og vallarskipulag; Hugarþjálfun; Golf á veturna; Æfingaáætlun, leið- in að settu marki. I bókinni er mikill fjöldi ljós- mynda sem sýnir það sem þeir Arnar og Ulfar fjalla um í texta sínum. Flestar ljósmyndanna tók Friðþjófur Helgason ljósmyndari. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 166 bls. ístóru broti. Kápuhönnun og umbrot annaðist Gunnar Þór Halldórsson, og bókin er prentunn- in hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Verð 3.490 kr. • EKKI klúðra lífi þínu, kona er eftir dr. Lauru Schlessinger í þýð- ingu Súsönnu Svavarsdóttur. I kynningu segir: „Dr. Laura Schlessinger er bandarískur sál- fræðingur. Bókin er m.a. byggð á samtölum úr útvarpsþáttum sem hún sá um í Bandaríkjunum. Dr. Laura er hispurslaus og talar hreint út til kvenna um samskipti í lífínu, ekki síst við karlmenn. Dr. Laura er ákafur talsmaður þess að konur beri ábyrgð á eigin lífí og haldi sínu gagnvart karlmönnum. Konur öðlist ekki sjálfsvirðingu nema hafa fyrir henni, taka áhættu, þora að vera einar og rækta sjálfar sig. Bókin skiptist í 10 kafla og dr. Laura tek- ur fyrir helstu þætti sem konur nota til að afsala sér ábyrgð á eigin lífi og gæfu. Útgefandi er Bókaútgáfan Vöxt- ur. Bókin er 223 bls. Verð 1.975 kr. Gunnar Dal Bréf Churchill-hjónanna fá góða dóma Einstök heimild um óvenjuleg hjón ÞRÁTT fyrir að mikið hafi verið skrifað um Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, og margir hafi talið að dregin hafi verið upp nægilega skýr mynd af honum, má þó enn bæta við myndina. Nýverið kom út safn bréfa Churchills og eigin- konu hans, Clementine, sem þykja einstök heimild um sam- band þeirra og dýpka skilning manna á tveimur óvenjulegum og sterkum manneskjum. Bókin nefnist „Speaking for Themselves" og er um 700 siðna doðrantur. Það er dóttir þeirra, Mary Soams, sem gekk frá bréfunum til birtingar, en hún hefur m.a. skrifað bók um móður sína, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda. Talið var að Bretinn Mart- in Gilbert hefði fínkembt bréfasafn Churchills er hann skrifaði ævisögu Churchills og viðbætur. Fyrir nokkrum árum kom hins vegar í ljós að Gilbert og Randolph, syni Churchills, hafði yfirsést bunki bréfa og símskeyta sem Churchill-hjónin skrif- uðu er þau voru aðskilin. Ná bréfin yfir nokkra áratugi og þykja draga fram nýjar og flóknar hliðar á þeim báðum. Álirifamikið dæmi úr bréfunum þykir vera bréf sem Clementine skrifaði til bónda síns skömmu eftir að hann varð forsætisráðherra, en gríðarlegt álagið sem fylgdi því að stýra Bretlandi á stríðstímum dró fram ýmsar skuggahliðar á persónu Churchills. „Eg verð að játa að ég hef tekið eftir því að hegðun þinni hefur hrakað og að þú ert ekki eins blíður og þú varst vanur“ segir í bréfinu. Ekki er vitað til þess að Churchill hafi svarað þessari hugrökku athuga- semd en víst er að framkoma hans batnaði til muna í m kjölfarið, það urðu samstarfs- menn hans, vinir og fjölskylda vör við. Ritdómari bókablaðs The Times gefur bréfasafninu góða dóma og ber lof á millikafla sem Mary Soames skrifar til útskýr- ingar. Segir hann bókina vera verðskuldaðan óð til „hins gullua þráðar ástarinnar" sem sé gegnumgangandi í henni. Á gægjugatinu BÆKUR Smásögur Á MEÐAN HANN HORFIR Á ÞIG ERTU MARÍA MEY eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Prentun: Gutenberg lif. Bjartur, Reykjavili 1998. 93 bls. „ÞAÐ gengur ekki að skilja vit- undina eftir opna þannig að hver og hvað sem er gæti smogið þar inn til þess kannski að brjóta og bramla og skíta allt út,“ segir í einni af tuttugu smásögum í fyrstu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, A meðan hann horfír á þig ertu María mey. í þessum orðum krist- allast meginumfjöllunarefni sagn- anna sem er samskipti fólks, iðu- lega tveggja einstaklinga. Við gæt- um líka sagt samskipti sjálfsvit- undar og heims, tengsl hennar og samband við umhverfi sitt. Þessum tengslum er oft lýst sem áreiti; persónur sagnanna eru viðfang, viðfang augna sem horfa (sbr. heiti bókar), viðfang einhvers annars sem lætur þau fínna fyrir sér, fínna að þau eru eitthvað („Eg var brauð með osti.“), þessi annar skapar þeim tilveru, þær eru ekki til nema í augum, gjörðum, orðum, hlátri, ást annarra. Að vera til er ma- sókísk reynsla, ef þannig má taka til orða. Titilsaga bókarinnar segir frá ungri stúlku sem sest inn á kaffihús í sak- leysi sínu. Fyrr en varir er sestur við hlið hennar maður. Hún lætur sem ekkert sé í fyrstu en þegar hún lítur á hann brosir hann og segir: „Loks- ins náði ég þér.“ Hann hefur fylgst með henni, veit hluti um hana, segist lesa í limaburð fólks og hafa rýnt svolítið í hennar. Orð hans verða ágeng og hún maldar í móinn en það er eins og hún sé á hans valdi: „Mín eigin rödd hljómar ókunnuglega." Hann segist vita að hún eigi sér elskhuga, tuttugu árum eldri, „sem kemur og fer eins og honum sýnist. Eins og bröndóttur köttur. Hann sefur hjá þér stundum. Samband ykkar er svolítið sadó- masó.“ Hann lýsir því hvernig elskhuginn horfír á hana laga kaffi og „Á meðan hann horfir á þig ertu María mey.“ Stúlkan þolir ekki lengur við, stendur upp og rýkur inn á klósett. Stuttu síðar er hún aftur sest við hlið mannsins. Þannig eru persónur eins og undirsettar eða merktar athygli eða augnaráði annarra, þær gera heldur ekkert nema til þess að þóknast eða ganga í augun á öðr- um, þær gefa sig á vald öðrum. Stúlkan í sögunni „Af hverju hrapa englarnir niður af himnum með brennandi vængi?“ segir við elskhuga sinn að hann megi „aldrei aftur segja má ég það.“ 1 sögunni „Hvenær á maður mann og hvenær á maður ekki mann?“ segir frá stúlku sem ákveður að loka sig inni í myrkvuðu her- bergi til þess að gefa sig guði en hann hafn- ar henni; höfnunin gerir hana vanmáttuga, sviptir lík- ama hennar syndinni, hún verður eitthvað ljótt og hlægilegt, eitt- hvað gi’óteskt, og hún skynjar það skýrt og greinilega: Hvað á ég að gera? stundi ég með grátstaf- inn í kverkunum. Að vera hafnað af Guði er öllu sárara en það að segja sig úr samfélagi við mennina og ég hreykti mér ekki lengur í nekt minni heldur fann ég til þess að ég var sköpuð til þess eins að hægt væri að hlæja að mér. Eg sá ekki handa minna skil en mundi samt vel hvernig þær litu út þess- ar hendur, með fölbleikri áferð eins og allur þessi fáránleiki sem ég samanstóð af. Hvað gat verið ljótara og grófara en til dæmis Guðrún Eva Mínervudóttir handleggurinn á mér, langur krani með fimmarma verkfæri á endanum, svona hrukkóttu og lið- ugu verkfæri sem ég gat notað til þess að gera allskonar hluti. Ég gat vel skilið að ískraði í honum af kæti þegar ég bauð honum það að gjöf ásamt öllu áföstu." I sögunum fínnur fólk sig líka í aðstæðum sem það vill ekki vera, uppgötvar að líf þess er ekki eins og það hélt það væri, eða vildi að það væri. Konan í sögunni „Að friðhelgi heimilisins bæri að virða ofar öllu“ uppgötvar til dæmis að hún býr i algerlega innihaldslausu og ástlausu hjónabandi þegar hún heyrir hjónaerjur nágrannanna sem enda með ástríðufullum ást- arleikjum. Margar persónurnar eru líka eins og fangar einmana- leikans, þær geta ekki tengst öðr- um nema á yfirborðinu, eða tengslin eru á hæpnum forsend- um, einmanaleikinn er eins konar lögmál, tilvistarlögmál (s_br. til dæmis sagan „Ástin mín. Ég finn ekki útidyrnar“). Sögurnar eru stuttar, stundum brotakenndar. Þær eru myndbrot eða stutt myndskeið; við sjáum og heyrum hvað persónurnar eru að gera en við komumst ekki nær þeim en það, vitum aldrei hvað bærist innra með þeim, höfum að- eins gi-un um það; lesandinn er því að vissu leyti tengslalaus (-lítill) líka, - kannski eins og hann sé á gægjugatinu. Guðrún Eva lætur okkur að minnsta kosti finnast við vera eitthvað annað og meira en bara lesendur. Þröstur Helgason Nýjar bækur • ÚTISETAN er fýrsta skáldsaga Guðrúnar Bergmann. I kynningu segir: „Sögusvið er N-Noregur og Island á fyrri hluta níundu ald- ar. Þar takast á tveir menningar- heimar, annars vegar samfélag norrænna manna, og hins vegar samfélag Sámi fólksins. Norrænu mennirn- ir sækja inn í frumstætt veiði- mannasamfélag Sámi fólksins, heimta af því skatta og heita í staðinn vernd. Aðalsöguhetja er ung stúlka. Draumur afa hennar leiðir hana í mikla óvissuferð og eins árs úti- setu á eyju langt norður í hafí.“ Guðrún Bergmann dvaldi á söguslóðum um hríð og kynnti sér menningu Sámi fólksins sem bjó þar til forna og naut aðstoðar Knut Helskog, fornleifafræðings við há- skólann í Tromsö. Guðrún hefur áður sent frá sér viðtalsbók og þýtt nokkrar bækur. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 240 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd: Helga Sig- urðardóttir myndlistarkona. Verð 2.980 kr. • ÁSTIR konu og skógarbjarnar er eftir frönsku skáldkonuna Alinu Reyes í þýðingu Guðrúnar Finn- bogadóttur. I kynningu segir: „Sagan fjallar um unga konu sem villist í fjalllendi og sest að í helli sem hún deilir með bjarndýri. I al- gjöm einangrun frá siðmenning- unni tekur hún upp hætti villi- dýrsins og björninn verður elsk- • hugi hennar. Síðan er skipt um sögusvið, sem verður stræti stór- borgar, þar sem konan reikar um með barn sitt í fanginu. Á ferðum sínum þar hittir hún aldraðan rit- höfund sem segir henni frá kon- unni sem hann unni þegar hann var ungur maður og ástríðufullu sambandi þeirra. Og umbreyting, hálfgerð ragnarök, er nærri.“ Fyrir tveimur árum kom út í ís- lenskri þýðingu sagan Slátrarinn eftir Reyes. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 92 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði ívan Burkni. Verð 1.790 kr. • HEILSA og velferð - Þættir úr sögu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins 1970-1995 er eftir Pál Sigurðsson. Páll var ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá stofnun þess 1970 til ársloka 1995 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. í kynningu segir að í bókinni geri Páll grein fyrir þeim stór- stígu breytingum og framfórum sem orðið hafa í heilbrigðisþjón- ustu hér á landi á þessum árum. Ritið er byggt upp á þann hátt að sagt er frá tímabili þeirra manna sem setið hafa í stóli heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Efni rits- ins er byggt á þeim gögnum sem höfundur safnaði að sér á þessu tímabili og má skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar hans eigin minnisblöð og samantektir og hins vegar efni frá öðrum. Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 558 bls., prentuð í Stein- dórsprenti-Gutenberg. Bókband annaðist Félagsbókbandið-Bókfell. Verð: 5.900 kr. Páll Signrðsson Alina Reyes Guðrún Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.