Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 B 3Í* SAFNPLATA Bergþóra Árnadóttir. Lífsbók Bergþóru Árna- dóttur SÖNGKONAN Bergþóra Áma- dóttir hefur ekki sent frá sér plötu í á annan áratug, en þar áður var hún dugleg við útgáfu og áberandi í ís- lensku tónlistarlífi. Fyrir stuttu sendi útgáfan Fimmund frá sér safn af lögum hennar frá áratugnum 1977-87 undir nafninu Lífsbókin. Bergþóra Arnadóttir ólst upp við tónlist og hóf snemma að semja lög og texta. Fyrstu upptökur hennar komu fyrir almanna eyru á safn- plötu 1975 og tveimur árum eftir það kom út fyrsta sólóskífan, Ein- tak. Fleiri plötur fylgdu í kjölfarið og Bergþóra var iðin við tónleika- hald og kom víða fram, meðal ann- ars í útvai-pi og sjónvarpi. 1987 kom út platan I seinna lagi, en í kjölfarið fluttist Bergþóra til Dan: merkur og hefur búið þar síðan. í Danmörku slasaðist hún alvarlega í umferðarslysi og varð að leggja tónleikahald og upptökur á hilluna í bili. Hún hefur þó haldið áfram að semja lög, þó ekki hafi hún gefið út plötu síðan 1987. A safnplötunni Lífsbókin sem Fimmund gefur út er að finna lög frá 1911-87, eins og áður er getið. Þau komu öll út á plötum utan eitt sem ekki hefur heyrst áður, Hvera- gerði. Lögin eru alls 21 á plötunni, en plötur Bergþóru eru allar ófáan- legar sem stendur og hafa verið um árabil. Lífsbókin er gefin út í tilfni af fimmtugsafmæli Bergþóru. ---------- Upphitaðar Lummur MEÐ vinsælustu plötum íslenskr- ar útgáfusögu er plata Gunnars Þórðarsonar sem hann kallaði Gamlar góðar lummur. Á henni fékk hann til liðs við sig ýmsa söngvara og hljóðritaði gömul popplög úr ýmsum áttum. Nafnið á plötunni dró nafn sitt af innihaldinu, en á plötunni voru gömul og þrautreynd popplög sem Gunnar útsetti upp ó nýtt sam- kvæmt þeirra tíma sið. íslenskir textar eru við öll laganna, flestir eftir Jón Siurðsson, en ýmsir aðrir áttu og texta. Gunnar lék sjálfur á velflest hljóðfæranna en var þó með valinkunna menn sér til halds og trausts, eins og til að mynda Tómas Tómasson, Sigurð Karlsson og Nikulás Róbertsson. Söngsveit- in var ekki af verri endanum held- ur þó ekki hafi allir haldið áfram á tónlistarbrautinni, en um raddir sáu þau Raghildur Gísladóttir, Linda Gísladóttir, Jóhann Helga- son, Valur Emilsson og Ólafur Þórðarson. Af lögum á plötunni má nefna Vertu ekki að horfa, Ó, nema ég, Lóa htla á Brú, Marína og Nú liggur vel á mér. Fyrir stuttu gaf hljómplötuút- gáfan Tónaflóð Lummurnar út á disk, en platan, sem kom út fyrir ellefu árum, hefur verið ófáanleg með öllu í fjölda ára. Jólapakkar til Nordurlanda Tekið er á móti pökkum hjá BM fiutningum, Holtagörðum, í vöruhúsi A, 7. og 8. des. Skipið fer frá íslandi 10. des. og verður í Árósum 17. des., Moss 18. des. og Varberg 18. des. Nánari upplýsingar veittar hjá BM Flutningum í síma 569 8000. SAMSKIP Holtabakka viö Holtaveg • Sími: 569 8300 • Fax: 569 8327 Gefðu vandaða gjöf! Gefðu Siemens. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Umboðsmenn um land allt! M GLEÐILEGRA JÓLA! m Siemens SIEMENS heimilistækin eru dyggir starfskraftar og sonn ■ ■ I ■ r jC ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.