Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. PEBRÚAR 1999 B honum í svítu á Hótel Loftleiðum alla nóttina eftir síðasta konsertinn og fram á morgun. Hann pantaði kampavín og lék á píanó. Hann sagði okkur ýmislegt um sig og fjölskyldu sína. Hann var ánægður með land og þjóð og naut þess reglulega vel að dvelja hér. Við fengum ótal heimboð og gætum þess vegna bankað upp á einhvem daginn. Þegar við fórum með honum út á Keflavíkurflugvöll leit hann inn hjá íslenskum markaði og skoðaði þar pelsa og frakka. Hann keypti síðan á alla fjölskyld- una tíu til fímmtán pelsa. Hann hringdi út og fékk upp gefin númer. Gullkortin hans runnu fjórum, fimm sinum í gegn og hann verslaði fyrir hundmð þúsunda. Hann var með hringa á hvorri hendi upp á tvö, þrjú hundrað þúsund dollara. Jerry Lee Lewis sat inn á her- bergi og horfði á myndbönd meira eða minna allan daginn og helst á spennumyndir. Hann var á slæmu tímabili hér. Konsertarnir vora þrír. Fyrsti konsertinn var góður, annar æðislega góður og sá þriðji góður líka. Á fyrsta konsertinum lenti þeim saman, Jerry og bassaleikaranum Bobby Moore, sem spilaði meðal annars með Elvis áður fyrr. Mér skilst að Jerry hafi jafnvel rekið hann úr bandinu. Daginn eftir, þegar þeir vora komnir á sviðið, kynnti Jerry hljómsveitina og sagði við gesti úti í sal að hann hefði móðgað góðan vin sinn kvöldið áður og hann sæi mikið eftir því. Svo féUust þeir í faðma. Framkvæmdastjóri Jerrys var karl sem kunni ræður hershöfð- ingjans Pattons utan að og fór með eina ræðuna upphátt oft á dag. Þetta var ræða sem Patton hafði flutt fyrir sem rótarinn vinnur fyrir og má að sumu leyti líkja við starf „butlers" eða heimilisþjóns. Þú ert með þinn mann, þína menn, og reddar hlutun- um. Ef hann t.d. vantar sígarettu ferðu ekki og sækir sígarettupakka og lætur hjá honum heldur bíður sí- garettan logandi í öskubakkanum næst þegar hann ætlai- að fá sér smók. Þetta er þó töluvert öðru vísi nú en íyrstu árin. Húsin breytast, kerf- in breytast, kröfurnar eru öðra vísi. I dag sér rótarinn um allt í sambandi við bílinn, græjumar, að allt sé á sín- um stað, að hægt sé að ganga að öllu öraggu. Þetta er skemmtilegt starf og hefur gefið mér mikið og ég get vel hugsað mér að vinna við þetta til ársins 2000 og kannski lengur. Það er mikilvægt varðandi starfið að vera skrefi á undan því sem er að gerast, gera ráð fyrir óvæntum upp- ákomum og vera viðbúinn hverju sinni að bregðast rétt við aðstæð- um.“ Með heimsfrægum tónlistarmönnum „Ég fór að starfa fyrir Listahátíð 1976 og einn gesta hennar árið 1978 var Benny Goodman. Ég átti þá hljóðkerfi sem ég leigði Listahátíð og var notað þar. Þetta var upphafið að því að aðilar utan hljómsveita fóru að eiga hljóðkerfi sem þeir leigðu hljómsveitum og til tónleikahalds. Seinna fór ég að taka á móti fólki sem kom hingað á Listahátíð. Árið 1988 kom Leonard Cohen á hátíðina. Þá var Hrafn Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar og tók á móti gestum. Við fórum saman til Keflavíkur. Rútan var notuð fyrir hljómsveitina og aðstoðarmenn en límósína fyiTr Cohen og Hrafn. Á leið í bæinn kom upp sú hugmynd að fara með liðið sem við kölluðum áhöfnina í Bláa lónið. Cohen vildi endilega slást í för og tók sér ferð með rútunni, en ég fór með ká- diljáknum í bæinn. Þegar við komum að Hótel Sögu stóðu þar tuttugu, þrjátíu blaðamenn og ljósmyndarar og það varð uppi fótur og fit þegar bílhurðin opnaðist og ég steig út og sagði: No pietures, please! Cohen átti auðvitað að stíga út úr bílnum en ekki ég og þar átti að vera blaða- mannafundur, en heiðursgesturinn var þess í stað í Bláa lóninu. Rod Stewart kom hingað til að sjá skoska landsliðið í fótbolta leika á Laugardagsvellinum. Hann krýndi ungfrú ísland í Broadway. Rod var geðugur náungi og lét ekki fara mik- ið fyrir sér. Björgvin átti að syngja nokkur lög í skemmtidagskrá kvöldsins. Hann hafði beðið mig að vera með míkrafóninn kláran bak- sviðs ef færi gæfist á Rod og mér leið eins og veiðimanni með færið í hendinni að bíða eftir að sá stóri biti á. Björgvin hafði ætlað að taka nokkur Rod Stewart-lög til heiðurs Rod, sem var heiðursgestur kvölds- ins. Rod heyrði nafn sitt nefnt gekk að sviðinu og settist á sviðsbrúnina. Ég beið bak við tjaldið með míkra- fóninn. Björgvin kallaði til hans: Hi, come on Rod! og ég stökk fram með míkrafóninn og rétti honum og hann lét sig hafa það að koma upp á svið- ið, tók hljóðnemann og þeir tóku nokkur lög saman. Þetta var æðis- legt kvöld. Það var mikið að gerast 1986. Da- ve Brubeck og hljómsveit hans komu fram á á Listahátið í Broadway og síðan Hollies og Shadows, Fats Domino og Jerry Lee Lewis. Fats Domino kom tvisvar. Með honum komu hingað frændi hans, mágur og lífvörður. Við Björgvin sátum hjá Morgunblaðið/Árni Sæberg nýliða fyrir þeirra fyrstu stórárás fyrr á árum. Það var sannarlega gaman að kynnast þessu skrautlega liði. Tom Jones kom hingað 1 mars- apríl 1990. Hann var með hóp manna með sér, lífverði og aðstoð- armenn, sem rannsökuðu húsið gaumgæfilega fyrir komu hans og meðan hann dvaldi hér voru þeir all- ir með talstöðvar. Hópur fólks reyndi að fá eiginhandaráritun og beið fyrir utan búningsherbergi hans og margir höfðu erindi sem erfiði. Hann var með þetta fræga atriði að fleygja kvenmannsnærbux- um út í salinn.“ Þegar hér var komið sögu birtist í sal á Brodway ungur maður, áhyggju- fullur á svip, og var að leita að konu sem þá var stödd í húsinu. Gústi var með allt á hreinu og var snöggur að gera manninum grein fyrir hvar við- komandi konu væri að finna. Maður- inn þakkaði fyi-ir sig brosti og sagði: Ekki er að spyrja að honum Gústa. Hann leysir hvers manns vanda! Mað- urinn hvarf síðan á brott og flautaði lagstúf, kunnan slagara frá gullaldai'- áranum. Sólveig í miðasölunni átti er- indi við Gústa. Hún var í vandræðum, hafði ekki lykla að herbergi og spurði Gústa hvort hann gæti ekki leyst úr þeim vanda. „Ekkert mál, ég redda því. Ég er með lykla,“ sagði hann, spratt upp úr sófanum og rétti henni lyklakippu. Þannig er Gústi. Ávallt viðbúinn! Enda heiðursrótari Islands númer eitt. Holl og bragdgód jurtakœfa prjár {júffengar bragðtegundir! Fæst í flestum matvöruverslunum Dreifing: Heilsa ehf. S:533 3232 HAND CREAM TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. TREND handáburðurinn ÍM með Duo-liposomes. J Ný tækni í framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, ■ teygjanlegri, þéttari húð. / «15?., Sérstaklega græðandi. f EINSTÖK GÆÐAVARA \ ____li\E!SD Fást í apótekum og snyrti- k vöruverslunum um land allt. _________| Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Ath. Andlitskremin frá Trend fást í tilboðspakkningum. Leitið upplýsinga. Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni, Rima Apótek, Grafarvogi. Nýjung! Þýsk gæðavara Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra _______burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.__ Útsala Rýmum fyrir nýjum vörum 25-50% afsláttur Ath: Ekkt mlnni gæði heldur aðeins flisar sem ekki koma aftur. lafnvel til i magni. Fyrstur kemur, fyrstur fær Einstakt tældfæri til að gera góð kaup. Afgangar i litlu magni (í gámi) frá kr. 700 fm. GaU^ar & góð« verit - - Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.