Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mig dreymdi draum AÐ sögn hinna fornu dulspekinga Indlands er hægt að fara tvær leiðir, „þægilegu leið- ina“ og „góðu leiðina". Pægilega leiðin færir okkur ánægju eða nautn um stund en leiðir til fjötra og þján- inga. Hin góða leið get- ur krafíst fóma en færir okkur til aukins frelsis og hamingju. Persneski vitringurinn Rumi sagði að ,vegur- inn til vatnsins lægi í gegnum eldinn". Sama sagði Jesús er hann talaði um að ganga í gegnum „þrönga hliðið“. Það er eðlilegt að staldra við á áramótum og íhuga á hvaða leið við erum. Hver fyrir sig, og sem þjóð. Erum við á braut þess góða eða þess þægilega? Það hryggir mig að segja að fram að þessu hefur mér virst við vera á hinni þægilegu leið. Við erum ekki ein á þeirri leið, mest öll Vestur-Evrópa og Band- aríkin eru þar líka. Undanfarið hef- ur orðið „góðæri“ hljómað í eyrum okkar. Ekki síst af vörum þeirra sem telja sig vera höfundar þess . En hvað hefur góðærið þýtt fyrir okkur? Aukin vinna, neysla, kaup- máttur. Já. Aukin lífsgæði? I góðærinu hafa skuldir heimilana aukist um 43 milljarða. Viðskipta- halli hefur snaraukist. Streita, kvíði, þunglyndi og geðræn vandamál eru algengari en nokkru sinni fyrr. Eiturlyfjaneysla, sér- staklega meðal yngra fólks, hefur líklega aldrei verið meiri. Bak- vandamál, gigt og síþreyta viðast algengari en áður. Flestir eru sam- mála um að þeir séu undir meira álagi en fyrr og hafí minni tíma. Lífsgæði? Þetta kann að hljóma sem inngangur að fordæmingu á núverandi stjóm og kunnuglegu pólitísku þrefí. Það er ekki tilgang- ur minn. Stjómendur endurspegla aðeins það sem blundar í vitund fjöldans. Við öll, ég og þú, erum höfundar þess þjóðfélags sem við höfum í dag. Mér virðist að góðærið sé ekki að færa okkur hamingju sem skyldi. Við þurfum ekki að undrast það. Við höfum reynt að líkja eftir Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum og okkur er smám saman að takast það. Þjóðfélög þar sem hagnaður og hagvöxtur er aðalmálið. Vaxandi hraði, samkeppni, harðneskjulegt málm- og plast umhverfí, hrað- bankar, hraðþvottur, skyndibiti, skyndibúðir, meira að segja skyndigiftingar og að sjálfsögðu skyndiskilnaðir. Eg trúi ekki að þetta sé það sem meirihluti íslend- inga vill í hjarta sínu. Bölsýnis Heldur þú að % C-vítamm sé nóg ? NATEN 1 _______-ernógl_____$ raus! Kannski. Ég er ekki að segja að við búum ekki að ýmsu góðu. Á íslandi býr gott fólk. En við verð- um að átta okkur á tækifæri okkar til að gera hlutina öðruvísi. Að flytja ekki inn eymd Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Við getum gengið um þrönga hliðið. Gera rétt. Gera það sem samræmist andlegum lögmálum. Guðs lög- málum, það sem sam- ræmist okkar innsta eðli, sem er ljós, friður og kærleikur. Skammtíma fjár- hagslegur ávinningur má ekki og getur ekki stjómað samfélaginu án þess að tjón hljótist af. Ég bið ykk- ur öll sem lesið þetta, sérstaklega stjómmálamenn, í guðs bænum vaknið! Ekki feta þá ógæfubraut sem nánast allur hinn vestræni Lífsgæðakapphlaup Best er að fjárfesta í hlutabréfum andans, segír Asmundur Gunn- laugsson, og þess sem af andanum er. heimur hefur gert. Þótt hann njóti að nokkm friðar og velgengni um stund emm við að óbreyttu að sá fræjum þjáninga. Við verðum að virða jörðina, náttúrana og lífríkið allt. Við verðum að virða hvert annað. Okkar markmið á að vera vinátta, samræmi og það sem stuðlar að velferð allra. Þetta gildir jafnt fyrir hvem og einn einstak- ling og þjóðina sem heild. Aðeins þessi leið mun færa raunveraleg lífsgæði, þ.e. frið, jafnvægi og heilsu. Með orðum Krists: „Hvað stoðar það manninn þó hann eign- ist allan heiminn og fyrirgeri sálu sinni.“ Mig dreymdi draum: Falleg bláeygð, ljóshærð börn, piltur og stúlka í íslenskum þjóðbúningum léku sér glöð og ánægð. En jarð- vegurinn var örþunnur. Undir voru líkkistur með ófrýnilegum beina- grindum. Bömin vora svo upptekin af leik sínum að þau virtust ekki taka eftir neinu óvenjulegu. Þessi draumur hefur skýrt táknrænt gildi fyrir mig og tengist því sem ég hef bent á. Ég trúi því að á ís- landi sé þögull hópur fólks sem set- ur mannauð ofar peningum, ómengaða náttúra ofar verk- smiðjugróða, vináttu frændþjóða okkar ofar smá aflaviðbót og heil- brigt mannlíf ofar hagvexti. Sá hópur á ekki að þegja lengur. Mik- ið af velgengm sem við njótum í dag er vegna velvilja annarra Ásmundur Gunnlaugsson þjóða. íslendingar hafa með dugnaði aflað sér virðingar meðal þjóða í fremstu röð. Það hryggir mig að sjá dugnað okkar breytast í græðgi, velgengni í hroka. Ég skammast mín fyrir framkomu okkar við Norðmenn vegna Smug- unnar og þegar við kröfðumst auk- ins mengunarkvóta á ráðstefnunni í Kyoto og þegar ráðamenn þjóðar- innar vinna ötullega að því að að iðnvæða náttúraperlur Islands. Við getum ekki búist við að halda virðingu og trausti annan-a þjóða með tvískinnungi og því sem ég kalla „klondike gullgrafaravitund". Hvorki á alþjóðavettvangi né heima fyrir. Aah! Fiskurinn okkar! Hver á hann? Sögð er eftirfarandi saga af Salómon, þeim dómspaka konungi: Tveir bændur komu til hans vegna deilu um vatnsból sem báðir þóttust eiga. Salómon dæmdi svo að hvorugur ætti vatnið, það væri guðs gjöf, og því ættu þeir að deila því. I refsingarskyni fyrir græðgi þeirra og eigingimi skyldi hvoragur hafa not af því í viku. Fiskurinn er guðs gjöf til fólksins í landinu. Fiskurinn er guðs gjöf til okkar til að framfleyta okkur í harðbýlu landi. Hann var hvorki gefínn til að ofveiða hömlulaust né safna ómældum auði á fáar hendur. Það þarf vitrari menn en mig til að búa til réttláta skiptingu, en núver- andi ástand verður að lagfæra. Annars er hugsanlegt að æðri máttur svifti okkur gjöfinni góðu. Það kann að vera að einhver hlægi að þessum skrifum en staðreyndin er samt sú að andleg lögmál stjóma efnisheiminum að veralegu leyti og velgengni er skammvinn ef þau era ekki virt. Ég álít enn svigrúm til að breyta. Á hveijum nýjum degi erum við að skapa framtíðina. Að fjárfesta í hlutabréfum efnisins er ágætt, en fallvalt. Best er að fjárfesta í hluta- bréfum andans og þess sem af and- anum er. Það eru hlutabréf sem falla aldrei í verði og einungis þau skila raunveralegum arði. Megi ljós og friður vera með okkur öllum. Höfundur erjógakennari. Enn um veiðimálin I BYRJUN desem- ber 1998 kvað Hæst- iréttur upp þann dóm í máli varðandi leyfís- veitingar til fiskveiða, að slíkar leyfisveiting- ar stæðust ekki gagn- vart stjórnarskránni og væru því ólög. Mitt álit er, að Hæstiréttur hafí í rauninni ógilt öll hin svokölluðu kvóta- lög, en ekki bara eina eða fáeinar greinar í þeim lögum. Þar með hafi í raun og veru öll áður gerð leyfi og Tryggvi kvótar verið dæmd Helgason marklaus og einskis virði. Eftir þennan dóm hefði ríkis- stjómin, að sjálfsögu, átt að segja Kvótalög Mitt álit er, segír Tryggvi Helgason, að veiðileyfi og geti selt það einhverjum öðr- um gegn gjaldi. Slíkt athæfí er ekkert annað en hámark spillingar í skjóli laga- ákvæða frá Alþingi; lagaákvæða sem fá ekki staðist gagnvart stjórnarski-ánni sem lög, og þar um hefir Hæstiréttur fellt sinn sanna og réttmæta dóm. Mitt álit er, að dómur Hæstaréttar sé ótvíræður. I samræmi við þetta, þá tel ég að þeir útgerðarmenn og sjó- menn sem nú þegar hafa byrjað veiðar - án þess að hafa til þess hinn svokallaða kvóta; - hafi til þess fullan lagalegan rétt. Þá hafi allh- aðrir íslenskir ríkisborgarar þann sama lagalega rétt til þess að nýta sér þessa þjóðareign, sem er fiskimiðin í kringum landið, og þarf ekki að greiða neinum gjald fyrir það, hvorki ríkissjóði né öðr- Hæstiréttur hafí í rauninni ógilt öll hin svokölluðu kvótalög. af sér og strax á eftir hefði Aiþingi verið rofið og efnt tO nýrra kosn- inga. Þess í stað birtist forsætis- ráðherra í sjónvarpi og gagnrýndi sjálfan Hæstai-étt fyrir dóminn. Fjölmargir hafa haldið því fram að fiskurinn og fiskimiðin innan fiskveiðilögsögunnar séu alþjóðar- eign og tel ég það vafalaust vera rétt. En ef það er rétt, þá er held- ur ekki hægt að setja nein lög sem heimila sumum að veiða fisk, en öðram ekki. Og enn síður fær það staðist að einhver þykist eiga um. Það er svo annað mál að setja má lög og reglur um notkun mis- munandi veiðarfæra, og einnig, hvar megi nota hin ýmsu veið- arfæri og hvar ekki, - og tel ég að það fái fyllilega staðist gagnvart stjómarskránni. í framhaldi af öllu þessu á i-íkis- stjómin - samkvæmt mínu áliti - tvímælalaust að segja af sér nú þegar, og almenningur á hiklaust að gera þær kröfur að Alþingi af- nemi og ógildi formlega, öll þessi svokölluðu kvótalög, og ógildi jafn- framt allar þær geglur sem tengj- ast þessum sömu kvótalögum. Höfundur er flugniaður, búsettur í Bandaríkjunum. Reykingafól(k) og önnur illa þefjandi fyrirbæri EKKERT er hinni íslensku þjóð jafn hugleikið og að eiga heimsmet. Enda eig- um við slíkt met á flestum sviðum, eða að minnsta kosti það sem næst gengur því þráða marki; það er að eitt- hvað sé jafnvel „meira en í Bandaríkjunum". Upp á síðkastið hefur okkur orðið mjög mik- ið ágengt hvað þetta varðar á einu sviði. Hvergi í veröldinni er meira gert í því að úti- loka reykingafólk frá mannlegu samfélagi. Árangur okkar á þessu sviði er al- gjört heimsmet og þá um leið meiri en í Bandaríkjunum. Okkur hefur tekist að skapa nýja gerð útilegumanna. Hvarvetna sér mað- ur þetta hvimleiða lið, sem reynd- ar er nú víst u.þ.b. helmingur þjóð- arinnar, hímandi undir húsveggj- um, tottandi hvíta líkkistunagla. Að sumu leyti minnir þetta á úti- legumenn fyrri tíma. Þó hafa þess- ir útilegumenn á sér yfirbragð nútímans. Nú er t.d. sauðaþjófnað- ur alfarið aflagður og ekki heyrist þess getið að reykliðið hafi vegið neinn með vopnum. Hitt er al- kunna, að þessi mannskapur strá- drepur hvern einasta mann sem vogar sér nær honum en svo sem tvo kílómetra. Baneitraður reykur- inn stígur til himins og berst með vindinum til allra átta. Svo er þetta skaðræðisfólk alveg útsett með það, eins og glögglega má sjá í auglýsingum, að svæla þessa andstyggð inni í bílum, þar sem börn era farþegar. Og það lætur sér ekki segjast, hvemig sem nútíma- legri áróðurstækni er beitt. Ein auglýsingin gekk til dæmis út á það, að ungur maður með vindling í hendi var skotinn með sjálf- virkum riffli af stuttu færi. Önnur greindi frá því, að reykurinn sem stafaði frá sígar- ettunni væri nú ekki annað en smásýnishorn af þeirri svælu sem reykingamenn mættu búast við eftir langvinnan og Lykt Að sumu leyti, segir Grétar Kristjónsson, minnir þetta á útilegu- menn fyrri tíma. kvalafullan krabbameinsdauða, það er að segja í Helvíti. En baráttan heldur áfram, svo er fyrir að þakka vígreifum mönnum og konum. Og sú barátta snýst ekki einungis um tóbaksreyk. Hún beinist reyndar gegn hvers konar lykt. Börn Islendinga eru nú upp- alin í svo sótthreinsuðu umhverfi, að þeim stafar stór hætta af öllu sem ber með sér einhvers konar þef. Reykur úr beinamjölsverk- smiðjum t.d., sem áður og fyrrum var kallaður „peningalykt" og boðaði góðæri í landinu, er nú al- gjörlega bannaður og reyndar tal- inn lífshættulegur. Og ekki þarf að fjölyrða um bannsetta fiskifýluna, sem enginn íslendingur þolir leng- ur. Að lifa og hrærast innan um slíkt er nú til dags falið Pólverjum, Nýsjálendingum og þannig skræl- ingjum. Og þegar ódannaðir bændadurgar leyfa sér þann ósóma að dreifa kúamykju á völl flýr öll þjóðin inn i sitt sótt- hreinsaða umhverfi í höfuðstaðn- um. En vargurinn leynist víða. Jafnvel þar mætir fólk stórum hættum. Það er t.d. mjög erfitt að forðast sína eigin líkamslykt. Fátt særir dauðhreinsað íslendings- hjartað meira en svitalykt sem hann finnur af sjálfum sér. Þá dug- ar sjaldan annað en eitthvert rándýrt og þrælprófað snyrtisjam- pó, sem inniheldur ótal eiturefni, samansett í efnaverksmiðjum útlanda. Nei, bræður og systur. Við mun- um ekki gefast upp. Við munum ótrauð halda áfram baráttu okkar fyrir lyktarlausu samfélagi. Á lykt- arlausu og vandlega sótthreinsuðu samfélagi byggist öll okkar ham- ingja. Og vel á minnst; við eigum líka heimsmet í henni, - hamingj- unni. Höfundur er rithöfundur. Grétar Kristjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.