Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Helgigöng- ur einkenna prestastefnu Prestastefnan hófst á Kirkjubæjarklaustri í gær og henni lýkur á föstudag. Kristín Sigurðardóttir og Sverrir Vilhelmsson fylgjast með fundum presta. HERRA Karl Sigurbjörnsson biskup flytur ræðu sína. ÞINGFULLTRUAR hlýða á ræðuhöld. Morgunblaðið/Sverrir HELGIGÖNGUR, sem skipulagður hluti prestastefnu, eru nýbreytni á prestastefnunni í ár. Fyrsta helgi- gangan var farin í gær og verða famar þrjár í dag. Aldrei áður hafa helgigöngur verið þungamiðja grestastefnu, að sögn dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, verkefnisstjóra safnaðaruppbyggingar. Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði í setningarræðu prestastefnu að prestar landsins, djáknar, guð- fræðingar, prestsmakar og sam- starfsfólk væru saman komin til að ganga sem pílagrímar. Pílagn'mur- inn íyndi þreytuna í fótunum. Krist- in trú væri ekki aðeins í höfðinu heldur fælist hún í því að fínna, þreifa á, smakka, bergja, neyta og nærast. Yfirskrift prestastefnu í ár er samleið með Kristi. I setningar- ræðu talaði biskup um þá samfylgd íslensku þjóðarinnar með kristi sem hófst fyrir þúsund árum á Þingvöll- um. Prestastefnan í ár væri áning- arstaður áður en lagt væri inn í næsta árþúsund. Biskup harmaði það einnig að klausturhald skyldi hafa lagst af á Kirkjubæjarklaustri. Hann talaði um viðburði liðins synodusárs, um fjárhagslegt sjálf- stæði kirkjunnar og að í fyrsta sinn hefði verið kosinn forseti kirkju- þings úr hópi leikmanna, Jón Helgason. Biskup þakkaði Þorsteini Pálssyni „áhuga hans og atbeina að styrkja kirkjuna og leiða hana til aukins sjálfstæðis". Fólk reis úr sætum og viðhafði þögn til að minn- ast látinna presta og látinna prests- maka. Nýtt merki þjóðkirkjunnar í ræðu sinni kynnti biskup nýtt merki þjóðkirkjunnar. Jóna Sigríð- ur Þorleifsdóttir hannaði merkið sem sýnir „skipið með krossinn sem mastur, á öldum hafsins, eða skím- arinnar“. Biskup sagði tengslin vera við örkina hans Nóa og frásögnina af því er Jesú kyrrði vind og sjó. Hann sagði einnig að skipið gæti verið fiskur og að fiskurinn væri elsta tákn kristinnar trúar. Á grísku er fiskur ichþýs og sáu kristnir menn stafina í því orði sem upphafs- stafi orðanna: Jesú Kristur Guðs sonur, frelsari. Fiskurinn lifir í vatni og eins lifir kristinn maður skírninni, fyrir laug endurfæðingar- innar. Að lokinni setningarræðu biskups fluttu Hjalti Zophaníasson, skrif- stofustjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, og Jón Helgason, forseti kirkjuþings, stutt ávörp. Því næst var lagt af stað í helgi- gönguna frá Systrafossi að Systrastapa. Prestar og starfsfólk biskupsstofu skiptust á að ganga í broddi fylkingar með kross gerðan úr trjágreinum. Sr. Pétur Þórarins- son í Laufási fékk hest til reiðar þar sem leiðin var torfær á hjólastóli. Við Systrafoss var lesin upp íhug- un og samkomugestir minntir á að þeir væru pílagrímar á leið til móts við minningu og sögu og að þeir horfðu til framtíðar. Síðan var stutt bæn. Síðan var göngunni haldið áfram uns þeir fremstu staðnæmd- ust og sussuðu niður í mannskapn- um. Þá heyrðist kór syngja ofar í fjallshlíðinni ljóðið „Fögur er fold- sálmurinn „Ég heyrði Jesú himneskt orð“. Síðan var gengið áfram og staðnæmst við læk og skírnarheitið endurnýjað. Að bæn lokinni var gengið yfir Jækinn. Þá var sunginn sálmurinn „Ég hef heit- ið þér Jesús“. Að endingu var gengið að Systrastapa þar sem er útsýn til Eldmessutanga. Lesið var upp úr ævisögu Jóns Steingrímssonar, svo- nefnds eldprests, þar sem segir frá því þegar hraunið rann fram eftir árfai’veginum og ekki varð annað séð en að það myndi granda kirkj- unni. Svo segir Jón frá því þegar hann ákallaði guð „heitt og í al- vöru“. Að lestrinum loknum bað samkoman og söng svo sálminn „Nú gjaldið Guði þökk“. Helgiganga að Langholtskirkju Prestastefnan heldur áfram í dag með morgunbænum í Kapellunni, helgigöngu að bænahúsinu á Núps- stað. Síðan verður farið suður í Landbrot og Meðalland og gengin helgiganga að Langholtskirkju í Meðallandi. Þar mun dr. Sigurbjörn Einarsson flytja hugleiðingu. Síð- degis hittast hópar og ræða saman. Þá verður aftansöngur í Kapellunni, hátíðarkvöldverður og svo að end- ingu guðsþjónusta á Jónsmessunótt kl. 23 í gamla kirkjugarðinum við Kapelluna. Helgiganga verður frá Félagsheimilinu. Prestastefnuna sitja 112 prestar en með mökum og starfsmönnum sækja 190 manns Prestastefnuna. SÉRA Pétur Þórarinsson á hestbaki. SIGURBJÖRN Einarsson biskup tekur stein úr dys. in“. Jafnskjótt og kórinn þagnaði tók annar við hinum megin við ána og svo sungu þeir saman hvor sín- um megin við gönguhópinn. Að því loknu var beðin bæn og gengið áfram uns staðnæmst var við dys. Biskup tók stein úr dysinni og bað viðstadda að fylgja fordæmi sínu og ganga með steinana að hóli skammt frá, leggja þá á hólinn og mynda kross. Að krossinum mynd- uðum var flutt bæn og sunginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.