Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 42
'*42 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN J. JÓHANNSSON + Kristján J. Jó- hannsson fædd- ist á Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 28. september 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Borghildur Þórðar- dóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1897, d. 5. janú- ar 1971, og Jóhann M. Krisljánsson bóndi, f. 6. septem- ber 1893, d. 29. ágúst 1965. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum á Syðra-Lága- felli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu. Elst barna þeirra er Steinunn verslunar- maður, f. 3. ágúst 1924, hennar maður er Ragnar Ragnarsson vélstjóri. Næstur er Jóhann Gunnar trésmiður, f. 20. janúar 1928. Eiginkona hans er Jensina Jensdóttir verslunarmaður. Næstir í röð þeirra systkina voru tvíburarnir Kristján sem *> hér er minnst og Þórir lögreglu- maður, f. 28. september 1929. Eiginkona Þóris er Ingibjörg Þórðardóttir skrifstofumaður. Yngri systkini Kristjáns eru: Sigurður húsgagnasmiður, f. 22. desember 1930, fyrri kona hans var Auður Helga Ingvarsdóttir, þau skildu, en síðari kona hans er Guðrún Ingólfsdóttir húsmóð- ir. Sigvaldi verksljóri, f. 3. júlí 1932, eiginkona hans er Helga Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræð- > ingur og ljósmóðir. Næstyngst þeirra systkina er Sesselja Anna hús- freyja, f. 19. nóvem- ber 1934, gift Erik Möhl bifvélavirkja, og yngst er Vigdís Þórkatla, f. 8. ágúst 1939, verzlunarmað- ur, gift Helga Sig- urði Jónassyni lög- reglumanni. Hinn 18. júlí 1953 kvæntist Kristján Svövu Guðrúnu Sig- mundsdóttur, versl- unarmanni frá Reykjavík, f. 18. desember 1930. Fyrstu búskap- arár sín bjuggu þau í Reykjavík en síðan í Kópavogi. Börn Svövu og Kristjáns eru: 1) Jó- hann Magnús bílasmiður, f. 21. október 1953, kvæntur Unni Arnardóttur gjaldkera. Þeirra börn eru: a) Laufey, f. 12. apríl 1973, húsmóðir. Sambýlismaður hennar er Einar Sigurður Ax- elsson og þeirra börn eru: Örn Haukur og Hrafn Már. b) Fann- ey, f. 2. desember 1981. c) Krist- ján, f. 3. september 1987. 2) Margrét, bókari, f. 3. maí 1957, hennar börn eru: a) Kristján Yngvi, f. 7. desember 1979, Brynjólfsson og b) Svava Guð- rún, f. 26. júní 1984, Brynjólfs- dóttir. 3) Borghildur Júlíana, háskólanemi, f. 23. maí 1964, og á hún eina dóttur, Hafdísi Lind, sem er fædd 30. september 1992, Hafsteinsdóttur. Utför Kristjáns fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar vinir og samstarfsmenn hverfa skyndilega af heimi bregður okkur hastarlega. Kristján Jó- hannsson, bifreiðastjóri í félags- málaráðuneytinu, verður borinn til moldar í dag. Kristján var fæddur á Ytra-Lága- felli í Miklaholtshreppi 28. septem- ber 1929. Hann ólst upp í hópi margra systkina hjá foreldrhm sín- um á Syðra-Lágafelli. Kristján var gjörvilegur maður og ágætlega íþróttum búinn. Gat hann sér frægðarorð á þeim vett- vangi og var fremstur þrístökkvara hérlendis þar til Vilhjálmur Einars- ■*! son kom til sögunnar. Kristján stundaði nám við íþróttaskólann í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. Kristján stundaði fyrst ýmsa verkamannavinnu, var á vertíðum og síðan stundaði hann vélavinnu, fyrst á jarðýtu en síðar á skurðgröfu. Vann hann víða um land, lagði m.a. veg um Álftafjörð á Snæfellsnesi og gróf skurði í Borgarfirði og Reyk- hólasveit. Sjö sumur vann hann að skurðgreftri í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þar eignaðist hann marga vini og var æ síðan aufúsugestur norður þar. Á vetrum vann hann í Reykja- vík bæði við skurðgröft og einnig akstur strætisvagna. Allmörg ár var hann leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum. * Kristján kvæntist hinni mætustu konu, Svövu Guðrúnu Sigmunds- dóttur verslunarmanni, 18. júlí 1953. Eignuðust þau börnin Jóhann, Margréti og Borghildi sem öll eru myndar- og sómafólk. Einnig ólu þau Svava og Kristján upp dóttur- son sinn, Kristján Yngva Brynjólfs- son, sem nú stundar flugvirkjanám í Bandaríkjunum. Heimili sitt áttu þau fyrst í Reykjavík en síðar byggðu þau í Lyngbrekku 5 í Kópavogi þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili. Kristján Jóhannsson var mjög 'v umhyggjusamur heimilisfaðir. Hann var iðjumaður, prýðilega lag- hentur og útsjónarsamur við verk. Hann unni mjög æskustöðvum sín- um á Syðra-Lágafelli og reistu þau Svava sér þar myndarlegt sumar- hús. Húsið smíðaði Kristján eigin hendi í tómstundum sínum og lofar "fcþar verkið meistarann. Hófust þau handa um trjárækt á Syðra-Lága- felli og þar var lögð alúð við sköpun sælureits sem Kristján fékk þó ekki að njóta nógu lengi. Um 1980 gerðist Kristján bíl- stjóri hjá Stjómarráðinu. Ok hann fyrst hjá Friðjóni Þórðarsyni í dómsmálaráðuneyti, síðan hjá Matthíasi Bjarnasyni í samgöngu- ráðuneyti, þá Jóni Sigurðssyni í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti og síðan Jóni Baldvini Hannibalssyni í utan- ríkisráðuneyti. Við alla þessa menn bast Kristján vináttuböndum og hafði við þá mikil samskipti þótt leiðir skildi. Vorið 1995 kom Kristján til starfa í félagsmálaráðuneytinu og hófust þá kynni okkar. í fyrstu þótti mér óspilunarsemi að hafa bílstjóra en lærði fljótt að meta aðstoð og mann- kosti Kristjáns. Hann var ákaflega vandaður maður bæði til orðs og æðis. Trúmennska hans, þolinmæði og háttvísi í hvívetna var einstök og fyrir það ávann hann sér vinsemd og virðingu hvarvetna. í tali barna- bama minna var hann ekki Kristján bílstjóri heldur „Kristján vinur hans afa“. Kristján hafði yndi af söng og lék á munnhörpu af mikilli leikni. Hann var virkur félagi í Oddfellowregl- unni og lét þar sem annars staðar gott af sér leiða. í haust fékk Kristján kransæða- stíflu og lá hann milli heims og helju um tíma en komst svo til heilsu aft- ur og 11. þessa mánaðar kom hann í ráðuneytið og hugðist taka til starfa næsta mánudag. Hlökkuðum við báðir mikið til. Því miður fór ekki svo. Kristján fékk annað áfall og andaðist 20. febrúar. Við Sigrún söknum vinar í stað og mikill harmur er kveðinn að Svövu og afkomendum þeirra. Við vottum þeim innilega hluttekningu. Eftir lifir minningin um góðan og heil- steyptan mann. Páll Pétursson. Mig langar til þess með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja kæran mág minn og þakka honum sam- fylgdina. Kristján var ungur maður, þegar við sáumst fyrst fyrir hart- nær hálfri öld síðan. Hann var þá eins og þar til yfir lauk fullur af at- orku, glaðlyndi og skemmtilegheit- um. Sannkallaður gleðigjafi fyrir okkur sem tengdumst honum fjöl- skylduböndum. Hann var frá Syðra-Lágafelli á Snæfellsnesi, einn átta systkina. Öll eru þau traust og vandað fólk, ís- lenskt alþýðufólk af bestu gerð. Kri- stján fór ungur að heiman til að sjá fyrir sér, læra og vinna. Hann fór víða, en vann lengst af við akstur. Kristján hafði þann eftirsótta eigin- leika að virðast alltaf vera ungur maður, jafnvel eftir að árin tóku að færast yfir. Hann og Svava byggðu sér hús í Lyngbrekku í Kópavogi og þar uxu úr grasi börnin þeirra þrjú, og þar áttu barnabörn og barnabarnabörn öruggt skjól hjá afa og ömmu. Ætíð var gestkvæmt hjá þeim, enda var fjölskyldan stór og vinirnir margir. Kristján var söngelskur og þegar systkinin komu saman var ætíð sungið og munnharpan stundum dregin fram eða brugðið á leik með öðrum hætti. Kristján var alltaf til í að sprella svolítið og hafði mikið að- dráttarafl fyrir unga sem aldna. Kristján var víðsýnn og hann og Svava ferðuðust mikið innanlands og utan um árabil. Átthagarnir áttu ætíð ítök í Kristjáni og fyrir nokkr- um árum reisti hann hús fyrir fjöl- skylduna að Syðra-Lágafelli af sama krafti og dugnaði og einkenndi hann alla tíð. Þar var unaðsreitur fyrir alla sem stóðu honum nærri. Fyrir vestan var Kristján fyrstur út á morgnana og oftar en ekki blakti íslenski fáninn við hún þegar við hin skriðum fram úr. Og þegar okkur svilkonunum datt í hug að hefja kartöflurækt fyrir vestan var hann fljótur að taka við sér og í kart- öflugarðinum áttum við öll ógleym- anlegar stundir, mest vegna uppá- tækja Kristjáns og gamansemi. Kristján var glæsimenni í sjón og raun. Það er okkur huggun harmi gegn nú þegar hann fellur svo óvænt frá að vita að hann var lán- samur maður í lífi sínu. Hann átti traustan lífsförunaut og góða sam- heldna fjölskyldu sem var honum endalaus uppspretta gleði og ástar. Ég vil fjúir hönd okkar fjölskyld- unnar í Grænuhlíðinni votta Svövu og öllum aðstandendum Kristjáns Jóhannssonar mína innilegustu samúð. Hans er sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Kveðja. Jensína Jensdóttir. Kveðja frá tvíburabróður Sem tvíburar var tjáning okkar lík og traustið svipað er við fiindum báðir. Og vináttan af viðmótshlýju rík, við vorum hvorir öðrum talsvert háðir. Nú ert þú farinn, frómi bróðir minn, svo fólskvalaus og trúr á allan máta. Söknuðinn ég sára núna fmn, hér sit ég einn og mun þig hljóður gráta. Allt þitt líf var ákaflega sterkt og aldrei voru nokkur mistök framin. Af lipurð þinni er margt svo minnisvert, því mun ég kveðja í Jesú nafni, Amen. Þórir Jóhannsson. Elsku afi. Þegar við hugsum til þín koma margar góðar minningar upp í hugann. Efst í huga er sveitin á Snæfellsnesi. Þaðan eigum við okkar bestu minningar um þig. Margt gerðist þar skemmtilegt. Þessi staður mun ekki verða sá sami án þín, en við vitum að þú verður ávallt með okkur. Man ég mjög vel eftir því þegar þú settir upp rólur fyi-ir okkur ásamt Kristjáni Yngva nafna þínum í gamla fjárhúsinu. Þá vorum við frænkumar mjög ungar. Byrjuðum við að róla okkur á miklum hraða en rólan mín (Fanneyjar) brást og datt ég ofan í skítahrúgu. Þar sat ég og horfði á þig með hneykslissvip. I fyrstu varðst þú mjög hissa en svo allt í einu byrjaðir þú að skellihlæja og inn á milli hláturroknanna héyrði ég þig segja: „Úps, ég gleymdi að festa róluna.“ Þessu atviki gleymi ég aldrei ásamt fleirum. Þú varst alltaf tilbúinn að hlusta á okkur krakkana og alveg sama hvaða prakkarastrik við gerðum, þá gast þú ekki sagt neitt því þú varst svo mikill prakkari sjálfur. Þegar þú fórst með okkur krakk- ana upp í Kerlingarskarð að sýna okkur kerlinguna í fjallinu varð ég (Svava) svo ofboðslega hrædd. Ég bað þig um að snúa strax við og fara heim. Þessu hafðir þú gaman af, að ég skyldi hræðast klett sem líktist kerlingu lengst uppi í fjalli. Þegar Svava var fimm ára spurði ég (Fanney) hana af hverjum hún væri hrifin. Benti hún þá á þig og sagði: „afa.“ Þú varst allt sem afar eiga að vera, góður og skemmtilegur. Sárt er að missa þig en huggun að vita að þú ert í góðum höndum hjá Guði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Fanney og Svava. Alltaf er jafn erfitt að trúa að menn í blóma lífsins þurfi að vera burt kallaðir héðan úr þessu tilveru- stigi frá heimili og fjölskyldum. Það er búið að höggva ansi stórt skarð í glaðværa hópinn sem sótti fundi í hinu gamla góða íþróttafé- lagi Miklaholtshrepps þegar ég var að alast upp. Systkinin á Lágafelli létu það ekki aftra sér að mæta á fé- lagsfundi og íþróttaæfingar þótt fara þyrfti yfir stóran hluta hrepps- ins. Kristján var léttur í lund, með- almaður á hæð, þéttur og samsvar- aði sér afar vel, glímumaður lipur og góður og voru margir honum stærri og þyngri oft í slæmri stöðu á glimugólfinu. Á árum áður sóttu margir Miklhreppingar vinnu á vetrum til Keflavíkur og Kristján þar á meðal um árabil. Sumarvinnu stundaði hann á jarðýtum og síðar á skurðgi’öfum og var ólýsanlegt að sjá lipurð og tækni sem hann náði með kastskófl- unum sem þá voru og náði skurðum svo beinum að ekki hefði verið bet- ur gert með handverkfærum. Svo lá leiðin suður og Svava og Kristján byggðu sér fagurt hús í Kópavogi og hafa búið þar síðan. Tengsl við gömlu sveitina rofnuðu ekki og reistu þau sér fallegt sumarhús á ættjörðinni Lágafelli og dvöldu þar þegar frí og tilefni gafst. Við Kristján vorum yfir tuttugu ár samstarfsmenn á Bæjarleiðum og var margt spjallað á stæðum þegar við hittumst og er margs að minnast frá þeim árum enda glatt á hjalla. Nú hin seinni ár vorum við báðir komnir í aðra vinnu og lágu leiðir ekki eins oft saman en ef við hittumst þá var alltaf sagt: „Ef þið farið vestur í sumar þá farið ekki framhjá Lágafelli án þess að gá hvort við séum þar.“ Kristjáni vil ég þakka vináttu og velvild alla tíð, leiðsögn og hjálp þegar ég hóf leiguakstur og þekkti ekki of vel bæinn. Elsku Svava, börn og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk á erfiðri stund. Minning um góðan eiginmann og fóður er mikils virði. Innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur hjónum. Karl Ásgrímsson. Harmafregn, Kristján Jóhanns- son dáinn, ótrúlegt en staðreynd engu að síður. Þrátt fyrir að öll ger- um við okkur fulla grein fyrir að það er hlutskipti allra manna að deyja í fyllingu tímans, þá kemur dauðinn okkur alltaf jafn mikið á óvart, og í flestum tilfellum finnst manni hann ótímabær, svo er einnig nú í mínum huga. Þar sem Stjáni var rétt kominn að seinna blóma- skeiði ævinnar, eftirlaunaárunum. Mikil depurð fyllir nú huga minn er ég kveð hinstu kveðju einn besta og traustasta vin, sem ég hef eign- ast í gegnum árin. Samfara sorg og söknuði vegna látins vinar fyllist maður gleði yfir að hafa fengið að njóta vináttu og samfylgdar góðs drengs. Ég ýki svo sannarlega í engu þegar ég fullyrði að traustari manni en Stjána hef ég aldrei kynnst. Hann var ætíð reiðubúinn að rétta vinum sínum hjálparhönd, ýmist með vinnu og eða góðum ráð- um. í mörg ár stundaði Stjáni leigu- bflaakstur og var sérstaklega að- gætinn og farsæll í því starfi, en nú hin síðari ár starfaði hann sem ráð- herrabflstjóri og fórst það að sjálf- sögðu vel úr hendi. Er það trú mín að aldrei hafi það komið fyrir, að nokkur ráðherra hafi ekki komist á réttan stað á réttum tíma hafi Stjáni setið undir stýri. Fyrstu kynni mín af Stjána hófust fyrir rúmum 50 árum, þegar við ungir og galvaskir menn hófum nám í Iþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal. Bjartsýnir á lífið og tilvenjna stukkum við yfir kistu og hest og glímdum glímur af mikl- um móð. Ekki get ég neitað þvi að á stundum öfundaði ég Stjána af styrk hans og kröftum, sérstaklega í glímunni; en þar stóðu fáir honum á sporði. Á þessum árum var Stjáni snjall frjálsíþróttamaður og færði heimasveit sinni marga góða og eft- irsótta íþróttasigra. Minningar þessara ungdómsára standa mér nú fyrir hugskotssjónum og ylja og venna dapran hug. Mörgum árum síðar eða á sjötta áratugnum liggja leiðir okkar sam- an á ný, nú á vinnumarkaðinum, þar sem við störfuðum báðir hjá Véla- sjóði ríkisins, nú fulltíða menn og ábyrgir heimilisfeður. Er ekki að orðlengja það að Stjáni býður mér að starfa með sér norður í Húnavatnssýslu næstu sumur. Þótti mér það mikill heiður og mér sýnt mikið traust, þar sem Stjáni var þá talinn með allra flinkustu gröfumönnum landsins. Það er til marks um drenglyndi Stjána að þrátt fyrir að ég væri hálfgerður byrjandi, en hann með margra ára reynslu í stai-finu, þá kom hann ætíð fram við mig sem jafningja. Nokkur klaufaleg mistök, sem ég gerði í upphafi, framkölluðu bara bros hjá Stján og hann sagði: „Þetta kemur með æfingunni, Maggi.“ Það er á þessum tímapunkti sem við hjónin kynnumst betri helmingnum hans Stjána, henni Svövu. Stjáni var mikill lukkunnar mað- ur í einkalífinu. Hún Svava, þessi síkáta kona, bjó manni sínum af- burða fallegt heimili og gaf honum þrjú myndarleg börn, sem hafa í hvívetna verið foreldrum sínum til mikils sóma. Afa- og ömmubörnin hafa nú misst sinn besta vin, því Stjáni var sannur vinur bama sinna og barnabarna. Missir þessarar góðu fjölskyldu er óendanlega mik- ill, því vinur minn Stjáni var mikill og góður heimilisfaðir. Það er ein- læg von mín og trú, að eins og dag- inn lengir og óðum styttist í vor- komuna með nýju, fjölskrúðugu lífi móður jarðar, þá geti minningin um góðan dreng sefað sárustu sorg nánustu aðstandenda og fært þeim þá fullvissu að Drottinn allsherjar er með okkur lifandi og látnum. Ef til vill er það einmitt það sem gefur lífinu gildi, að við mannanna böm skiljum ekki alltaf órannsak- anlega vegi Drottins. En verum þess fullviss að með dauðanum er almættið sjálft að gefa okkur von og trú um nýtt og eilíft líf. Við hjónin sendum Svövu og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir eilíflega. Kæri vin, hvfl í friði í náðarfaðmi Guðs. Blessuð sé minning þín. Magnús G. Erlendsson. Kristján J. Jóhannsson, bifreiða- stjóri, er látinn. Andlát hans kom mjög á óvart. Hann var heilsu- hraustur og sterkbyggður maður. Kynni okkar hófust fyrir um 20 ár- um er hann gerðist bifreiðastjóri minn fyrrihluta árs 1983 en þá hafði ég tekið við embætti ráðherra heil- brigðis- og trygginga- og sam- göngumála. Kristján gerðist bif- reiðastjóri ráðherra 1980 og var það til dauðadags. Kristján var Snæfellingur og bar mjög hlýjan hug til sinnar heima- byggðar. Hann var alinn upp í stór- um systkinahópi hjá foreldrum sín- um. Var lítið í búi eins og hjá flest- um íslendingum á þeim árum. Enda voru litlar kröfur gerðar öfugt við það sem nú er. Kristján bar mikla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.