Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 50
^50 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐ UR B. RAFNAR + Aðalheiður B. Rafnar fæddist í Reykjavík 25. maí 1923. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi sunnudags- ins 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. í Reykja- vík 3. júní 1889, d. 31. desember 1974, lengst af skipstjóri á skipum Eimskipa- félags Islands, og kona hans Halldóra Jóhanna Sveinsdótt- ir, húsmóðir, f. í Reykjavík 28. nóvember 1895, d. 26. janúar 1984. Systkini Aðalheiðar eru: Olga, f. 20. jan 1915, d. 12. sept. 1983; Anna, f. 25. júlí 1916; Sveinn Bergmann, f. 21. júní 1918; Guðrún, f. 3. apríl 1920, d. 3. nóv. 1977; Jóna, f. 11. des. 1921, d. 7. ágúst 1977; Dóra f. 12. maí 1925; Bjarni, f. 27. okt. 1928, og Guðný, f. 17. mars 1933, d. 22. des. 1979. Aðalheiður lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1941 og prófi frá Iljúkrunarskóla ís- lands í ágúst 1945. Hún var hjúkrunar- kona við skurðstofu Landspítalans um skeið að námi loknu. Hinn 10. ágúst 1946 giftist Aðalheið- ur Jónasi G. Rafnar, f. 26. ágúst 1920, d. 12. feb. 1995, síðar al- þingismanni og bankastjóra. Jónas var sonur hjónanna Jónasar Rafnar, yfirlæknis á Kristnes- hæli, og Ingibjargar Bjarnadótt- ur frá Steinnesi. Aðalheiður og Jónas eignuðust íjórar dætur: 1) Halldóru, f. 31. maí 1947, fram- kvæmdastjóra, gifta Baldvini Tryggvasyni, fyrrv. sparisjóðs- sljóra. Halldóra á tvo syni frá fyrra hjónabandi með Jóni Magn- ússyni hrl., Jónas Fr. Jónsson hdl., lögfræðing hjá Eftirlits- stofnun EFTA, og Magnús Jóns- son framhaldsskólanema. Jónas er kvæntur Lilju Dóru Halldórs- dóttur hdl. og eiga þau tvö börn: Steinunni Dóru og Jónas Rafnar. 2) Ingibjörgu, f. 12. sept. 1948, d. 5. maí 1949. 3) Ingibjörgu Þór- unni, hæstaréttarlögmann, f. 6. júní 1950, gifta Þorsteini Pálssyni ráðherra og eiga þau þrjú börn: Aðalheiði Ingu háskólanema, Pál Rafnar, háskólanema og Þórunni nýstúdent. 4) Ásdísi, hdl., fram- kvæmdastjóra hjá Læknafélagi íslands, f. 24. apríl 1953, dætur hennar og fyrrv. eiginmanns hennar Péturs Guðmundarsonar hrl. eru Sigríður Rafnar og Ingi- björg Rafnar menntaskólanemar. Aðalheiður var heimavinnandi húsmóðir á Akureyri og síðar í Reylqavík en sinnti einnig um árabil störfum fyrir Barnadeild Landspitala, Blóðbankann og Kvennadeild Rauða kross ís- lands. Utför Aðalheiðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Örlögum sínum ræður enginn og ævilok verða ekki umflúin. En þrátt fyrir þessa vissu og þótt erfiðir *■ 'íjúkdómar steðji að, kemur dauði ástvinar þeim, sem eftir lifa, alltaf í opna skjöldu. Það er ætíð sárt að sjá á bak sínum nánustu, heyra ekki oftar rödd þeirra og geta ekki leng- ur notið umhyggjunnar og hlýjunn- ar af samvistunum við þá. En þannig er gangur lífsins, menn koma og fara og minningin ein verður eftir. Fundum okkar Aðalheiðar B. Rafnar, tengdamóður minnar, bar fyrst saman á Akureyri síðari hluta m- sumars 1949. Ég vann þá á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins sem að- stoðarmaður eiginmanns hennar, Jónasar G. Rafnar, en hann var þá erindreki Sjálfstæðisflokksins á Norður- og Austurlandi. Þetta sum- ar háði hann sína fyrstu kosninga- baráttu fyrir alþingiskosningamar í október um haustið. Um sumarið kom ég nokkrum sinnum á heimili þeirra hjóna á Akureyri. Það er mér enn ofarlega í minni hve borð voru hlaðin gómsætum krásum hjá hús- freyju, þegar þessi alls ókunni skólapiltur kom þar í heimsókn. Hún sá vel til þess að hann væri ekki matþurfi a.m.k. næstu tímana eftir komuna. Aðalheiður fylgdist náið með, hvernig kosningabarátt- unni miðaði, og stóð þétt við hlið eiginmanns síns í þessari fyrstu orrahríð hans á vettvangi stjórn- + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VALGARÐUR KRISTJÁNSSON fyrrv. borgardómari, Stekkjarbergi 6, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Björg ívarsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Arnaldur Valgarðsson, ívar Valgarðsson, Valgarður Valgarðsson, Kristján F. Valgarðsson, Arndís Jónasdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Hildur Harðardóttir, Sigríður E. Snorradóttir, Berglind H. Hallgrímsdóttir, Gunnar Vagn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR EYJÓLFSSON, Lindargötu 22a, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 12. febrúar kl. 13.30. Ingibergur F. Gunnlaugsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Gunnlaugur Ingibergsson, Andrés Ingibergsson, Iðunn Elva Ingibergsdóttir. + Fósturmóðir mín og föðursystir, MARTA JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti kristni- boðsstarf njóta þess. Fyrir hönd ættingja, Sigurður Trausti Sigurðsson. málanna, eins og ávallt síðan á löng- um starfsferli hans. Þingmannssæti sitt vann Jónas með miklum glæsi- brag í þessum haustkosningum. Sá sigur gladdi Aðalheiði mjög, ekki síður en alþingismanninn unga, og okkur öll sem að kosningunum unnu. Svo liðu árin, en þótt leiðir okkar skildi um sinn, slitnuðu aldrei þau traustu og góðu vináttubönd, sem bundin voru þetta sumar á Akur- eyri 1949. En ekkert okkar óraði þá fyrir því, hve þessi kynni okkar og vinátta átti eftir að verða náin og kær síðar á lífsleið okkar. Einstæð gæfa mín leiddi saman spor okkar Halldóru, elstu dóttur þeirra hjóna, í byrjun árs 1992 og seinna það ár gengum við í hjóna- band. Eftir það var ég tíður gestur á heimili Aðalheiðar og Jónasar, fyrst á Háteigsveginum og seinna í Miðleiti 7. Þar mætti mér ávallt þessi fágæta umhyggja og hlýja, sem framar öðru mótaði allt far og framkomu tengdaforeldra minna. í stóru sem smáu snerist líf og hugur Aðalheiðar um að gæta að hag og farsæld annarra og þá ekki síst sinna nánustu. Ef eitthvað bját- aði á hjá einhverjum, tók hún þegar að huga að hvað hún gæti gert til að hjálpa til. I því var hún enginn eftir- bátur eiginmanns síns, sem var ein- stakur fjölskyldufaðir og ættarhöfð- ingi. En eftir að hann féll frá 12. febrúar 1995 tók hún það hlutverk einnig á sínar herðar. Jónas varð bráðkvaddur og var skyndilegt and- lát hans Aðalheiði afar erfitt og sársaukafullt. Heimilið og fjölskyldan var þeim hjónum báðum það hlýja skjól og athvarf, sem þau hlúðu að og vernd- uðu af stakri tryggð og trúfestu til hinstu stundar. Aðalheiður var hjúkrunarkona að mennt og vann um skeið á ýmsum sjúkrahúsum, en húsmóðurstörfin tóku brátt hug hennar allan og tíma. En menntun hennai- og þekk- ing, einmitt í þessum fræðum, höfðu djúpstæð áhrif á hugsun hennar og lífsviðhorf. Hún helgaði Rauða krossinum verulegan hluta af starfsorku sinni, utan heimilis, eink- um hin síðari ár, meðan heilsa henn- ar leyfði. I september árið 1987 varð hún fyrir alvarlegu hjartaáfalli og hlaut að gangast undir erfiða skurðað- gerð á Bromptonspítala í London. Sú aðgerð tókst farsællega en alla tíð síðan vissi hún af þeim vágesti sem veila fyrir hjarta er. Seinna bættust önnur veikindi við sem urðu henni afar þungbær. En hvað sem yfir hana dundi stóð hún ávallt uppi sem hetja, æðrulaus með allan hugann við að aðstoða aðra. Aldrei heyrði maður hana kvarta eða vorkenna sjálfri sér. Slíkt hvarflaði án efa ekki að henni. Hún minnti mig stundum á hetjur íslendingasagnanna sem ekki létu bugast þótt syrti í álinn. Þær sögur las hún líka af áhuga og sótti nám- skeið Jóns Böðvarssonar í Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands af kostgæfni, þrátt fyrir fótarmein og þverrandi líkamskrafta. Hún lét sér heldur ekki vaxa í augum að fara í ferð til Grænlands í júní 1997 í ferðahópi með Jóni Böðvarssyni og Ingva _ Þorsteinssyni til að skoða slóðir Islendingasagna þar. Hún fór allar götur sem við hin í hópnum fórum og gekk við stafinn sinn og skoðaði sig um af mögnuðum áhuga og óbilandi viljafestu. Stóra stundin í þeirri ferð finnst mér að hafi tví- mælalaust verið, þegar hún fór ásamt leiðsögumanni á fjórhjóli upp í Vatnahverfið við Einarsfjörð í Eystribyggð. Þegar hún kom til baka til okkar samferðafólksins var hún sigrihrósandi og ánægð sem von var eftir að hafa lagt að baki þá torfæru, sem við mörg hver töldum henni ofraun. Þai’na sýndi hún okk- ur hvað hægt er að gera ef dugur og áræði er með í fór. í dag verður Aðalheiður B. Rafn- ar, þessi kraftmikla hjálpsama tengdamóðir mín, borin til grafar. Við sem vorum svo lánsöm að mega njóta lengri eða skemmri návistar hennar og hlýju umhyggju minn- umst hennar með alúðar þökk og virðingu. Við kveðjum hana með djúpum söknuði, þessa fallegu og skörulegu konu, sem í erfiðum veik- indum sínum hélt fullri reisn sinni og virðuleik allt til hinstu stundar. Megi góður Guð styðja og styrkja fjölskyldu hennar alla í söknuði hennar og sorg. Baldvin Tryggvason. Það er mér enn í fersku minni þegar fundum okkar Aðalheiðar B. Rafnar bar fyrst saman fyrir meir en aldarfjórðungi. Hún bauð mig velkominn inn á heimili hennar og Jónasar Rafnar á hispurslausan og einfaldan hátt. Jafnvel við fyrstu kynni gat ekki dulist að þar fór sterk kona, en um leið hlý, einlæg og umhyggjusöm. Mér fínnst að hún hafí verið í fjöl- skyldunni eins og eikin í umhverfi sínu; þessi trausti og rótfasti stofn, sem veitir laufskrúðinu næringu. Nú er hún fallin frá, óvænt þrátt fyrir heilsubrest um nokkurt skeið. Söknuðurinn er sár og sjónar- sviptirinn mikill. Nú er þar auður reitur sem áður stóð falleg eik. Rætur hennar lágu í sjómanns- heimili í vesturbænum í Reykjavík, þar sem skipstjórinn var langdvöl- um fjarri heimilinu og móðirin hélt um stóran systkinahóp. Þetta var hinn venjulegi veruleiki þeirrar tíð- ar; þróttmikið alþýðuheimili. Úr þessum jarðvegi spratt hæversk kona, skarpgreind, sjálfstæð og með ákveðnar skoðanir. Kona sem unni menningu og hafði listrænt innsæi og gat verið öðrum fyrir- mynd. Þó að ég hafi ekki af eigin raun þekkt til hjúkrunarstarfa Aðalheið- ar, sem hún hafði menntað sig til, hygg ég að þar hljóti gæska hennar og ákveðni að hafa notið sín vel. En öðru fremur var starfsvettvangur hennar heimilið og fjölskyldan. Á herðum hennar hvíldu líka miklar skyldur samfara tveggja áratuga þingmennsku Jónasar Rafnar og löngum bankastjóraferli. Þá ábyrgð öxluðu þau Jónas sam- an á ungum aldri, bæði innan við þrítugt, fyrst norður á Akureyri og síðar einnig í Reykjavík. Þar naut sín hógværð og glæsileiki Aðalheið- ar, en líka það umburðarlyndi, sem þeir vita, er til þekkja, að getur ver- ið svo mikilvægt í nærveru við póli- tíska forystu. Aðalheiður hafði sterka siðferðis- kennd. Hún gerði miklar kröfur til annarra, en þó hvergi nærri eins og til sjálfrar sín. Þannig gat hún vísað öðrum veginn. Þess nutu dætur þeirra Jónasar og síðar barnabörn- in og bamabarnabörnin. Hjá henni fundu menn skjól og fengu bæði gagnrýni og uppörvun. Hún var trú- uð kona og þjóðrækin. Þessir eigin- leikar einkenndu skoðanir hennar og á marga lund hygg ég að í þeim hafi styrkur hennar verið fólginn. Við sem tengst höfum Aðalheiði B. Rafnar fjölskylduböndum vitum, að hún bjó yfir „vilja og sál hins sanna“ og „sjón og heyrn þess góða“. Minningin þar um mun þeg- ar frá líður lýsa upp skugga sorgar og saknaðar. Þorsteinn Pálsson. Ástkær amma mín og nafna er látin. Hún var sterk og glæsileg kona, hlý og góð amma af þeirri kynslóð sem helgaði sig heimilinu, ættmóðir samhentrar og náinnar fjölskyldu. Með ástúð vakti hún yfir afkomendum sínum og studdi til náms og þroska með ráðum og dáð. Við amma vorum nánar og rædd- um oft saman um heimsins gagn og nauðsynjar. Ekki er því að neita að viðhorf okkar voru gjarnan ólík, kynslóðabilið sagði til sín, en seinni árin hef ég áttað mig betur og betur á því að amma hafði jafnan lög að mæla. Hún brýndi fyrir mér að sýna heiðarleika og ósérhlífni, dugnað og samviskusemi, sjálfsvirð- ingu og stolt. Hún innrætti mér ást á því sem er fallegt og gott, glæddi með mér skilning á því sem raun- verulega skiptir máli í tilverunni. Mér er sómi að því að bera nafnið hennar. Amma gaf mér ómetanlegt vega- nesti út í lífið og ég veit að ég mæli hér fyrir munn systkina minna og barnabarnanna allra. Minning hennar lifir björt og skær. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir. Aðalheiður amma hefur kvatt þennan heim. Dæmalaus ástúð og umhyggja ömmu fyrir öllu og öllum var ein- stæð. Hún var ávallt boðin og búin til skrafs og ráðagerða, áhugasöm og ráðgjóð. Við barnabörnin komum svo sannarlega ekki að tómum kof- unum hjá henni. Sjálf var hún í miðjum hópi níu systkina sem voru alla tíð mjög ná- in. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lærði sfðan hjúkrun; gekk raunar ein systkina sinna menntaveginn enda sjálfstæð, metnaðarfull og íróðleiksfús að eðl- isfari. Að hjúkrunarnámi loknu réð hún sig til starfa á Kristneshælið í Eyjafirði. Hún giftist yfirlæknis- syninum Jónasi G. Rafnar og fylgd- ust þau að í tæp fimmtíu ár. Saman áttu þau fjórar dætur. Amma var heimavinnandi húsmóðir lengi vel. Jónas afi var alþingismaður um langt skeið og síðar bankastjóri og stóð amma sem klettur við hlið hans. Þegar bömin voru sprottin úr grasi gegndi hún ýmsum störfum tengdum hjúkrun og síðustu árin tók hún virkan þátt í starfsemi kvennadeildar Rauða krossins. Amma Alla hafði yndi af tónlist og lestri góðra bóka. Hún sótti nám- skeið í fomsögunum af miklum áhuga og miðlaði bamabömunum ötullega af þeim fróðleik í hlýjunni á fallegu heimili sínu. Amma hafði áhuga á stjómmálum, mönnum og málefnum, hún hafði yndi af sauma- skap og lét sér aldrei leiðast. Hún var falleg kona og skynsöm, sem kynntist bæði gleði og sorgum í lífi sínu. Missir ungi'ar dóttur var þungbær ungri móður. Þótt heilsa ömmu væri ekki góð síðustu árin hélt hún ætíð reisn sinni og glæsi- leika. Áföllin voru til að sigrast á þeim. Amma bjó yfir mikilfengleg- um innri styrk sem við barnabörnin höfum vonandi erft hvert fyrir sig. Styrkur hennar og reisn, hlýja og lífsskoðanir munu aldrei gleymast okkur. Það er erfitt að hugsa sér lífíð án heimsókna í Miðleitið og samræðna yfir kaffibolla og ilmandi ömmuköku í eldhúskróknum. En þessi er lífsins gangur. Nú eru amma og afi sameinuð á ný, blessuð sé minning þeirra. Þökk fyrir allar yndislegu stundirnar, amma mín, ég veit að þið vakið yfir okkur. Sigríður Rafnar Pétursddttir. Að kvöldi sunnudagsins 31. janú- ar bárust okkur þær fregnir að hún elsku Alla systir og móðursystir mín væri látin. Okkur setti hljóða.Við vissum að hún hefði verð- ið flutt á spítla og okkur óraðaði ekki fyrir því að þetta yrði hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.