Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir AINA Ulmane, forsetafrú Lettlands, heimsótti vinnustofu listamann- anna Baltasars og Kristjönu Samper í gærmorgun á meðan Guntis Ulmanis og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, ræddust við. Morgunblaðið/Þorkell ULMANIS, forseti Lettlands, hélt erindi í hátíðarsal Háskóla Islands í gær. GUNTIS Ulmanis heimsótti Alþmgi í fylgd Ólafs Ragnars Grímssonar í gær. Átti hann viðræður við Ólaf G. Einarsson, forseta Alþings, for- sætisnefnd, utanríkismálanefnd og fulltrúa þingflokka. Forseti Lettlands fundaði með forseta Islands á Bessastöðum Aðild að NATO er mikilvæg GUNTIS Ulmanis, forseti Lett- lands, sem staddur er í opinberri heimsókn á Islandi, sagði á blaða- mannafundi á Bessastöðum í gær að til að tryggja öryggi Lettlands væri afar mikilvægt fyrir landið að gerast aðili að Atlantshafsbanda- laginu. Hann sagði að þeir atburðir sem nú ættu sér stað á Balkanskaga mættu ekki hafa áhrif á stækkun bandalagsins. I ljósi mótmæla Rússa við að- gerðum NATO í Kosovo talaði for- setinn sérstaklega um mikilvægi þess að halda uppi góðum sam- skiptum við þá, en bætti því við að til þess mætti ekki koma að þeir hefðu einhver úrslitaáhrif á fram- þróun bandalagsins. Gagnrýnin umræða um NATO í Lettlandi Ulmanis sagði að gagnrýnin um- ræða um NATO í Lettlandi, þar sem um 40% íbúa eru rússnesku- mælandi, hefði aukist mjög síðan bandalagið hóf loftárásir á Jú- góslavíu, en hann lagði áherslu á mikilvægi aðildar að NATO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, fagnaði því að forseti ný- frjáls ríkis skyldi vera kominn í op- inbera heimsókn og minntist þess hversu vel hefði verið tekið á móti honum og eiginkonu hans, Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, þeg- ar þau heimsóttu Lettland fyrir um ári. Ólafur og Ulmanis ræddu sam- skipt.i þjóðanna á ýmsum sviðum í gærmorgun. Rætt var um efna- hagsmál, sjávarútvegsmál og menningarmál og samstarf þjóð- anna á þessum sviðum en Ulmanis minntist sérstaklega á mikilvægi þess að Lettar lærðu af Islending- um í sjávarútvegsmálum. Ólafur sagði að einnig hefðu þeir rætt um atburðina í Kosovo og hversu mik- ilvægt væri að finna viðunandi lausn á þeim vanda sem þar ríkti. Þá sagði Ólafur að rætt hefði verið um framtíð öryggismála í Evrópu og aukið samstarf Eystrasaltsríkj- anna og Norðurlandanna, sem styrkt gæti stöðu íbúa Norður-Evr- ópu í málefnum álfunnar. Ulmanis þakkaði íslendingum stuðninginn í gegnum árin og þá sérstaklega viðurkenningu þeirra á sjálfstæði Lettlands árið 1991, en hann sagði báðar þjóðimar skilja einkar vel hvað fælist í hugtökun- um frelsi og sjálfstæði. Tuttugu manna fylgdarlið Ulmanis og eiginkona hans, Aina Ulmane, komu ásamt tuttugu manna fylgdarliði til Islands á sunnudaginn, en með í för era m.a. Valdis Birkavs utanríkisráðherra og Janis Lapse, landbúnaðar- og sjávanitvegsráðherra. Forseti Is- lands og rfkisstjórnin tóku form- lega á móti forsetahjónunum á Bessastöðum í gærmorgun, en á meðan á fundi forsetanna stóð heimsótti forsetafrúin Víðistaða- kirkju og vinnustofu listamann- anna Baltasars og Kristjönu Samper. Ileimsókninni lýkur á flmmtudag en þá heldur forsetinn ásamt hluta af fylgdarliði sínu tii Washington þar sem fram fer fundur á vegum NATO um framtíðarskipulag bandalagsins. KYNÞÁTTAHYGGJA Jóhann M. Hauksson Hvað er kynþáttahyggja í raun, af hvaða rótum er hún runnin og við hvað I styðst hún? Hvers vegna er hún jafn áhrifamikil og áberandi á okkar tímum og raun ber vitni? I þessari bók gerir Jóhann M. Hauksson stjórnmála- fræðingur grein fyrir kyn- þáttahyggju, segir sögu hennar og skýrir ffá rann- I sóknum á fyrirbærinu og kenningum um það. Verð kr. 1.390- Viðræður utanríkisráðherra Lettlands og íslands tö Mál og menning www.mm.is Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500 Morgunblaðið/Ásdís LETTNESKU forsetahjónin, Guntis Ulmanis og Aina Ulmane, eru í opinberri heimsókn hér á landi, en formleg móttökuathöfn fór fram á Bessastöðum í gærmorgun. Gamlir draugar rumska í A-Evrópu Morgunblaðið/Sverrir VALDIS Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddu m.a. um aðild Letta að NATO á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í gær. VALDIS Birkavs, utanríkisráðheiTa Lettlands, sagði í gær að þeir gömlu draugar, sem nú væru að rumska í Austur-Evrópu, hefðu ekki áhrif á umsókn Letta um aðild að Atlants- hafsbandalaginu, en með tilvísun í gamla drauga átti hann við þá um- ræðu sem skapast hefur í kjölfar andstöðu Rússa við aðgerðir Atlants- hafsbandalagsins á Balkanskaga. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum, en áður hafði hann átt fund þar með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra. Birkavs, sem er hér á landi í opin- berri heimsókn ásamt Guntis Ulmanis, forseta Lettlands, sagði að fyrir átökin í Kosovo hefðu um 70% Letta stutt aðild að NATO og sagð- ist hann ekki búast við því að sá stuðningur hefði minnkað að ráði. Hann sagðist vonast til þess að línur myndu skýrast í þessum málum á fundi NATO í Washington á næstu dögum, en hann sækir fundinn ásamt forsetanum. Rætt um sj ávarútvegsmál Halldór sagðist ætíð hafa átt gott samstarf við Birkavs, sem hann sagðist hafa þekkt lengi. Hann sagði að fundur þeirra hefði verið mjög góður, en aðild Letta að NATO hefði þar verið efst á baugi og sagði hann þá njóta áframhaldandi stuðnings Is- lendinga. Halldór sagði ólíklegt að einhver ákvörðun um stækkun NATO yrði tekin á fundinum í Was- hington, en líklega yrðu þó einhver ríki nefnd sem væntanleg aðildar- ríki. Auk þess að ræða umsókn Letta um aðild að NATO var ýmislegt ann- að rætt á fundi utanríkisráðherr- anna, t.d. efnahagsmál, ferðamál, loftferðamál, tollamál, jarðhitamál og sjávarútvegur. Birkavs sagði mik- ilvægt að Islendingar og Lettar störfuðu saman á sem flestum svið- um og nefndi hann sérstaklega sjáv- arútvegsmál þar sem hann_ sagði Letta geta lært ýmislegt af íslend- ingum. Hann sagði að Lettar þyrftu á hjálp að halda við að endurskipu- leggja flota sinn og þá renndu þeir einnig hýru auga til þekkingar ís- lendinga í fiskmarkaðsmálum. Ráðhen-arnir ræddu einnig um Evrópui'áðið, en íslendingar taka við forystu í ráðinu 7. maí næstkomandi og Lettar taka við forystu ráðsins eftii' u.þ.b. ár. Á fundinum var einnig greint frá því að íslenskur starfs- maður Alþjóðabankans yrði starf- andi í Riga næstu tvö ár. Birkavs, sem hefur verið utanrík- isráðhen'a síðan 1994, en þar áður var hann forsætisráðheiTa í eitt ár, bað íyrir þakklæti til íslensku þjóð- arinnar fyrir þann stuðning sem hún veitti Lettum í sjálfstæðisbaráttu sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.