Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 21 ERLENT •• > Oflugur skýstrokkur ríður yfír Islendingabyggðir í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum Miklar skemmdir urðu á híliýlum V estur-Islendinga The Grand Forks Herald SKÝSTROKKURINN geysist áfram, skammt norðaustur af stað sem kallast þvf norræna nafni Walhalla. SÍÐDEGIS síðastliðinn sunnudag reið afar öflugur skýstrokkur yfír svæðið í og kringum smábæinn Mountain í Rauðárdal í Norður-Da- kóta-íylki í Bandaríkjunum og olli miklu tjóni á heimilum íbúa, þeirra á meðal Vestur-íslendinga er búsettir eru á svæðinu. Talið er að skýstrók- urinn hafi farið með um 210 hnúta hraða og flokkaðist hann, sam- kvæmt bandarískum stöðlum, undir skýstrók af F4 gerð, mjög öflugan skýstrók sem valdið getur miklu tjóni á mannvirkjum. Frést hefur m.a. af því að íbúðar- og útihús bændabýla hafi gereyðilagst og mik- il mildi þykir að elliheimilið Borg, í útjaðri Mountain, þar sem á sjötta tug eldri borgara býr, hafi sloppið við tjón. Strokkurinn fór skammt frá byggingu elliheimilisins. Morgunblaðið ræddi í gær við Jo- an Olson, ábúanda á Milton-býlinu í Norður-Dakóta, sem sagðist hafa farið á slóðir skýstrokksins á mánu- dag, skoðað verksummerki og rætt við fólk. Þess bíði nú mikið uppbygg- ingarstarf. „Aðkoman var hrikaleg," sagði Joan. „Skýstrokkurinn ger- eyðilagði hjólhýsabyggð í grennd við bæinn Mountain, byggingar og hí- býli manna.“ Auk þess sagði hún að bændabýli í grenndinni hefðu orðið illa úti. Þök hafi rifnað af húsum í heilu lagi og innanstokksmunir fóiks legið eins og hráviði um jarðir. Þá hefði hún og Ernie, eiginmaður hennar, farið að Bernhoft-býlinu þar sem Wayne og Lauretta Bernhoft búa. „Býlið er horfið í heilu lagi. Stálþiljabyggingar gerónýtar og tré rifnuðu upp með rótum.“ Þá hefði eyðileggingin verið mikil á húsi Pal- mers og Esther Jonasson í Mountain og húsi Keiths og Normu Hallgrims- son í sama bæ. Þök húsanna hefðu rifnað af og innviðir væru ónýth-. Palmer sem er 71 árs gamall sagði í viðtali við héraðsfréttablaðið Grand Forks Herald, að erfitt hefði verið að sjá hvað tilheyrði húsi þeirra hjóna eftir að vindinn lægði, svo mikil hefði eyðileggingin orðið. „Ég veit ekki hvar við eigum nú að búa. Trygging- arnar greiða aldrei allt tjónið og við erum orðin of gömul til að byggja nýtt hús.“ Eftir að skýstrokkurinn hafði lagt Bernhoft-býlið í rúst lá leið hans upp í fjalllendið í kringum bæinn Mountain og hann stefndi rakleiðis að elliheimilinu Borg. Til allrar ham- ingju hefði strokkurinn farið rétt norðan við byggingarnar og heimil- ismenn, 54 að tölu, hefðu því verið einstaklega heppnir. Að sögn Joan Olson hafði íbúum íylkisins ekki verið gert viðvart áður en skýstrokkurinn reið yfir. Slíkar hamfarir geri sjaldnast boð á undan sér. Sagði hún að mjög fátítt væri að svo öflugir skýstrokkar gengju yfir á þessum slóðum. Fjölmargir hefðu séð til ferða strokksins og gert al- mannavörnum í Norður-Dakóta við- vart. „Veðrið var afar slæmt þennan dag, mikið úrhelli og stormur. Þá var mikill raki í lofti og strokkurinn afar ógnvekjandi í útliti.“ Hópur Vestur-Islendinga sem fluttu frá Nýja-Islandi Að sögn Braga Skúlasonar, sem gegndi prestsembætti í Mountain um fjögurra ára skeið á níunda ára- tugnum, er afar flatlent á svæðinu umhverfis bæinn. Fremur fámennt er á þessum slóðum og íbúar Mountain ekki miklu fleiri-en 150 talsins að íbúum elliheimilisins Borg meðtöldum. Mikið er um búskap á þessu svæði, nautgriparækt og kom- rækt, og því fremur strjálbýlt. Bragi sagði að elliheimilið Borg, nefnt eftir Hótel Borg við Austur- völl, sem væri um fimmtíu ára gam- alt, stæði í útjaðri bæjarins og þar byggju margir Vestur-Islendingar. Fólkið sem þarna býr á ættir sín- ar að rekja til hóps er kom frá Nýja- íslandi og bera ættarnöfn og staðar- heiti þess glögg merki. Þar er t.a.m. bær er heitir Garðar, þar skammt frá er Þingvallakirkjan og minnis- merki um Káin er þar nærri. Þá ber kirkjan í Mountain nafn Víkurkirkju og Vídalín-kirkja er ekki fjarri. aætir Farið i bilaleik í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag. ems kr. röðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.