Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 28

Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fínlegur söngur Morgunblaðið/Árni Sæberg STYRKÞEGAR og fulltrúar þeirra ásamt forsvarsmönnum Menning- arsjóðs Sjóvár-Almennra. Menningarsjóður Sjóvár-Almennra Tólf styrkir afhentir KVENNASÖGUSAFN íslands hlaut hæsta styrkinn úr Menning- arsjóði Sjóvár-Almennra trygg- inga hf., 500.000 kr., þegar úthlut- að var úr sjóðnum í gær í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Alls hlutu tólf aðilar styrki úr sjóðnum að þessu sinni, samtals 3,8 milljón- ir króna. Eftirtaldir hlutu styrki að upp- hæð 300.000 kr. hver: Tónlistar- hópurinn Camerartica, til efling- ar á starfsemi hópsins, tónlistar- hópurinn Ljóð og djass, til efling- ar á starfsemi hópsins, Leikfélag- ið Annað svið, til að gera nýja leikgerð af Sölku Völku í sam- starfi við Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvöru, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, til að ganga frá handriti bókar um íslenska dansa, Kristnitökuhátíð Reykjavíkur- prófastsdæma, Kópavogs og Sel- tjarnarness, til að standa straum af svokölluðum „Sögulegum guðs- þjónustum", og Ólöf Nordal, til að ljúka við höggmyndaverk úr áli. Ennfremur hlutu 300.000 kr. styrki: Marita forvarna- og hjálp- arstarf, til reksturs forvarna- verkefnisins „Hættu áður en þú byrjar“, Lyfjaþróun hfi, til að hrinda af stað rannsóknarverk- efni þar sem markmiðið er að geta búið til bóluefni gegn eitur- lyfjum, Einar Trausti Sveinsson íþróttamaður, til að búa sig undir keppni á Ólympíumótinu í Sydn- ey árið 2000, Herdís Egilsdóttir, til að ganga frá, gera tölvutækt og koma á Netið kennsluefni og leiðbeiningum um kennsluaðferð- ina Landnám, og Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, til verkefnis sem fjall- ar um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að kennarar missi ótímabært þann raddstyrk sem þeim er nauðsynlegur til að koma frá sér kennsluefni til nemenda. Kvennasögusafn Islands fékk sem áður sagði hæsta styrkinn, 500.000 kr., til að hanna og setja upp heimasíðu fyrir safnið, gera kynningarefni og skrásetja gögn safnsins. Tólf tíu ára nemendur úr Hlíða- skóla aðstoðuðu Ólaf B. Thors, for- stjóra Sjóvár-Almennra, við af- hendingu styrkjanna og nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík fluttu verk eftir Bach og Tjækov- skí. Einnig léku þeir Guðmundur Steingrímsson, Carl Möller og Birgir Bragason úr hópnum Ljóð og djass og Karl Guðmundsson las ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson. Menningarsjóðurinn var stofn- aður árið 1997 og er þetta í annað sinn sem úthlutað er úr honum. Að þessu sinni bárust alls 132 um- sóknir, um 60% fleiri en á síðasta ári. TOJVLIST S a 1 u r i n n KÓRTÓNLEIKAR Háskólakórinn, Vox Akademia, Strengur Hailgerðar og silfur Egils, fluttu íslensk söngverk, undir stjórn Egils Gurinarssonar. Mánudagurinn 19. apríl, 1999. FLESTUM stærri kórum Reykjavíkur hefur verið skipt upp í smærri -sönghópa og hafa þessir kammerhópar ýmist starfað sam- tímis aðalkórunum eða haldið sjálf- stæða tónleika. A tónleikum Há- skólakórsins, sem haldnir voru um síðustu helgi, 17. og 19. apríl, í Saln- um, komu fram þrír sönghópar, auk Háskólakórsins, Kammerkór er nefnist Vox Akademia, kvennakór- inn Strengur Hallgerðar og karla- kórinn Silfur Egils. Saman sungu svo kórarnir eitt tónverk, Laudam- us te eftir John Speight. Nöfn sam- kynja kóranna eru nokkuð langt sótt og má vera að Strengur Hall- gerðar merki hárlokka þá er Hall- gerður langbrók neitaði Gunnari sínum um, forðum daga. Silfur það, er Egill fékk ekki að strá yfir þing- fara, er glatað mönnum, nema ef vera skyldi, að söngurinn eigi að bergmála ímyndað endurskin þess. Silfur Egils hóf tónleikana með laginu Vorið góða eftir Atla Heimi Sveinsson, fallegt lag við fallegan texta, er var að mörgu leyti vel sungið, þó í daufara lagi, en reynt var að draga fram meiri hressileik í lagi eftir Sigfús Einarsson, Leiðar- ljóð Goodtemplara. Lagið og textinn eru af þeirri gerðinni, sem kennd hefur verið við ungmennafélagsand- ann, og má vera, að til grundvallar flutningi þess liggi nokkur gaman- semi, sem náði ekki að vinna sitt verk, því sönginn vantaði það upp- hafna afl er einkenndi þennan vakn- ingatíma. Háskólakórinn átti næsta leik og hóf söng sinn með Fenja Uhra, lagi Hjálmars H. Ragnarssonar við Nýjar bækur • ÍTÖLSK-ÍSLENSK ORÐABÓK eftir Paolo Maria Turchi. I fréttatilkynningu segir: „Hér er um að ræða veigamikið verk, hið fyrsta sinnar tegundar, sambæri- legt við íslensk- ítalska orðabók sama höfundar sem út kom árið 1994, en þó með töluvert fleiri uppflettiorðum og enn ítarlegri. Megináhersla er lögð á almennt nútímamál, jafnt ritmál sem dag- legt mál, og ým- iss konar sérfræðimáli eni einnig gerð skil, ekki síst því er lýtur að ýmsum listgreinum, svo sem tónlist og myndlist. I bókinni eru um þrjá- tíu og fimm þúsund uppflettiorð. Hvert þeirra er merkingargreint, þýtt á íslensku og notkun þess sýnd með dæmum. Einnig eru skráðar helstu málí'ræðiupplýsingar. Sögn- um eru gerð sérstök skil og er í við- auka yfirlit yfir sagnbeygingu reglulegra sagna á ítölsku. Þá er einnig skrá yfir algengustu óreglu- legar sagnir og beyging þeirra sýnd.“ í bókinni er viðauki um framburð og stafsetningu ítölskunnar og mið- að hefur verið við að bókin henti bæði íslenskumælandi og ítölsku- mælandi notendum. Paolo Maria Turchi hefur unnið í átta ár að gerð beggja orðabókanna og hlotið viðurkenningar íyrir starf sitt. Útgefandi er Iðunn. Orðabókin er 678 bls. Menningarsjóður veitti styrk til útgáfunnar. Bókin er prentuð í Prísma/Prentbæ ehf. Verð: 9.800 kr. skringitexta Dunganons, skemmti- legu lagi er var vel flutt, og síðan sérlega viðkvæmt lag, einnig eftir Hjálmar, við fallegan texta Jóhann- esar úr Kötlum um Jesús Maríuson. Á flæðiskeri eftir Gunnar Reyni Sveinsson, hressilegt lag við texta eftir Æra-Tobba, var næst á efnis- skránni. Frumflutt var lag eftir Einar Pálsson við texta eftir Dag Sigurðarson, er nefnist Barnagæla. Lagið er vel samið og leikur við textann á skemmtilegan máta. Svífum beint til Chicago, stemmulag við Disney-rímur eftir Þórarin Eldjárn, var vel flutt og sama má segja um raddsetninguna á þjóðlaginu Það var barn í dalnum en tvö síðastnefndu lögin eru verk Áma Harðarsonar. Féll ég í hendur flögðum eftir Kjartan Ólafsson við texta Hannesar Péturssonar er gott kórlag og var það ágætlega flutt. Kórstjórinn leggur áherslu á fínlega tónmótun og því verður söngurinn í heild á köflum nokkuð haminn og kom þetta að nokkru fram í lagi Jóns Leifs við Sólsetursljóð Jónasar Hallgrímssonar, að söngur kórsins var einum of hikandi, sérstaklega um miðbik Iagsins, enda er ekki sem auðveldast að halda skýrum þeim hljómrænu þverstæðum, sem einkenna tónstíl Jóns. Þetta lag er í sama gæðaflokki og Requiem og mætti heyrast oftar á verkefnaskrá blandaðra kóra. Þjóðlag úr Álfahamri heitir lag eftir Jórunni Viðar við texta eftir Guðmund Böðvarsson, er var sér- lega samið fyi-ir Háskólakórinn og var frumflutningur þess mjög fal- lega mótaður við píanóundirleik Unnar Vilhelmsdóttur. Þetta er fal- legt lagt, rómantískt eins og öll þjóðtrú og náttúruhyggja er, sem hefur fengið nýtt inntak gagnvart vélhyggju þeirri sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugina. Eftir kórstjórann söng kvenna- kórinn lagið Nardus við kvæði Jó- hannesar úr Kötlum, mjög gott lag, er var fallega sungið. Vox Academia var eins konar mótpartur Háskóla- LIÐIN eru 68 ár frá þingrofinu 1931. Af því tilefni gefa Alþingi og Sögufélagið í sameiningu út bókina Þingrofíð 14. apríl 1931. Bókin er eftir dr. Harald Matthí- asson fyrrverandi menntaskóla- kennara sem er eftir því sem best er vitað eini núlifandi Is- lendingur sem var viðstaddur þann sögulega stjómmálavið- burð sem þingrofið árið 1931 var. Um það stóðu miklar fræði- kórsins og flutti Á þessari rímlausu skeggöld eftir undirritaðan við kvæði Jóhannesar úr Kötlum, The Sick Rose eftir Atla Heimi Sveins- son, Fjórtán ára, ágætt lag eftir söngstjórann við texta Þórbergs, og La belle eftir Hróðmar I. Sigur- bjömsson. Unglingurinn í skóginum eftir Hákon Leifsson er töluvert tónverk en þar vantaði kórinn ki'aft til að andstæður tónmálsins kæmu nægi- lega vel fram og á þetta einnig við um flutninginn á Skeggöldinni. Gloria, úr messu eftir Gunnar Reyni Sveinsson, vantaði einnig þann flæðihljóm, sem stærri kór hefði átt til að gefa þessu ágæta verki Gunn- ars. Maríuljóð Leifs Þórarinssonar við kvæði Vilborgar Dagbjartsdótt- ur var fallega flutt og Grafskiáftar- faddsetning Hjálmars H. Ragnars- sonar var ágætlega sungin, þó nokkuð væri fjarri sá kraftur er fer þessu sérkennilega lagi mjög vel. Tónleikunum lauk með frum- flutningi á Laudamus te eftir John Speight en þar komu til leiks allir kórarnir og þá gat að heyra þann hljómstyrk, sem mörgum þykir meira til um en þegar fínlega er sungið. Þessi kórþáttur eftir John Speight er frekar stuttur en þó er þar margt áhugavert að heyra í raddskipan og tónferli. Trúlega er hér um að ræða hluta af stærra verki, þó þess sé ekki getið í efnis- skrá og væri vel við eigandi, ef svo er, að fá að heyra það í heild sinni. Egill Gunnarsson er efnilegur kórstjóri og náði oft að draga fram mjög fallega mótaðan söng, en nær eingöngu á fínlegri nótunum. Þama kemur til samspil þess efnis sem fólgið er í raddgæðum söngfólks og því hvernig söngstjórinn vinnui' úr því efni, ásamt vali á viðfangsefn- um. Söngefni tónleikanna var um margt sérlega fróðlegt og eingöngu dregið saman úr kórsafni íslenskra höfunda, sem er ekki algengt og því vom þessir tónleikar annað og meira en söngsýning. Jón Ásgeirsson legar deilur sem raktar eru í bókinni auk pólitískra átaka er upphófust í kjölfar þess svo lá við upplausnarástandi í höfuð- borginni. Höfundurinn er landskunnur fræðimaður, sagnaþulur og ferðagarpur. Hann starfaði í áratugi á skrifstofu þingsins sem þingskrifari og því þótti við hæfi að Alþingi ætti aðild að út- gáfu þessa rits. Ny, framsókn til nýrrar aldar fjfl FRAMSÓKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Morgunblaðið/Sverrir ÓLAFUR G. Einarsson kynnti útgáfu bókarinnar fyrir hönd Alþingis síðastliðinn mánudag. Við hlið hans standa dr. Haraldur Matthíasson rithöfundur og Heimir Þorleifsson forseti Sögufélagsins sem einnig kom að útgáfunni. Bók um þing- rofið 1931 Paolo Maria Turchi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.