Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ þau upp. Eitt af fyrstu verkefnum hans eftir að hann hóf námið var einmitt að tjalda fyrir gluggana á gömlu símstöðinni í Pósthússtræt- inu. „Pað þurfti að dekkja gluggana svo stúlkurnar sem unnu á síman- um yrðu ekki fyrir truflun," segir Ólafur. „Kristinn fékk þetta verk- efni og hann setti mig í það. Ég var hálfóhress með þetta og lét mér Morgunblaðið/Kristinn detta í hug sögurnar í 1001 nótt.“ Nokkrum árum síðar var út- varpið stofnað í símahúsinu. Þá var Ólafur ásamt tveimur til þremur öðrum settur í að leggja teppi á gólfíð. Teppið var strengt á gólfið og lengjurnar saumaðar saman í höndunum. „Við saumuðum þetta bara þarna því teppið vai- of þungt til að hægt væri að flytja það á gagnabólstrari, en hann hóf nám í iðninni í október árið 1928. María Hrönn Gunnarsdóttir hitti Olaf og Hafstein Sigurbjarnason á fallegu heimili þess fyrr- nefnda á dögunum og lærði sitt af hverju um stoppuð húsgögn. HURÐIN stendur á sér og vill ekká opnast. ítrekaðar tilraunir bera engan árangur, allt þar til fullorðinn maður opnar hana af hæversku þess sem tekur lífínu með ró. „Ólaf- ur Daðason?" spyr blaðamaður og magur lófi hans hverfur inn í hlýjar hendur bólstrarans. Við göngum upp á aðra hæð eftir stiga sem Ölaf- ur hefur sjálfur teppalagt. Á stiga- pallinum bíður annar bólstrari, einnig með þétt og hlýtt handtak. Þar er kominn Hafsteinn Sigur- þjarnason, félagi Ólafs og formaður Meistarafélags bólstrara. Ólafur skenkir kaffi úr gamalli kaffikönnu og býður ofurlítið sérrítár. Þeir félagar standa á tímamótum um þessar mundir en sjötíu ár eru síðan Ólafur skrifaði undir fyrsta námssamninginn sem gerður var á milli meistara og lærl- ings í húsgagnabólstrun og jafn- langt síðan meistarafélagið var stofnað. Á Sóloni íslandusi Ólafur hóf að læra bólstrun og skrifaði undir námssamning hjá Kristni Sveinssyni 1. október 1928. Kristinn rak bólsturverkstæði í kjallara í Bankastræti 9 í Reykjavík þar sem nú er Sólon íslandus. Sjálf- ur hafði Kristinn lært bólstrun hjá dönskum bólstrurum sem störfuðu hér á landi snemma á öldinni. Krist- inn var einn þeirra sem stofnuðu Meistarafélag bólstrara í apríl 1928 og var hann fyrsti formaður þess. Námssamningur sá sem Ólafur gerði við Kristin var sá fyrsti sem gerður var milli bólstrara og lærl- ings á landinu. „Þar með var bólstr- un orðin að löggiltri iðngrein,“ segir Hafsteinn. Fáir geta státað af 70 ára sam- felldum starfsferli í sama fagi. Það gerir Ólafur aftur á móti þótt hann sé reyndar hættur að reka verkstæði. „Það skiptir miklu máli fyrir mig að vita að ég get þetta enn,“ segir hann og sýnir okkur inn í forstofuherbergið þar sem tveir stólar standa undir vegg og bíða þess að verða fínir á ný í höndunum á Ólafi. Hann bólstrar þó ekki hús- gögn fyrir hvern sem er heldur ein- ungis þolinmóða vandamenn. Eins og í 1001 nótt I námssamningi Ólafs stendur: „Nemandi byrjar nám sitt hjá áður- nefndum lærimeistara sem hús- gagnasmiður (við stoppuð hús- gögn)...“ enda var ekki farið að kalla iðnina húsgagnabólstrun fyrr en nokkru seinna. „Það voru vand- ræði með að finna nafn á iðnina,“ segir Ólafur. „Ég rakst á nafnið polster í þýsku blaði og fannst það sniðugt," bætir hann við en þver- tekur fyrir að eiga hugmyndina að ÓLAFUR Daðason. íslenska orðinu bólstrun. Sveins- bréf Ólafs, dagsett í febrúar 1934, er aftur á móti gefið út á húsgagna- bólstrara. Ólafur varð fyrstur ís- lendinga til að taka formlegt svein- spróf í húsgagnabólstrun. Á þessum árum fengust hús- gagnabólstrarar við margt fleira en stoppuð húsgögn. Ólafur lærði t.d. að sauma gluggatjöld og að setja Sjötíu ár í sama fagi Þeir eru ekki margir sem státa af sjötíu ára starfs- ---------------—---- 1 --- aldri í sama fagi. Það gerir þó Olafur Daðason, hús- EKKI EINS OG AÐ SKIPTA UM FÖT ÓLAFUR og Hafsteinn fá sér kaffibolla á Sóloni íslandusi. Verkstæðið sem Ólafur lærði á var í kjallara hússins. Ekki þótti honum vinnuaðstaðan góð þar niðri og ef hann vildi sjá út um litla gluggana varð hann að standa á tám. Á hæðinni fyrir ofan var vefnaðarvöruverslun. Þar er hátt til lofts og þurftu stúlkurnar því að nota stiga til að ná í efnisstrangana. „Það þurfti þolinmæði þar,“ segir Ólafur, „þegar ófyrirleitnar konur létu þær sækja og rekja niður hvern strangaun á eftir öðrum. Svo fóru þær oft út án þess að þakka fyrir sig.“ ÓLAFUR Daðason er einn fjögurra hús- gagnabólstrara sem gerðir hafa verið heiðursfélagar í Meistarafélagi bólstr- ara. Um þann heiður þykir honum vænt enda ber hann hag félagsins mjög fyrir bijósti. Hann kveðst ánægður með hversu vel hefur gengið á undanfórnum fáum árum að blása nýju lífi í starfsemi þess. „Þessi stjórn sem nú er hefur unnið af mikium dugnaði og ósérhlífni," segir hann. Hljótt hafði verið um félagið um nokkra hríð, m.a. vegna þess að dýr og sterk húsgögn féllu í skuggann af ódýr- ari og einfaldari mublum sem farið var að flytja inn til landsins fyrir tæpum 20 árum. „fslenskur húsgagnaiðnaður stóð berskjaldaður fyrir innflutningi eftir að við gengum í EFTA og tollar af hús- gögnum voru felldir smám saman niður fyrir um 15 árum. Bólstrurum fækkaði á þessum árum og í heil 13 ár hóf ekki einn einasti maður að Iæra iðnina. Nú er þetta að breytast og bara í ár hafa fjórir nemar skrifað undir samning hjá bólstr- arameistara,“ segir Hafsteinn. Viljum sýna hvað felst í undirvinnunni Bólstrarar eru bjartsýnir á að þeim muni takast að helja iðn sína til vegs og virðingar á ný, ekki síst fyrir það að áhugi ungs fólks á gömlum og góðum húsgögnum hefur aukist mjög á siðustu árum. Auk þess hefur meistarafélagið haldið sýningar þar sem fagið er kynnt og útskýrt fyrir gestum hvað felst í því að bólstra húsgögn, hvers vegna hægt er að bólstra gamla sófasettið aftur og aft- ur og hvemig stendur á því að það sama verður ekki sagt um mörg ódýr sófasett sem keypt hafa verið undanfarin 10-15 ár. Stóð féiagið t.d. fyrir sýningu í haust í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og segir Hafsteinn að þar hafi fjöldi manns gert samninga á staðnum um bólstmn við bólstrara sem tóku þátt í sýningunni. Segir Hafsteinn að eftir að sýningin var haldin hafi verið haft samband við félag- ið m.a. frá Borgarholtsskóla og félags- menn beðnir um að halda þar fræðsluer- indi um húsbúnað og hvernig vönduð húsgögn verða til. „Við viljum sýna fólki hvað felst í und- irvinnunni þegar húsgögn era bólstmð,“ segir Hafsteinn og bendir í leiðinni á að verð og gæði húsgagna haldist yfirleitt í hendur. Markmiðið næst með því að halda sýningar, segir hann, en aðallega með þeim hætti að bólstrarar sýni vænt- anlegum viðskiptavinum sínum t.d. á myndum eða myndböndum, ferilinn frá því húsgagnið kemur í hendur bólstrar- ans þar til búið er að laga það. Þá gefur félagið út fræðsluefni ýmiskonar á heimasíðu sinni, sem hefur slóðina www.vefur.is/mfb. „Það að bólstra stól er ekki eins og að skipta um föt,“ segir Hafsteinn. „Gormar og annað verk í stólnum getur verið farið að gefa sig og það þarf að gera við áður en áklæðið er sett á. „Fólk hringir oft og segir: „Það þarf bara að klæða þetta.“ En þannig er það mjög sjaldan." í þessu sambandi varar Hafsteinn við því að fólk kaupi gamla stóla og sófa í þeirri trú að Iitlu þurfí að kosta til að gera þá sem nýja. Oft hafi húsgögnin verið geymd í rökum geymslum þannig að Qaðrir em farnar að ryðga og jafnvel brenna fjaðrastrigann sem heldur stopp- inu í húsgagninu uppi og böndin farin að fúna. Þessar skemmdir em ekki alltaf sjáanlegar fyrr en farið er að rífa gamla áklæðið af og ómögulegt fyrir óvana að meta hversu dýrt er að gera við gripinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.