Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Byggingafulltrúi vill meiri kraft í íbúðabyggingar á Akureyri Enn eru tíu lóðir lausar í Síðuhverfí AKUREYRARBÆR hefur auglýst rámlega 50 einbýlishúsalóðir í bæn- um lausar til umsóknar og einnig lóðh’ undir raðhús og parhús og iðnaðar- og þjónustulóðir utan mið- bæjai’svæðis. Það vekur nokkra at- hygli að enn eru auglýstar lausar til umsóknar tíu lóðir undii' einbýlis- hús í Síðuhverfi, sem er nokkuð gamalgróið hverfi í Glerárþorpi. Aðrar lóðir undir einbýlishús eru í Giljahverfi og á Eyi-ai'landsholti. Jón Geir Agústsson, bygginga- fulltrái Akureyrarbæjar, sagði það vissulega slæmt að ekki hafi tekist að ljúka uppbyggingu í Síðuhverfi og þá ekki síst gagnvart því fólki sem þar býr. „Eg vildi að ég vissi ástæðuna fyrir því að það hefur ekki tekist. Þarna er nokkuð jarð- vegsdýpi en á móti kemur að bær- inn tekur þátt í þeim kostnaði. Þá hafa menn líka verið að leita eftir lóðum undir einbýlishús á einni hæð en í Síðuhverfi er gjarnan um að ræða hæð og ris. Að mínu mati mun Borgarbrautin hafa mikið að segja þegar hún verður komin í gagnið og menn fara að átta sig á því að umferðartenging batnar.“ 100 íbúðir á ári Aðspurður um byggingafram- kvæmdir á Akureyri sagðist Jón Geir hafa viljað sjá mun fleiri íbúð- ir í byggingu á síðustu árum en raun hefur orðið á. „Við hefðum viljað sjá menn fara af stað með 100 íbúðir á ári en það hefur verið hafist handa við um 60 á ári og það finnst mér of lítið. Þannig að okkur vantar kraft í þetta og ég vil ekki tráa því að það sé eingöngu um að kenna að ekki séu til lóðir sem henti fólki.“ Á Eyrarlandsholti eru lausar lóðir undir einbýlishús á tveimur hæðum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur bygginga- fyrirtækið SS Byggir, sem fékk 10 lóðir þar undir einbýlishús á tveimur hæðum, óskað eftir því að Morgunblaðið/Kristján HAFNAR eru jarðvegsframkvæmdir á Eyrarlandsholti, þar sem hafist verður handa við íbúðabyggingar næsta sumar. GV-gröfur ehf. og Möl og sandur hf. áttu lægsta tilboð í verkið. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 30,8 milljónir króna, eða 68,6% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 45 milljónir króna. fá að byggja hús á einni hæð á þeim öllum. Það mál er nú til um- fjöllunar í bæjarkerfinu. „Þar er jafnframt boðið upp á ýmsar húsa- gerðir innan byggingareitanna en þó þannig að ákveðinn íbúðafjöldi sé innan hvers reits. Eg ætla því rétt að vona og trái því að bygg- ingafyrirtækin sem fengu þarna reiti hefji framkvæmdir í sumar.“ Breytt skipulag í Giljahverfí I Giljahverfi voru auglýstar lausar 40 einbýlishúsalóðir og þar af 9 undir hús á einni hæð. Jón Geir sagði að þessar lóðir byðu jafnframt upp á möguleika á að byggja þarna raðhús eða parhús. Þá hefur bærinn auglýst lausar til umsóknar 6 íbúðarhúsalóðir í 3. áfanga Giljahverfis samkvæmt breyttu skipulagi. Á hverri lóð geta verið hvort sem er tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús eða einnar til tveggja hæða rað- eða parhús eða blanda þessara hús- gerða. „Þetta finnst mér vera mjög áhugavert en þarna er nokkuð þétt byggð. Það eru þegar farnar að sjást umsóknir og ég trái því ekki fyrr en ég tek á því að menn átti sig ekki á Giljahverfi. Þetta er ágætasta hverfi og þarna er kom- inn bæði góður grunnskóli og góð- ur leikskóli en helst að vanti góða verslun. Eg trái því ekki öðru en að fólk fari að ranka við sér og vitna enn til Borgarbrautar, sem á eftir að opna augu rnanna." Jón Geir sagði að áhuginn fyrir iðnaðar- og þjónustulóðum í bæn- um væri allt of lítill og að hann vildi sjá miklu fleiri umsóknir og meiri kraft á því sviði. Keppni í stærðfræði ÁRLEG stærðfræðikeppni JC Akureyi’ar og Islandsbanka fyrir nemendur í 9. bekk á Eyjafjarðar- svæðinu fer fram laugardaginn 10. apn'l nk. Keppnin fer fram í Gryfju Verkmenntaskólans á Akureyri og hefst kl. 13. Þeir skólar sem eiga þess kost að senda þátttakendur í keppnina, eru, líkt og í fyrra; Árskógsskóli, Brekkuskóli, Dalvíkurskóli, Gagn- fræðaskóli Ólafsfjarðar, Glerár- skóli, Grenivíkurskóli, Grunnskól- inn í Hrísey, Hrafnagilsskóli, Húsa- bakkaskóli, Síðuskóli, Valsárskóli og Þelamerkurskóli. Sigurvegari keppninnar í fyrra kom frá Brekkuskóla og heitir Ánna Rristín Þórhallsdóttir. Þá átti Brekkuskóli einnig keppanda í öðru sæti, Ástríði Magnúsdóttur, en Garðar Þór Garðarsson úr Glerár- skóla varð í þriðja sæti. Hjörtur H. Jónsson semur prófið og er yfirprófdómari líkt og fyrri ár. Islandsbanki og Tæknival gefa verðlaun keppninnar, sem eru fyrir 1. sæti 15.000 kr. og vasareiknir, 2. sæti 10.000 kr. og vasareiknir, 3. sæti 7.000 kr. og vasareiknir, 4. sæti 5.000 kr. og 5. sæti 3.000 kr. Þá verður í fyrsta skipti happ- drætti, dregið verður úr nöfnun keppenda og veitt ein 5.000 króna verðlaun. Að lokinni keppni býðst keppendum að snæða veitingar í boði Greifans og Ölgerðar Egils. ♦ ♦♦ * Avaxtakarfan á Akureyri ■ ISLENSKA fjölskylduleiki-itið Ávaxtakarfan verður sýnt í Sam- komuhúsinu á Akureyri helgina 17.-19. aprá nk. og er miðasala haf- in. Nú þegar hafa yfir 10.000 áhorf- endur séð verkið og er búið að sýna það 38 sinnum og hefur verið upp- selt á nær allar sýningarnar. Megininntak leikritsins er einelti og fordómar, sem eru viðkvæm vandamál, en þeim er komið til skila á mjög skemmtilegan hátt með söngvum, dansi og leik. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurð- ardóttir og höfundur tónlistar Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. Leik- stjóri er Gunnar Gunnsteinsson og leikmynda- og búningahönnuður María Ólafsdótth-. Aflinn að glæðast á rækjumiðunum Samherja- skipin með góðan afla FRYSTITOGARAR Samherja hf. hafa verið að gera góða túra að und- anförnu. Skipin hafa verið á veiðum suðvestur af landinu og fengið þar blandaðan afla, karfa, ufsa og ýsu en lítið hefur veiðst af þorski. Baldvin Þorsteinsson EA kom til hafnar á Akureyri seint í gærkvöld og er aflaverðmæti skipsins, eftir 30 daga veiðiferð, 92 milljónir króna. Afli upp úr sjó er um 760 tonn. Víðir EA kom til Reykjavíkur annan dag páska eftir jafn langa veiðiferð og var aflaverðmætið 82 milljónir króna og afli upp úr sjó um 700 tonn. Margrét EA kom til Reykjavíkur á þriðjudag, eftir 24 daga veiðiferð suðvestur af landinu og var afla- verðmætið um 42 milljónir króna. Þá kemur Akureyrin EA til löndun- ar á Akureyri á sunnudag, úr mjög góðum túr af sömu slóðum, en skip- ið hefur þá verið 5 vikur úti. Þá hefur rækjuveiði úti fyrir Norðurlandi heldur verið að glæð- ast að undanförnu og var Seley EA að landa 35 tonnum af ferskrækju til vinnslu hjá Strýtu á Akureyri. Þá er Hríseyjan EA einnig að fara á rækjuveiðar en skipið hefur verið á bolfiskveiðum að undanförnu. Akraberg með 110 milljónir króna Frystitogarinn Akraberg, sem er í eigu Framherja og Samherji á þriðjung hlutafjár í, kom til Færeyja á annan í páskum eftir tveggja og hálfs mánaðar veiðiferð í Barentshafið. Aflaverðmæti skips- ins var um 110 milljónir króna og afli upp úr sjó um 700 tonn, mest þorskur. Akrabergið kemur til Akureyrar á laugardag, þar sem það fer í viðgerð. Einnig mun Akra- bergið taka umbúðir, vistir og flottroll, áður en haldið verður til veiða á Reykjaneshryggnum. Þróunarverkefni Landssíma íslands og Háskólans á Akureyri Markmiðið að nýta sjónvarp í fjarkennslu LANDSSÍMI íslands hf. og Há- skólinn á Akureyri hafa gert með sér samkomulag um þróunarverk- efni á sviði fjarkennslu, en mark- miðið er einkum að kanna hvernig nýta megi sjónvarp til fjar- kennslu. Þátttaka Landssíma íslands í þessu verkefni er í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að leggja sér- staka áherslu á stuðning við menntamál, ekki síst nýtingu upp- lýsingatækni í skólum og þróun fjarnáms og kennslu sem verður æ ríkari þáttur í menntakerfmu. Miklir möguleikar eru á nýtingu fjarskiptatækninnar í endur- og sí- menntun, sem getur skipt sköpum fyrir þróun samkeppnisstöðu ís- lensks atvinnulífs. Kennslustundum sjónvarpað I þróunarverkefninu felst m.a. að Landssíminn leitar leiða til að tengja ISDN-fjarfundabúnað Há- skólans á Akureyri við sjónvarps- stöðina Aksjón á Akureyri svo sjónvarpsstöðin geti sjónvarpað kennslustundum í fjarkennslu um dreifíngasvæði sitt. Meðal annars verður nýttur endabúnaður í eigu Háskólans á Akureyri s.s. stafræn- ar myndbandstökuvélar sem há- skólinn eignaðist fyrir tilstuðlan Happdrættis Háskóla íslands. Stefnt er að því að þessi tenging verði orðin virk fyrir 1. maí næst- komandi, komi ekki til tæknilegir örðugleikar. Þá munu Landssím- inn og Háskólinn kanna sameigin- lega möguleika á að tengja fjar- kennsluþátt ATM-rannsóknar- netsins, sem er samvinnuverkefni Landssímans, Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri, við Aksjón. Landssíminn mun einnig kanna möguleika á að tengja fjarkennslu- búnað Háskólans á Akureyri við breiðbandið. Tvennir tónleikar Karlakórsins Heimis KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Dal- víkurkirkju á laugardag, 10. apríl, kl. 16 og í Glerárkirkju á Ákureyri kl. 20.30. Söngmenn í Heimi eru 70 talsins. Söngstjóri Heimis er Stefán R. Gíslason, undirleikar- ar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Halldórsson og Álftagerðisbræðumir Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Á söng- skránni, sem er fjölbreytt og skemmtileg, eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda, en þar má nefna Jón Björnsson, Pétur Sigurðsson, Geirmund Valtýsson, Björgvin Þ. Valdi- marsson, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Weber, Verdi, Ortelli og fleiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.