Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 27

Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 27 ERLENT Tóbaksauglýsingar bannaðar í Bretlandi 24 slasast í lestar- slysi á Englandi TUTTUGU og fjórir slösuðust í gær er tvær lestir rákust sam- an skammt frá Crewe í norðvesturhluta. Englands, að sögn lögreglu. Areksturinn varð er Virgin Rail-farþegalest sem var á Ieið frá Lundúnum til Glasgow keyrði aftan á tóma Northwestern-lest sem var að koma frá Crewe og var á leið til Manchester. Að sögn lögreglu var lítið um alvarleg meiðsl. „Flestir hlutu lítilshátt- ar meiðsl, aðallega skrámur,“ sagði lögreglukona í Crewe. Einn farþeganna var þó lagður inn á spítala með meiðsl á bijóstkassa og var Iestarstjór- inn einnig fluttur á spítala. Rannsókn á tildrögum slyssins fór fram í gær en að sögn lög- reglu fóru lestirnar ekki af sporum sínum eins og talið hafði verið. Reuters Lundúnum. AFP. AUGLÝSINGABANN á tóbaksvör- um í Bretlandi mun taka gildi frá og með 10. desember næstkomandi. Tessa Jowell, heilbrigðismál- aráðherra Bretlands, tilkynnti um bannið í síðustu viku. Evrópusam- bandið (ESB) hefur samþykkt að bann verði lagt á tóbaksauglýsingar árið 2001 og hafa bresk stjórnvöld verið gagnrýnd harðlega af tóka- baksframleiðendum fyrir að láta bannið taka gildi fyrir þann tíma. Tóbaksframleiðendur í Bretlandi eru nú taldir leita leiða til að auglýsa varninginn á „óbeinan hátt“ en samkvæmt nýju reglunum verð- ur framleiðendum einungis leyfilegt að gefa út verðlista á tóbaki. Frá og með árinu 2003 verður tóbaksframleiðendum einnig bannað að styrkja hinar ýmsu íþróttagreinar. Pó nær bannið ekki til Formúlu eitt kappakstursins og heimsmeistarakeppninnar í snóker. Var það mat breskra stjórnvalda að í ljósi þess hversu háðar þessar tvær íþróttagreinar væru stuðningi tóbaksfyrirtækja bæri að gefa þeim frest til ársins 2006 til að afla sér annarra stuðningsaðila. Bannið kært til Evrópudómstólsins Fjögur bresk tóbaksfyrirtæki, British Ameriean Tobacco, Gallaher, Imperial Tobacco og Rothmans, hafa kært lagasetninguna til Evrópudóm- stólsins en úrskurðar hans er ekki að vænta fyrr en árið 2001. Byggja tóbaksfyrirtækin mál sitt gegn stjórnvöldum í Bretlandi á þeim forsendum að samkvæmt reglugerðum ESB geti aðildarríki bandalagsins ekki tekið sameigin- legar ákvarðanir um opinbera heil- brigðismálastefnu einstakra landa. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig mótmælt banninu og hafa sagst munu leita til Evrópudómstólsins til að reyna að aflétta banninu. Breska ríkisstjórnin og læknar óttast þó að tóbaksframleiðendur finni sér leið til að auglýsa varning- inn á „óbeinan hátt,“ þrátt fyrir að yfirvöld hafa einnig lagt bann við slíku. 600.000 króna sekt liggur við broti á auglýsingabanninu, en lækn- ar og þrýstihópar óttast að sú upp- hæð komi ekki í veg fyrir að tóbaks- framleiðendur reyni að sneiða hjá banninu. „Við óttumst mest að fram- leiðendur komi til með að færa auglýsingar sínar af skiltunum yfír á stuttermaboli. Sektir upp á 600.000 krónur eru lítil ógn fyrir tóbaksframleiðslurisana," sagði Ian Bogle, formaður bresku læknasam- takanna. Tóbaksframleiðendur í Bretlandi eyða árlega um sex milljörðum króna í auglýsingar í dagblöð, tíma- rit og á auglýsingaskilti. Sér- fræðingar telja líklegt að þessum fjármunum muni í kjölfar bannsins í staðinn verða varið í framleiðslu á vörum sem merktar eru með tóbak- stegundunum, s.s. fötum, ritföng- um, ilmvötnum og áfengi. Einnig er því spáð að tóbaksfyrir- tæki fari í auknum mæli að styrkja sjónvarpsþætti til að vekja athygli á framleiðslu sinni. Vörumerki fyrir fjölmargar vörur í Bretlandi hafa verið skráð sl. mánuði og er það talið tengjast banninu. British American Tobacco hefur til að mynda skráð kreditkort, bjór og viskí undir Lucky Strike vörumerk- inu og Benson & Hedges sett á markaðinn kaffítegundir. Sólþurrkaðir tómatar, grílluð papríka & balsamedik ; salatið, pastað og með grillmat Í'V I E-SUPEF NÁrrÚRliIEGT ACIDOÍ^HILI PLUS F}ölgcrlahylki fyri mchlngarfœrin Hántar E-SUPER • 90 hylki Á Krínglukasti færð þú 2 glös á sarna verði og 1 L. ÍÍ E’CÉfT* »i r jrðiOMANPðl íiHGUffl Vu , V .íáí/íilí! Æm \ mtiiÆKL HINAFORI SóSiattur HánUiUar^okkar í náttúrufú Þunnir: 4 pör í búnti Þykkir: 3 pör í búnti kr. 650.- Svartir sokkar 3 pör í búnti 100% hreinn bómull. Unnið án kemískra efna UÍðbwlH Itflenokar, náttúrulegar onyrtivörur eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Hársápa fylgir öllum kremum og olíum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.