Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Saga seinni heimsstyrjaldarinnar hér á landi er að öllu jöfnu nokkuð vel skráð. Eitthvað hefur þó orðið þarna útundan sem merkilegt verður að teljast. Sem kúasmali og síðar fullgildur vinnu- maður að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum -------------------------------------- komst Arni Alfreðsson ekki hjá því að heyra „gamlau fólkið segja sögur af búð- um erlendra hermanna bæði rétt við bæjardyrnar og það sem merkilegra var; öðrum búðum sem voru hátt uppi, skammt frá jökulröndinni. SÉÐ úr Vesturbænum í Stóru-Mörk vestur yfir Vagnhólana. Hluti stóra braggans stendur enn og sést lengst til vinstri á myndinni. Stóra-Dímon í baksýn. ÞAÐ sem þama var á ferðinni voru búðir þar sem æfður var vetrar- hemaður m.a. fyr- ir fyrirhugaða innrás í Noreg. í fyrstu voru þama Bretar og síðar Banda-ríkjamenn sem æfðu undir stjórn Norðmanna. Þeir atburðir sem þarna áttu sér stað hafa verið á fárra vitorði. Skal hér að nokkru bætt úr. Varðandi tímasetningar og tíðarfar er einkum stuðst við dag- bækur Eymundar Sveinssonar úr Austurbænum að Stóra-Mörk. Stóra-Mörk var og er þríbýli, Vest- urbærinn vestast, þá Hábærinn í miðju og Austurbærinn austastur. Breskt herlið Það er fjórða apríl 1942 sem breskt herlið kemur að Stóra-Mörk. Settu þeir upp miklar tjaldbúðir rétt vestan við bæina i svonefndri Kverk. Stanley Kiernan var einn þessara bresku hermanna. Hann hafði komið til íslands rétt fyrir áramótin 1942 og verið í Reykjavík á þriggja mán- aða bóklegu námskeiði um vetrar- hernað auk æfinga við Svartagil í Þingvallasveit. Hann var listamaður á sviði vélvirkjunar og eitt hlutverka hans var viðhald fjögurra trakka hersins. A leið frá Reykjavík austur hafði gengið á ýmsu en ferðin frá Markarfljótsbrú upp að Stóra-Mörk gekk þó sýnu verst. Þar var enginn bílvegur til staðar og víða sátu trakkar og tól fóst. Ekki verður annað sagt en Bretarnir hafi verið óheppnir með tjaldstæðið því brátt breyttist svæðið í eitt allsherjar drallusvað. Þetta kom heimamönn- um ekki á óvart enda Kverkin ekki annað en mýri. Strax eftir komu Bretanna byrja flutningar langleiðina upp að Jökli þar sem komið var upp tjaldbúðum þar sem vetrarhernaður skyldi æfð- ur. Af dagbók Eymundar má ráða að hann og fleiri heimamenn eru í stöðugum flutningum með búnað þarna upp flesta daga næsta hálfa mánuðinn. Hernám bæjanna Að kvöldi hins tíunda apríl gerir austan storm með rigningu og síðan ofsaroki um nóttina. Var ekki að sökum að spyrja að tjöldin í Kverk- inni tóku að fjúka. Borin vora grjót á þau til að þau töpuðust ekki og gengu Norðmennimir þar röskleg- ast til verks. Tóku nú hrjáðir dátar að streyma heim að bæjum. Þessa nótt lagði herliðið undir sig hluta af SIGURÐUR Sæmunds- son úr Vesturbænum fór marga ferðina með að- föng á hestum upp í búð- irnar við Jökul. STANLEY Kiernan var einn þeirra bresku her- manna sem eyfellskur veðurhamur lék grátt. GUÐJÓN Ólafsson í Syðstu-Mörk flutti margt nýtilegt ofan úr „Kana- bælinu“. ÚLFAR Brynjólfsson úr Hábænum snfkti súkku- laði hjá varðmanninum við vopnageymsluna. BERGUR Sæmundsson úr Vesturbænum lét slæm veður ekki aftra sér frá því að fara upp í tjaldborgina. BIRGÐALEST á leið upp í tjaldbúðirnar. Kvikmyndatökumenn festa atburðinn á filmu. Myndin er tekin þeg- ar verið er að koma búðunum upp í janúar 1943. Stóra- Dímon Vagnhólar Syðstamprk S / //Eyvindarfiott. Dagmála- . x fjall tjaldbúði' Goðasteinn EYJAFJALLAJOKULL Vestur- og Austurbænum. Hlöður bæjanna voru einnig lagðar undir hermenn, enda í þeim gott pláss enda heybirgðir litlar á þessum tíma árs. Stanley fékk gistingu ásamt sjö öðrum í skemmunni í Vesturbænum. Eftir að veðrið gekk niður fóra hinir óbreyttu hermenn að týnast aftur í tjöldin. Öðru máli gegndi um hina æðri „officera". Þeir höfðu komið sér fyrir í stofum og betri herbergjum í Austur- og Vest- urbænum og hreyfðu sig hvergi. Þessir herramenn æddu um allt á klossum með stálgöddum neðan á og var ekki að því að spyrja að veru- lega sá á trégólfum bæjanna. Al- mennt var talað um að hinir bresku yfirmenn hafi verið kurteisir en öðru máli gegndi um þá norsku sem þóttu stundum ruddalegir í fram- komu. Einhverju sinni heimtuðu þeir rúgbrauð í eldhúsinu í Vestur- bænum sem þeir ekki fengu. Eitt- hvað fór þetta í taugarnar á þeim því þeir drógu upp byssur og voru eitthvað að skakast með þær. Þetta byssuskak olli þó lítilli skelfingu þar eð heimafólk skildi ekki byssur. Hústaka hersins var eðlilega ekki vel þokkuð þó að almenn samskipti hers og heimamanna væra góð þó hvorugur aðili skyldi orð í tungu- máli hins. Stanley hafði gott samband við fólkið í Hábænum. Fékk hann oft lánaða hesta hjá bóndanum þar, Brynjólfi Úlfarssyni (Billa), til að fara í útreiðartúra um svæðið. M.a. fór hann alla leið fram að Seljalandi til að kaupa neftóbak, en Billa þótti gott að fá sér í nefið. Stanley var sendur í vikutíma í æfingar upp í búðirnar við Jökul. Þar vora til stað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.