Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 45 Umsóknarf restur er til 16. apríl 1999 Umhverfissjóður verslunarinnar Húsi verslunarinnar • Kringlan 7 103 Reykjavík • Sími 568 7811 Myndsendir 568 5569 www.umhverfi.is Kammersveit Reykjavíkur í Norræna húsinu Umsóknir um styrki úr Umhverfissjóði verslunarinnar ERLENDAR BÆKUR Spennusögur DAGSKRÁ UM NORRÆNAR SPENNUSÖGUR í NORRÆNA HÚSINU NORRÆNA húsið í samstarfí við norræna sendikennara við Há- skóla Islands stofnaði nýlega til umræðna um norrænar spennusög- ur og var boðið til þeirra fjórum þekktum og mikið lesnum höfund- um á Norðurlöndunum, Leif David- sen frá Danmörku, Hákan Nesser frá Svíþjóð, Leenu Katriina Lehto- lainen frá Finnlandi og Fredrik Skagen frá Noregi. Erindi þeirra voru um margt fróðleg og það var einkum forvitnilegt að sjá hvað höf- undarnir voru ólíkir bæði er varðar efnistök og vinnuaðferðir. Ólíkar aðferðir Davidsen, sá eini höfundanna sem þýddur hefur verið á íslensku, sagði að flétta sögunnar eða „plott- ið“ skipti hann miklu minna máli en persónurnar og til þess að hann geti sest niður og byrjað að skrifa þurfí hann að vera búinn að gera upp við sig hvernig aðalpersónan virkar, út frá hvaða sjónarhóli hann skrifar. Að öðru leyti setjist hann niður án þess að hafa hugmynd um hvað verður úr sögunni. Hann líkti Skagen hélt síðasta erindið og tók fram í byrjun að Davidsen hefði komið inn á margt af því sem hann ætlaði að segja. Starfsaðferðir þeirra væru keimlíkar því þegar Skagen settist niður við skriftir hafði hann ekki hugmynd um hvað ætti eftir að gerast í sögunni. Þegar hann síðan hefði lokið henni væri hann jafnvel með allt annað í hönd- unum en hann lagði upp með í byrj- un. Þannig væru skriftirnar eins konar óvissuferð. Skagen hefur skrifað 26 bækur og um helmingurinn af því er spennusögur. Besti tíminn til að skrifa sagði hann að væri þegar allir væru gengnir til náða á heim- ilinu og hann hefði það út af fyrir sig og ótruflaður. Þá ræddi hann nokkuð um eina af uppáhalds söguhetjum sínum, prentarann Morten Martens, sem væri frá Þrándheimi eins og hann sjálfur, og ynni ýmis ólögleg prentverk til þess að framfleyta sér. Hann kem- ur m.a. fram í nýjustu sögu Skag- ens, „Blackout“. Arnaldur Indriðason Njála ein af bestu spennusögunum því við að stíga upp í flugvél með persónum sínum og taka á loft en vita ekki hver áfangastaðurinn væri. Það væri jafnmikil uppgötvun fyrir hann og lesendur hans. David- sen er mjög alþjóðlegur í skrifum sínum. Allur heimurinn er hans sögusvið og kemur kannski til af því að hann skrifar um það sem hann þekkir þar sem hann hefur starfað sem fréttaritari á flækingi um heiminn. Hákan Nesser hinn sænski, sem næstur tók til máls, er algjör and- stæða Davidsens og viðurkenndi það þegar hann sagði að þeir ættu aðeins það eitt sameiginlegt að vera fæddir á sama árinu. Veröld Ness- ers er varla af þessum heimi heldur gerist á ótilteknu landsvæði sem heitir Maardam en kallað hefur verið Nesserland og líkist Hollandi mest; hann mun ætla að skrifa tíu bóka bálk um störf rannsóknarlög- reglumanna þar og segist vera bú- inn með níu sögur, sjö eru komnar út, tvær eru tilbúnar og ein er ger- samleg óskrifað blað. Hann viður- kenndi ekki skilgreiningar sem gerðu ráð fyrir fagurbókenntum annars vegar og afþreyingabók- menntum hins vegar en sagði að bækur væru annaðhvort spennandi, í víðasta skilningi þess orð, eða ekki. Hann sagði t.d. að Njálssaga væri skínandi gott dæmi um vel heppnaða spennusögu. Hákan sagði sínar persónur skorta það sem einkenndi alla rann- sóknarlögreglumenn sænskra saka- málasagna, magasár. Spennufrá- sögn væri í senn ferð í framtíð, sem lýsir hvernig komist er að lausn gátunnar, og fortíð, sem lýsir að- draganda glæpsins, og hann sagðist ekki geta sest niður við skriftir fyrr en hann væri búinn að gera upp við sig hvað nákvæmlega gerðist í sög- unni frá upphafí til enda. Hann sagði það sína aðferð og að það auð- veldaði honum að bæta við ráðgát- una þegar hann vissi sjálfur allt um hana. Lena frá Finnlandi var eini kven- maðurinn í hópnum og talaði að nokkru leyti út frá sjónarhóli kvenna. Hún ræddi um hvernig það vildi til að hún gerðist rithöfundur og hvemig aðalpersóna hennar, Maria Kallio, varð til og hefur þró- ast í tímans rás í gegnum fjölda bóka. Einhver leiði var kominn í Lenu vegna aðalpersónunnar og var á henni að heyra að Maria ætti skammt eftir ólifað á fínnska spennubókamarkaðinum. Ljóst er að Lena verður fyi-ir áhrifum héðan og þaðan þegar hún vinnur við skriftir. I einni sögunni varð Maria ólétt og sagðist Lena hafa fengið hugmyndina úr gamanhrollvekju Coenbræðra, „Fargo“. Norski höfundurinn Fredrik Félagasamtökum og einstaklingum sem hýggjast ráðast í verkefni á sviði umhverfismála gefst hér með kostur á að sækja um styrki til Umhverfissjóðs verslunarinnar og skal umsóknum skilað á eyðublöðum sem fást á skrifstofu sjóðsins í Húsi verslunarinnar 6. hæð og einnig á heimasiðu sjóðsins; www.umhverfi.is. Umhverfissjóður verslunarinnar var stofnaður 1. október 1995 og eru þátttakendur i sjóðnum ui 160 verslanir um land altt. Tekjur sjóðsins eru ; sölu plastpoka sem merktar eru sjóðnum. Umhverfissjóður verslunarinnar mun i byijun suma; 1999 úthtuta fé tit verkefna er falla að markmiðui sjóðsins, sem erað stuðta að bættu umhverfi landsin fegrun þess og uppgræðslu. Sjóðurinn hefur úthlutað þrivegis, samtals 70 mitljónum króna. Megináherstan er lögð á úthlutan til stærri verkefna en hluta af ráðstöfunarfénu mun verða úthlutað til minni verkefna. KAMMERSVEIT Reykjavíkur leikur á Háskólatónleikum í Norræna húsinu. Kvartett í g-moll eftir Mozart á H áskólatónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 7. aprfl kl. 12.30. Þá flytur Kammersveit Reykjavíkur Kvar- tett í g-moll fyrir pianó, fiðlu, víólu og selló KV 478 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Kammersveitina skipa Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- Ieikari og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari. Kammersveit Reykjavíkur fagnar um þessar mundir 25 ára starfsafmæli sínu en hún var stofnuð árið 1974 af 12 hljóð- færaleikurum, sem störfuðu í Sinfóníuhljómsveit Islands og við Tónlistarskólann í Reykjavík. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist, allt frá barokk- tímanum til nútímans. Kammersveitin hefur frum- flutt íjölda íslenskra og erlendi'a verka sem samin hafa verið fyrir hana og hún hefur flutt, mörg þekkt verk í fyrsta sinn á Islandi. Plötuútgáfa í tilefni afmælisins I tilefni afmælisins munu fimm geisladiskar koma út með leik Kammersveitarinnar á vegum Arsis-útgáfunnar í Hollandi. Þeirra á meðal er geisladiskur með kammerverkum eftir Moz- art og er píanókvartettinn sem fluttur verður á þessum tónleik- um eitt þeirra. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Verk eftir Daða Guð- björnsson í Regnbog- anum DAÐI Guðbjörnsson listmál- ari opnar málverkasýningu í Galleríi Regnbogans, Ilverfis- götu 54, laugardaginn 3. apríl. Þar verða sýnd fimm stór olíu- málverk og ein vatnslitamynd. Daði er fæddur árið 1954. Hann stundaði nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík 1969-76, Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1976-80 og við Rijksakademie van Beeld- ende Kunsten í Amsterdam, Hollandi 1983-84. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér- lendis og erlendis, á síðustu árum. Verk eftir Daða eru í eigu helstu safna landsins svo og fjölmargra stofnana, fyrir- tækja og einstaklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.