Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Börn voru meðal fórnar- lamba mannréttindabrota í stjórnartíð Pinochet spænski HINN 16. október á síðasta ári, eftir 25 ára baráttu, eygðu fórnar- lömb mannréttinda- brota í Chile í fyrsta sinn von um að réttlæt- ið næði fram að ganga. Augusto Pinochet var handtekinn. Breska lávarðadeildin hefur ekki enn tekið endan- lega ákvörðun um framsal hershöfðingj- ans. Fulltrúar chilesku ríkisstjórnarinnar hafa tekið afstöðu með Pin- ochet og stuðla með því að refsileysi sem viðheldur vítahring mannréttindabrota. Akærumar, sem saksóknarinn hefur lagt fram, tengj- ast þekktum glæpum sem íramdir voru á tímum herforingjastjórnar- innar í Chile. Þessi brot fyrnast ekki. Refsileysi hefur viðgengist í Chile. Sýnt hefur verið fram á að DINA, leyniþjónusta herforingjastjórnar- innar, ber ábyrgð á meira en 2.000 málum þar sem gróf mannréttinda- brot voru framin. Um 5.000 kvartan- ir og kærur hafa verið lagðar fram vegna mannréttindabrota í Chile frá árinu 1973, þó hafa einungis 12 mál leitt til formlegrar ákæru og dóms. Ástæða þessa eru sakaruppgjafarlög sem Pinochet setti í stjórnartíð sinni og tryggja að dómstólar í Chile geta ekki tekið fyrir mannréttindabrot sem áttu sér stað á fyrstu árum í valdatíð herforingjastjórnarinnar. Arum saman hafa alþjóðasamtök hvatt til þess að yfirvöld í Chile geri nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt sé að draga hina ábyrgu fyrir dóm. ítrekuð tilmæli frá Mannréttind- aráði Sameinuðu þjóðanna um að þeir sem bera ábyrgð á pyndingum, „mannshvörfum" og öðrum mann- réttindabrotum í Chile verði ákærðir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hafa verið hundsuð, það sama á við um tillögur fi*á svæðisráði um mannréttindi í Amerík- uríkjum (Inter-Americ- an Commission on Human Rights). Þrátt fyrir yfirlýsing- ar núverandi Chile- stjórnar um að réttað skuli í máli Pinochets í Chile, hefur ríkisstjórin ekkert aðhafst til að tryggja að svo geti orðið, en slík málssókn er óframkvæmanleg í Chile nema sakarupp- gjafarlögunum frá 1978 verði aflétt. Tilraunir Chile- stjórnar til að koma í veg fyrir rétt- arhöld yfir Pinochet eru til skammar Mannréttindabrot Amnesty International krefst þess að laga- klækir verði ekki til þess, segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, að Pin- ochet komist hjá því að svara til saka fyrir þá glæpi sem framdir voru á tíma herforingja- stjórnarinnar. fyrir stjómina og í andstöðu við yfir- lýsingar hennar um vemdun og framgang mannréttinda í Chile. Fórnarlömb mannréttindabrota herforingjastjórnarinnar vom mörg. Konur, karlai' og börn. Amnesty Intemational gaf nýlega út skýrslu um börn sem urðu fórnarlömb her- foringjastjórnarinnar í Chile. í tíð herforingjastjórnar Pinochets í Chile nutu börn ekki vemdar og vom mis- kunnarlaust myrt, tekin af lífi án dóms og laga og látin „hverfa". I skýrslu Amnesty International eru nafngreind áttatíu börn og ung- lingar sem vom myrt af herforingja- stjórinni og útsendurum hennai-. Þar á meðal er tveggja ára stúlka, Magla Evelyn Ayala Henriquez, sem skotin var á heimili sínu 11. ágúst árið 1983. Hinn 14. september 1973 var Angel Gabriel Mya Rojas skotinn í bakið af hermönnum. Sama dag var Claudia Andrea Valenzuela Velasquez, sex ára gömul, skotin til bana á heimili sínu. Vopnaðir lögreglumenn réðust inn á heimili hennar og myrtu hana og báða foreldra hennar. Meðal þeirra barna sem létu lífið em mörg sem myrt voru af hermönnum eftir að þau höfðu verið stöðvuð á götu og skipað að hlaupa og síðan skotin í bakið. Önnur börn allt niður í 13 ára aldur voru hand- tekin og látin „hverfa". Hinn 20. september 1973 var Ricardo Octavio Lopez Elgueda, 15 ára gamall, handtekinn á heimili sínu og færður á lögreglustöð, þar sem hann sást síðast. Hann var látinn „hverfa" af yfirvöldum og lík hans hefur ekki enn fundist. Þetta em einungis örfá dæmi af fjölmörgum. Amnesty Intemational krefst þess að lagaklækir verði ekki til þess að Pinochet komist hjá því að svara til saka fyrir þá glæpi sem framdir voru á tíma herforingja- stjórnarinnai- og hann sem yfírmaður hers og forseti landsins bar ábyrgð á. Örlög fórnarlambanna, bæði barna og fullorðinna, mega ekki gleymast. Höfundur er framkvæmdastjóri ís- landsdeildar Amnesty Intemational. ÞEGAR ég var ungur drengur og ólst upp í litlu sjávarþorpi undir Jökli hafði ég ekki mikið vit á vinnu- brögðum sem tíðkuðust til sjós. Þó vissi ég, að ef maður ætlaði að draga bát með handafli að bryggju, þá varð mað- ur annaðhvort að vera um borð í bátnum og toga í bryggjuna eða vera á bryggjunni og toga í bátinn. Þess vegna kom mér af- skaplega á óvart, þeg- ar ég sá mann - sem að vísu var þekktur fyrir að vera „ekki eins og fólk er flest“, eins og kerlingarnar sögðu - standa um borð í bát og toga af öllum kröftum í borðstokk hans í því skyni að ná honum að bryggjunni. Og trillukarlarnir, sem voru fyrir- myndir mínar í einu og öllu, hlógu sig máttlausa meðan þessu fór fram. Nú ber auðvitað að geta þess, að þessi atburður átti sér stað ein- hvern tíma í kringum 1950, svo þá þekktu Islendingar ekkert sem heitir hagfræði. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, eftir ýmsum krókaleiðum. Það hefur hagfræðin líka gert. Nú eru menn búnir að vekja upp skrýtið kvikindi sem heitir „markaður“. Mér skilst að hann skipi svipaðan sess og góðar og gjafmildar álfkonur höfðu forðum. Hann hefur eigin vilja og gengur fyrir eigin vél- arafli. Og forsætis- ráðherra segir að nú blasi við þjóðinni mesta góðæri sem um getur, síðan víkingar settust hér að og strá- felldu íslenska skóga. Reyndar sver sami ráðherra sig mjög í ætt við þessa víkinga. Hann eyðir að vísu ekki græna og gjöfula skóga í eiginlegri merkingu. En ef ríkið er staðið að þeirri fásinnu, að eiga eitthvert fyrir- tæki sem skilar arði í þjóðarbúið, Samkeppn Þeim mun meira og harðar, sem þú togast á við sjálfan þig, segir Grétar Kristjónsson, þeim mun meiri hag- ræðingu nærðu. þá er það tafarlaust selt fyrir slikk. Og það er einkavætt og einkavætt, til að auka samkeppn- ina. Daginn eftir er farið að sam- eina og sameina, til að auka hag- ræðinguna. Og nú þarf ekki leng- ur að hlæja að mönnum sem vilja ná sér að bryggju með því að toga í sjálfa sig. Maðurinn sem ég sagði frá hér að framan hefur greinilega verið langt á undan samtíð sinni. Fréttir herma, að Landssími Is- lands nái hvað mestum árangri með því að keppa á nefndum markaði við fyrirtæki sem hann á sjálfur. Þeim mun meira og harð- ara sem þú togast á við sjálfan þig, þeim mun meiri hagræðingu nærðu. Og nú bregður svo við, að þetta blessaða fyrirtæki, sem al- mennir skattgreiðendur byggðu upp úr bullandi tapi og gerðu að arðvænlegu fyrirtæki, það má víst til með, samkvæmt lögmálum markaðarins og kröfu einkavina- fyrirtækis, að taka að sér inn- heimtu reikninga fyrir vini hins háttprúða sálmaskálds. Og það þykir sjálfsagt að sama einkafyrir- tæki fái frjáls afnot af símalínum, tækjum og tólum, sem keppinaut- urinn á með réttu. Það þótti bara góð latína hér áður og fyrrum, undir Jökli, að takast á í bróðerni. En þeim sem notaði bolabrögð var tafarlaust vikið úr keppni. Engin blaðagrein er góð, nema henni fylgi rúsína í pylsuenda, og hér kemur hún: Eg hef ákveðið að stofna póstþjónustufyrirtæki við fyrstu hentugleika. Ég geng út frá því sem vísu, með tilliti til þess sem hér að framan er ritað, að Islands- pósti beri heilög skylda til, sam- kvæmt lögmálinu, að annast alla móttöku og dreifingu á pósti fyrir mig. Mér finnst það bara eðlilegt og sjálfsagt, því annaðhvort býr maður í markaðsvæddu landi eða ekki. Höfundur er rithöfundur. Hagfræðin og markaðurinn Grétar Kristjónsson Prófkjör eða tvennar kosning- ar til Alþingis? AFSTAÐIN próf- kjörshrina vekur óneit- anlega nokkrar spurn- ingar. Ekki aðeins að þátttaka í prófkjöri virðist ná langt út fyrir stuðningsmannaraðir viðkomandi flokka, heldur virðist kostnað- ur frambjóðenda við kynningu og auglýs- ingamennsku vera orðinn slíkur, að hann einn og sér hlýtur að draga verulega úr áhuga hugsanlegra frambjóðenda. Her- kostnaðurinn við það eitt að tryggja sér vænlegt sæti á framboðslista til Alþingis er í mörgum tilvikum það hár, að flestir frambjóðandanna þurfa að reiða sig á fjárhagsstuðn- Prófkjörsreglur Persónuleg fjárframlög frá fyrirtækjum/hags- munaaðilum gætu að mati Einars Svein- björnssonar hæglega bundið hendur þing- mannsins þegar taka þarf afstöðu til mála sem snerta hag velgj örðarmannanna. ing. Vitað er að sá stuðningur kem- ur ekki aðeins frá kjarna stuðnings- manna, heldur einnig frá fyrirtækj- um og jafnvel hinum ólíkustu hags- munahópum. Gefum okkur að til- tekinn frambjóðandi sem kostaði miklu til í prófkjöri nái kosningu til Alþingis. Þá geta persónuleg fjár- framlög frá fyrirtækjum/hags- munaaðilum hæglega bundið hend- ur þingmannsins þegar taka þarf afstöðu til mála sem snerta hag velgjörðarmannanna sem áttu stór- an þátt í að gera þingmannsdraum- inn að veruleika. Full ástæða er til að hafa vaxandi áhyggjur af þess- um hagsmunatengslum. Prófkjör eru gölluð Því verður vart mótmælt að ein- staklingur sá er kýs í tveimur ef ekki þremur „opnum“ prófkjörum er að hafa mun meiri áhrif á það hvaða frambjóðendur komast á þing, heldur en sá sem aðeins kýs á milli framboðslista í sjálfum þing- kosningunum. Menn geta spurt sig að því hvort slíkt háttalag sé lýðræðinu til framdráttar. Engu að síður er það ljóst að fólk fjölmennir í prófkjör. Skilaboð þau sem lesa má úr mikilli þátttöku kjó- senda eru að mínu mati þau að per- sónukjör eigi að auka. Oft heyrist því fleygt að kjósa eigi á milli manna, en ekki flokka til Alþingis. Sjónarmið þessa hóps er það, að í sjálfum þingkosningunum er verið að velja á milli nokkurra pakka, þar sem innihaldi og lögun verður vart breytt. Hvernig má þá rýmka um per- sónukjör, en um leið reyna að sníða helstu vankantana af prófkjörum? Ein leið hefur helst verið nefnd, en hún er sú að færa prófkjörin inn í sjálfar kosningarnar. Þá leið tel ég vart gerlega, því flokkur eða fram- boðshópur sem berst sameiginlega fyrir ákveðnum málefnum og lífs- gildum getur ekki stillt saman strengi ef heyja þarf innbyrðis stríð allt fram á síðustu stundu. Færa má rök fyrir því að slík tilhögun mundi leiða til pólitískrar Sturlunga- aldar á Islandi. Önnur leið sem vert er að skoða er að hafa kjör- daga tvo í kosningum til Alþingis. Sá fyrri væri segjum sex til átta vikum fyrir þann síðari og þá væri ein- göngu kosið milli ein- staklinga í flokkshólf- um. Fyrst væri valinn flokkur og síðan kosið milli manna í viðkom- andi hólfi. Reglur um val á milli manna og fjölda frambjóðenda yrðu að vera sam- ræmdar og löggjafmn yrði einnig að kveða á um hversu bindandi slík kosning ætti að vera fyrir endan- lega skipan á framboðslista. Vegna þein-ar lýðræðislegu leiðar sem far- in væri í fyrri kosningunni við val á framboðslista mætti í þeim síðari, að ósekju, þrengja ákvæði um út- strikanir og aðrar breytingar sem kjósandanum er heimilt í dag. Lýðræðið er kostnaðarsamt Leið þessi með tvo kjördaga er vitanlega ekki gallalaus. Umstang við tvöfaldar þingkosningar yrði meira, svo ekki sé nú talað um kostnaðinn. En lýðræðinu verður ekki fullnægt án þess að einhverju sé kostað tU, rétt eins og að lýðræði án virkrar umræðu og þátttöku borgaranna er einskis virði. Fram- boðsfresturinn gæti orðið vandamál, því ekki má binda hann við framkvæmd fyrri kosninganna, en hins vegar væri hægt að skylda þá flokka í prófkjörskosningarnar sem fulltrúa ættu á Alþingi og hyggðu á framboð á landsvísu. Nauðsynlegt er að gæta að rétti einstakra hópa, segjum þeirra sem undir verða í prófkjörinu sam- ræmda að bjóða fram sérlista, þó að á hann verði á endanum „hand- raðað“. Ymsir myndu vilja benda á að þá fyrst kastaði tólfunum í auglýs- ingaflóði, þegar hundruð manna um allt land væru á sama tíma að reyna að fanga athygli kjósenda fyrir samræmt prófkjör. Auðvitað myndu menn auglýsa sig og kynna eftir sem áður, en í slíku flóði er líklegt að aðrar og ódýrari aðferðir yrðu vænlegri. Sú sem alltaf hefur fleytt mörgum inn á þing í gegnum tíðina byggist á beinni kynningu frambjóðandans og kjósendanna, eða öllu heldur á gagnkvæmu trausti. Slíkt traust er fyrst byggt innan stjórnmálaflokkanna og síð- ar meir úti í samfélaginu og ljóst má vera að það verður ekki til á einni nóttu með fagurgala og fal- legum myndum rétt fyrir prófkjör. Prófkjörssmölun er raunar í dag að nálgast það að verða að sérstakri atvinnugrein. Hjá þessum atvinn- umönnum í faginu skiptir litlu hvaða flokkur eða framboð á í hlut. Markhópurinn er ávallt svipaður, jafnvel sá hinn sami. í samræmdu prófkjöri yrði líkast til erfíðara að ræsa slíkar kosningavélar, þar sem hver og einn hefur aðeins yfir einu atkvæði að ráða. Þegar öllu á botn- inn hvolft myndu sennilega skapast aðrar hefðir við val fólks á listana, þegar hluti af lýðræðisvitund manna felst í persónukjöri sem hér er lýst. Fyrir þinginu liggur nú frum- varp um breytingar á kjördæma- skipan og kosninga til Alþingis. Persónukjör þarf að mínu viti að auka og því varpa ég fram þessari hugmynd um tvennar kosningar til umræðu og skoðunar. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ. Einar Sveinbjörnsson :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.