Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 83

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 83 KYIKMYNDIR/Kringlubíó sýnir fiölskyldumyndina Simon Birch sem byggð er á skáldsögunni A Pra- yer for Owen Meany eftir metsöluhöfundinn John Irving. Smávaxna undrið og vinur hans Frumsýning LEIKST J°hnson o-efi,n i •, nokkur holh-úð J^Í'JUaw Eirch. VI^ tókuv á SIMON Bii-ch (Ian Michael Smith) var smávaxnasta barnið sem nokkru sinni hafði fæðst í sögu spítalans í Graveston. Læknarnh- sem tóku á móti honum lýstu því yfir að hann væri sannkallað fa’aftaverk og sjálfur er hann ið- inn við að minna fólk á að svo sé þegar því hættir til að gleyma því. Simon er sannfærður um að hann eigi eftir að verða mikil hetja en hann bara veit ekki með hvaða hætti það verðui-. Á meðan hann bíður röki-æðir hann um trúmál við hinn stjómsama kennara sinn í sunnudagaskólanum (Jan Hooks) og bókstafstrúar- prestinn (David Straithahm), ferðast um í hliðarvagninum á hjóli besta vinar síns (Joe Mazzello) og leikur sér með honum í homabolta. Örlögin grípa svo skyndilega í taumana þegar Simon slær boltann eitt sinn með óvæntum og alvarlegum afleiðingum. Upp frá því tvinnast örlög vinanna saman þar sem þeir reyna hvor um s>g að fínna það sem þeir hafa glatað. Joe reynir að komast að því hver fað- ir hans er og Simon reynir að komast að því hvaða sérstaka tilgang guð hafi íetlað því smágerða kraftaverki sem hann er. Kvikmyndin Simon Birch á rætur að rekja til skáldsögunnar A Prayer for Ovven Meany eftir metsöluhöf- undinn John Irving. Þegar leikstjóri myndarinnar og handsritshöfundur, Mark Steven Johnson, las bókina fyrst gat hann með engu móti lagt hana frá sér þar sem hún var ólík öllu sem hann hafði áður lesið. Þegar hann hafði lokið lestrinum var hann strax staðráðinn í að gera einhvern tíma kvikmynd sem byggði á henni og sá ásetningur hans hefur nú ræst. Johnson er sennilega þekktastur fyrir handrit sín að hinum vinsælu myndum um gömlu mennina fúl- lyndu, Grumpy Old Men, sem þeir Jack Lemmon og Walther Matthau léku, en einnig skrifaði hann handrit myndanna Big Bully með Robert Moranis og Frost með Tom Amold. Hinn 11 ára gamli Ian Michael Smith sem leikur Simon Birch hefur ekki áður leikið í kvikmynd, en Jos- eph Mazzello sem leikur vin hans IAN Michael Smith leikur Simon Birch og Joseph Mazzello leikur besta vin hans. MEÐAL leikara í Simon Birch eru Oliver Platt og Ashley Judd sem hér eru ásamt aðalleikaranum Ian Michael Smith. Joe á hins vegar margar myndir að baki. Ferill hans hófst þegar hann var aðeins fimm ára gamall, en þá lék hann í sjónvarpsmyndinni Un- speakable Acts með Jill Clayburgh og Brad Davis. Sjö ára gamall lék hann í myndinni Radio Flyer sem Richard Donner leikstýrði og meðan á tökum myndarinnar stóð kynnti Donner hann fyrir Steven Spielberg. Ári síðar réð Spielberg Joseph til að fara með hlutverk Tims Murphy í Jurassie Park og fjórum árum síðar fór hann með hlutverk í framhalds- myndinni Jurassic Pai-k: The Lost World. Hróður hins unga leikara barst víða og ekki leið á löngu þar til Richard Attenborough fékk hann til að leika á móti Anthony Hopkins og Debra Winger í Shadowlands. Næst lék hann í myndinni River Wild með þeim Meryl Streep og Kevin Bacon og síðan í myndinni The Cure þar sem hann lék eyðnisjúkan dreng. Þá kom myndin Three Wishes þar sem Joseph lék á móti Patrick Swayze og Mary Elizabeth Mastrantonio og síð- ast lék hann í myndinni Starkid sem nýlega var sýnd hér á landi. MúlaPjassvika á mörkum sumars og vetrar Ekki bara snar- brjálaðir menn DJASSKLÚBBURINN Múlinn sem starfi-æktur er á efri hæð Sólons íslanduss fagnar sumarkomu með glæsilegri tónleikaviku dagana 18. til 25. apríl. I stjórn Múlans eru Tómas R. Einarsson, Pétur Grétarsson, Olafur Jónsson og Jón Kaldal, fulltrúi Jazzvakningar. Þeir segja djassinn vera að vinna stöðugt á, að hlustendahópurinn hafi aldrei verið breiðari eða stærri. Djassinn hefur síast út / þjóðfélagið „Síðustu tíu til fimmtán ár hefur spilurum fjölgað töluvert og mun fleiri setja djass efstan af því sem þeir vilja gera. Þetta þýðir meiri stílbreidd en áður, að margvíslegar gerðir af þessari tónlist eru iðkaðar," segir Tómas. „Allt þetta hefur gert það að verkum að ójassinn nær víðar en áður og hann hefur síast út í þjóðfélagið." Djassinn er farinn að heyrast við mjög mörg tækifæri, og það hefur aukið atvinnutækifæri djassleikara til muna. „Við fáum fleiri tækifæri «1 að spila af fingrum fram og óformlega, og þá verður Múlinn fyiir okkur útgangur fyrir dagskrár sem eru mjög metnaðarfullar; þar sem við lítum í eigin barm,“ segir slagverksleikarinn Pétur. „Umsóknirnar um að spila á Múlanum eru sífellt að verða uietnaðarfyllri enda kemur fólk sérlega á Múlann til að hlusta." Ekki lengur djass eða ekki djass Margar umsóknir bárust Múlanum um að fá að spila í upphafi sumars, og því notuðu stjórnarmenn tækifærið til að Áhuffl á djassi hefur aukist til muna á seinustu árum og það ku vera aukinni breidd að þakka. brydda upp á þeirri nýjung að halda Múladjasshátíð, og segir Pétur dagskrána skemmtilega fjölbreytta. „Undanfarin ár hafa skýrst línur í sambandi við ákveðnar stefnur, og nú er fólk tengt við ákveðnar tegundir af djassi sem var ekki Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Flosason kemur fram á þremur tónleikum í Múladjassvikunni. áður. Annaðhvort var það djass eða ekki djass. Nú eru til fjölmargar gerðir af djasstónlist, þvi hún hefur þróast eins og önnur tónlist og skilið eftir sig alls konar för.“ Pétur vildi í því sambandi nefna tónleikana síðasta vetrardag, þegar leikin verður tónlist Miles Davis frá sex ára tímabili. „Það hefur mælst mjög vel fyrir hjá gestum Múlans þegar settar era mjög skýi-ar línur í tónlistarvali á tónleikum." Sigurður Helgason, veitingamaður á Sóloni íslandusi, segir það vera sérlega ánægjulegt að hafa haft Múlamenn innanborðs. „Þetta lyftir staðnum upp á hærri stall. Hingað koma unglingar undir tvítugu sem ég hélt að hlustuðu ekki á djass. Einnig eram við að sjá áheyrendur yfir sjötugu, þannig að það er skemmtilegur og fjölbreyttur hópur sem kemur að njóta djassins. Vonandi eigum við eftir að sjá sem flesta í þessari skemmtilegu djassviku sem framundan er.“ „Já, það era ekki lengur bara snarbrjálaðir menn sem hlusta á allt sem heitir djass og svo aðrir sem loka eyrum fyrir honum. Áheyrendur hafa líka yngst og stundum þekkir maður ekki kjaft í salnum sem er útaf fyrir sig mjög ánægjuleg tilfinning," segir Tómas R. að lokum. MÚLADJASSVIKA Á SÓLONI ÍSLANDUSI. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 18.4 Kristjana Stefánsdóttir Djass fyrir fólkið í Iandinu með söngkonunni og völdum undir- leikuruin. 19.4 Marllyn Mead Þessi bandariski þverflautuleik- ari flytur tónlist eftir Theoloni- us Monk. 20.4 Öðlingakvötd Gulldrengir meðal hljómlistar- manna til margra ára leika af alkunnri snilld. 21.4 Tónlist hljóðrituð af Miles Davis ‘49-’5S. Matthías Hemstock trommari leiðir hljómsveit í nokki-um upp- áhalds lögum sínum frá ofan- greindu tímabili. 22.4 Heimstónlist og al- þjóðlegur spuni Szymon Kuran fíðluleiknri ásamt kunnum djössurum. 23.4 Guitar Islandíco / Trio Pianocchio Björn Thoroddsen gítarleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleik- ari leiða hvor sitt tríóið. 24.4 Kvartett Papa Jazz Rúnav Georgsson blæs íslensk og erlend lög á tenórsax ásamt félögunum. 25.4 Bassabræðumir Tómas R. og Óli Stoltz Bræðurnir leika hvor á sinn kontrabassann lög eftir islenska og eiienda lagasmiði. MYNDBÖND Réttar- drama Verjendurnir (The Defenders)___ Sjónvarpsmynd ★% Leikstjórn: Andy Wolk. Aðalhlutverk: Beau Bridges og Mertha Plimpton. 96 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, mars 1999. Aldurstakmark: 12 ár RÉTTARSALURINN er ein vin- ' sælasta sviðsmynd amerískra bíó- mynda. Endalaus haugur hefur ver- ið framleiddur af kvikmyndum, þáttum og sjón- varpsmyndum sem fjalla um verksvið réttar- lögfræðinga og er hér á ferðinni mynd úr sjón- varpsmyndaröð af þeirri gerð. Sagan er ákaflega einföld og þunn þótt tekið sé á alvarlegum málefn- um: ofbeldi öfgahópa gagnvart minnihlutahópum og tjáningarfrelsi einstaklingsins. Skýr skil eru milli f réttra og rangra hliða í málum sem þessir öflugu lögfræðingar taka að sér og þau taka aldrei að sér mál peninganna vegna. Hugmyndafræð- in sem myndin boðar er því óvenju augljós og samtöl persóna litast af þessari einfóldu framsetningu. Hinsvegar er henni ekki ætlað að vera meira en stundaraiþreying í sjónvarpi og rétt sleppur sem slík. Guðmundur Ásgeirsson 'slim-line’ dömubuxur frá gardeur Uðumv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 ■ ___ _________■ Gott kvöld! Meö skemmtilegri kvöldstund á Restaurant Óöinsvé má gera gott kvöld betra! Glæsilegur veitingastaður með spennandi rétti við allra hæfi. .. cjerðu gott kvöld betra!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.