Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hátt í 200 trillukarlar hyggjast stefna sjávarútvegsráðherra Spilling-ar- og hneykslismál í Rússlandi Fækkun sóknardaga brjóti jafnræðisreglu Á ANNAÐ hundrað eigenda króka- báta í sóknardagakerfi ætla að stefna sjávarútvegsráðherra fyrir niður- skurð á sóknardögum sem þeir telja að stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hefur hópurinn ráðið til sín lögmann sem mun á næstu vikum fara yfir gögn og verð- ur ráðherranum stefnt í framhaldi þess. Um er að ræða 175 smábátasjó- menn sem allir gera út trillur í svokölluðu sóknardagakerfi. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi hæstarétt- ardómari, hefur verið ráðin til að flytja málið fyrir hönd hópsins. Frið- þjófur Jóhannsson, smábátaeigandi og talsmaður hópsins, segir að lög- manninum hafi verið afhent gögn og væntanlega h'ði nokkur tími áður en ráðherranum verður stefnt fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Hann segir að málið verði rekið á einstaklings- grundvelli en hinsvegar verði kostn- aðinum dreift milli manna. Málið verði því rekið sem prófmál. Friðþjófur segir að sjávarútvegs- ráðherra verði stefnt fyrir niður- skurð á sóknardögum á undanfóm- um áram, sem þeir telji að stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar, og fyrir að mismuna mönnum inn- an kerfisins. „Viljum við fá svör við því hvort hægt sé að bjóða þessum bátaflokki mun verri útkomu en öðr- um. Þegar þessum bátum er boðið inn í kvótakerfið viljum við fá svör við því hvort það er réttlætanlegt að bjóða þeim aðeins 20% af þeim afla sem þeir hafi fiskað á ári undanfarin ár. Allir aðrir sem hafa fengið kvóta hafa ýmist fengið 100% úthlutun mið- að við aflareynslu eða í versta falli 70%, líkt og smábátamir 1995.“ Friðþjófur segir stjórnvöld hafa skorið niður sóknardaga úr 84 dögum fiskveiðiárið 1996-7 í 40 daga árið 1997-8 og nú séu dagarnir aðeins 23. „Við lögðum tillögur okkar fyrir sjáv- arútvegsnefnd fyrr í vetur þar sem óskað var leiðréttingar til að forðast málssókn. Breytingarnar sem gerðar vora í þinglok voru hinsvegar ekki nægjanlegar að okkar mati. Það er ljóst að þessir dagar sem við höfum úr að spila duga mönnum engan veg- inn til. Menn munu varla hafa sumar- ið af. Það hefur enginn bátaflokkur verið skorinn jafn mikið niður með einni aðgerð," segir Friðþjófur. HÓPURINN fyrir framan Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Nótaskipið Börkur í baksýn. Terje Thomassen, Hafi A.S., Orn Þorláksson, Hampiðjunni, Björn Voldnes, Eggbönes Notböteri A.S., Erik Foss og Reiduld Hjellen, Erik Foss & Sönner, Bjarne Nielsen, Hammerfest, Harri Ulvatn, Fiskenett A.S., og Steinar Töskje, Ostervoll. Norðmenn skoða íslenskar netagerðir SKÖMMU fyrir páska kom hópur netagerðarmanna frá stærstu nóta- verkstæðum Noregs í heimsókn til íslands á vegum Hampiðjunnar og Hafi A.S., sem er umboðsaðili Hampiðjunnar í Noregi. Megin- markmið heimsóknar hópsins var að kynnast notkun íslenzkra útgerða á ofurtóginu Dynex á teina á loðnu- og síldamætur, grandara á flottroll og í gilsa um borð, með kaup á efninu í FISKISTOFA hefur þegar svarað um rúmlega helmingi þeirra um- sókna um veiðileyfi og aflaheimildir sem bárust í kjölfar dóms Hæstarétt- ar í máli Valdimars Jóhannessonar. AUs bárast um 3.000 umsóknir. Sam- kvæmt upplýsingum fi-á Fiskistofu sækist verkið jafnt og þétt en óvíst er hvenær því lýkur. Umsóknirnar vora flokkaðar í 10 efnisflokka og því hægt að svara hverjum efnisflokki með stöðluðu svari. Hinsvegar þurfi að huga fyrir norska flotann. Hópurinn heimsótti m.a. nótaverkstæði Hrað- frystihúss Eskifjarðar h.f., Neta- gerð Friðriks Vilhjálmssonar h.f., Sfldarvinnsluna h.f. og Nótastöðina h.f. á Akranesi. Norsku þátttakendurnir hrifust mikið af vinnu íslenzkra starfs- bræðra, tæknivæðingu verkstæð- anna , sem þeir heimsóttu og síðast en ekki sízt notkun þeirra á Dynex svara fjölda umsókna sérstaklega og það kunni að vera tímafrekt. Langflestir umsækjenda sóttu um bæði veiðileyfi og kvóta án þess að tilgreina skip og hefur þeim í öllum tilfellum verið synjað. í þeim tilfell- um sem skip er tilgreint með um- sókninni þarf að athuga hvort skipin séu á skrá Siglingastofnunar Islands og með haffærisskírteini. Uppfylli skipin þau skilyrði sem kveðið er á um í lögum er þeim veitt veiðileyfi. ofurtóginu á nætur. Mikill meirihluti útgerða, sem skipta um teina á nót- um sínum og láta fella nýjar, notar Dynex og segja má að um það bil helmingur allra nóta í notkun á ís- landi sé felldur á Dynexteina. Fellingin gengur mun hraðar fyr- ir sig, nær engin teygja er í tóginu og því lengist það ekki við langtíma- notkun, engin bensl eru notuð, nótin tekur mun minna pláss um borð, mjög létt er að vinna nótina og styrkurinn er mikill eða fjóram sinnum meiri en í venjulegu Terylenetógi af sama sverleika. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU frá Eskifirði hefur lýst notkun Dynex á nætur skipa út- gerðarinnar, sem hreinni byltingu í veiðarfæragerð og hafa öll nótaskip Eskifirðinga skipt yfir á Dy- nexteina. „Norðmennirnir voru afar ánægð- ir með heimsóknina til íslands og fannst gott að geta skipzt á skoðun- um við íslenzka starfsbræður. Ekki leikur vafi á því að heimsóknir sem þessar hafa mikið gildi og læra hvor- ir af öðrum. Viðskiptalega era þær mjög hvetjandi og engum blöðum um það að fletta að Dynex ofurtóg á eftir að seljast í auknum mæli til Noregs á næstunni til notkunar í veiðarfæri norska nótaflotans," seg- ir meðal annars í frétt frá Hampiðj- unni um heimsókn Norðmannanna. Umsóknir um veiðileyfí og kvóta Helmingi umsókna þegar verið svarað Geta orðið Jeltsín að falli Moskvu. Reuters. VAXANDI órói er í rússneskum stjórnmálum vegna spillingar- og hneykslismála en þau varða aðal- lega tvo menn, sem áður voru í náð- inni hjá Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, en era það ekki lengur. Telja margir, að þessi mál geti komið sér illa fyrir forsetann og aðra ráða- menn. Gefin hefur verið út skipun um handtöku Borís Berezovksís, fjár- málajöfurs, sem sneri sér síðar að stjórnmálum og var þá í miklum kærleikum við Jeltsín og fjölskyldu hans. Er hann sakaður um ólögleg viðskipti af ýmsum toga og periinga- þvætti. Berezovskí, sem staddur er í Frakklandi, vísaði þessum ásökun- um á bug í gær og sagði þær aðeins tilraun til að koma í veg fyrir, að hann gæti snúið heim. Hitt hneykslið tengist Júrí Skúratov ríkissaksóknara en Jeltsín hefur vikið honum frá meðan verið að kanna ásakanir um að hann hafi misbeitt valdi sínu. Sagði hann á þingfundi, sem kallaður var saman í gær til að ræða þetta mál, að hann væri saklaus og aðfarir forsetans ólöglegar. Með ýmislegt í pokahorninu Sumir rússneskir stjórnmála- menn telja, að Jeltsín og þeir, sem honum standa næst, álíti, að þessir fyrrum bandamenn forsetans geti reynst hættulegir og því vilji þeir koma þeim á kné jafnvel þótt hætta sé á, að þeir ljóstri einhverju upp um leið. Skúratov hefur haft aðgang að ýmsum skjölum í Kreml í herferð sinni gegn spillingu og talið er, að Berezovskí viti eitt og annað, sem Jeltsín og fjölskylda hans kæri sig ekki um að komist í hámæli. Sergei Jastrzhembskí, fyi-rver- andi talsmaður forsetans, sagði í viðtali við NTV-sjónvarpsstöðina, að þessi hneykslismál væra alvar- legt áfall fyrir yfirvöld og stjórnar- stofnanir í landinu. Taldi hann þau vera tengd á margan hátt. Komm- únistar hafa enda notað þau til að herða róðurinn gegn Jeltsín. Krafa kommúnista um að Jeltsín verði vikið frá verður tekin fyrir á þingi í næstu viku og hugsanlegt er, að þá geti upplýsingar frá þeim Skúratov og Berezovskí riðið baggamuninn. Myndbirtingar í sjónvarpi Jeltsín getur ekki rekið Skúratov, aðeins sambandsráðið eða efri deild þingsins og það hefur neitað því. Strax og það hafði snúist gegn brottrekstri hans birtust í ríkissjón- varpinu myndir af manni, sem líkt- ist Skúratov og var með tvær lítt- klæddar konur hjá sér í rúminu. Skúratov sendi þá rannsóknarfull- trúa inn á stjórnarskrifstofur í Kreml og nokkru síðar veik Jeltsín honum úr starfi um stundarsakir. Rússneska forystan varð fyrir öðra áfalli í gær þótt af öðrum toga væri en þá kenndi Jevgení Príma- kov forsætisráðherra sér meins í baki. Varð hann að hætta við heim- sókn til Úkarínu og verður frá fram í næstu viku. Bandaríkin lýsa sigri í „bananadeilu“ ESB áskilur sér áfrýjunarrétt Washington, Nýju Dclhi. Reuters. SIR LEÓN Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og er fráfarandi varaforseti hennai’, lýsti því yfir í gær að ESB áskildi sér rétt til að áfrýja úrskurði sátta- nefndar Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) um bananainnflutn- ingsreglur ESB en hann féll á þriðjudag og var ESB ekki í vil. Bandarískir ráðamenn lýstu þá þeg- ar yfir sigri í hinni langvinnu „ban- anadeilu" þessara tveggja stærstu viðskiptablokka heimsins, ESB og Bandaríkjanna. „Við munum fara náið yfir hvort tveggja, skýrslu sáttasemjarans og sáttanefndaúrskurðina tvo, og áskiljum okkur að sjálfsögðu rétt til áfrýjunar,“ tjáði Brittan blaða- mönnum í Nýju Delhi þar sem hann er í heimsókn. Bandarískir embættismenn greindu frá því á þriðjudag, að sáttanefnd WTO hefði komizt að þeirri niðurstöðu að endurskoðaðar bananainnflutningsreglur ESB brytu enn í bága við alþjóðlegar við- skiptareglur. 200 milljóna dollara refsitollar heimilaðir Nefndin mun þó hafa úrskurðað að refsitollar þeir sem Bandaríkja- menn höfðu ákveðið að leggja á valdar vörur frá ESB í endurgjalds- skyni fyrir það tap sem þeir töldu bandarísk fýrirtæki verða fyrir vegna bananainnflutningsreglanna, væra of háir. Með úrskurðinum er heimilað að refsitollar upp á 200 milljónir dollara, um 14,4 milljarða króna, verði lagðir á vörur sem EVROPA^ Bandaríkjamenn flytja inn frá lönd- um ESB. Þessir refsitollar verða afturvirkir til 3. marz sl. En Banda- ríkjamenn höfðu sótzt eftir því að leggja á refsitolla upp á 520 milljón- ir dollara. „Við munum að sjálfsögðu fara eftir þeim reglum sem gilda um slíka úrskurði," sagði Brittan í gær. „Það er hins vegar strax ljóst af því sem fyrir liggur úr skýrslu sátta- semjara að einhliða refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem þeir hafa þegar hrint í framkvæmd gegn út- flutningsvörum frá ESB era í stór- um dráttum ólöglegar, þar sem upphæð refsitollanna er meiri en tvöfóld sú upphæð sem sáttasemj- arinn telur hæfilega," segir í yfirlýs- ingu frá Brittan. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram, að endurskoðaðar bananainn- flutningsreglur ESB, sem tóku gildi um síðustu áramót, brytu enn í bága við fyrri úrskurði WTO, sem felldir vora að beiðni Bandaríkja- manna um eldri reglur ESB, sem veita banönum framleiddum í þró- unarlöndum sem áður voru nýlend- ur Evrópuríkja greiðari aðgang að Evrópumarkaðnum en banönum frá Mið-Ameríkulöndum, þar sem bandarísk bananasölufyrirtæki eru allsráðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.