Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI FRIÐRIKSSON + Gfsli Friðriks- son fæddist í Seldal í Norðfirði 22. október 1909. Hann lést á Land- spítalanum 18. des- ember 1998. Gísli var sonur hjónanna Friðriks Jónssonar og Guðríðar Guð- mundsdóttur í Sel- dal. Systkini hans voru: Sigríður, f. 1907, d. 1963, Jón, f. 1911, Guðmundur, f. 1913 og Guðlaug- ur, f. 1917, d. 1984. Kona Gísla er Sigrún Dag- bjartsdóttir fædd 29. aprfl 1918, frá Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, dóttir hjónanna Dagbjarts Guðmundssonar og Erlendínu Jónsdóttur. Börn Gísla og Sigrúnar urðu níu: 1) Guðríður, fædd 1940 búsett í Vogum, Vatnsleysuströnd. Hennar maður er Ingólfur Sig- urjónsson og eiga þau tvær dætur. Þær eru: Ingileif, henn- ar maður Guðmundur Jónasson og eiga þau þrjú börn og Iðunn, hennar maður Lúðvík Rúnars- son og eiga þau einn son. 2) Elsa Sæný, fædd 1942 dáin 1974, hennar maður Gylfi Gunnarsson og áttu þau tvö börn. Þau eru: Ásta Sigrún, fyrri maður hennar hét Valgeir Gunnarsson og áttu þau tvö börn. Valgeir lést 1988. Seinni maður Ástu er Jón Stefánsson og eiga þau tvö börn og auk þess á Jón son. Gfsli, hans kona er Anna Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn. 3) Páll, fæddur 1946, dáinn 1990. Hans kona Herdís Halldórsdóttir og ólu þau upp hennar son Þóri Engil- bert. Þórir er búsettur í Noregi giftur Mariönnu Blomfeldt. Þau eiga eina dóttur saman og að auki á hann tvö stjúpbörn. 4) fna Dagbjört, fædd 1950 búsett í Neskaupstað. Hennar maður Víglundur S. Gunnarsson og eiga þau tvær dætur. Þær eru: Sigrún, hennar maður Guð- mundur Kr. Höskuldsson og eiga þau tvö börn, auk þess á Guðmundur dóttur. Dagbjört ógift. 5) Hallgerður, fædd 1952 búsett í Reykjavík hennar maður Árni Hjart- arson. Börn þeirra urðu þrjú, Sigríður sem lést 1997, Guðlaugur Jón og Eldjárn. 6) Friðrik, fæddur 1953 búsett- ur í Svíþjóð, hans kona var Birgitta Lundberg, þau skildu. Börn þeirra eru Gabriella og Filip. 7) Jóhanna, fædd 1956 bú- sett í Neskaupstað, hennar maður Vigfús Vigfússon og eiga þau fjögur börn. Þau eru: Vigfús, Friðrik, Jakob og Jóna Guðlaug. Auk þess á Vigfús son Emil Þór. 8) Hulda, fædd 1958 búsett í Neskaupstað, hennar maður Jón Gunnar Sigurjóns- son og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Sigurjón Gísli, Guðbjörg og Páll. 9) Stefanía Guðbjörg, fædd 1959 búsett í Ástralíu, hennar maður er Gavin Dear og eiga þau þijú börn. Þau eru Zoe Cleopatra, Dagbjartur Tor og Tanya Heiðrún. Afkomendur Sigrúnar og Gísla eru orðnir 43. Faðir Gísla lést þegar hann var á eliefta ári og kom það í hans hlut ásamt systkinum sín- um, að standa fyrir heimili með móður sinni strax og kraftar leyfðu. Hún lést 1939 og sama ár hófu Gísli og Sigrún búskap í Seldal í félagsbúi við tvo bræð- ur hans Jón og Guðlaug. Gísli var bóndi í Seldal til ársins 1986 að hann flutti búferlum út í Neskaupstað að Miðstræti 24 þar sem hann hefur verið bú- settur siðan. Gísli var tvo vetur í Eiðaskóla, vann smátima við ýmis störf, s.s. við Rafveituna á Eiðum, í vegavinnu og við far- kennslu. Gísli var um áratuga skeið í hreppsnefnd Norðfjarð- arhrepps. Útför Gísla fór fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 28. desember. Jarðsett var á Skorrastað. í mínum huga hefur hann pabbi minn alltaf verið eldri maður. Það kemur til af því að ég er yngst í níu systkina hópi og var hann því kom- inn um fimmtugt þegar ég fæddist. Eg get því aðeins getið mér til um Iíf hans fyrir þann tíma, eða byggt það á því sem mér hefur verið sagt, af honum og öðrum. Pabbi fæddist árið 1909 í Seldal í Norðfirði, þar sem hann bjó mestallt sitt líf, eða þar til hann ásamt móður minni og föðurbróður flutti að Miðstræti 24 í Neskaupstað árið 1986, og bjó hann þar til dauðadags. Eins og geta má sér til var lífið ekki allt dans á rós- um fyrir þá sem fæddir voru í upp- hafí þessarar aldar. Ég minnist þess að pabbi segði mér frá því, að þegar hann var 8-9 ára var hann látinn vaka á sumarnóttum yfir Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. túninu til að passa það fyrir ágangi sauðfjár. Sagðist hann hafa verið svo hræddur að hann hefði háskælt af hræðslu við tröll og óvættir. Það var samt engin miskunn og út skyldi hann aftur. Ég ímynda mér ekki að þetta hafí verið gert af mannvonsku. Þetta voru þau ráð sem fólk hafði til að komast af, að börnin væru notuð á þennan hátt til aðstoðar. Þegar pabbi var 11 ára varð hann fyrir því óláni að missa föður sinn. Á þeim tíma var ekki um aðra samfélagshjálp að ræða en að sundra heimilunum. Þeir sem ekki þáðu það voru upp á sína. Heimilið hélt velli, en mikið hefur verið lagt á börnin til að svo gæti verið. Var pabbi næstelstur af fímm systkinum og tel ég að þetta atvik og ábyrgðin sem því fylgdi hafí markað hann ævilangt. Hann var alla tíð haldinn ótta við að missa, sem tók á sig ýmsar myndir, bjóst alltaf við því versta, að eitthvað kæmi fyrir okkur systkinin og þá sem í kringum hann voru. Líf pabba var að mestu leyti líf bóndans, en utan þess má geta að hann fékk tækifæri til að stunda nám á Eiðum í tvo vetur, sem hann minntist með mikilli ánægju og var talinn efnilegur námsmaður. Eins var hann farkennari á Suðurbæjum einn vetur á sínum yngri árum, og að sögn fórst honum það starf vel úr hendi. Er haft eftir einum nem- anda pabba, að hann hafí verið eini kennarinn sem fékk hann með góðu frá sjónum, fjörunni og veiðiskapn- um. Sem unglingur og ungur maður vann pabbi við upp- og útskipanir og fískvinnu úti á Nesi, sem nú heitir Neskaupstaður. Einnig var hann sauðamaður árið 1930 hjá Guðjóni Ármann á Skorrastað. Sumarið 1934 vann hann við lögn rafveitunnar á Eiðum, sumarið 1935 við vegavinnu á Hólmahálsi og veturinn 1934-1935 var hann vetr- armaður hjá Páli Hermannssyni á Eiðum. Af félagsstöríúm má nefna það, að sem unglingur starfaði pabbi heilmikið með ungmennafélaginu Agli rauða. Eins átti hann sæti í hreppsnefd Norðfjarðarhrepps í um 40 ár. Var hann fyrst kosinn árið 1935 eða 1936 og sat þar lík- lega alfarið utan eins kjörtímabils fram til 1980. Ég tel það gæfu mína að hafa alist upp við þær aðstæður sem ég gerði og myndi ekki vilja skipta á því og neinu öðru. í Seldal bjuggu einnig föðurbræður mínir, Jón og Guðlaugur, og má með sanni segja að við systkinin ættum þrjá pabba. Ég fékk að kynnast gamla og nýja tímanum, þar sem hann mættist í Seldal. Þó að tæknin hefði haldið innreið sína var haldið í ýmislegt frá gamla tímanum og var ennþá slegið með orfi og ljá inni á holtun- um, snúið og rakað í garða með höndum, eftir að flest tún voru sléttuð og kominn sjálfhleðsluvagn til að taka upp heyið. Það voru góð- ar stundir, þar sem öll fjölskyldan var saman komin í góðu veðri við að ná heyinu saman. Mig minnir að ég hafi verið orðin 10 eða 11 ára þegar mjaltavélar voru keyptar. Fram að þeim tíma mjólkuðum við með höndum. Ég minnist þess á sumar- morgnum að pabbi kom yfirleitt inn þar sem ég svaf um hálfníuleytið og viðhafði þessi orð: „Stebba mín, það er alveg óskaplegt að þurfa að vekja þig, en mikið væri nú gott ef þú kæmir út í fjós og léttir aðeins undir með okkur.“ Að sjálfsögðu virkaði þessi vorkunnsemi þannig á mig að ég sneri mér á hina hliðina og hélt áfram að sofa, en gaf venju- lega eftir í þriðju tilraun. Ég á mér góðar minningar frá því að sitja fyrir fénu með pabba yf- ir vetrartímann, þar sem hannn hélt því til beitar inni á Oddsdal, í köldum en fallegum veðrum. Fór hann þá með mikið af vísum og kvæðum, því hann kunni ógrynnin öll af þeim. Stundum fannst mér veran á Oddsdalnum fulllöng og var farið að langa heim, en honum var efst í huga að féð fengi fylli sína og var ekkert að flýta sér. Alltaf langaði mig samt aftur með næsta dag. Það var eitthvað seiðandi við þessar yfirsetur. Fimmtudagskvöldin eru mér líka ofarlega í huga. Þá sátum við pabbi í eldhúsinu og hlustuðum á fram- haldsglæpaleikritin í útvarpinu. Ég varð stundum svo hrædd að hann minnti mig á að þetta væri nú bara leikrit. Oft lögðum við á þessum kvöldum sjö stokka kapalinn og mér hálfleiddist hvað hann gekk illa upp hjá mér og tók upp á því að lagfæra spilið aðeins og gekk hann þá næstum alltaf upp. Pabbi hafði orð á því hvers lags velgengni þetta væri hjá mér og þóttist ekkert taka eftir því að ég væri að svindla. Ég man að eitt sinn er við sátum sam- an við þessa iðju, þá segir hann upp úr þurru: „Þegar mamma þín var á berklahælinu settist ég niður að kvöldi og spurði kapalinn hvort hún myndi lifa og koma heim. Ég lagði hann alla nóttina og hann gekk upp kl. 7 um morguninn." Þessi litla saga gaf mér talsverða innsýn í hugarástand hans, þann erfíða tíma er móðir mín átti í veikindum þeim, sem ekki reyndust vera berklar og hún náði sér af seint og um síðir. Eftir að pabbi flutti út á Nes- kaupstað og hafði ekki lengur bústörfín til að hafa ofan af fyrir sér tók hann upp þá iðju að prjóna sokka. Það er skemmst frá því að segja að þessi iðja þróaðist fljótlega upp í það að hann sá öllum sínum afkomendum, sem ekki eru fáir, og tengdabörnum fyrir ullarsokkum næstu 10 árin. Var kappið stundum svo mikið að hann ofgerði sér við prjónaskapinn og prjónaði hann oft sokkapar á dag. Álveg fannst mér það ómetanlegt að þurfa aldrei að hugsa fyrir þessum hlutum, þau 10 ár sem ég bjó í Seldal. Enn eigum við fullar hillur af sokkum, því að alltaf var bætt á okkur og þrátt fyr- ir heita veðráttu hér í Ástralíu gengur Gavin eiginmaður minn aldrei í öðru en ullarsokkum frá pabba. Kannski er með fáum orðum hægt að lýsa því að hjá pabba skipuðu afkomendur hans allir stór- an sess í hjarta hans. Eftir að við bömin vorum flutt að heiman var malltaf eins og týndi sonurinn væri kominn í leitirnar er við komum í heimsókn, svo vel var tekið á móti okkur, jafnvel þótt við værum dag- legir gestir. Mig furðar að vissu leyti á því hvernig er hægt að láta svona mörgum afkomendum, því að hér er jafnt átt við börn, barna- börn, og barnabarnabörn ásamt tengdabörnum, finnast þau öll vera svo sérstök. Þegar ég flutti til Ástralíu fyrir rúmum þremur árum bjóst ég allt eins við að við sæumst ekki aftur í þessu lífi. Það fór þó á annan veg, því sl. sumar kom ég heim ásamt fjölskyldu minni. Fann ég það fljótlega að pabba hafði hrakað mikið á þessum þremur ár- um. Hann hafði átt við sjúkdóminn Alzheimer að stríða í nokkur ár og hafði hann ágerst mikið, ásamt því að líkamlegt þrek fór þverrandi. Áttum við þrátt fyrir það góðar stundir með honum, og alltaf þekkti hann okkur Gavin, og oftast börnin. Við getum glaðst yfír því nú. Einnig varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi sl. sumar að fá í heimsókn barnabörnin sín frá Svíþjóð og veit ég að það var hon- um mikils virði. Mér er efst í huga á þessari stundu óendanlegt þakklæti, eða eins og segir í sálminum: Mai'gs er að minnast margs er að sakna Guði sé lof fyrir liðna tíð. Elsku mamma, Nonni, systkini og fjölskylda. Þrátt fyrir að langar vegalengdir skilji okkur að er hug- urinn að fullu heima. Dagur er að kveldi kominn. Þreyttur gamall maður hefur lagst til hvílu að af- loknu góðu dagsverki. Við hljótum hans vegna að gleðjast yfir um- skiptunum. Eftir standa minning- arnar til að orna sér við. Þess óska ég að guð og gæfan fylgi pabba mínum á þeirri vegferð sem framundan er. Stefanía Gísladóttir. Okkur langar að segja nokkur orð um hann afa okkar. Hann var mjög góður maður, alltaf góður við okkur krakkana. Þegar við komum í heimsókn sat hann oftast og lagði kapal eða prjónaði sokka. En hann gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur um allt og ekkert. Og svo þurftum við alltaf að fá nóg að borða. Næst þegar við komum í Miðstræti 24, þá verður afi ekki þar lengur, og það fínnst okkur sorg- legt. Við vonum að afa okkar líði vel þar sem hann er núna og biðjum Guð að geyma hann. Við biðjum líka Guð að geyma ömmu og Nonna og alla sem syi-gja hann. Zoe Kleópatra Gavinsdóttir, Tanya Heiðrún Gavinsdóttir og Dagbjartur Tor Gavinsson. Það var sumarið 1972 sem ég sá Gísla Friðriksson tengdaföður minn í fyrsta sinn. Ég tók mér sum- arfrí í miðjum heyskap á Tjörn í Svarfaðardal og hélt austur til Norðfjarðar að heimsækja kærust- una sem ég hafði kynnst veturinn áður suður í Reykjavík. Ég hafði aldrei komið í þetta byggðarlag fyrr og það var eftirvænting í mér þegar ekið var um Oddsskarð og niður Oddsdal. Fljótlega blasti bærinn í Seldal við á vinstri hönd, innsti bærinn í sveitinni, með rækt- arleg tún beggja vegna Seldalsár- innar sem rann með fossaföllum út dalinn. Ég fór ekki rakleitt í hlað, mín var vænst niðri í Neskaupstað en daginn eftir var ekið heim í dal- inn til að kynna mig fyrir fólkinu. Ég fékk afar hlýlegar viðtökur og Gísli bauð mig velkominn með kankvíslegu brosi. Mér leist strax vel á hann, þennan þéttvaxna, óheflaða sveitamann, og hafi honum litist illa á mig þá leyndi hann því vel. Ég gerði samt ráð fyrir að svo væri, enda hafði mér verið kennt að feðrum litist jafnan illa á er þeir hittu verðandi tengdasyni í fyrsta sinn. Heimilið var mannmargt. Þau hjónin, Gísli og Sigrún, bjuggu þar með Jóni og Guðlaugi, bræðrum Gísla. Börnin voru níu, þau yngri á unglingsaldri en hin eldri gift og farin að heiman. Þó ekki langt, því öll bjuggu þau á Neskaupstað og voru alltaf með annan fótinn heima á æskuheimilinu. Samheldnin ein- kenndi þetta fólk og hefur alla tíð gert. Ef til vill á það rót sína í því að Gísli missti föður sinn ungur og varð eftir það að standa fyrir búi ásamt móður sinni og systkinum með ábyrgð elsta sonar á herðum sér þótt hann væri vart af barns- aldri. Slíkt eflir oft samkenndina. Ég kunni strax vel við heimilis- braginn, þar var líf og fjör og andrúmsloft sem lagðist vel í mig. Gísli, og þeir bræður allir, voru bændur af lífi og sál. Sauðfjárrækt var þeim sérstakt áhugamál, enda áttu þeir afburða fjárstofn og í Sel- dal eru sauðlönd góð, kjarri vaxinn hálsinn utan bæjar, grasgefnar mýrar inn með ánni, lyngheiðar of- ar og kjarnmikill háfjallagróður efst í hlíðum. En þeir höfðu líka kýr, hunda og gæsir. Og kalkúnar spígsporuðu meira að segja um bæjarhlaðið. Það var mér nýlunda, hér var fjölbreyttari búskapur en ég átti að venjast heima í Svarfað- ardal. Eldhúsið var miðpunktur heimilisins. Þar var oft mikið um að vera, útvarpið jafnan nokkuð hátt stillt og heimilismenn ekki hljóðlát- ir að eðlisfari. Fylgst var með frétt- um og enn betur með veðurfregn- um, það var kallað að taka skeytin, og síðan var spáð í útlitið. Seldælir voru áhugamenn um veður og mundu tíðarfar undangenginna áratuga ótrúlega vel. Þeir voru afar veðurglöggir og gátu sagt fyrir um veðrahrigði í fírðinum með miklu meiri nákvæmni en Veðurstofan gerði. Landsmálin voru líka rædd og krufín til mergjar og þá hitnaði stundum í kolunum. Þeir bræður voru framsóknarmenn og létu eng- an komast upp með neinn moðreyk í pólitík. Þjóðleg fræði voru í há- vegum höfð á heimilinu, Gísli var fróðleiksmaður og hélt til haga í munnlegri geymd sögum og kveð- skap úr byggðarlaginu. Það var gaman að heyra hann segja frá. í talsmátanum brá fyrir gömlu aust- fírsku orðfæri, sjaldgæfum orð- myndum og jafnvel flámæli, leifum af horfínni mállýsku. Gísli vildi þó oftast að Sigrún húsfreyja segði sögurnar, enda var hún og er enn sagnameistari sem á fáa sína líka. Gömul atvik, tilsvör og sögur lifna svo við á vörum hennar að unun er á að hlýða. Það var mikið hlegið í eldhúsinu í Seldal. Þegar ég ók um Oddsskarð eftir þessa fjTstu heimsókn mína í dalinn fann ég að ég hafði algerlega fast land undir fótum. Hér var fólk og menning sem mér hafði ungum verið kennt að meta hátt. Gísli var hógvær maður og ekki gjarn á að trana sér fram. Hann var ekki gefinn fyrir ferðalög, fjölda- samkomur eða mannamót yfírleitt. Þrátt fyrir það þekktist ekki deyfð eða lognmolla þar sem hann var og mannlífið dafnaði í kring um hann. Hann var ör í skapsmunum, oft hnyttinn í tilsvörum og með skop- skyn gott. Höfðingi var hann heim að sækja og tók öllum af sama rausnarskap sem sóttu hann heim, jafnt háum sem lágum, ungum sem öldnum. Seldalsheimilið var mið- punktur ættarinnar meðan Gísli og Sigrún bjuggu þar og þar var miðja heimsins í augum barnabarnanna og barnabarnabarnanna og þegar þau fluttu til Neskaupstaðar fluttist hún með þeim þangað. Nú er Gísli Friðriksson fallinn frá í hárri elli og hans mun saknað en hans mun líka jafnan verða minnst með þeirri gleði sem góðar minningar veita. Og miðja heimsins stendur enn í Miðstræti 24 þar sem þau búa Sigrún og Jón bróðir Gísla og þar sem andi hans sjálfs svífur yfír vötnunum. Árni Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.