Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 60
80 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Bollur fyrr og nú Kristín Gestsdóttir leitaði að bollum í fyrstu matreiðslubók sem kom út á Islandi árið 1800 og fann þessa ef einhver hefur áhuga á að prófa: VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ert þú einmana? EFTIR að ég komst í hóp fráskilinna og tók að venja komur mínar á öld- urhúsin, þar sem lengi hefui- þótt líklegast að finna sér félaga í svipaðri stöðu, gerði ég mér grein fyrir því hversu umfangs- mikið og alvarlegt vanda- mál einhleypra og fráskil- inna er orðið. Eg hef víða farið og leitað hófanna t.d. á Kaffi Reykjavík, Kringlukránni og Hótel Sögu í höfuðborginni, Fjörukránni í Hafnarfirði eða Ránni í Keflavík svo fáeinir staðir séu nefndir. Það vill einkenna alla þessa staði að gestirnir sækja þá ekki heim í neinu magni fyrr en nokk- uð er liðið á nýjan dag. Fram undir lok dansleiks- ins klukkan þrjú, fjölgar svo drukknu og villuráf- andi fólkinu í leit að fé- laga fyrir nóttina, að það er með hreinum ólíkind- um. Örvænting karla og kvenna lýsir sér í auknum áfengiskaupum, þegar reynt er til þrautar að efla kjarkinn til að nálgast einhvern álitlegan maka. Hin yfirgengilega feimni fólks og óttinn við höfnun er ástæða þess að fólk leitar í æ ríkari mæli aukins kjarks hjá Bakkusi þegar það er í makaleit, jafnvel þótt vitað sé að mórallinn sæki að manni næstu daga og valdi því að hann eða hún áræðir ekki að endurnýja kynnin við nætui'félagann, því feimnin og óttinn við höfnun eru svo rík í okk- ur. Það verður síðan ekki fyrr en eftir dúk og disk, er bæði verða aftur í óeðlilegu ástandi, undir áhrifum, að kynnin verða ef til vill endurnýjuð aðra nótt. Það slær mann i hvert sinn er stúlkur, sem á ytra borði virðast geisla af sjálfstrausti, rjúka beint á barinn eftir inn- komu og panta tvo til þrjá snafsa af ódrýgðu áfengi. Þessu skeUa þær í sig á „nótæmi" með tUheyrandi grettum og fettum. Astæðan er vitaskuld sú að þær eru að finna sér kjarkinn til að geta gefið einhverjum áhtlegum undir fótinn sem kynni jafnvel að vera sú ást sem við öll erum að leita eftir. Ef þær aðeins vissu, þess- ar elskur, að samskonar tilfinningar bærast í okk- um körlunum, því að manneskjan er félagsvera og vill í lengstu lög forð- ast einmanaleikann. Við viljum öll hafa félaga okk- ur við hlið tU að deUa bæði gleði okkar og sorgum. Okkur er mikdll vandi á höndum, bræður og syst- ur. Hvað getum við gert, áður en feimni hvors kynsins við annað flejdir samfélaginu sem við erum svo stolt af til andskotans með manni og mús? Fólk þorir vart að ræða saman um sínar innstu tU- finningar, sé viðmæland- inn af andstæðu kyni, en kvisast hefur að í sauma- klúbbum sé allt látið flakka. Saumaklúbbslaus- ir karlarnir sífellt í met- ingi hver við annan loka tilfinningarnar hinsvegar djúpt í hugarfylgsnum sínum, þar sem þær ná að brenglast og afskræmast. Afleiðingin lýsir sér oft í ofuráfengisdrykkju eða öðrum öfuguggahætti. Undirritaður auglýsir hér og nú efth' hugmynd- um að lausnum sem vh'ka fyrir okkm- feimna, hlé- dræga fólkið sem er í makaleit. Ólafur Þór Eiríksson. Tapað/fundið GSM-sími af gerðinni Ericson tapaðist á Iðn- skólaballi á veitingahús- inu Inferno í nóvember sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 553 0711. móti einum pela af ósúr- um rjóma, er tekin ein sleif af smjöri. Þetta sjóði saman í litlum potti, og þegar það vel sýður, hrærir maður vel í pottinum með hægri hendi, með lítilli byrki- þvöru (sem er með bjúg- um örmum, af hvörjum börkurinn sé af-fleg- inn svo ekki hafi smekk af byrkinu), en melur með hinni svo mikið hveitimjöl niður í pottinn, sem vellingur þessi getur tekið við, uns hann í miðj- unni er orðinn eins og grautar- klumpur, og losnar bæði frá botninum og utan við, og er þá hætt. Nú er deiginu hvolft í tré- skál, 4 egg tilætluð með hvítu og blómum, eða í þeirra stað lítið af brodd-mjólk, þá til er, en eitt látið í senn, og í hvert sinn hrært vel og jafnt í deigið, og loksins, ef til er svo mikið af steyttu Múskat-blómi sem halda má milli þriggja fingra, ásamt nokkrum þvegnum kórennum, sem eins og eggin hrærast vel í deigið með þvör- unni, eður og tré-sleif. Svo er sleifinni dýft vel niður í súpuna sjóðheita, og í flýtir síðan tekið með henni svo mikið deig úr skálinni, sem ætlað er í eina bollu (hver þeirra að stærð, sem svari 2ur eða 3ur munnbitum), en ofan af deiginu í sleifinni er strokið slétt við barminn á skálinni. Síðan eT sleifinni með deiginu í, haldið svo lengi á grúfu niðri í súpinni, þangað til bollan dettur sjálf úr henni; þannig eru allar boL urnar myndaðar, og sleu- inni í hvert sinn dýft vel í súp- una, fyrr enn bolluefni nýtt sé í hana tekið, því annars vill deig- ið loða við.“ Athygli vekur að þessar boll- ur eru soðnar í kjötsúpu sem engum dytti í hug nú, en engir bakarofnar voru til á Islandi ár- ið 1800 þegar þessi matreiðslu- bók kom út. Bolludeigið líkist mikið nútíma vatnsdeigsbollu- deigi þótt notaður sé rjómi í stað vatns. Eg prófaði að baka þessar bollur í bakarofni, þær voru mjög bragðgóðar en lyftu sér ekki vel. I vatnsdeigs- bollum er það gufa vatnsins í deiginu sem lyftir bollunum en í þessum er rjómi í stað vatns. A titilsíðu fyrr- nefndrar matreiðslubókar stendur að bókin sé „fyrir heldri manna hús-freyjur“. Þær notuðu rjóma en við hinar not- um bara vatn. Bolludagsbollur _____________um 35 st.___________ _________100 q smjörlíki_________ ___________2'A dl vatn___________ ___________150 q hveiti__________ _______3 stór eða 4 lítil eqq____ l-IVí peli rjómi________ _______qóð sulta________ 50-100 q hjúpsúkkulaði 1. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í 190°C. 2. Bræðið saman smjörlíki og vatn í litlum potti. Setjið allt hveitið út í í einu og hrærið saman. Þetta verður þéttur klumpur. Kælið. 3. Setjið deigklumpinn í hrærivélarskál og hrærið eitt egg í einu út í og hrærið vel á milli. 4. Setjið deigið á bökunar- pappír með teskeið eða setjið í sprautupoka með víðum stút. Hafið gott bil á milli. 5. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 20 mínútur. Opnið ekki ofninn fyrstu 10 mín- útumar, þá geta bollumar fallið saman. Kælið boll- urnar. 6. Setjið súkkulaðið í únfalt lag á eldfastan disk jða skál og setjið í 70°C uakarofn, súkkulaðið bráðnar á 7 mínútum. Smyrjið yfir boll- urnar. Athugið, þetta er auð- veldasta aðferð við að bræða súkkulaði. 6. Skerið bollurnar í sundur, þeytið rjómann og fyllið þær með sultu og rjóma. Athugið: Þeir sem vilja geta sett búðing í bolluraar. Gott er að setja rjóma saman við búð- inginn. Hafa ber í huga að ekki er gott að setja fleiri egg í deigið en tiltekið er í uppskrift. SKAK (Jmsjón Margcir Pétursson ÞEKKTASTI skákmað- ur Hollendinga, Jan Timman (2.645), var far- sæll í hróksendatöflum sínum á Hoogovens stór- mótinu um daginn. í þessari stöðu var landi hans Dmitri Reinder- 70. Hb7! og Reinder- mann varð að gefast upp, því 70. - Hxc6 71. Hh7 er mát! mann (2.540) að enda við að leika 69. - Kh5-h4?? í stöðu þar sem úrslitin vora engan veginn ráð- in. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI // 7/ann er a?5 picUa,-" Víkverji skrifar... VÍKVERJI kemur víða við. Hann á líka marga kunningja og vini. Einn þeirra benti honum á að á endurhæfingardeild Borgar- spítalans við Grensás hefði orðið ótrúleg breyting á aldri fólks sem því miður þyrfti að dvelja þar. Fyrir lögleiðingu bílbelta og þá hvatningu sem var á sínum tíma var alltof stór hluti þeirra sem þar sátu í hjólastólum misilla farið fólk á aldrinum 18 til 20 ára. Yndislegt ungt fólk sem hafði orðið fyrir því óláni að slasast illa í bílslysum, í flestum tilfellum vegna þess að ör- yggisbelti vora ekki notuð. Nú er öldin önnur. Því miður þarf margt fólk að njóta þeirrar frábæru að- hlynningar sem þar er veitt, en hlutfall ungs fólks og fórnarlamba umferðarslysa er hverfandi miðað við það sem áður var. Þökk sé bíl- beltum. Víkverji þekkir mikilvægi þeirra af eigin raun. x x x x IÞROTTIR eru mikilvægar fyrir margar sakir. Það er hverju barni gott að alast upp í anda íþrótta og heilbrigðs lífernis, en allt getur gengið út í öfgar. Vík- verji þekkir dæmi um það að böm séu í svo stífum æfingum að nánast öll kvöld og allar helgar séu frá- tekin í æfingar og leiki. Tíminn til að vera með pabba, mömmu, afa og ömmu og hinum systkinunum er lítill. Það liggur við að allir í fjölskyldunni þurfi að aðlaga líf sitt út frá þeim gífurlega þrýstingi sem á börnin er lagður. Þau skulu ná árangri. Það er ráðinn þjálfari, sem verður að ná árangri, annars verð- ur hann rekinn. Niðurstaðan verð- ur sú að krakkar um tíu ára aldur- inn eru ekki aðeins þreyttir og út- keyrðir - námið situr jafnvel á hakanum - heldur fjölskylda þeirra líka, sem þarf ekki aðeins að laga allt að þessari miklu kröfu, heldur líka punga út með morð fjár í æfingagjöld og íþróttabúnað. Það má segja að íþróttir efli alla dáð, en öllu má líka ofgera. x x x x ASGEIR Sverrisson skrifaði af- ar góða viðhorfsgrein í Morg- unblaðið í síðustu viku. Burtséð frá frábæram stílbrögðum sem minna á George Orwell og Hans Christian Andersen hefur hann mikilvægan boðskap að færa okk- ur. Forsjárhyggja stjórnvalda gengur einfaldlega út í öfgar. Það gengur ekki að vera með stöðug boð og bönn. Hver og einn verður að ráða því hvort hann reykir, safnar bumbu eða neytir einhvers í vanhófi eða óhófi. Víkverji, sem hér spjallar við lesendur Morgun- blaðsins, reykir ekki. Hann er þeirrar skoðunar að hver og einn verði að ákveða hvort hann vill reykja eða ekki, hvort hann nenn- ir að fara út að hlaupa til að halda aftur af láréttum vexti líkamans eða í raun hvað sem er. Það er réttur hverrar manneskju að mis- nota líf sitt og líkama, það er rétt- ur yfirvalda að benda hverjum og einum á að hægt sé að fara betur með sig. Að banna fólki með lög- um að reykja er hrein og bein heimska. Okkur sem ekki reykjum þykir gott að vera laus við ósómann, en að úthýsa góðu starfsfólki fyrir það eitt að það kýs að reykja er út í hött. A stór- um vinnustöðum er það sjálfsagt að banna reykingar í almenningi, en það er jafnsjálfsagt að gefa þeim sem vilja verða eins og gott hangikjöt aðstöðu til þess að verða það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.