Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 B 5 TJALDBÚÐIRNAR og æfingasvæðið f hvilftinni. Mikill snjór hefur safnast að tjöldunum. Horft til suðausturs. Myndin er tekin skömmu eftir að búðirnar voru settar upp, í janúar 1943. LAUTINANT Francis C. Strassen rennir sér niður í tjaldbúðirnar. Dagmálafjall baðað í sunnan vetrarsól í baksýn. Myndin er tekin í janúar 1943. LEST trússhesta kemur í tjaldbúðirnar. Á hestinum sem Norðmenn- irnir eru að eiga við er m.a. eldsneytisbrúsi og steinolíuprímus. Mynd in er tekin þegar verið er að setja búðirnar upp í janúar 1943. ar margir Norðmenn sem stjórnuðu æfingunum. Til að verjast kuldanum fengu þeir hnausþykkar síðar úlpur eins og þær sem Norðmennimir klæddust. Tjöldin í búðunum fengu þeir ekki að nota heldur var þeim gert að grafa sig í fónn þann tíma sem á æfingum stóð. Stanley reyndi fyrir sér á skíðum en losaði sig fljót- lega við þau og notaðist eftir það við snjóþrúgur eins og flestir Bretanna. Riffilinn skildi hann aldrei við sig meðan á þessu stóð, enda lítið gagn að vopnlausum hermanni í stríði. Hernámi Bretans og bæjanna lauk í byrjun maí þegar allt herliðið hafði sig á brott af svæðinu. Bandarísk herseta Einhvem tíma haustið 1942 kem- ur að Stóru-Mörk Bandaríkjamaður ásamt fjómm Norðmönnum. Sigurð- ur Sæmundsson úr Vesturbænum var fenginn þeim til fylgdar upp að Jökli, en tilgangur ferðarinnar virt- ist að kanna staðsetningu fyrir væntanlegar æfingabúðir. Hvasst var af norðri og töluvert frost þenn- an dag. Gekk ferðin ágætlega en þó fór svo að Bandaríkjamaðurinn gafst upp á leiðinni. Þá var Norð- mönnunum mjög skemmt því þeir lögðust í skjól við stóran stein og grétu af hlátri. Þann 12. janúar 1943 setjast Am- eríkanarnir að á svonefndum Vagn- hólum rétt vestan við bæina í Stóm- Mörk. Reistir vora þrír braggar. Sá stærsti var 5 metra breiður og 24 metra langur, en hinir tveir helm- ingi styttri. í stóra bragganum var steypt gólf að hluta sem hýsti eld- húsið og mikla kolaeldavél, en þarna inni var funhiti. Bragginn var hólfaður niður og þarna var einnig að finna messann og vistarverur þeirra sem æðra vora settir. Varð- turni, hiöðnum úr torfi, var komið upp nyrst á Vagnhólunum og þar höfð vakt allan sólarhringinn. Bandaríkjamenn komu sér sjálfir upp aðstöðu fyrir hesta hjá brögg- unum. Hestarnir komu víða að, m.a. úr Landeyjunum. Þeir vora að mati heimamanna fóðraðir betur en góðu hófi gegndi og hlupu í spik. Samtímis uppsetningu bragganna var komið upp tjaldbúðum rétt neð- an við Jökulröndina á svipuðum slóðum og Bretarnir höfðu verið. Símastrengur var lagður alla leið of- an úr búðunum niður í bragga, þannig að símasamband var milli staðanna. Var strengur þessi nefnd- ur „Bretasíminn" af heimamönnum. Mikið verk hefur verið að koma búð- unum upp, en flytja þurfti allt á hestum þarna upp. Til þessa verks vora kallaðir margir menn af nær- liggjandi bæjum. Birgðaflutningar Stöðugt var verið í flutningum með ýmis aðföng upp í efri búðimar, einkum þó mat. Mest var þetta dósamatur en einnig þurfti steinolíu eða bensín til upphitunar. Þeir bræður Bergur og Sigurður Sæ- mundssynir úr Vesturbænum vora mikið í þessum flutningum. Farið var annan hvern dag þarna upp með tvo hesta ef veður leyfði. Oftast var einn maður í flutningunum en fyrir kom að Norðmenn slægjust í för. Lagt var upp strax í birtingu til að komast aftur niður í björtu, enda um langan veg að fara. Búðirnar vora staðsettar í 900 m hæð austan Dag- málafjalls, en þangað upp er um 9 km leið. Áður en lagt var af stað var boðið upp á whisky-snafs, kex og sí- grettupakka. Þegar upp í búðimar kom beið einnig snafs og kex í vel kyntu tjaldi. Einhverju sinni átti Bergur að fara upp með vistir. Gerð- ust veður þá válynd svo að ekki var viðlit að leggja í ferð upp. Eftir viku- bið fór honum að leiðast þófið og lagði af stað í slæmu veðri upp á von og óvon. Gekk ferðin vel og náði hann upp í búðirnar þar sem honum var vel fagnað, enda tjaldbúar orðn- ir langeygir eftir heimsókn að neð- an. Bergur tók eftir því að sífellt var verið að fara meðfram sírnavírnum sem benti til að hann væri oft að slitna. Enda fór svo að hann var lagður aftur. Einhvem tíma kom Billi úr Hábænum ásamt fleiram upp í tjaldborgina. Var þeim boðin heitur drykkur, allvel styrktur. Billa fannst drykkurinn fullheitur svo hann lét könnuna út fyrir tjaldskör- ina til að kæla. Þegar hann teygði sig eftir henni var kannan tóm. Varð Billi nokkuð undrandi en sagði lítið. Þegar út úr tjaldinu kom var eftir því tekið að hundur hans, Kaskur, hagaði sér undarlega og eltist við skottið á sjálfum sér. Þrautaganga Það var löng halarófa hermanna, ekki minna en 40 manna hópur, sem stillti sér í beina röð austan bæjanna áður en lagt var upp í búðirnar. Hver maður bar allt sitt hafurtask með skíði þvert efst á bakpokanum. Svo virðist sem margir hafi kviðið þessari för, enda líklega ekki vitað hvað beið þeirra þarna uppi. Eitt er víst að þetta hafa verið þung skref og gangan erfið með öll þyngslin á bakinu. Tjaldbúðirnar voru staðsett- ar, eins og fyrr sagði, í hvilft austan Dagmálafjalls, í um 900 m hæð. Þarna verða veður mjög slæm og í hvilftinni vill safnast mikill snjór. Þarna hefur því á stundum verið ömurleg vist fyrir óreynda menn. Einnig hlýtur að hafa verið erfitt að varna því að tjaldborgina fennti í kaf og oft hefur þurft að færa tjöldin. Eftir því sem næst verður komist var hver hópur a.m.k. vikutíma við þessar æfingar. Heimamönnum þótti það undarlegt að láta menn bera allan sinn búnað bæði upp og svo niður aftur. Enda fór svo að margir gáfust upp á leiðinni niður úr búðunum. Eitt sinn gekk Bergur fram á ungan örmagna mann liggj- andi í snjónum á miðri heiði. Tók hann bakpoka hans og reiddi niður en maðurinn hafðist að lokum af stað. Margar lýsingar eru til af mönnum á leið niður heiðarbrúnina eða heim við bæina þar sem þeir lögðust máttvana fyrir. Það er því ljóst að dvölin þarna efra hefur gengið nærri sumum. Sögusagnir vora einnig á kreiki um að komið hafi verið með lík ofan úr búðunum svo lítið bæri á. Nýjungar Úlfar Brynjólfsson úr Hábænum, þá níu ára, minnist komu Bretanna. Eftir að það fauk ofan af þeim komu þeir upp birgða- og vopnageymslu í fjóshlöðunni í Austurbænum. Þar var vopnaður vörður dag og nótt sem oft mátti sníkja súkkulaði hjá. Bandaríkjamönnum kynntist Úlfai- þó betur. Þeir voru mun betur út- búnir og ólíkir Bretunum á margan hátt. Einn þeirra, Donald, talaði þokkalega íslensku og kom oft í Há- bæinn með appelsínur, sem var nýj- ung. Ekki þótti Úlfari Kanarnir sleipir á skíðum. Atti hann stundum kappi við þá á túnunum kringum bæina. Frosið hrossatað varð þar mörgum liðsmönnum hins volduga ameríska hers að falli. Norðmenn- irnir vora hins vegar afbragðs skíða- menn. Eins og gefur að skilja vora flutningar manna og birgða tölu- verðar til og frá svæðinu sem kallaði á ýmiss konar vélknúin farartæki sem ekki höfðu áður sést. Þetta var allt frá litlum Willys-jeppa sem Úlf- ar og félagar fengu að sitja í upp í stóra trakka. Eitthvað var um að menn nýttu sér þessar samgöngu- bætur og fengju far milli bæja eða út í Hvolsvöll. Mjólkin frá bæjunum var á þessum tíma flutt í brúsum á hestvagni út að Markarfljótsbrú. Lá leiðin þá framhjá bröggunum. Þaðan var mjólkinni oft ekið á pallbfl frá hernum það sem eftir var leiðar. Þannig vora setuliðsmenn mjög hjálplegir og samskiptin við heima- menn góð. Kanabæli Sagan segir að tjaldbúðirnar hafi verið yfirgefnar í illviðri snemmvet- urs 1944 og allur búnaður skilinn eftir. í dagbók Eymundar 15. sept- ember 1944 stendur: „Sækja í Kana- bæli“. Líldega er hér um að ræða ferð þar sem nokkram hestburðum af tjaldsúlum var skipt milli bæj- anna að Stóra-Mörk og Syðstu- Mörk. Guðjón Ólafsson í Syðstu- Mörk minnist þessarar ferðar vel. Þegar komið var að lágu tjöld ýmist á auðu eða í snjó og leit út fyrir að svæðið hafi verið yfirgefið í skynd- ingu. Þar eð þeir Syðstu-Merkur menn höfðu fleiri hesta en þurfti undir timbrið úr tjaldsúlunum tóku þeir með sér tvö mjög stór tjöld og tjaldbotnana úr þeim. Tjöldin vora m.a. lánuð í erfisdrykkju í Landeyj- unum og stóra samkomu við Stóra- Dímon. Tjaldbotnarnir vora firna- sterkir og dugðu lengi sem yfir- breiðslur yfir ýmsan varning. Þess má geta að daginn eftir þessa ferð, 16. september 1944, fórst bandarísk sprengjuflugvél á Jöklinum þarna skammt frá. Eitthvað var um að skotist væri upp hvilftina í leit að verðmætum. Meðal þess sem barst niður á bæi vora tjöld af ýmsum gerðum og stór kabyssa. Enn þann dag í dag ægir saman ýmsu þarna í hvilftinni frá þessum tíma. Meðal þess sem finna má era tjaldsúlur, tjaldhælar, skíðastafir, óupptekinn dósamatur, bein úr ýmsum skepn- um, sokkar, vettlingar og Bretasím- inn liggur langt niður á heiði. Einnig má finna tannbursta og greiður í stóram stíl svo ljóst er að þarna hafa mikil snyrtimenni hafst við. Tann- burstinn var á þessum árum lítt þekkt fyrirbæri heima á bæjum, eins og svo margt annað sem fylgdi hinum útlenda her. Höfundur er ættaður frá Stóru-Mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.