Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Flytjum út popptónlist! , Á UNDANFÖRNUM árum hafa íslendingar verið að opna augun fyrir þeim miklu tækifærum sem felast í útflutningi á dægurlagatón- list. Velgengni íslenskra listamanna á erlendum mörkuðum hefur sýnt að við eigum sóknarfæri þegar ís- lensk popptónlist er annars vegar og að fátt getur vakið eins mikla athygli á landi og þjóð meðal alþýðu manna i hinum stóra heimi og vel kynntir einstakling- ar eða hljómsvéitir á sviði popptónlistar. Því hef ég nú lagt fram til þingsályktun- artillögu sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skipa skuli nefnd fagaðila og aðila úr menntamálaráðu- neyti, viðskiptaráðu- neyti og utanríkisráðuneyti til að skoða hvemig íslenska ríkið gæti stutt útflutning á íslenskri dægur- lagatónlist." Popptónlist er útflutningsgrein sem vert er að gefa meiri gaum. Ef horft er til reynslu Svía í þessum efnum, þá eru þeir í dag annar stærsti útflutningsaðUi popptónlistar í Evrópu og eru það einungis Bretar sem standa þeim framar. Eftir að ABBA sló £ gegn á átt- unda áratugnum fóru Svíar að átta sig á því að þama gæti verið um arðbæra atvinnugrein að ræða. Nú er svo komið að útflutnings- tekjur Svía af popptón- list vom á síðasta ári milli 20 og 30 milljarðar íslenskra ki-óna. íslenskir popptón- listarmenn hafa lengi kvartað yfir skilnings- leysi opinberra aðila. Þeir sem til þeklqa tjá mér að svörin, þegar leitað hefur verið til þeirra, hafi oftast verið á þá lund að þetta hafi ekki verið gert áður og því sé það ekki hægt. Ekki beint framsækin afstaða þar á bæ, ef rétt er. Því er full ástæða til að skoða í fullri alvöru hvað íslenska ríkið getur lagt af mörkum til að styðja alþjóðlega markaðssókn íslenskra popptónlistarmanna sem oftast eru ungir að árum, févana og reynslu- lausir í viðskiptum. Þessar aðgerð- ir þyrftu ekki að vera fjárfrekar og Popp Þetta er arðbær atvinnugrein, segir Magnús Arni Magnússon, og það er ekkert til að skammast sín fyrir að búa til popptónlist. gætu til að mynda falist í því að koma á tengslum við áhrifaríka einstaklinga innan þessarar at- vinnugreinar og halda til haga upplýsingum um hvernig á að bera sig að við markaðssetningu popptónlistar. Einnig þarf að gera gagngera úttekt á því skattaum- hverfi sem popptónlistarmenn búa við hér á landi til að við miss- Magnús Árni Magnússon Hræðsluáróður stangveiðimanna ÞÓRARINN Sig- þórsson tannlæknir og Ingólfur Ásgeirsson leiðsögumaður skrifa grein í Morgunblaðið 13. febrúar síðastliðinn og taka undir gagnrýn- israddir þær sem heyrst hafa í garð raf- magnsframleiðslu í El- liðaánum. Þar vitna þeir í gögn sem Raf- magnsveita Reykjavík- ur hefur aflað á undan- fömum áratugum um veiði og laxagöngur í ánum og telja sig með því móti geta sýnt fram Stefán Pálsson á stöðuga hnignun laxa- stofnsins. Því er ekki að neita að sú mynd sem dregin er upp i greininni, er býsna dökk. Þeir kjósa að bera sam- an tvö ár með tæplega aldarfjórð: ungs millibili, árin 1975 og 1998. í ljós kemur að laxagangan árið 1998 er aðeins um 15% af göngunni fyrra viðmiðunarárið, eða 965 fiskar á móti 6.432. Þessar tölur eru vissulega slá- Elliðaárnar Það er dapurlegt til þess að vita að stang- veiðimenn líti Elliða- árnar og Elliðaárdal- inn, segir Stefán Páls- son, jafnsvörtum aug- um og fram kemur í grein þeirra. andi, en sem betur fer segja þær sáralítið um stöðu lífríkisins. Með framsetningu sinni reyna Þórarinn og Ingólfur að slá ryki í augu les- enda, þeir vita betur. Nákvæmar tölur eru til um veiði í Elliðaánum frá 1925 og frá 1933 hef- ur allur lax verið tekinn í kistu og talinn. Síðarnefndu tölumar eru afar nákvæmar og án efa óvíða hægt að fá jafngóðar upplýsingar um einstak- ar ár og Rafrnagnsveitan hefur aflað síðastliðin 66 ár. Ef gögn þessi eru könnuð kemur í Ijós að meðallaxa- fjöldinn á þessum árum hefur verið liðlega 2.700 laxar. Einungis þrisvar hefur fjöldinn farið yfir 5.000 og 1975, árið sem þeir félagar velja til viðmiðunar, var algjört metár. Tvívegis hafa göngumar verið innan við 1.000 laxa, árin 1937 og 1998. Veiðarnar í El- liðaám byggjast á smá- laxi sem þýðir að megn- ið af laxinum er aðeins eitt ár £ sjó en eitthvað af honum er þó tvö ár. Árin 1996 og 1997 era einu árin á öllu um- ræddu timabili þar sem engar sleppingar áttu sér stað £ Elliðaánum. Með öðram orðum er árið 1998 eina árið sem veiðamar hafa ein- göngu byggst á eigin framleiðslu ánna. Áf þessu sést hversu fráleit viðmiðunarárin 1975 og 1998 era. En það er fleira sem veldur þvi að samanburður þeirra fé- laga er út i hött. Aðkomulax skekkir myndina Þegar lagt er mat á styrk laxa- stofnsins í Elliðaánum nægir ekki að skoða tölurnar einar, þekkja verður forsendurnar. Fjöldi laxa sem veiði- menn hafa úr að moða er ekki ein- hlítur mælikvarði. Náttúran er breytileg og stofnar geta verið mis- sterkir frá einum tíma til annars, það er náttúrulegar sveiflur. Á það má minna að margir veiðimenn halda því fram að í Elliðaánum séu 10 til 15 ára sveiflur í laxastofninum og vissu- lega má greina í umi-æddum gögnum að stofninn er nú í öldudal. Það er þó miklu fremur aðkomulax sem raglar allan samanburð á tímabilinu. Ef teknar era saman tölur um laxagöngu kemur í Ijós að frá 1933 til 1970 gengu að meðaltali 2.574 laxar í árnar en frá 1971 hafa göngurnar verið að jafnaði 2.954 laxar. Þessi tímabilaskipting er valin vegna þess að í byrjun áttunda áratugarins hófst hafbeit á Faxaflóasvæðinu. Vaxandi fjölda hafbeitarseiða var sleppt við sunnanverðan flóann og var stærstur hluti þeirra af Elliðaár- stofni. í upphafi vora endurheimtur á sleppistöðunum með mesta móti og vora í því sambandi nefndar tölur um og yfir 10 prósent. Með tímanum dró úr endurheimt- um og fóru þær að sögn niður í eitt til tvö prósent. Var ýmsu kennt um þessa þróun. Þegar leið á níunda áratuginn dró jafnt og þétt úr haf- beitinni og lagðist hún af fyrir nokkrum misseram. Á þetta er minnst vegna þess að á þessu tíma- bili var mikið um það rætt að tölu- verður hluti af þeim laxi er gengi í ár á svæðinu væri annaðhvort villtur hafbeitarlax eða flóttalax úr eldiskví- um. Var því jafnvel haldið fram að hlutfall aðkomulax væri allt að 40 prósent. Náttúrufræðisetur í dalinn? Það er því vísvitandi rangt hjá Þórami og Ingólfi að velja árið 1975 til viðmiðunar í grein sinni. Mun réttara væri að öðru óbreyttu að miða við meðaltal áranna fyrir 1970. Samanburður við árið 1998 er sem fyrr segir ekki heldur sanngjarn. Hafbeit á svæðinu hefrn- verið aflögð, engar seiðasleppingar voru árin 1996 og 1997 og eins og flestum lesendum er í fersku minni kom upp kýlaveiki í ánum árið 1995. Með öflugum að- gerðum, sem stýrt var af dýralækni fisksjúkdóma og kostaðar af Raf- magnsveitu Reykjavíkur, virðist hafa tekist að hreinsa ámar af þeinn óværa. Það er hins vegar ekki vitað hversu langan tima það tekur vist- kerfí ánna að jafna sig til fulls. Það að tæplega 1.000 laxar gengu í ámar síðastliðið sumar þrátt fyrir undan- gengnar hremmingar vistkei’fisins og breytingar á ytra umhverfi, bend- ir eindregið í þá átt að stofninn sé sjálfbær þó óvíst sé að hann geti staðið undir óbeisluðum veiðivænt- ingum Þórarins og félaga. Hvernig kýlaveikin barst í árnar er svo annað mál. Barst pestin með fiski yfir hafið, eða barst hún ef til vill með búnaði veiðimanna eins og þekkt er erlendis? Um það skal ekk- ert fullyrt, en hins vegar ætla ég að slá því fóstu að ekki kviknaði hún við rekstur rafstöðvarinnar eða vegna rennslisstýringar Elliðaánna. Það er dapurlegt til þess að vita að stangveiðimenn líti Elliðaárnar og Elliðaárdalinn jafnsvörtum augum og fram kemur í gréininni. Við lestur hennar er ekki laust við að sú hug- mynd læðist að manni að rétt sé að endurskoða leigusamning Orkuveit- unnar og Stangveiðifélags Reykja- víkur á ánum, úr því að stangveiði- menn una hag sínum svo illa í þess- ari náttúraperlu okkar Reykvíkinga. Þess i stað mætti koma á legg fræðslusetri fyrii' skólafólk í nátt- úra- og umhverfisfræði, þar sem verðandi veiðimönnum væri kennt að umgangast umhverfið með meiri lotningu en þeir sem eldri eru í fag- inu. Höfundur er forstöðumaður Minjusufns Orkuveitu Reykjuvíkur. um þá ekki úr landi eins og dæmi eru um. Við Islendingar eigum umtals- verð sóknarfæri í þessari atvinnu- grein. Velgengni Bjarkar Guð- mundsdóttur hefur sett tónlistar- legan gæðastimpil á íslenska popptónlist og það er álit þeirra sem til þekkja úti í hinum stóra heimi að íslensk popptónlist sé al- mennt mjög vönduð og metnaðar- full. Það eru ekki margir popptón- listarmenn sem vinna til verðlauna ætlaðra klassískum tónlistarmönn- um, eins og Björk gerði þegar hún vann Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs fyrir fáum áram. Fáeinar íslenskar hljómsveitir standa nú við þröskuld heimsfrægð- arinnar og má nefna sveitina Gus Gus sem dæmi um eina slíka. Sú sveit hefur selt kvartmilljón hljóm- platna, frá því hún var stofnuð fyrii' þremur árum- og velt um hálfum milljarði íslenskra króna á þeim tíma. Skattaumhverfi fyrir starfsemi alþjóðlegrar popptónlistar hér á landi er ekki mjög þróað eða grein- inni mjög hagstætt og því missum við úr landi mikilvæga aðila á þessu sviði. Svo gæt farið að við misstum fleiri slíka úr landi og það veldur okkur auðvitað búsifjum. Þar verð- um við af tekjum sem myndu ann- ars streyma inn í þjóðarbú okkar. Hugmyndin með þingsályktunar- tillögunni er að skipuð verði nefnd fagaðila, þ.e. aðila sem hafa starfað í þessum geira og aðila frá ríkinu, sem geti skoðað hvemig hægt væri að koma til móts við popptónlistar- menn og hvemig popptónlist gæti orðið útflutningsgrein sem mundi skila okkur tekjum í þjóðarbúið, þó ekki væri nema broti af þeim tekj- um sem hún skilar Svíum. Þetta er átaksverkefni, sem þyrfti ekki að vera mjög dýrt að fara í, að taka saman einhverjar upplýsingar fyrir fólk sem hyggst fara út í þetta til þess að upplýsa það um hvemig það eigi að bera sig að. Svíar hafa lagt mikla áherslu á þennan þátt. Þeir hafa komið sér upp umfangsmikilli þekkingu á því hvernig á að markaðssetja popptón- list og halda reglulega ráðstefnur og flytja inn stóra aðila á hinum alþjóð- lega poppmarkaði sem flytja þar fyrirlestra og sitja í pallborði og taka við fyrirspurnum frá áhuga- sömum tónlistaimönnum eða öðra fólki innan geirans sem vill kynnast því starfi sem fram fer innan grein- arinnar. Það kæmi til álita að halda alþjóðlega popptónlistarhátíð á ís- landi einu sinni á ári og bjóðá hingað fólki sem vit hefði á málum og gæti miðlað þekkingu til Islendinga um hvemig standa ætti að hlutunum. Þetta er arðbær atvinnugi-ein og það er ekkert til að skammast sín fyrir að búa til popptónlist. Við er- um vel í sveit sett, miðað við önnur Evrópuríki. Við erum á sama tíma- belti og London, sem þýðir að við erum einungis átta tíma frá Mekka fjármögnunar og útgáfustarfsemi í heiminum, sem er Los Angeles, á meðan afgangurinn af Evrópu er tíu tíma í burtu. Það getur skipt máli fyrir umboðsaðila hljómsveita að geta náð í fólk á eðlilegum tíma í báðum tímabeltum. í umræðum um þingsályktunar- tillöguna kvaddi Kristín Ástgeirs- dóttii- sér hljóðs og minnti á að árið 1963 hefði popptónlist ekki verið mjög hátt skrifuð í Bretlandi og að Bandaríkin voru alls ráðandi á þeim markaði. En þá gerðist það að nokkrar hljómsveitir, sem höfðu verið að spila á klúbbum og í kjöll- uram í Liverpool, náðu eyram heimsins og á skömmum tíma varð algjör bylting í Bretlandi. Á örfáum árum varð útflutningur popptónlist- ar að öflugri útflutningsgrein. Ég vil hvetja íslensk stjómvöld til að taka sig á áður en við glutrum þessu tækifæri niður eða missum efnileg- ustu listamennina okkar úr landi. Höfundur er 15. þingnmður Reykjavíkur Viðbrögð skólayfír- valda við skálmöld ÞEGAR Hagaskóli hafði verið í herkví næstum heila viku og starfslið og nemendur í linnulausum ótta um lif og limi, greip skóla- stjóri til þess úrræðis að láta leita sprengna í fórum allra nemenda með aðstoð lögreglu. í Hagaskóla eru skráðir 486 nemendur. Fjórir nemendur reyndust hafa falið sprengjur í vösum sínum. Skólastjóri vísaði þessum fjórum drengj- um um stundarsakir úr skóla svo að rannsaka mætti hvort tjón, sem þegar hafði verið unnið, væri af þeirra völdum, enda slíkt heimilað í 41. grein í lög- um um grannskóla. Ekki gátu allir foreldrar unað úr- skurði skólastjóra og leituðu ásjár skólayfirvalda Reykjavíkur. Þau töldu drengina vera beitta órétti og skylt að veita þeim skólavist án tafar! Vel er að foreldrar séu á varð- bergi um réttindi barna sinna, en skyldum þeirra sjálfra er lítt flíkað, enda ekki sinnt af stjórnvöldum. Norðmenn fara öðravísi að. Skulu hér sýnd tvö hliðstæð dæmi, annað frá Ósló en hitt héðan: íslenskur strákur í Ósló, þá 12 ára, var staðinn að veggjakroti. Foreldram hans var gert að greiða sekt allháa. Krotið urðu þeir sjálfir að afmá. Amma hans segir að stráksi hafi lært heilmikið af þessu og fari nú að settum reglum í hví- vetna. í skóla mínum hafði verið bekkjarskemmtun. Um kvöldið kyngdi niður snjó. Að leikslokum hljóp galsi í fjóra stráka og bratu þeir götulýsingu með snjókasti. Allir geng- ust fúslega við sök sinni. Ég tjáði þeim að samband yrði haft við rafveituna og bóta krafist. Ég kynnti for- eldram þeirra gang mála. Létu þeir sér þá vel lynda. Síðan sendi ég rafveitunni skýrslu. Þurfti hún einungis að senda viðkomandi reikninga að viðgerð lokinni. En þeir reikn- ingar bárust aldrei. Mér grömdust þessi málalok, enda orðinn ómerkur orða minna gagn Skólahald Vel er að foreldrar séu á varðbergi um réttindi barna sinna, segir Jón A. Gissurarson. En hann telur þá lítt flíka eigin skyldum. vart drengjunum fjórum og foreldr- um þeirra. Hvaða siðfræði hefðu drengirnir svo getað lært af þessu? Orðum skulu efndir ekki fylgja! Höfundur er fv. skólastjóri. Jón Á. Gissurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.