Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 34

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 34
34 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARS-TILBOÐ á handlaugum 20% afsláttur Samkomulag næst í viðræðum um framtfð Austur-Timor Indónesar sam- þykkja at- kvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðunum, Dili. Reuters. STJÓRN Indónesíu hefur sam- þykkt að efnt verði til atkvæða- greiðslu meðal íbúa Austur-Tímor um hvort þeir vilji að landsvæðið eigi að vera áfram hluti af Indónesíu og fá víðtæk sjálfstjóm- arréttindi. Verði tillögunni um sjálfstjórn hafnað gæti það orðið til þess að Austur-Tímor fengi sjálfstæði. Samkomulagið um at- kvæðagreiðsluna vakti þó ekki mikinn fögnuð meðal íbúa Austur- Tímor; viðbrögð aðskilnaðarsinna voru varfærnisleg og stuðnings- menn Indónesíustjórnar óttuðust að atkvæðagreiðslan gæti kynt undir átökum milli þessara stríð- andi fylkinga. Samkomulag náðist í meginat- riðum um atkvæðagreiðsluna á fundi utanríkisráðherra Indónesíu og Portúgals á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrrakvöld. Gert er ráð fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar skipuleggi atkvæða- greiðsluna og að utanríkisráðherr- amir komi aftur saman í apríl til að ákveða endanlega hvernig henni verði háttað. „Ég efast ekki um að mörg vandamál eru enn óleyst," sagði Jamsheed Marker, milligöngu- maður Sameinuðu þjóðanna í við- ræðunum. „En ég tel að við höfum tekið mjög, mjög stórt skref fram á við og menn geti verið bjartsýnir á að málið verði leyst.“ Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, hafði lýst því yfír að at- kvæðagreiðslan kæmi ekki til greina og samkomulagið kom því á óvart. Ottast blóðsúthellingar Stjórn Indónesíu hefur boðist til að veita Austur-Tímor sjálfstæði verði sjálfstjórnartillögunni hafn- að eins og búist er við. Jose Ramos-Horta, útlægur leiðtogi að- skilnaðarsinna, kvaðst sannfærður um að 90% íbúanna myndu hafna því að Austur-Tímor verði hluti af Indónesíu ef vel yrði staðið að at- kvæðagreiðslunni. Sameinuðu þjóðimar yrðu að senda þangað eftirlitsmenn og gæslulið til að tryggja að Indónesar reyni ekki að hafa áhrif á niðurstöðuna. Indónesar yrðu einnig að kalla allt herlið sitt á Austur-Tímor heim. Xanana Gusmao, leiðtogi aust- ur-tímorskra uppreisnamanna, fagnaði samkomulaginu en sagði að enn væri mjög óljóst hvernig atkvæðagreiðslunni yrði háttað. Tugir manna hafa fallið í átök- um milli aðskilnaðarsinna og stuðningsmanna Indónesíustjórn- ar á Austur-Tímor síðustu mánuði. Filomeno De Jesus Hornay, leið- togi bandamanna Indónesíustjórn- ar, sagði að atkvæðagreiðslan gæti orðið til þess að átökin mögn- uðust. Austur-Tímor, sem er fyrrver- jk andi nýlenda Portúgals, var inn- ij limuð í Indónesíu með hervaldi ár- S ið 1976 en Sameinuðu þjóðirnar W hafa aldrei viðurkennt innlimun- ina. Vegghandlaug 45x35 Tilboðsverð 3.612,- Vegghandlaug 50x39 tilb.verð 4.024,- 45x36 tilb.verð 3.942,- Vegghandlaug 50x22 Tilboðsverð 2.795.- S/ VATNS VIRKINN ehf ftftn Ármúla 21, sími 532 2020 Milosevic vill að ÖSE framfylgi Kosovo-samkomulagi Borðhandlaugar frá 5.588 Vegghandlaugar frá 2.795 Verðdæmi: Borðhandlaug 56x43 Tilboðsverð 7.231.- Port-au-Prince. The Daily Telegraph. ÓGNARÖLD hefur gengið í garð á ný á Haítí í Karíbahafínu. Eyja- skeggjar hafa á liðnum mánuðum mátt búa við stjórnleysi, og meiri fátækt og ofbeldi en nokkru sinni frá því að Bandaríkjastjórn kom herstjórn Raoul Cedras, hershöfð- ingja, frá árið 1994 og Jean- Bertrand Aristide, lýðræðislega kjörnum forseta landsins, aftur til valda. Dauðasveitir Duvaliers ein- ræðisherra, sem nefndar voru Tonton Macoutes, hafa verið leyst- ar upp en fyrrverandi liðsmenn þeirra hafa haft ærinn starfa af morðum og mannránum undanfarin misseri. Ríkisstjóm Haítí hefur verið óstarfhæf í 18 mánuði og fjárlög ekki verið samþykkt frá 1997. Stjórnmál á eyjunni komust í sjálf- heldu í júní 1997 er Rosny Smarth, forsætisráðherra, sagði af sér. Rene Preval, forseti, sem tók við að Aristide árið 1995, tilkynnti íyrr í vikunni um að samkomulag hefði náðst við stjórnarandstöðuna um að koma á fót kjörstjóm sem skipu- leggja skyldi kosningar fyrir árs- lok. Tilkynningin kemur í kjölfar hótana frá Bandaríkjastjóm og Sameinuðu þjóðunum um að stöðva greiðslur alþjóðlegrar fjárhagsað- stoðar til landsins. Aðeins bjartsýn- ustu menn búast við því að loforð forsetans um að halda kosningai' muni slökkva elda vargaldarinnar sem geisað hefur á Haítí undan- farna mánuði. Ringulreið eða málamiðlun Systir Prevals forseta var særð þremur skotsáram og bílstjóri hennar myrtur í janúar sl. Jean- Yvon-Toussaint, öldungadeildar- þingmaður og stjórnarandstæðing- ur, var myrtur á heimili sínu í þess- um mánuði. Morðingjar hans hafa ekki náðst en böndin berast að stuðningsmönnum forsetans. Mischa Gaillard, leiðtogi Lýðræðis- hreyfingarinnar og andstæðingur Prevals, brást við tíðindum af morði Toussaints með orðunum: „Kostir okkar era skýrir, annað- hvort mun ríkja ringulreið ellegar málum verður miðlað." Rætur deilnanna á milli Prevals forseta og andstæðinga hans verða ekki nema að litlu leyti raktar til mismunandi stjómmálaskoðana, heldur ráða persónulegar væringar för. Stuðningsmenn forsetans segja kjarnann í hópi andstæðinga hans vera fáar vellauðugar fjölskyldur, sem bindist Bandaríkjunum sterk- um böndum og hafí gegnt lykilhlut- verki í þjóðlífinu þar til Aristide komst til valda árið 1995. Andstæð- ingar Prevals forseta segja hann hins vegar vera óhæfan og spilltan stjómmálamann. Aristide er vinsæll meðal alþýðu manna á Haítí. Hann mátti ekki bjóða sig aftur fram til forseta árið 1995 vegna reglna sem banna að menn sitji á forsetastóli í tvö kjör- tímabil í röð, en talið er víst að hann myndi sigra byði hann sig fram í forsetaskosningunum árið 2000. Eyjaskeggjar hafa nefnt ástand undanfarinna missera í stjórnmálum Haítí „maronage" upp á kreólamál sitt, sem kalla mætti lausnafælni, þ.e.a.s. tilhneigingu að horfast ekki í augu við þann vanda sem við Haítí-búum blasir. En nú er fólki nóg boðið og mótmæli hafa verið tíð í höfuðborginni Port-au- Prince undanfarnar vikur. Kennar- ar hafa beitt verkfallsvopninu og skólar verið lokaðir vikum saman. Eiturlyfjavandinnn fer einnig vaxandi á Haítí, en eyjan er í alfar- arleið smyglara sem flytja eiturlyf frá Suðm--Ameríku til Bandarílg'- anna. Oft rekur heilar tunnur af kókaíni, sem fallið hafa af hraðbát- um í smyglferðum á Karíbahafi, að ströndum Haítí. Ofbeldisaldan sem gengið hefur yfír Haítí á liðnum mánuðum er ekki síður rakin til eit- urlyfjaverslunarinnar og glæpanna sem henni fylgir, en stjórnleysis yf- irvalda. ERLENT Reuters ÖRYGGISLÖGREGLA í Port-au-Prince stendur andspænis námsmönnum, sem mótmæltu verkfalli kennara. Ivanovvarð ekki ágengt í Belgrad Belgrad, Pristina. Reuters, Daily Telegraph. FUNDUR ígors ívanovs, utanrík- isráðherra Rússlands, með Slobod- an Milosevic, forseta Júgóslavíu, í Belgrad í gær breytti engu um af- stöðu forsetans til fyrirliggjandi friðarsamkomulags um Kosovo- hérað. „Stjómvöld í Belgrad hafna algjörlega vera erlends her- eða lögregluliðs í Kosovo,“ sagði Ivanov í viðtali við fréttastofuna It- ar-tass. George Papandreou, utan- ríkisráðhena Grikklands, sat einnig fundinn. Hann kvað Serba vera þeirrar skoðunar að friðar- samkomulagi mætti framfylgja með því að fjölga eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í héraðinu. Milosevic sagð- ist þó mundu senda samningamenn sína til Frakklands á mánudag, en þá hefst önnur lota í samningavið- ræðum á milli stjórnvalda í Belgrad og leiðtoga Kosovo-Al- bana. Öryggissveitir Serba fóra um héraðið í gær, líkt og undanfama daga, stökktu fólki á flótta, lögðu eld að húsum og drápu búfénað. Hjálparstarfsmenn í Kosovo segja að ekki sé vitað um afdrif a.m.k. 4.000 manna sem stökkt hefur ver- ið á flótta vegna átakanna í Kosovo-héraði í þessari viku. Hashim Thaqi, leiðtogi stjóm- málaarms Frelsishers Kosovo (UCK), sneri aftur til Kosovo í gær en ekkert hafði bólað á honum frá því að leiðtogar Kosovo-Albana hétu því að undirrita friðarsam- komulag Tengslahóps stóveldanna í byijun vikunnar. I yfírlýsingu frá UCK, sem birt var í gær, var látið að því liggja að samkomulagið yrði undirritað þrátt fyrir ágallana sem á því væru, að því er kom fram í fréttaskeyti Associated Press. Þá sagði Ibrahim Rugova, einn leið- toga Kosovo-Albana, allt til reiðu að undirrita samkomulagið: „Við foram til Parísar og skrifum undir. Samningurinn liggur á boi-ðinu.“ Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að senda banda- rískt herlið til Kosovo, gerist þess þörf, en fyrirliggjandi samkomulag gerir ráð fyrir að 28.000 hermenn frá NATO-ríkjum framfylgi því. Samkomulag um minni olíu- framleiðslu Haag. Reuters. SAMKOMULAG tókst á fundi olíuríkja í Haag í gær um að draga úr íramleiðslu olíu, sem nemur tveimur milljónum tunna á dag, í því augnamiði að hækka verð hennar á heimsmai’kaði. Olíuverð hækkaði strax í 13 doll- £ira tunnan í gær, sem er hæsta verð í fímm mánuði. Olíumála- ráðheiTa Sádí-Arabíu sagði von- ir standa til þess að verð á olíu- fatinu hækkaði í 17-19 dollara fyrir mitt ár, eða jafnvirði 1.230- 1.370 ísl. króna, auk þess að sem hægt væri að selja allai’ fyrir- liggjandi birgðir. Ógnaröld enn á ný á Haítí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.