Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 29

Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 B 29 EINKENNISKLÆDDIR lögregluskólanemar standa teinréttir á með- an kennari gengur inn í stofuna. nemendum fyrir haustönn „Skólinn ekki eingöngu fyrir hörkutól" standa í réttri stöðu fyrir aftan stól- inn á meðan kennai’i gengur inn í stofuna. Allar umgengnisreglur eru strangar og við ætlumst til að fólk fylgi þeim. Lögreglan er til þess að halda uppi lögum og reglu og hún þarf að temja sér að starfa þannig strax frá upphafi.“ Gunnlaugur V. Snævarr, yfirlög- regluþjónn og yfirkennari, fer fyrir valnefnd sem velur fólk í skólann. „Nefndin leggur mikla vinnu í sitt starf. Það er auðvitað grundvallar- atriði að velja hæfasta fólkið.“ Umsóknir haustið 1997 voru 107 en í fyrrahaust voru þær 105 talsins og því ljóst að ekki er hlaupið að því að vinsa úr slíkum hópum 32 ein- staklinga. Gunnlaugur brýnir fyrir væntanlegum umsækjendum að lesa umsóknarskilyrðin af athygli en um 10 prósent umsókna detti að jafnaði út vegna misbrests á því. Þá er töluvert um að fólk heltist úr lestinni vegna skorts á líkamlegu þreki. „Það er erfiðara en sumir hyggja að hlaupa 3.000 metra á 15:30, sem krafist er fyrir karla eða 17:30 fyrir konur. Strax á eftir þarf STEFÁN Alfreðsson lögreglufulltrúi kennir glaðværum nemum lögreglufræði, NEMAR á lokaönn æfa lögreglutök. um. „Það er óhætt að segja að það er mjög gaman í skólanum og ég hika ekki við að hvetja fólk til að sækja um.“ Olafur er sama sinnis: „Námið er fjölbreytt og það kemur alltaf eitthvað nýtt upp.“ Lögi’eglustarfið sjálft, sem þau hafa nú fengið nasaþefmn af í gegn- um starfsþjálfun, telja þau gefandi en erfitt: „Lögreglan jDarf náttúr- lega að þola ýmislegt. Við erum að vinna með fólk í alls konar ástandi," segir Jóhanna. „En starfið er líka ákaflega gefandi," bætir Ólafm- við. „Maður þroskast hratt og það er já- kvætt.“ Konum í lögreglunámi hefur fjölgað umtalsvert eftir að nýi skól- inn tók til starfa. Ólafur telur þró- unina ósköp eðlilega: „Það er ein- faldlega að falla þetta karlavígi. Fólk er búið að sjá að skólinn er ekki eingöngu fyrir einhver hörku- tól. Þetta byggist á svö mörgu öðru.“ Jóhanna tekur undir þetta: „Stærstur hluti starfsins felst ekki í valdbeitingu og því að geta beitt lík- amlegu afli; það er ekki aðalatriðið.“ Skýrar kröfur um aga og ástundun Það eru gerðar strangar kröfur til nemenda í Lögregluskólanum um aga og ástundun, að sögn Arn- ars. „Hér klæðast allir einkennis- búningi og við byi-jum allar kennslustundir á því að nemendur „Umgengnis- reglur eru strangar“ svo að synda 600 metra bringu- sund,“ segir Gunnlaugur. Eftir að umsækjandi hefur stað- ist þrekpróf og þau skriflegu próf sem fylgja í kjölfarið er hann boðað- ur í viðtal hjá valnefnd og þarf að framvísa læknisvottorði. Valnefnd velur síðan úr hópnum sem kemst alla þessa leið tilskilinn fjölda í skól- ann, eða 32. „En síðan veljum við líka átta varamenn og tilkynnum þeim það sömuleiðis," segir Gunn- laugur. „Þeim er raðað eftir núm- eraröð og forfallist einhver er ákveðið fyrirfram hver kemur inn í staðinn. Þannig er komist hjá allri óvissu. Allir umsækjendur fá síðan að vita hvort þeir komist inn í skól- ann um haustið fyrir 1. júní.“ „Það er gífurlega mikið lagt í val- ið á nemendum og vandað til þess,“ segir Arnar og áréttar jafnframt þann metnað sem lagður er í skóla- starfið. „Það eru gerðar miklar kröfur og fólk hleypur ekkert í gegnum þetta. Hvorki inntökupróf- in né skólann sjálfan sem er vinna frá morgni til kvölds. Við kennum 9 kennslustundir á dag, byrjum á 8:20 á morgnana. Það þarf að ná 5 í einkunn í hverri grein. Kostur gefst á einu upptökuprófi en falli nemandi í tveimur greinum er hann fallinn úr skóla sem og þeir sem eru undir 6 í meðaleinkunn. Þetta eru tiltölulega strangar kröf- ur og strangari en víða.“ Umsóknir í Lögregluskóla ríkis- ins fyrir komandi haust skulu ber- ast fyrir 15. apríl en inntökupróf verður haldið í maí. ícimhjólp Dagskrá Samhjálpar um páskahátíðina Skírdogur. Brauðsbrotning í Fíladelfíu kl. 16.30. Ræðumaður Óli Ágústsson. Föstudagurinn langi. Almenn samkoma i Þríbúðum kl. 16.00. Ræðumenn: Þórir Haraldsson og Björg Lárusdóttir. Laugardagurinn 3. apríl. Opið páskahús kl. 14.00—17.00. Verið velkomin(n) í kaffi og meðlæti sem Dorkas-konur bera fram. Almennur söngur kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Páskadagur. Hátíðarsamkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Samhjálparkórinn syngur. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Brynjólfur Ólason. Ailir veikomnir meðan húsrúm leyfir. , Gleðilega páska. JCIfHllJOlp Rafiðnaðarmenn Athugið að þann 9. apríl fer fram fyrri úthlutun í orlofshús Rafiðnaðarsambandsins. Um er að ræða 29 orlofshús á 13 stöðum. Þar af eru 15 þeirra með heitum pottum, 5 íbúðir á Akureyri og í Reykjavík auk 6 tjaldvagna. Leigutíminn er ein vika á tímabilinu frá 28. maí til 3. september. Leiguverð á viku er frá 7.000 kr. til 11.500 kr. Umsóknareyðublöð ásamt lýsingu á öllum orlofsaðstöðunum voru send öllum félags- mönnum Rafiðnaðarsambandsins í síðasta RSÍ-blaði. Nýtið ykkur möguleika til góðrar hvildar í glæsilegri orlofsaðstöðu. Orlofsnefnd Rafiðnaðarsambands íslands RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavik • S: 568 -1433 Fax: 553-9097 • rsi@rsi.rl.is • www.raf.is/ rsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.