Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BLESSAÐUR jólasveinninn okkar virðist endanlega hafa farið í rugl eftir heimsókn sína til bróður síns í Finnlandi. Meirihlutinn ekki sammála í borgarráði FIMM borgarráðsfulltrúar sátu hjá á fundi á þriðjudag, þar af tveir fulltrúar meirihlutans við af- greiðslu tillögu menningarmála- nefndar um ráðningu Signýjar Pálsdóttur í starf menningar- málastjóra Reykjavíkurborgar. Á fundinum lagði borgarstjóri fram tillögu um að tillaga menn- ingarmálanefndar um að Signý yrði ráðin í starfið yrði samþykkt. Við atkvæðagreiðslu fékk Signý tvö atkvæði meirihlutans en tveir fulltrúar sátu hjá og bókaði annar þeirra, Helgi Hjörvar, að hann teldi að ráða ætti annan umsækj- anda, Bjarna Daníelsson, til starfans. Þrír fulltrúar Sjálfstæð- isflokks sátu einnig hjá og vísuðu til fyrri bókunar í menningar- málanefnd. Engin önnur tillaga kom fram um ráðningu annarra umsækj- enda. með 24 stöðva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W -17 sm bassi • Power Bass Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spilari • Hátalarar þrikiptir: 100W -16 sm bassi • Power Bass begar hljónteekl sklpta máll jS # 1 nEt. jt i ■ 'fv 3 ára ábyrgð BRÆÐURN I R Lógmúla 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Nýskipaður ríkisiögmaður Lögfræðiskrif- stofa ríkisins í einkamálum málin ríkis- Ríkislögmaður fer með vörn þeirra mála sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn í þeim einkamálum sem ríkið höfðar á hend- ur öðrum,“ segir Skarp- héðinn Þórisson hæsta- réttarlögmaður en for- sætisráðherra . skipaði hann nýlega í embætti ríkislögmanns og tekur hann við embættinu hinn 1. maí næstkomandi. „Það má segja að embætti ríkislögmanns reki lögfræðiskrifstofu ríkisins í einkamálum. Það er gerður greinar- munur á einkamálum og opinberum málum. Sak- sókn í opinberum málum er í höndum lögreglu- stjóra og ríkissaksóknara. -Af hvaða toga eru sem berast til embættis lögmanns? „Oft er um að ræða skaða- bótamál og uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði. Enn- fremur má nefna til dæmis ýmis launa og réttindamál, mál sem varða skattskyldu og jafnréttis- mál þar sem í hlut eiga ríkis- stofnanir.“ Skarphéðinn segir að auk um- sjónar einkamála á hendur rík- inu sinni embætti ríkislögmanns einnig lögfræðilegri ráðgjöf fyr- ir ráðherra um einstök málefni. „Jafnframt getur ráðherra leitað til embættisins um aðstoð við flókna samningagerð. Fjórir hæstaréttarlögmenn starfa hjá ríkislögmanni." - Hvernig leggst í þig að fara að starfa hjá hinu opinbera eftir að hafa verið sjálfstætt starf- andi lögmaður síðastliðin 25 ár? „Það leggst bara vel í mig og ég mun að sjálfsögðu hætta sem sjálfstætt starfandi lögmaður þegar ég tek við embættinu í maí næstkomandi. Eg er á hinn bóginn búinn að vera starfandi lögmaður í aldar- fjórðung og þekki sviðið vel. St- arf ríkislögmanns er því vænt- anlega ekki mjög ólíkt því sem ég hef hingað til verið að fást við.“ - Hefur margt breyst í starfi lögfræðings frá því þú hófst störf fyrir 25 árum ? „Lögmennska hefur breyst mikið á þessum tíma. Mark- aðslögmál skipta orðið meira máli en áður og fagið er að sigla inn í samkeppnisumhverfi sem mun hafa enn frekari áhrif á lög- mennsku í framtíð- ____________ Skarphéðinn Þórisson ►Skarpliéðinn Þórisson er fædd- ur í Reykjavík árið 1948. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Islands árið 1973 og lagði síðan stund á fram- haldsnám í félagarétti í Noregi. Skarphéðinn öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1975 og fyrir hæstarétti árið 1980. Hann starfaði um árabil hjá Benedikt Sveinssyni lög- manni en hefur rekið eigin lög- fræðiskrifstofu frá árinu 1979 nú síðast í samvinnu við Gísla Bald- ur Garðarsson, Sigmund Hannes- son, Friðjón Om Friðjónsson, Maríu Thejll og Tómas Þorvalds- son. Skarphéðinn hefur setið í Samkeppnisráði síðastliðin fimm ár. Eiginkona hans er Sigrún I. Sigurðardóttir ritari og eiga þau þijú börn. Skarphéðinn segir að rekstur lögmanns- stofu sé meira farinn að líkjast fyrirtækja- rekstri hvað varðar almenna samkeppni "" og markaðsleg starfsemi skiptir mun meira máli en áður. „Þá hefur tilkoma EES-samn- ingsins haft gríðarleg áhrif á störf lögfræðinga og Evrópu- réttur í heild inni sett mark sitt á þetta svið.“ Hann segir að lög- menn hafi þurft að tileinka sér evrópskar réttarreglur og kynna sér það efni frá grunni. „Islenska lagasafnið nægir ís- lenskum lögfræðingum ekki Islenska laga- safnið nægir íslenskum lögfræðingum ekki lengur lengur, þeir þurfa að sækja við- miðanir í auknum mæli til Evr- ópu.“ -Lögmenn hafa þá þurft að endurmennta sig að undan- förnu? „Lögfræðingar þurfa stöðugt að endurmennta sig. Á síðustu átta eða níu árum hefur íslenskt réttarkerfi gjörbreyst og sá lög- maður sem ætlar að lifa af í þessum heimi þarf að fylgjast með og lesa sér til því annars verður þekking hans fljótt úr- elt.“ Skarphéðinn segir að Netið hafi líka gjörbreytt allri starf- semi lögmanna. „Netið er orðið hornsteinninn í rekstri lög- mannastofa. Auk þess sem laga- safnið er ávallt uppfært á Net- inu þá er þar að finna dómasöfn, fræðirit og greinar um aðskilj- anlegustu hjálpargögn í faginu.“ _________ - Hvernig sérðu fyrir þér embætti ríkislögmanns á næstu árum? „Ég hef enn ekki kynnt mér sérstak- lega starfsemi emb- ættisins en geri ráð að tilkoma mín muni för með sér neinar fyrir því ekki hafa í stórvægilegar breytingar. Emb- ættið mun áfram halda áfram að þjóna umbjóðanda sínum eins vel og hægt er.“ - Hvað gerír nýskipaður ríkis- lögmaðurí tómstundum sínum? „Ég hef mjög gaman af úti- vist, fjallgöngum og skíða- mennsku og síðan spila ég brids reglulega í fimm manna hópi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.