Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 12.05.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 29 Söng- skemmtun í Kirkjuhvoli KÓR SFR og Starfsmannakór Orkuveitu Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Kirkju- hvoli í Garðabæ í kvöld, mið- vikudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru uppskera vetrarstarfsins og efnisskráin samanstendur af ýmsum lögum sem mörg hver tengjast sumarkomunni. Stjómandi kórs SFR er Páll Helgason. Stjórnandi kórs Orkuveitu Reykjavíkur er Svana Víkingsdóttir, píanóleik- ari kórsins er Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir og einsöngvari er Rúnar Einarsson. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar TÓNLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar verða haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Næstu tónleikar verða í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 18.30. Flutt verður blokkflaututónlist írá barokk- tímanum, píanó- og fiðlunem- endur koma fram svo og söng- nemendur Margrétar Óðins- dóttur. Að lokum leikur strengjasveit skólans, undir stjóm Unnar Maríu Ingólfs- dóttur, m.a. Leikfangasinfóníu Haydns. Fjórðu tónleikamir verða föstudaginn 14. maí kl. 19. Leikið verður á píanó, sembal, fiðlur og blásturshljóðfæri. Blásarasveit skólans og kamm- erblásarasveit leika undir stjóm Edwards Frederiksens. Fimmtu tónleikamir verða miðvikudaginn 19. maí kl. 19. Þar koma fram blásarasveitir yngri nemenda ásamt nemend- um á píanó, gítar og blásturs- hljóðfæri. Síðustu tónleikamir verða svo fóstudaginn 21. maí kl. 20 en þá koma fram nemendur Snæbjargar Snæbjamardóttur. LISTIR Útgáfa diskasafns með fremstu píanóleikurum aldarinnar Eitt af stærstu verkefnum sem ráðist hefur verið í IMECALUX SÁ SIÐUR er ekki alveg nýr af nálinni í tónlistarheiminum að út- gáfufyrirtæki taki sig til og setji á markað hljómdiska er eiga að inni- halda allt það besta sem frá til- teknum listamanni hefur komið. Oftar en ekki er verið að reyna að tryggja eins mikinn gróða og mögulegt er og því er það ekki alltaf hinn listræni metnaður sem býr að baki slíkum útgáfum. Ut- gáfa klassískrar deildar Phihps-út- gáfufyrirtækisins á diskasafni, sem hlotið hefur heitið „Frábærir pí- anóleikarar tuttugustu aldarinn- ar“, getur hins vegar ekki tahst annað en metnaðarfull og sjálfir segja talsmenn Philips að um sé að ræða „stærsta verkefni sem út- gáfufyrirtæki hefur nokkurn tíma ráðist í“. Það sem hins vegar gerir útgáf- una ekki síst merkilega er sú stað- reynd að Philips fékk við þetta verkefni til liðs við sig öll hin stóm útgáfufyrirtækin, og einnig sum þeirra minni, í því skyni að gera diskasafnið sannarlega eins mark- tækt yfirht yfir helstu píanóleikara aldarinnar og hugsanlegt er. Sam- vinna sem þessi er nánast óþekkt og skapar verkefninu talsverða sérstöðu. Fyrstu hljómdiskamir í safninu komu út seint á síðasta ári og alls verða um 200 diska að ræða í safn- inu. Tveir diskar em í hverri útgef- inni einingu og telur hver tveggja diska eining um 150 mínútur af tónhst. Samanlagt er um að ræða í kringum fimmtán þúsund mínútur af tónhst með mörgum af fremstu hstamönnum aldarinnar. Sjö snillingum gerð sérstök skil Sextíu og níu píanóleikuram em gerð sérstök skil í safninu og bein- ist athyglin sérstaklega að sjö mik- ilhæfum hstamönnum, þeim Claudio Arrau, Alfred Brendel, Emil Gilels, Vladimir Horowitz, Wilhelm Kempff, Sviatoslav Richt- er og Arthur Rubinstein. Ekki að- eins era þeir taldir meðal fremstu listamanna á sínu sviði heldur er jafnframt til mikið af uppteknu efni með þeim, upptökur sem standast þær gæðakröfur sem Tom Deacon, útgáfustjóri verkefnisins, setti í upphafi. Deacon segir hins vegar í sam- tah við International Herald Tribu- ne að því miður hafi ekki verið hægt að hafa listamenn eins og þau Moriz Rosenthal, Guiomar Novaes og Ginu Bachauer með í diskasafn- inu, einfaldlega vegna þess að gæði þeirra upptakna, sem til era með leik þeiira, vora ekki nægilega mikil, eða vegna þess að listafólkið var ekki lengur upp á sitt besta þegar það loksins fór í hljóðver. Listamennirnir era annars af ýmsum toga og frá ólíkum löndum. Ignacy Jan Paderewski er elstur þeirra listamanna sem getur að heyra í þessu diskasafni. Pader- ewski var fæddur 1860 og þótt sér- fræðingar séu víst ekki á eitt sáttir um snilld Paderewskis var frægð hans slík að Tenórarnir þrír hefðu fallið í skuggann. Yngstur er Rúss- inn Jevgení Kissin, sem fæddur er 1971. Þótt hans verði sjálfsagt get- ið enn frekar þegar næsta öld er gerð upp í tónlistarsögunni fannst verkstjóram útgáfunnar fyllsta ástæða til að gera Kissin skil nú, slíkum hæfileikum er Rússinn tal- inn búa yfir. Einstakt safn Þegar hafist var handa við mark- aðssetningu diskasafnsins í Frakk- landi sáust menn ekki fylhlega fyr- ir og í einni auglýsingu var fullyrt að hér væri um að ræða safn með „öllum bestu píanóleikuram aldar- innar“. Deacon vill ekki ganga svo langt og bendir á að menn séu vita- skuld ekki ahtaf sammála um það hver eigi heima í slíkri samantekt, og hver ekki. Á hinn bóginn segist Deacon stoltur af árangrinum. Hér hafi tekist að safna saman öllu því besta með mörgum af þeim bestu og fullyrðir Deacon að ekki hafi komið upp neitt ósætti við val lista- manna. Verkefnaval píanóleikaranna er af ýmsum toga og jafnframt er að finna ýmis fágæt verk, eða fágætan flutning sem gefur diskasafninu enn meira gildi. Samspil Lyubov Braks og Marks Taimanovs á tveimur svítum fyrir tvö píanó eftir Rachmaninoff er í sérstöku uppá- haldi hjá Deacon en þótt þau Bruk og Taimanov, sem bæði vora fædd 1926, séu ekki meðal þekktustu hstamanna aldarinnar segir Deacon samleik þeirra engu líkan. Ýmislegt annað hnossgæti er að finna í safninu og segir í frétt International Herald Tribune að sannarlega gefist fólki tækifæri, með útgáfu þessa safns hljómdiska, til að kynna sér píanóleik margra af fremstu listamönnum aldarinn- HEFURÞ Bjóðum mjög hentuga fataskápa. Aðeins vönduð vara ur gæðastáli. Mjög gott verð! hjénusta ■ Þekkirtg»rádgjöf • Aratuga reynsla MECALUX gæði fýrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN . .. UIVÍDWU/J- nLILUVLnjLUIV „ fgmx trazsnsur&hm SUNDABORG 1 ' SlMI S68-3300 0FNÆMISDAGUR í LYFJU LÁGMÚLA Lyfjafræðingur verður í dag í lyfju Lágmúla milli kl. 13-18 og svarar spummgum um ofnæmi og ofnæmislyf. Kr. 495- Lyfja Ligmúla 5, sími 533 2300 LYFJA Lyf á lágmarksverðl NÓATÚN PYLSUPARTY 20 pylsur, 10 Myllu pylsubrauð, III. Heinz tómatsósa og 1 brúsi SS sinnep 599.- NIOATUN NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. * FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR f BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.nOatUll.iS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.