Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 17* ANDSLAG við strendur Grænlands er ákaflega mikilfenglegt. Fjöllin há og tignai’leg og maður í litlum kajak verður agnarsmár í samanburði; peð í tafli stórbrotinnar náttúru vilji hún bregða á leik. Tveggja tíma flug er frá Reykja- vík til Narsarsuaq og þaðan tók við flmm tíma sigling til Juli- I aneháb, þar sem gist var i eina nótt. Þar var fjárfest í öllum mat sem nauðsynlegur þótti í ferðina, því ekkert var tekið með matarkyns frá Islandi. Læknir var með í hópnum og birgði hann sig einnig upp af ýmsum sjúkravörum fyrir ferðina, hjá starfsbróður sínum í bænum. Ræðararnir ákváðu, áður en lagt var upp frá íslandi, að engin fjar- skiptabúnaður yrði hafður meðferð- is. Hópurinn vildi vera algjörlega út af fyrir sig og sambandslaus við um- heiminn þá daga sem róðurinn stæði yfir. Kæmi eitthvað fyrir átti að bjarga sér af sjálfsdáðum. Utvarp var heldur ekki tekið með og leið- angursmenn heyrðu því ekki fréttir á meðan þeh' voru fjarri manna- byggðum, og fyrsta spurning þeirra þegar komið var í land var þessi: Er Clinton enn við völd? Móníkumálið var sem sagt í hámæli þegar þeir héldu af stað. Ferðin var farin á vegum ferða- skrifstofunnai- Ultima Thule, nokk- urs konar prufutúr til að ganga úr skugga um hvort raunhæft væri að bjóða upp á slíkar ferðir í framtíðinni - og einróma niðurstaða hópsins varð sú að ekki væri vafi á því. Aður en haldið var af stað frá Is- landi hafði siglingaleiðin verið ákveð- in. Enginn úr hópnum hafði komið á þessar slóðir áður, en áningarstaðir voru valdir þar sem Inúítar eða nor- rænir menn hefðu hafst við fyrr á tímum; skv. kortum var þar sléttlendi og fyrst menn hefðu búið þar til foma hlaut að vera vatn á viðkomandi stöð- um. A daginn kom að svo var. Frá Julianeháb var hópurinn ferjaður þangað sem róður átti að SIGURJÓN og Yngvi kaupa mat og aðrar nauðsynlegar vistir í Julianeháb. CHRIS Tulloch raðar saman grind í einn kajakinn, en komið var með alla bátana ósamsetta í farangri frá íslandi. hefjast, frá gömlu eyðibýli talsvert ut- an ÁJftafjarðarmynnis. Þangað var komið um kvöldmatarleytið 20. ágúst og hópurinn hafði nóg við að vera það kvöld, því hann kom með kajakana ósamsetta frá Islandi. Þeh’ vora til- búnir síðar um kvöldið og eftir góðan nætursvefn var haldið af stað snemma morguns; íramundan var ferð inn Alftafjörð og til baka, og alla leið út til Nanortalik - alls um 130 kílómetrar. Segja má að hátt hafi ver- ið til lofts og vítt til veggja; fjörðurinn er víðast þiár til fjórir kílómetrar á breidd og háir hamraveggir skaga í loft upp beggja vegna. Kyrrðin er ótrúleg í slíku umhverfi. Þögnin hreinlega æpandi; það eina sem ræð- aranum berst til eyma er eigin ára- sláttur. Vera má að hjartsláttur heyr- ist einnig, þegar vel er tekið á. Ekki varð hjá því komist að heyra ski'uðninga fyi'stu nóttina, þeg- ar ísjakarnir í fírðinum snéru sér. Islensk kona, Edda Lyberth, sem lengi hefur verið búsett á Grænlandi, benti leið- angursmönnum á þau óskráðu lög þar í landi, að vera ekki á kajak mjög nálægt borgarísjök- um. Þeir eru engin smásmíði og ekki þyrfti að spyrja að leikslokum væri maður á kajak Á UPPHAFSREIT. Farangurinn tekinn í land á þeim stað þar sem róðurinn átti að hefjast. Björn Markússon tekur við bakpoka sem hent var í land úr bátnum. FYRSTU tjaldbúðir hópsins, þar sem bátarnir voru settir saman. Myndin var tekin að morgni fyrsta róðrardags; eins og sjá má var það bjartan og fagran dag sem leiðangursmenn héldu i hann. nálægur þegar snúningm'inn ætti sér stað. Bátur og maður gætu hæg- lega sogast á kaf, öldugangur orðið mikill sem ekki er heppilegt þegar svo lítill bátur er annars vegar eða jakinn slegist í bátinn og ferðalang- urinn yrði þá væntanlega heldur ekki til frásagnar. Síðast en ekki síst mun það algengt að bitar molni úr borgarísjökum og skjótist upp á yfir- borð sjávar, og einnig þess vegna er ráðlagt að vera ekki á ferli of nálægt þeim. Þar af leiðandi var reynt að sigla sem mest með ströndinni, en þó verður að hafa í huga að ekki má vera of nálægt henni vegna þess að þar sem há björg skaga fram má alltaf eiga von á grjóthruni. Það var í raun ekki fyrr en farið var að raða í bátana fyrir brottför að menn áttuðu sig á því hve farangur- inn var mikill; óttuðust jafnvel að hann kæmist ekki fyrir en svo fór að bátarnir „gleyptu“ allt. Þrír tveggja manna bátar voru í ferðinni og fjórir eins manns bátar. Fögur sýn blasti við er horft var inn Alftafjörð úr fjarðarmynninu. Komið var í fyrsta næturstað, vestan við fjörðinn, um kl. 18 og fjaran reyndist frábær til lendingar. Tjald- stæði var gott og stutt í læk, þannig að allt var eins og best verður á kos- ið. Fjörugrjótið var' einstaklega fal- legt, svo og klappirnar í grenndinni og fjöllin. Allt svo stórfenglegt. Grænland er elsta berg í heimi og mikið er þar af fallegu grjóti. Skýjað var niður í miðjar hlíðar þegar hópurinn vaknaði næsta morgun, en logn og gott veður og til sólar sást fljótlega. Lagt var af stað upp úr hádegi í sléttum sjó en nokk- ur straumur var á móti. Róið var með norðanverðri strönd Álftafjarð- ar, neðan þverhníptra fjalla, þar sem litir og lögun bergsins er ótrúleg. Það var eins og í draumi að sitja í bátnum í kyrrðinni við þessar yndis- legu aðstæður. Einhver hafði á orði að hann hefði þurft að klípa sig til að fullvissa sig um að hann væri ekki að dreyma, fegurðin hefði verið slík. Vel var tekið á við róðurinn og lungun fylltust af tæru súrefni. Eftir tólf kílómetra var stöðvað og einn leiðangursmanna, kokkur að mennt og atvinnu, bauð upp á heita súpu og brauð. Síðan var ferðinni haldið áfram, stefnan tekin yfir fjörðinn, og stefnt að því að finna náttstað innarlega í firðinum þeim megin og hafa þar búðir í þrjár næt- ur. Reyndin varð þó sú að taka varð land fyiT en ráðgert hafði verið vegna þess hve dimmdi snögglega. Tjaldbúðum varð að slá upp meðan einhver skíma var. Þegai' búið var að iosa bátana og koma tjöldunum upp hafði kokkurinn „galdrað" fram indælis kjötkássu. Lognið vai' algjört, sólin skein og sjórinn sléttur sem spegill, þegar vaknað var daginn eftir. Fögur ský vora á himni og morgunninn lofaði góðu. I tilefni þess að einhver mundi að þetta var sunnudagur leyfðu menn sér að taka það rólega og fara ekki snemma á fætur! Ferðinni var síðan haldið áfram og fljótlega komið að þeim stað sem upphaflega hafði varið gert ráð fyrir að komast að í ÁLFTAFIRÐI eldsnemma morguns. Eins og sjá má er sjórinn tær sem stöðuvatn, fjallasýnin fögur og kyrrðin alger, en svona stillur geta varað dögum saman á Grænlandi. Leiðangursmenn, sem voru ákaflega heppnir með veður flesta daga, dvöldu lengstum í friði og ró. Ekkert truflaði. Ekki heyrðist í þyrlum fyrr en komið var út fyrir fjarðarmynnið á ný - en fálka og örn sáu ferðalangarnir reyndar á flugi. Sáu þau tignarlegu dýr meira að segja berjast á lofti. daginn áður. Þar var tjöldum slegið upp. Heldur var hráslagalegt þegar hópurinn vaknaði morguninn eftir, mánudaginn 24. ágúst. Snjóað hafði í fjallatoppa. Nú átti að róa inn í botn Álftafjarðar. Farangurinn vai' allur kominn á land og kajakarnir því léttir og auðveldara að róa en áður. Róðurinn gekk vel enda sjór speg- ilsléttur. Daginn efth’ voru bátarnir ekki hreyfðir, heldur tók mannskapurinn lífinu rólega, labbaði um nágrennið og naut lífsins í góðu veðri. Að morgni 26. ágúst var stefnt að því að komast út úr firðinum, róa 24 km. Haldið var af stað i sæmilegu veðri, en fljótlega hvessti hressilega og það á móti. Hraðinn var því ámóta og ferðalangamir hefðu skriðið í fjör- unni. Eftir tvær klukkustundh' og 20 mínútur voru aðeins 4,4 km að baki, mannskapurinn orðinn hálfþreyttur og þegar komið var að staðnum þai' sem gist hafði verið þriðju nóttina var ákveðið að staldra þar við aftur og vonast eftir betra verði daginn eftir. Sigurjón kokkur vaknaði um fimm- leytið næsta morgun, en kalt var og þoka lá yfir svæðinu þannig að hann leyfði félögum sínum að sofa lengur. Veðrið var hins vegar þokkalegt og sléttur sjór um níuleytið og eftir morgunmat skelltu menn sér í bát- ana. Þennan dag varð að komast út Morgunblaðið/Árni Sæberg fjörðinn; alltaf mátti eiga von á veðri eins og var daginn áður og því eins gott að nýta tímann vel. Ræðurunum miðaði vel framan af, slétt var í sjó og eftir eina klukku- stund voru eitthvað á sjötta kíló- metra að baki. Þeir komu þá saman í hóp á sjónum, fengu sér kaffi og kex og ræddu málin. Menn voru ánægðir með hvemig gekk, en fljótlega eftir að haldið var af stað á ný byrjaði að hvessa - og eftir það var róið með í HÓPNUM voru sjö íslendingar, Bandaríkjamaður, Þjóðverji og Ástrali. í aftari röð eru, frá vinstri: Theódór Ásgeirsson, læknir, Kristján Björn Þórðarson, myndlistarmaður, Sigurjón Þórðarson, kokkur og annar tveggja leiðangursstjóra á vegum ferðaskrifstofunnar Ultima Thule og Baldvin Kristjánsson, hinn leiðangursstjórinn. Fremri röð frá vinstri: Árni Sæberg, Ijósmyndari, Chris Tulloch, útilífskennari frá Ástralíu, Yngvi Kristinn Jónsson, tannlæknanemi, Björn Markússon, leiðsögumaður, Peter Wisshalk, verkfræðinemi frá Þýskalandi og Bandaríkjamaðurinn Raj Kumar Bonifacius, tenniskennari, sem er búsettur á íslandi. Kajak-leiðangur á Suður Grænlandi a áningastaðir ,Niaqornarssuk Kirkjuspíran í" 1590 V Ulamertorsuáq ” ! ,■ Pétursvik Tasiusaq®; 10. L nótt^j/ Nanortalih '’Stœkkað svœði KAFFIHLÉ í miðjum Álftafirði á leið inn fjörðinn. fimm til sex vindstig beint í fangið. Vel hvítnaði í báru og ferðahraðinn datt snögglega niður. Menn héldu vel hópinn og reyndu að halda sig eins nálægt landi og kostur var. Eins manns bátarnir tóku talsverðan sjó inná sig að aftan, og þrisvai' þurfti að fara í land og losa bátana. Stalch'að var við um þrjúleytið, menn hvíldu sig og gæddu sér á heitri súpu. Nokkuð vel hafði miðað með tilliti til veðurs. En áfram skyldi haldið; reyna átti að ná nesi yst í firðinum fyrir myrkur. Það tókst og um sjöleytið fundu leiðangursmenn litla sandfjöru framarlega á nesinu sem lendandi var í. Fallegt tjald- stæði fannst og þegar hópurinn hafí^ slegið upp tjöldum stóð á endum að kokkurinn hafði útbúið indverskan eplarétt með hrísgrjónum. Þegar lagst var til hvflu áttu menn þá einu ósk að veðrið yrði gott að morgni og hún rættist. Þegar fyrsti maður opn- aði augun árla blasti við honum spegilsléttui' sjór, sólin var að gjæg- ast upp fyrh' fjallsbrún og góðviðris- ský voru á himni. Veðrið lofaði vissu- lega góðu fyrir róðurinn. Haft var á orði hversu draumfarir manna hefðu verið miklar um nóttina, sem aðrar nætur í ferðinni. Mönnum þótti raunar með ólíkindum hversu*" draumar þeirra voru skýrir - en töldu líklegustu ástæðu þess kyrrð- ina og hve vel þeir næðu að slaka á úti í náttúrunni. Þessa morgunstund voru fastir lið- ir á dagskrá eins og venjulega; góður gi'autur á boðstólum og heitt kaffí. Yfirleitt höfðu læknirinn og frændi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.