Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nr. var vikur Diskur Flytjandi Útgefandi 1. - T Acoustic Moods Ýmsir Ma 2. - 2 Pan Pipe Moods Ýmsir MCI 3. 3 13 Sings Bachnrnch & Dnvid Dionne Warwick MCI 4. - 1 The Best of Smokie Smokie BMG 5. 4 Classical Piono Moods Ýmsir MCI 6. - 1 Sox Moods Ýmsir MCI 7. 1 16 Gling gló Björk Smekkleyso 8. - 1 The Collection Richard Cluyderman CMC 9. - 1 Very Best of Acker Blik MCI 10. - 1 His Grentest Hits Kenny Rodgers Disky Intemational Unnið of PricewaterhouseCoopers í somstorfi við Sombond hljómplötufromleiðenda og Morgunblaðið. Rólegheitin ríkja ►ÞEGAR Tónlistinn Gamalt & gott er skoðaður má sjá að Gling- Gló plata Bjarkar Guðmunds- dóttur hefur kvatt fyrsta sætið eftir nokkurra vikna dvöl á toppnum og fest sig í því sjö- unda. Stemmningsplöturnar „Acoustic Moods“ og „Pan Pipe Moods“ eru í fyrsta og öðru sæti og virðast þess lags plötur eiga mjög upp á pallborðið hjá hlust- endum nú um stundir. Fæðubótarefni frá Davina Gæða prótein- amínósýrur Króm 1600 ug Kreatin 100 gr-500 gr L-carnitine 500 mg ofl. ofl. Kynning og ráðgjöf í Ingólfsapóteki, Kringlunni föstudag 26/2 kl. 13-17 og laugardag 27/2 kl. 13-16. Umboðsaðili: CETUS, Skipholt 50c, Reykjavík Tea Tree olía... unnin úr náttúrulegri lækningajurt ----------------------------------\ Tea Tree húðsnyrtivörurnar frá Australian Bodycare eru sýkladrepandi og jafnframt græðandi Tea Tree húbkrem (Antiseptic Lotion) Goft fyrir þurra húð, exem, fótasveppi og eftir rakstur. Tea Tree húðsápa (Antiseptic Skin Wash) Hreinsar vel fitu og farSa af húð, varnar fílapensla- og bólu- myndun. GóS hand- sápa fyrir heimiliS. Tea Tree andlitskrem (Acfive Face Cream) Einstaklega gott fyrir bólótta og ofnæmisgjarna húS. SölustaSir: Apótekin Dreifing: NIKO ehf. Grammy-verðlaunin LAURYN Hill hélt Biblíunni á loft er hún tók við verðlaunum sem besti frumheijinn. MADONNA hafði betur en Björk í flokki stuttra tónlistarmyndbanda. Lauryn Hill í broddi kvenfylkingar LAURYN Hill stal senunni á af- hendingu Grammy-verðlaun- anna aðfaranótt fimmtudags þegar hún vann til fimm verð- launa, þar á meðal fyrir breið- skífu ársins og sem frumherji ársins. Hill, sem er 23 ára, hefur unnið hug og hjörtu tónlist- arunnenda með fyrstu sólóskifu sinni „The Miseducation of Lauryn Hill“. Hún söng áður með Fugees og kom hingað til lands þegar sveitin héit vei heppnaða tónleika í Laugar- dalshöll árið 1997. Það þurfti engum að koma á óvart að Celine Dion átti smá- skífu ársins og lag ársins og var það My Heart Will Go On úr myndinni Titanic. Það bjuggust hins vegar fáir við því að Hill myndi slá met Carole King frá árinu 1971 og vinna 5 Grammy- verðlaun. Engin kona hefur fengið jafn mörg Grammy-verð- laun á einni afhendingu. King fékk fern verðlaun á sínum tíma fyrir breiðskífuna Ta- pestry. Michael Jackson á metið en hann vann átta verðlaun árið 1983 fyrir Thriller. „Guð er frábær og sigrar allt,“ sagði Hill þegar hún tók við verðlaunum fyrir breiðskífu ársins. Hún hóf kvöldið með 10 tiinefningar og uppskar helm- inginn af því. Sólóskífa hennar var ein af rómuðustu breiðskíf- um ársins 1998 og seldist í ríf- lega 6 milljónum eintaka um heim allan. Konur voru eins og undanfar- in ár atkvæðameiri en karlpen- ingurinn. Dion, Madonna, Alan- is Morissette, Shania Twain og nýliðarnir í kántrýsveitinni Dix- ie Chicks fengu einnig fleiri en ein verðlaun. Madonna, sem er fertug, hefur verið heldur af- skipt hvað Grammy-verðlaunin áhrærir á 15 ára ferli sínum en að þessu sinni vann hún þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu poppplötu, Ray of Light. Hún hafði einnig betur en Björk þegar hún var verðlaunuð fyrir besta tónlistarmyndband. Ma- donna hefur aðeins einu sinni áður unnið Grammy-verðlaun og var það árið 1991 í flokki lengri tónlistarmyndbanda. Morissette uppskar tvenn verðlaun fyrir lag sitt Unin- vited og Shania Twain fékk tvenn verðlaun fyrir kán- trýsmellinn You’re Still the One. Þá fékk kántrýsveitin Dix- ie Chicks tvenn verðlaun. Á meðal annarra verðlaunahafa var kántrýsöngvarinn Vince Gill sem þar með hefur unnið 12 Grammy-verðlaun á ferlin- um. Aðrir sem unnu tvenn verð- laun voru Brian Setzer Orchestra, Stevie Wonder, stjórnandinn Robert Shaw, lagasmiðurinn Pierre Boulez og Pat Metheny Group. Þetta var líka gott kvöld fyrir þá ,sem eru eldri í hettunni. Jimmy Page og Robert Plant fengu fyrstu Grammy-verðlaun sín en þeir voru aldrei verðlaunaðir þegar þeir spiluðu með Led Zeppelin. Patti Page fékk fyrstu verðlaun sín á 51 árs ferli sínum og blús- maðurinn Otis Rush var einnig verðlaunaður. „Þegar ég hóf ferilinn var ég ekki mikið fyrir svona lagað,“ sagði Elvis Costello sem deildi sfnum fyrstu Grammy-verðlaun- um með lagahöfundinum Burt Bacharach. Beastie Boys öðluð- ust líka í fyrsta skipti náð fyrir augum þeirra sem greiða at- kvæði um Grammy-verðlaunin og féllu tvenn verðlaun í þeirra skaut. Þá hreppti Eric Clapton sín þrettándu verðlaun. Kókóhundur á Kakóbarnum í dag Góðir, þægir og frægir strákar Islenskt tónlistarlíf stendur í miklum blóma, ekki síst meðal ungmennanna. Hildur Lofts- dóttir vakti Kókóhund af værum blundi, sem ætlar að leika í Hinu húsinu kl. 17 í dag. „KÓKÓHUNDUR er búinn að vera til lengi en ekkert í gangi,“ útskýrir nývaknaður söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar, Róbert Örn Hjálmtýsson. Með honum í bandinu eru trommarinn Baldur Jack og Steindór Ingi Snorrason sem leikur á gítar og syngur líka. „Við tókum einu sinni þátt í Músiktilraunum, það var bara flipp en nú ætlum við að vera góðir." - Góðir og þægir strákar? „Já, góðir, þægir og frægir. Við munum láta alla á íslandi fá lögin okkar á heilann. Þetta eru mjög grípandi lög með grípandi textum, allt á íslensku." - Hvemig myndir þú skilgreina tónlistina ykkar? „Hún er sambland af The Supremes, Bítlunum, Michael Jackson og Creedence Clearwater." - Er þetta þá ekki full gamaldags tónlist af svo ungum karlmönnum að vera að leika? „Nei, þetta er popp með rafmagnsgítar, engin nýbylgja, bara venjuleg tónlist. Samt er engin sambærileg hljómsveit á fslandi." - Þannig að á tónleikunum í dag eruð þið að koma fram á sjónarsviðið í fyrsta skipti almennilega? „Já, nú erum við búnir að semja öll lögin, og þá er þetta komið.“ - Eruð þið með mörg lög á efnisskránni? „Já, alveg milljón, alveg rosalega mörg lög. Við Steindór erum með Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson KÓKÓHUND skipa Róbert Örn Hjálmtýsson, Baldur Jack og Steindór Ingi Snorrason. Þeir halda tónleika á Kakóbarnum í Geysishúsinu kl. 17 í dag. gott upptökutæki, og erum í eitt og hálft ár búnir að taka upp alveg ótrúlegustu hluti sem eru orðnir að mjög góðum lögum.“ - Hvernig á svo stemmningin að vera í dag? „Það væri fínt ef allir gætu mætt með hárkollur og jafnvel gervinef, það yrði skemmtilegt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.