Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 20

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 20
20 B FIMMTUDAGUR1. APRÍL1999 MORGUNBLAÐIÐ ur-Indíufélagið taldi sig þurfa að hafa þar birgðastöð fyrir skip sem voru á leið til Indlands í verslunarleiðangur. í byrjun nítj- ándu aldar fara Bretar að seilast til valda í Höfðanýlendunni og í Napóleonsstyrjöldunum komst htín undir breska stjórn. Breskir innflytjendur flykktust þá til landsins. Búarnir sættu sig ekki við yfirstjórn Breta og hugðu á landvinninga lengra inni í Iand- inu. Hófust miklir búferlaflutn- ingar þegar þúsuudir Búa héldu af stað á vögnum sínum sem ux- um var beitt fyrir og stefndu í austur. Á þessum tíma áttu ætt- bálkar blökkumanna í deilum hver við annan. Þegar Búamir birtust á sjónarsviðinu beindu þeir sjónum sínum að þeim og upphófust mikil átök á milli þeirra og fmmbyggjanna þar sem hundmð manna Iétu lífið. Fyrir mikið harðfylgi tókst Búun- um ætlunarverk sitt og settust þeir að í Natal héraði við austur- ströndina. Bretarnir vora ekki lengi til friðs og gerðu héraðið að breskri nýlendu árið 1843. Marg- ir Búanna fluttu sig þá um set og stofnuðu sjálfstætt lýðveldi í Transvaal sem er norðan við Na- tal og í Orange sem er inni í miðju landinu. Fram undir 1870 var S-Afríka fátækt land en um það leyti fundust eðalmálmar í jörðu sem gjörbreyttu þjóðfélags- aðstæðum. Þúsundir manna hvaðanæva að úr heiminum flykktust til Afríku til að taka þátt í gullæðinu. Þetta var upp- hafið að yfirráðum hvíta minni- hlutans í S-Afríku. Uppbygging atvinnulífs og menningar í land- inu hefúr því verið í þeirra hönd- um en hvergi í Afríku rfldr meiri velmegun en þar. Það má ekki gleyma því að velmegunina má ekki síður þakka ótakmörkuðu ojg ódýru vinnuafl hinna svörtu. Arið 1948 ákvað hvíti minnihlut- sÆMIka, i er stórbrotið land, hrífandi fagurt og gróður- sælt. Það býr yfír miklum nátt- úraauðlindum en þar hafa fund- ist ýmsir eðalmálmar í jörðu eins og gull, demantar og úran- íum og þar er rekinn öflugur iðnaður. Landið hefur því öll einkenni háþróaðs iðnríkis en á hinn bóginn er að fínna þar svo mikla fátækt á svæðum þar sem blökkumenn búa að það minnir helst á kjörin í þróunarlöndun- um. Vínyrkja sem rekin er af miklum myndarskap í landinu og íjölskrúðugt dýralíf kemur einnig í hugannjiegar hugsað er til S-Afríku. I þjóðgörðum landsins eins og í Pilanesberg sem við heimsóttum er að finna á annað hundrað tegundir villtra dýra og um þrjú hund- rað fuglategundir. Það er heill- andi að ferðast um garðana og sjá dýrin í sínu eðlilega um- hverfi og kynnast háttum þeirra í nærmynd. Þjóðfélags- málin hafa einnig mikla sér- stöðu meðal þjóða heims. I því samhengi er ekki úr vegi að rifja stuttlega upp sögu þjóðar- innar eftir að Evrópumenn tóku að flytjast þangað um miðja 17. öld. Fyrir í landinu bjuggu ýms- ir ættflokkar blökkumanna sem höfðu átt þar heima frá ómuna tíð. Fyrstir Evrópumanna komu Búarnir frá Hollandi (boer þýð- ir bóndi á hollensku) sem tóku sér bólfestu í Höfðaborg sem stendur við Indlandshafið. Ástæða vera þeirra þar var sú að hollenska skipafélagið Aust- „MÉR finnst auðvelt að vera útlendingur hérna,“ segir Amþrúður Jónsdóttir sem hefur verið að skipuleggja starfsemi bandaríska fyrir- tækisins American Institute for Foreign Study, AIFS, í Höfðaborg. Arnþrúður Jónsdóttir hefur dvalið rúma fjóra mánuði í Suður-Afríku við tímabundin störf. Þegar ég hitti hana í Höfða- borg þar sem hún býr er hún á leið- inni heim. Á íslandi rekur hún fyr- irtæki sem heitir Vistaskipti og nám sem starfar að því að senda ungt fólk í starfsnám erlendis, í mála- skóla, sem skiptinema eða í vist sem au pair. Fyrirtæki Arnþrúðar er í sambandi við alþjóðlegar skrifstof- ur viða um heim sem starfa á svip- uðum grunni. Eitt þeirra er banda- ríska fyrirtækið American Institute for Foreign Study eða AIFS eins og það er skammstafað. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum að for- svarsmaður fyrirtækisins fór þess á leit við Amþrúði að hún tæki að sér að skipuleggja starfsemi þess í Suð- ur-Afríku sem hafði verið sett á laggimar ári áður. „Ég sagði að ég skyldi hugsa mál- ið,“ segir Amþrúður. „Mér fannst þetta mikil áskoran og ákvað að taka henni. Fjölskylda mín örvaði mig líka til fararinnar og svo var ég með gott starfsfólk. Það æxlaðist svo þannig að eiginmaður minn, Sveinn Magnússon, sem rekur fyr- irtækið ESSEMM auglýsingar og markaðsráðgjöf, var fenginn til að taka að sér verkefni fyrir AIFS við auglýsinga- og markaðsmál samtak- anna hér í Suður-Afríku. Þannig að um tíma unnum við hér saman. Þegar ég kom hingað var ég ein,“ segir Arnþrúður, „en maðurinn minn kom rúmum tveim vikum síð- ar. Ég byrjaði á því að leita mér að íbúð og fann skemmtilega tveggja herbergja íbúð á efstu hæð, með stóram svölum og útsýni yfir sjóinn. Ibúðin er í skemmtilegu hverfi sem heitir Sea Point nálægt miðborginni og stutt að fara þaðan á skrifstof- una og í alla þjónustu. Mér var svo fenginn voldugur jeppi til afnota.“ Amþrúður segir að á skrifstofu AIFS í S-Afríku vinni átján manns en fyrirtækið er með útibú í fimm borgum, Pretoríu, Jóhannesarborg, Bloemfontein, Durban og Port Elizabeth. „Verkefni mitt hefur ver- ið að stýra starfseminni, móta starfsmannastefnu og þjónustu við kúnnann, bæta aðbúnað á skrifstof- unni bæði hvað varðar tölvumál og að standsetja skrifstofuna að nýju og aðstoða við að ráða fram- kvæmdastjóra. Mér hefur gengið mjög vel að vinna með fólkinu héma. Það er áhugasamt og vill standa sig vel,“ segir hún. „Sama er upp á teningn- um í útibúunum en ég hef ferðast á milli þeirra til að fylgjast með starf- inu þar. Á skrifstofunum vinnur bæði hvítt og litað fólk. Og fyrst þú spyrð mig að því hvemig starfs- kraftur það sé þá finnst mér litaða fólkið hafa meiri sjálfsvirðingu. Það era auk þess duglegra og metnaðar- gjamara en hinir hvítu. Ástæðan gæti verið sú að hvítir hafa fengið meira upp í hendurnar en hinir.“ Hvemig ætli henni hafi gengið að aðlagast suður-afrísku samfélagi? „Mér finnst auðvelt að vera út- lendingur héma. Hér era töluð ell- efu tungumál en meirihluti þjóðar- innar talar ensku og auðveldar það samskiptin. Ég kann mjög vel við þjóðfélagið. Suður-Afríkubúar eru kurteisir, vingjarnlegir, hjálplegir og heiðarlegir." Amþrúður segist hafa verið mik- ið vörað við ofbeldinu í landinu. „En ég hef aldrei látið hræðsluna ná tök- um á mér þótt ýmislegt hafi gengið á meðan ég hef dvalið héma,“ segir hún. „I janúar var sprengjutilræði í verslunar- og veitingahúsahverfinu Waterfront. Ég varð ekki vör við það enda þótt ég búi nálægt því. En ég varð vitni að óeirðunum við am- eríska sendiráðið þegar Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var hér í opinberri heimsókn í byrjun janúar, en skrifstofan okkar er í húsi sem stendur skáhallt á móti sendiráðinu. Ég hef orðið vör við að útlending- ar sem koma til landsins hræðast ofbeldið. Á hótelinu sem ég var á fyrstu dagana eftir að ég kom til Höfðaborgar hitti ég kvenrithöfund frá London. Ætlaði hún að dvelja nokkra mánuði í landinu og skrifa. Vegna hræðslu fór hún sjaldan út úr hótelinu og dreif sig heim innan viku. Það sem gildir hér er að vera var- kár og taka enga áhættu. Ég er yf- irleitt komin snemma inn á kvöldin. Þegar ég hef lokið vinnu minni klukkan hálfsex fer ég venjulega út að ganga eða skokka og er úti til klukkan átta. Þá er ekki langt í að það fari að dimma. Sest ég þá gjaman út á svalimar og bíð eftir að sólin setjist og fæ mér ef til vill eitt rauðvínsglas." Amþrúður segir að það sé tölu- vert um að S-Afríkubúar sendi bömin sín til annarra landa í gegn- um menningarskiptasamtök eins og AIFS. Það séu þó einkum hvítir sem sýni þessari starfsemi áhuga og betur menntaðir svertingjar og lit- aðir. „Við höfum gert átak í því að ná betur til þeirra svörtu og lituðu. Það sem hefur staðið í vegi fyrir að blökkumennimir geti farið er að þeir hafa yfirleitt ekki sambærilega menntun og ungmenni í öðram löndum en þau þurfa helst að hafa stúdentspróf og kunna ensku. Enn- þá er það ekki nema hluti svartra sem kann enskuna almennilega. Föðurvaldið er hér líka ákaflega sterkt og ef faðirinn vill ekki að krakkamir hleypi heimdraganum og kanni ókunnar slóðir þá þýðir ekkert fyrir þau að malda í móinn.“ Það er ekki annað hægt en að dást að hugrekki og dugnaði Am- þrúðar en þegar hún heyrir hólið segir hún: „Það ekkert meira fyrir mig að koma hingað og vinna en fyrir átján ára ungmenni að fara til Bandaríkjanna sem au pair. Ég hvet alla til að grípa tækifærin þeg- ar þau gefast. Ef maður leggur sig fram og reynir að gera sitt besta blessast þetta allt saman. Annars held ég að mér hafi verið ætlað að koma hingað. Ég hef alltaf haft áhuga á málefnum S-Afríku og hef alltaf fylgst með því sem hér hefur verið að gerast. Ein af mínum eftir- lætis bókum er Cry, the beloved country eftir s-afríska rithöfundinn Alan Paton. Fyrir mér hefur veran hér verið afar lærdómsrík og ævin- týri líkust." MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1. APRÍL 1999 B 21 inn að skilja að kynþættina í landinu og flylja þá á svokölluð heimalönd en þessa sögu þekkja flestir. Það var ekki fyrr en árið 1990 að sú illræmda ráðstöfún var numin úr gildi og Afríska þjóðarráðinu ANC stærsta flokki blökkumanna í S-Afríku var leyft að starfa fyrir opnum tjöldum og foringi þeirra Nelson Mandela leystur úr 27 ára fangelsi. Fjór- um áram síðar tók meirihluta- stjórn svartra við stjómar- au taumunum með Mandela sem for- seta. Nú búa rúmlega fjörutíu milljónir manna í S-Afríku, þar af era hvítir einn fimmti, tveir þriðju eru svartir og tilheyra þeir mismunandi ættbálkum. Þeirra stærstir era Zulu, Xhosa, Sotho og Tswan. Tíu prósent þjóðarinn- ar era lituð, þ.e. af blönduðum upprana, og þrjú prósent íbúanna era Asíubúar en flestir þeirra eru innflytjendur frá Indlandi. Ljósmyndir/Hildur Einarsdóttir = HÉÐINN = VERSLUN SKÚTUVOGI Við erum að flytja í Skútuvoginn, í mun stærra húsnæði, þar sem við getum veitt enn betri þjónustu. Við opnum þriðjudaginn 6. apríl kl. 08.00. Verið velkomin. cc m o ui > S K Ú T U $ =HÉÐ!NN = VERSLUN > < 0* A U T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.