Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 53. um og sá þá að á bátnum voru Gunnlaugur á Sauðá og Þorgeir sonur hans. Erindi Gunnlaugs var að biðja mig að koma með þeim feðgum yfír fjörðinn til að skoða verbúðarrústir sem eru í svonefndri Fögruvík á Heggstaðanesi en þaðan var stundað útræði á öldinni sem leið. Eg var strax til í þetta og fór í bátinn til þeirra. Við lentum í vík- inni og fundum staðinn þar sem búðirnar höfðu verið en veggir þeirra voi-u að mestu signir í jörð. Við dvöldum þarna góða stund og ræddum um lífið í verbúðunum í fyrri daga og ýmsar sagnir um sjó- sókn og aflabrögð. Ég fann það sem ég raunar vissi áður að þetta var Gunnlaugi hugljúft umræðuefni. Þegar Gunnlaugur kvaddi mig að þessu sinni þakkaði hann mér af al- úð samfylgdina en sagði um leið að nú styttist óðum í sinn síðasta loka- dag. Hann kom ári seinna. Gunn- laugur hafði unnið við heyhirðingu með sonum sínum, veiktist um kvöldið og var allur áður en nýr dagur rann. Þetta voru verðug ævi- lok mikils starsfmanns. Það verður enginn héraðsbrestur þótt gamall bóndi kveðji. Þorgeir og Sverrir voru fyinr löngu komnir í burtu og höfðu stofnað heimili. Hin- ir bræðurnir, Jón og Ellert, héldu áfram búskapnum á Sauðá. Ellert kvæntist og flutti í nýja húsið með fjölskyldu sína en Sigríður var áfram í gamla húsinu og var Jón þar hjá henni. Stundum var hún þó ein því Jón var töluvert í vinnu utan heimilis. Margir gestir komu til hennar og nutu sömu hlýjunnar og gestrisninnar sem áður. Hún naut þess að geta dvalið sem lengst á sínu heimili. Heilsa Sigríðar bilaði smám sam- an og að lokum varð hún að fara á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Þar fékk hún góða umönnun og fyrir það var hún mjög þakklát. Hún átti þó dálítið erfitt með að sætta sig við þessa breytingu og þráði alltaf að komast í húsið sitt á Sauðá og geta veitt öðrum hjálp og þjónustu eins og hún hafði gert á langri ævi. Nú eru þessi heiðurshjón horfin yfir móðuna miklu. Við Haildóra þökkum þeim tryggð og vináttu og biðjum þeim guðs blessunar á nýj- um vegum. Sonum þeirra svo og öðrum ættingjum sendum við sam- úðarkveðjur. Ólafur Þórhallsson. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl,- is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi-ein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR + Björg Aðalheiður Jónsdóttir fæddist á Ísafírði 24. maí 1915. Hún lést_ á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði 21. des- ember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Isafjarðar- kirkju 29. desember. Minningar um liðna daga rifjuð- ust upp við andlát móðursystur okkar, Boggu. Björg A. Jónsdóttir andaðist 21. desember 1998 á sjúkrahúsi ísafjarðar. Bogga, eins og hún var alltaf kölluð, var sam- nefnari allra ættingja okkar fyrir vestan. Við minnumst góðra stunda í heyskap hjá afa á Hlíðarenda. Ósjaldan var kvöldunum eytt uppi hjá Boggu, þar var sungið undir forystu Steinu. Mikið fannst okkur til þessara stunda koma. Síðan var það kvöldkaffi hjá Boggu. Fyrir svefninn var notalegt að horfa yftr fagi’an Isafjörð úr glugganum á kvistherberginu. Oft kom Bogga suður til að hitta eiginmann sinn, Einar, sem var var um tíma í sigl- ingum milli landa, fannst okkur æv- intýi-aljómi fylgja þeim. Ættarmót sl. sumar þökkum við af alhug, það voru börn Boggu sem höfðu veg og vanda af öllu tilstand- inu. Þessi helgi var vel heppnuð og þar gátum við litið til Boggu á Hlíð- arenda. Þar sást enn og aftur sam- heldni fjölskyldunnar og sannast að margar hendur vinna létt verk. Móttaka í Seljalandsdal, samveru- stundir með söng og gleði, skoðun- arferðir og margt, margt fleira eig- um við til minningar. Hjarta þitt var hlýtt og gott, hugurinn rór og mildur, fas þitt allt bar fagran vott um fómarlund og skyldur. Trúin var þitt traust og von, trú á fóður hæða, trú á guð hinn góða son, er gekk um til að fræða. Heimilið var heimur þinn, heimurstarfsogvona, þama gekkstu út og inn sem ung og dáðrík kona. Nægjusöm og nýtin varst, að nema reynslan kenndi, gleði starfs úr býtum barst og bam á hvorri hendi. (Valgeir Helgason) Þökkum samfylgd og fallegar minningar. Blessuð sé minning hennar. Þorgerður Ester, Anna Sigríður, Jón Grétar og Gunnsteinn, Kópavogi. LEGSTEINAR A TILBOÐI 15 - 30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af letri og skrauti. 15 ARA Cjranít1 Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 GUÐBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR + Guðbjörg Sigmundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1951. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 29. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 5. febrúar. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjaUhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa. Meðan sólin í djúpinu ber. Og ef til vill dreymir þá eitthvað. Sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Elsku Gauja okkar. Með bjart bros og faðminn opinn, þannig minnumst við Gauju, maður kom aldrei til Biddu öðruvísi en að fá faðmlag og fuUt af kossum frá henni, veröldin væri rík ef fleiri Gaujur væru til. Við kveðjum þig með söknuði. Elsku Bidda og aðrir aðstendur, við sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg og Björn Þór. + Ástkær faðir okkar, afi og bróðir, INGVALDUR BENEDIKTSSON frá Vík í Mýrdal, búsettur á Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn, hefur verið jarðsunginn í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum þeim sem sýndu hlýhug og samúð. Vilborg Ingvaldsdóttir, Erlendur Ingvaldsson, Svana Ingvaldsdóttir, Sigurbjörg Benediktsdóttir og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓNSSON forstjóri, Þingvallastræti 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Fjölskyldan biður þá, sem vilja minnast hans, að láta Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri njóta þess. Kristín Kristjánsdóttir, Simon Magnússon, Anna María Kristjánsdóttir, Ágúst Már Ármann, Jón Kristján Kristjánsson, Heiðrún Jónsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Helgi Magnús Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför, HÖGNA BJÖRNS HALLDÓRSSONAR, Selbrekku 17, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum og hjúkrunarfólks Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Steinunn Karlsdóttir, Halldór Karl Högnason, Unnur Þóra Högnadóttir, Hrefna Björnsdóttir og systkini. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR B. RAFNAR, Miðleiti 7, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 11. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Halldóra J. Rafnar, Baldvin Tryggvason, Ingibjörg Þ. Rafnar, Þorsteinn Pálsson, Ásdís J. Rafnar, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdadóttur og dóttur, LÁRU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Vesturgötu 158, Akranesi. Frímann Jónsson, Jón Frímannsson, Fanney Frímannsdóttir, Erna Frímannsdóttir, Jón Frímannsson, Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur M. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.