Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 47\ börnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur í þessum fáu orðum. Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur. Fallinn er frá, langt um aldur fram, Hilmar Þorbjörnsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og góður félagi og samstaifsmaðm- um margra ára skeið. Andlát hans bar brátt að og kom okkur, fyrr- verandi starfsfélögum hans í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykja- vík, mjög á óvart, þótt víst væri kominn til sögunnar krankleiki, sem hrjáir margan manninn, nú um stundir. En hann hafði nýlega litið til okkar í kaffistofuna, kátur og hress, fyrir nokkru kominn úr velheppnaðri læknisaðgerð, og þar voru málefni líðandi stundar rædd og krufin til mergjar, að hætti Hilmars. Hann var sterkur per- sónuleiki og það sópaði að honum, þegar hann lét í ljósi skoðanir sínar eða barðist fyrir sjónarmiðum sín- um. En hann átti líka auðvelt með að komast af við fólk og sætta mis- jöfn sjónarmið. Hann var góður félagi og samstarfsmaður, sem við hugsum til með hryggð í huga á skilnaðarstund. Sem forstöðumaður af hálfu lög- reglunnar í umferðarmálum höfuðborgarinnar var Hilmar traustur og öruggur leiðsögumað- ur, er stýrði málum af festu og gætni, með öryggi samborgaranna efst í huga, ávallt með það að leið- arljósi, að umferðin gæti gengið liðlega og hnökralaust fyrir sig, svo að vegfarendur mættu sem best við una. Það var ekki vanda- laust að fara með daglega stjórn umferðarmála í borginni í hans tíð, er umferðarþunginn jókst margfalt, án þess að umferðar- kerfið og borgaryfirvöld brygðust samtímis við vandanum; en hann leysti það mál eins vel og efni stóðu frekast til, í náinni og góðri samvinnu við starfsmenn sína. En svo mikilvægt, sem daglegt starf hans var, jókst ábyrgð hans enn, til mikilla muna, þegar mikið var um að vera, svo sem við fjölmenn hátíðahöld í borginni, heimsóknir þjóðhöfðingja o.fl. af því tagis Honum fórst það allt jafn vel úr hendi, þótt álagið væri oft mikið. Sem yfirmaður umferðardeildar hélt hann fram vel rökstuddum sjónarmiðum sínum af fullri festu, enda hlutu þau lengst af góðan hljómgrunn hjá valdhöfum. Við starfslok í umferðardeildinni gat hann því litið yfir farinn veg með fullum sóma. Við, vinir hans og samstarfs- menn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, hörmum ótímabært andlát hans og sendum ekkju hans, börnum þeirra og fjölskyldum, dýpstu samúðarkveðjur. Þorgrímur Guðmundsson. Okkur langar í fáum orðum að kveðja og minnast góðs félaga og fjölskylduvinar. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt ber að þakka. Við bræðurnir eigum ógleyman- legar minningar um allar þær stundir sem Hilmar og faðir okkar eyddu saman. En varla leið sá dag- ur að þeir töluðu ekki saman og ekki var til sá hlutur sem þeir vildu ekki gera hvor fyrir annan. Af vin- skap þeirra lærðum við bræður að meta og virða vináttu. Hilmar var sterkur maður á sál og líkama, fyrrum mikill íþrótta- maður og keppti meðal annars fyr- ir íslands hönd á tvennum Olympíuleikum. A okkar yngri árum var það sér- stakur heiður að fá að koma inn í herbergið þar sem Hilmar geymdi verðlaunagripi sína og ekki var það minni heiður þegar hann gaf okkur bræðrum sinn verðlaunapeninginn hvorum. Við litum ávallt upp til Hilmars því að hann hafði að geyma ótrú- lega sterka og fallega sjálfsmynd. Nú þegar Hilmar hefur lokið lífsgöngu þessa heims, kveðjum við hann með þakklæti fyrir að hafa kynnst þeim einstaka manni sem hann hafði að geyma. Guð blessi tryggan vin á nýrri vegferð. Að lokum vottum við eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Kæri Hilmar, minning þín mun ávallt lifa með okkur. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (E. Ben.) Börkur, Skúli og Otthar Edvardssynir. í dag kveð ég góðan vin og félaga, Hilmar Þorbjömsson. Það var þungt högg og óvægið þegar ég frétti andlát hans. Tæpum tveim tímum áður kvaddi ég hann, hress- an og glaðan. Við höfðum verið að leika snóker sem við höfðum báðir gaman af og ákváðum að við mynd- um hittast aftur næsta dag og halda leik áfram. En leikurinn sá verður ekki leikinn - því mennimir hugsa en guð ræður, eins og Hilm- ar hafði oft á orði. Hilmari kynntist ég í Snarfara, félagsskap bátaeigenda og áhuga- manna um siglingar. Þar, eins og annars staðar sem Hilmar kom, miðlaði hann orku og þrótti og var gleðigjafi, bæði þegar þurfti að taka til hendi og í leik, þegar siglt var á vit ævintýranna. Það var engin lognmolla kringum Hilmar. Hann var eins og storm- sveipur og gustaði því af honum hvar sem hann fór. Hann lá ekki á skoðunum sínum, var fylginn sjálf- um sér og samkvæmur, hvort sem viðmælanda Mkaði betur eða verr. Á síðasta ári, er ég lenti í erfíð- um veikindum, kom best í Ijós traust vinátta Hilmars við okkur hjónin. Ekki leið sá dagur að hann kæmi ekki eða léti í sér heyra, boðinn og búinn að létta okkur lífið á ýmsa lund, og verður sú vinátta seint þökkuð. Hilmar var listamaður af guðs náð. Því bera vitni myndir sem hann málaði, teikningar og skraut- skrift. Hann hafði yndi af tónlist og var mikill aðdáandi Wagners. Oft hlustuðum við saman á tónlist Wagners og langar mig að kveðja minn góða vin með broti úr fagnað- arsöng sem pílagrímarnir syngja með Tannhauser þegar hann er loks kominn heim. Nú hýmar geð - ég sé heim inn í dalinn í himindýrð lít ég bláfjallasalinn. Nú get ég staf minn geymt um stund því gengið hef ég á drottins fund. (Jakob J. Smári.) Ágústu, eiginkonu Hilmars, og fjölskyldu vottum við djúpa samúð. ÞeÚTa er missirinn mestur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jón og Steinunn. Með fárra vikna millibili hafa tveir góðkunnir Armenningar fallið valinn. Fyrst kvaddi öðlingurinn Jóhann Jóhannesson, Jói Long, og nú hefur maðurinn með ljáinn sótt heim Hilmai' Þorbjörnsson lög- regluvarðstjóra, sem á árum áður var sprettharðastur allra Islend- inga. Hilmar var annar tveggja kepp- enda Islands sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Hinn var Vilhjálmur Einars- son, sem vann það afrek að hljóta silfurverðlaun í þrístökki og óneit- anlega beindist öll athyglin að Vil- hjálmi. En Hilmar var ekki síðri af- reksmaður þótt ekki ynni hann til verðlauna og raunar keppti hann í Róm fjórum áram síðar og var lengi okkar fremsti spretthlaupari og átti Islandsmetið árum saman. Eg man eftir Hilmari á Melavell- inum sem ungum manni. Ljóst liðað hár, kraftalega vaxinn, vöðvastæltur, fríður sýnum. Hóg- vær í allri framkomu en djarf- mannlegur og sjálfsöraggur. Hon- um fylgdu jákvæðir straumar og ævintýraljómi. Sannleikurinn er sá, að Hilmar naut aldrei sannmæl- is sem íþróttamaður og stóð að nokkra leyti í skugga þeirrar kynslóðar sem gerði garðinn fræg- an nokkram áram áður, en þessi íþróttagarpur hljóp eins og gasella, hann var náttúrabam, og með skipulegri æfingu og betri aðstöðu hefði Hilmar eflaust orðið í fremstu röð í heiminum. Eftir að hann lagði hlaupaskóna á hilluna hélt Hilmar áfram tryggð við íþróttirnar og félag sitt og eins og margra íþróttamanna er siður tókst hann á við vandasama vinnu að loknum íþróttaferli sínum og var þeim vanda vaxinn. Innan lög- reglunnar óx Hilmar af verki sínu og naut trausts jafnt yfirmanna sem undirmanna. Hann lá heldur ekki á skoðunum sínum í þjóðmál- um og gekk ekki alltaf hinn breiða veg. Þar var keppnis- og skap- manninum rétt lýst. Iþróttahreyfingin sér nú á eftir einum af sínum fræknustu sonum. Hún vottar honum virðingu sína og þakklæti fyrir þá fyrirmynd og for- dæmi, sem hann sýndi á hlaupa- brautinni forðum. Ljóshærði vík- ingurinn er horfinn af vettvangi en eftir lifir minningin um mikinn af- reksmann. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Ég kynntist Hilmari Þorbjöms- syni þar sem leiðir okkar lágu sam- an í Snarfara, félagi sportbátaeig- enda hér í Reykjavík. Hilmar hafði þá verið í félaginu lengi og unnið að uppbyggingu félagsins og hafn- araðstöðu þess í Elliðavogi þar sem félagið hefur núverandi hafn- araðstöðu sína og var fyrsta smábátahöfn á landinu. Hilmar var m.a. gjaldkeri og bryggjuformaður í Snarfara, það gustaði af mannin- um. Hann var kjörinn formaður Snaiíara árið 1991 og gegndi þeirri stöðu til 1995 þar sem hann vegna anna á öðrum vettvangi lét af for- mennsku í félaginu. Það era óg- leymanlegar stundir sem við félag- arnir áttum með Hilmari Þor- björnssyni í starfi okkar fyrir félag sportbátaeigenda en hann lét verk- in tala. Uppbyggingin í félaginu hefur verið ótrúleg og öll aðstaða til fyrirmyndar. Við ótímabært fráfall Hilmars rifjast upp ógleymanlegar stundir í morgunkaffi okkar Snarfarafélaga um helgar þegar Hilmar hélt okkur hinum agndofa í sögustund. Hann sagði sögur úr starfi og leik enda var maðurinn víðförall og bráð- skemmtilegur. Við félagarnir í Snarfara vottum fjölskyldu og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Jónas Garðarsson. Hann er horfinn snöggt og óvænt - svo óvænt að það orkar á vini hans og velunnara sem reiðarslag. Mér hefði aldrei komið til hugar annað en að hann Hilmar Þor- bjömsson, lögregluforingi, mundi lifa langtum lengur en raun varð á enda þótt hann væri stríðsmaður og hefði iðulega verið í eldlínu allar götur frá þvi hann sinnti löggæzlu og eftirlitsstörfum fyrir botni Miðjarðarhafs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá horfðist hann í augu við dauðann oftar en einu sinni. Hann vann þá það afrek að bjarga mannslífum úr brennandi skriðdreka, sem hefði getað sprangið í tætlur á hverju andar- taki. Hilmar gat verið ótrúlega æðrulaus - það vissu þeir, sem hann þekktu. Hann var hart þjálfaður lögreglumaður af gamla skólanum, „hvergi smeykur hjörs í þrá“. Alvöramaður var hann svo sannarlega, lífsreyndur og glögg- skyggn. Það kom iðulega í ljós við vissar aðstæður og mannþekkjari var hann betri en margur annar, það reyndi ég í tvígang þegar hann varaði mig við því að eiga samskipti við tvær manneskjur, sem villtu á sér heimildir. Eitt sinn sagði hann: „Þessi náungi á eftir að klóra úr þér augun eða í öllu falli að reyna það.“ Þetta reyndist rétt. Kynni okkar voru orðin löng, allt frá því árið 1961. Það atvikaðist svo að þá hafði ég hellt mér út í hasarblaða- mennsku, nýkominn til Reykjavík- ur úr kennslu fyrir norðan. Ég var á höttunum eftir forvitnilegu les- efni í vikublað, sem ég ritstýrði og sakir ólæknandi bíladellu hafði ég ákveðið að skrifa myndarlega grein um bíla og bílaverkstæði. Um þetta leyti átti Bifreiðaverkstæði Hrafns Jónssonar hnefaleikameistara tutt- ugu ára afmæli. Ráðizt til atlögu í portinu á bak við verkstæðið í Brautarholtinu. Það var sjóðheitur dagur og sólskin. Þama vora vaskir bifvélavirkjar á ferð, til að mynda snarboralegur náungi af Jóns eld- prests Steingrímssonarætt. Enn- fremur harðjaxlinn hann Valdimar sonur Hrafns (alias Kramma box- ara, ástarbarns Jóns Sveinssonar, íyiTum bæjarstjóra á Ak., en Jón var glímukóngur Islands árið 1912 og vann sér það til frægðar, áður en hann fitnaði um of, að stökkva yfir ána Glerá í foraðs vexti). Valdimar Hrafnsson, Vladimir eins og ég kallaði hann, hafði verið nemandi minn í Gaggó Lind - skaphár og skemmtilegur strákur. Le Don Kramrni spígsporaði þarna um svæðið glerfínn með amerískan hatt og klæddur miðnæturbláum teinóttum fötum og gaf snöggar harðar fyrirskipanir annað veifið, sem þeir undirdánugu hlýddu að bragði. Allt í einu heyrast drunur og inn geysist ungur maður á mótor- hjóli klæddur i svart leður frá toppi til táar með stríðslegan hvít- an hjálm á höfði minnandi á falangista. Hann var í háum svört- um stígvélum, sem gljáðu í sólinni. Þeir heilsuðust með virktum hann og Valdimar. Sá aðkomni leit til mín. Mér fannst hann ekkert vina- legur og hugsaði sem svo: „Þetta er einn þessara þóttafullu unglöggustráka, sem fara um allt eins og logi yfir akur.“ Þegar sá á mótorhjólinu var horfinn spurði ég: „Hver er hann þessi?“ Þekkirðu hann ekki maður, þetta er sá frægi Hilmar Þorbjörnsson. Síðar átti ég eftir að kynnast hon- um betur þegar ég fór að skrifa um Reykjavíkurlögregluna að störfum í skjóli nætur, í Dagblaðið Vísi. Þá kynntist ég því hversu góður drengur hann var þegar hann bjargaði unglingum frá hneisu og voða. Svo liðu árin og við vorum alltaf að hittast og blanda geði. Hilmar var listrænn maður, menntaður á myndlistar- sviðinu, hafði lært teikningu hjá Valgerði Briem eldri og auk þess hafði faðir hans Þorbjörn, sem var listmálari og numið hafði í Kun- stakademíunni í Kjöben, opnað honum sýn inn í heim listarinnar. Það er vont að vera búinn að missa hann blessaðan vininn, sem var auður að eiga að trúnaðarvini. Ég held að báðir höfum við skilið hvað vinátta er og hversu ströng hin óskráðu lög í vináttu eru. Guð blessi þig - ég mun alltaf halda áfram að biðja fyrir þér og konu þinni Agústu og allri fjölskyldu þinni. Hvíl þú í friði. Þinn vinur, Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Andlátsfregn Hilmars, sam- starfsmanns míns til margra ára, kom mér mjög á óvart. Skömmu fyrir ferðina hans löngu höfðum við setið saman á fundi og eftir að fundi lauk ræddum við saman litla stund um dag og veg og ég hafði orð á því við hann að mér þætti fas hans allt bera þess merki að honum liði vel í þvi starfi sem hann var tiltölulega nýkominn í hjá ríkislögreglustjóra. Hilmar kvað svo vera og ég bætti við til þess að leggja áherslu á þá breytingu sem ég þættist sjá, að í tilteknu máli sem við höfðum að mínu áliti ekki verið á eitt sáttir um áður væram við nú samherjar góðir. Sú var raunin. Það varð hins vegar ekki hlutskipti Hilmars að fylgja því < máli eftir, aðrir taka við boðkeflinu og ljúka hlaupinu. Fljótlega eftir að ég hóf afskipti af umferðarmálum kynntist ég Hilmari Þorbjörnssyni. Það var auðvitað ljómi yfir nafni hans hjá mér eins og svo mörgum öðram aðdáendum frækinna íþrótta- manna og ég fann fljótt hve áhuga- samur hann var um að bæta um- ferðina. Við skipulögðum oft sam- ræmdar aðgerðir í löggæslu og fræðslu, en það er einmitt sú að- ferð sem viðurkennd er hvarvetna í^r heiminum sem sú líklegasta til að skila árangri. I öllu slíku samstarfi var gott að vinna með Hilmari. Átaksverkefni áttu vel við hann og þar skiluðu sér fyllilega eiginleikar spretthlauparans sem eðli máls samkvæmt vildi drífa í hlutunum. Fyrir hönd Umferðarráðs þakka ég Hilmari samfylgdina og framlag hans til umferðarmála um langt skeið. Eiginkonu, börnum og fjöl- skyldunni allri sendi ég samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Hilmars Þorbjömssonar. Óli H. Þórðarson. Okkur nýliðunum leið nú vísf ' heldur skringilega í nýja glerfína gallanum og vissum sannast sagna ekki hverju við áttum von á þegar varðstjórinn kallaði okkur inn á teppið hjá sér, vel raka bak við eyr- un, á fyrstu vaktinni á miðborgar- stöð lögreglu sumarið 1975. Reynd- ar hafði okkur líka borist það til eyrna að yfii-maður okkar væri harður í hom að taka og hefði auk- heldur reynslu af gæslustörfum á ófriðarsvæðum í útlöndum! Þannig að það var rétt að hafa hægt um sig.*L. Nú, fyrirlesturinn hófst á því að brýna fyrir busunum skyldurækni, stundvísi og snyrtimennsku, sem hann gerði undanbragðalausa kröfu til. Maður skyldi standa sína vakt árvakur úti eða inni, nótt og nýtan dag eftir því sem ákveðið yrði. Og var þetta nú allt gott og blessað. En við fórum nú að gjóa augum hvor til annars þegar hann fór að segja okk- ur af náunga, spjátrungi úr Háskól- anum, sem hefði fengið sumarstarf á vaktinni hjá sér. Hann hafði því miður ekki tekið áðurgreind varnaðarorð nógu alvarlega. Hann sagðist því hafa sagt viðkomandi að það væri svosem í lagi að hann mætti á vaktina en hann gæti ekki ^ átt von á neinum launum... Ekki reyndist Hilmar Þorbjörnsson þó sá harði yfirmaður, sem fyrst leit út fyrir, heldur hinn ágætasti vinur og hollráður leiðbeinandi. Ég á margar góðar minningar af starfinu í lög- reglunni með góðu fólki sumrin fimm og ég tel að þar hafi ég öðlast mikilvæga reynslu fyrir störf mín á öðrum vettvangi síðar. Er Hilmar mér mjög minnisstæður frá þessum tíma. I hugskoti mínu verður Hilm- ar alltaf geymdur sem hinn glæsi- legi áræðni lögregluforingi sem fór fremstur í flokki sinna manna á ■ vettvangi. Hann var margverð- , launaður íþróttamaður og svo ; geislaði af honum hreystin og kraft- J urinn að mér datt aldrei annað í hug en að hann yrði allra karla elstur. Og alltaf kátur og glaður. En eng- j- inn veit ævi sína og ég held að Hilmari hefði Iíkað heldur illa að enda karlægur. Konu Hilmars, niðjum, ættingj- um og vinum og Edda fóstbróður hans bið ég Guðs blessunar. Tryggvi Agnarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er **■ móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin ■* Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-- - nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.