Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 23 NEYTENDUR Skífan stækkuð um 500 fermetra VERSLUNIN Skífan við Lauga- veg verður form- lega opnuð um næstu helgi eftir miklar breytingar og stækkun um 500 fermetra. Búðin sem var áð- ur í 300 fermetra húsnæði hefur nú 800 fermetra til umráða. Um 30.000 titlar verða á boðstólum í breyttri verslun. Að sögn Helgu Hilmarsdóttur, eiganda Skífunnar, býður verslun- in, sem er á tveimur hæðum, upp á stóra tölvuleikjadeild þar sem hægt er að fá leiki bæði í PC tölvur og Playstation. Hún segir að þar sé til dæmis hægt að nálgast um 300 mismunandi leiki í Playstation leikjatölvur. Þá eru innréttingar í búðinni nýjar, hannaðar af enska fyrir- tækinu Design Solution sem hefur að sögn hennar mikla reynslu í að hanna útlit verslana sem þessar- ar. Öll aðstaða fyrir viðskiptavini til að nálgast vörurnar hefur gjör- breyst og að sögn Helgu hefur plássið til að hlusta á tónlist einnig verið stækkað mikið. Hún bendir á að stolt verslunarinnar sé klassíska deildin. Sú deild segir hún að sé einstök því þar sé hægt að loka sig af og hlýða í rólegheitum á sígilda tóna. Úrvalið þar hefur verið aukið til muna. Auk tölvuleikjadeildarinnar í Skífunni og tónlistardeildar er þar einnig sérstök myndbandadeild og deildin sem selur DVD mynddiska stækkar ört. Helga segir að Tal sé með útibú í Skífunni við Laugaveg þar sem hægt er að nálgast alla þjónustu og kaupa vörur fyrirtækisins. Þá er bein útsending frá útvarpsstöðinni Mono í versluninni. Skífan hefur verið opin lengur en gerist og gengur undanfarin ár. Helga segir að opið sé til klukkan 22 öll kvöld vikunnar. Hún bendir á að þessi afgreiðslutími hafi gefist vel, enda sé Skífan afþreyingar- verslun og fólk komi í rólegheitum á kvöldin til að skoða það sem í boði er. Formleg opnun verður um næstu helgi og af því tilefni verða ýmsar uppákomur og margvísleg tilboð í versluninni bæði á laugar- dag og sunnudag. Verslunarstjóri í Skífunni við Laugaveg er Asgeir N. Asgeirsson. Kaffístofa Norræna hússins 30 ára Föstu viðskiptavinirnir lesa norrænu dagblöðin Morgunblaðið/Ásdfs STARFSSTÚLKUR kaffistofunnar frá vinstri: Kristín Eggertsdóttir, Sigríður og Guðrún Gunnarsdætur. KAFFISTOFA Norræna hússins var opnuð árið 1968, sama ár og Norræna húsið hóf starfsemi sína í Reykjavík. Að sögn Kristínar Eggertsdóttur sem hefur starfað á kaffistofu Norræna hússins næstum öll árin er kaffistofan með þeim elstu í Reykjavík. „Ivar Eskiland fyrsti forstjóri Norræna hússins hugsaði kaffi- stofuna í byrjun fyrir starfsfólk og gesti þess. Hann sá hinsvegar fljótt að margir myndu heimsækja húsið og ákvað þá í samráði við starfsfólk og stjórn hússins að opna kaffistofuna fyrir almenn- ing.“ Kristín segir að reksturinn hafi gengið mjög vel um árin og sér hefur fundist skemmtilegt að starfa þarna og kynnast þeim fjölda fólks sem venur komur sín- ar á kaffistofuna. „Við höfum átt okkar fastagesti um árin sem koma þá gjarnan daglega eða um helgar. Dagblöð frá öllum Norð- urlöndunum koma daglega með flugi og liggja frammi á kaffistof- unni.“ Hún segir að þeir sem aðallega nýti sér þessa þjónustu séu þeir sem eru við nám eða vinnu á Norðurlöndum og vilja fylgjast með því sem er að gerast hjá frændþjóðunum. Auk þess kemur fjölskyldufólk gjarnan um helgar í tengslum við þær sýningar sem eru í húsinu. Kristín segir að veitingarnar séu fjölbreyttar, boðið er til dæm- is upp á smurt brauð og heima- bakaðar kökur, fisk, súpur og kjötrétti. Þá er einnig boðið upp á grænmetisrétti og síldarrétti. Hún telur að heimabökuðu kök- umar hafi notið mestra vinsælda um árin að öllu öðru ólöstuðu. „Við erum líka nokkuð stolt af því að um síðustu mánaðamót varð kaffistofan reyklaus. Þá erum við komin með ný húsgögn en í tilefni af 30 ára afmæli Norræna hússins voru þau endurnýjuð. Húsgögnin eru hönnuð af finnska arkitektin- um AJvar Asalto eins og sjálft Norræna húsið. Við báðum Kristínu að gefa les- endum uppskrift að einhverri gómsætri köku sem hefur notið vinsælda um árin. Eplakaka varð fyrir valinu. Eplakaka 200 g smjör 200 g sykur 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ______________3 egg______________ 4-6 epli kanill Smjör og sykur er hrært ljóst og létt og síðan er einu og einu eggi bætt í. Hveiti sigtað í deigið og lyftiduftið. Deigið sett í hringlaga form og eplin skorin í báta og þeim raðað ofan á. Kanil stráð yf- ir. Bakað við 180° í um klukku- stund. Borið fram með þeyttum rjóma. Árnes Apó- tek og Lyfja í samstarf LYFJA hf. keypti í síðustu viku 50% hlutafjár í Arnes Apóteki á Sel- fossi af Sigfúsi Kristinssyni. „Tilgangurinn með þessum breytingum er að koma apótekinu í samstarf við sterka aðila sem njóta góðra kjara hjá heildsölum og öðr- um sem apótekin skipta við“, segir Helgi Sigurðsson lyfsali og annar eigandi apóteksins. „Við teljum að viðskiptavinir okkar muni njóta góðs af þessu samstarfi og við mun- um geta boðið verð sem er sam- bærilegt við það sem best gerist." Helgi segir að með þessum breyt- ingum fái Arnes Apótek aðgang að ýmiskonar fræðsluefni sem Lyfja lætur útbúa, vöruúival verður sam- ræmt og samstarfið mun einnig ná til starfsmannahalds, gæðamála og fleiri sviða. ,Apótekakeðjur eru að myndast og þær njóta hagkvæmni stærðar- innar. Lyfja er frumkvöðullinn í lækkun lyfjaverðs á Islandi og brautryðjandi í þeim breytingum sem hafa orðið i lyfsölu undanfarin ár.“ Helgi telur að þetta séu kafla- skipti í rekstri Árnes Apóteks og að uppbyggingarstarfinu sé nú lokið. Apótekið rekur nú sex útibú í Ár- nessýslu, í Laugarási, á Flúðum, Eyrarbakka, Stokkseyri og tvö úti- bú á Laugarvatni. Þá sér apótekið um þjónustu við ýmsar stofnanir í sýslunni og þjónustar m.a. eitt dval- arheimili í Reykjavík. Sérstök náttúru- og heilsuvörudeild hefur verið opnuð í apótekinu." Samhliða þessum breytingum hafa eigendur Árnes Apóteksins keypt hluta af húsnæðinu sem apó- tekið er í, við Austurvegg 44. Helgi Sigurðsson keypti ennfremur 20% hlut Kristins Sigfússonar í apótek- inu. Eigendur Árnes Apóteks eru nú Helgi Sigurðsson lyfsali og Lyfja með 50% hlut hvor. 6AMLIGÓDIHOOVER Á NÝJU GÓDU VERÐI Hinar vönduðu HOOVER ryksugur verða seldar á sérstöku ingarverði næstu daga. Margar gerðir. Mjög góð vara. Lattu gömlu, þreyttu ryksuguna skila síðasta hlutverki sínu meðsóma. WPÍEíka Afísws Kom d með hana gomlu yksuguna seœ “PPigreiðsl °S notaðu Verðgildi hennar við kaup HOOVER ryksugu getur verið frá 2500-6000 kr. eftir þvíhvaðategunder keypt , ogan 'IOOVER fyrir Wm kotnd W þú kröft /» ■dit ekki bara 'yksugu kústinn með gamla s°pmn skúrin eða ga noppuna. PFAFF4 ÁÍSLANDI 1929*1999 cHeimilisUekjaverslim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 333 2222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.